Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Side 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. 13 Glundroðakenningin hef ur sannast Þá er stjórnkerfisnefndin loksins dauð, og allir Reykvíkingar varpa öndinni léttara. Ekki þar fyrir, að eftir kosningar hefði hún hvort eð er sálast, en það var skemmtilegra að láta vinstri flokkana vinna verkið sjálfa. Og dauði þessarar nefndar sannar að glundroðakenning okkar sjálfstæðismanna er rétt. Það er farinn að koma glímu- skjálfti i menn vegna kosninganna. Við sjálfstæðismenn bíðum eftir kosningum með óþreyju. Um vinstri menn á sagan við, þegar Alechin kom að tefla síðustu einvígis- skák sína við Capablanca, — þá sagði rússneski meistarinn: ,,Nú situr hann þarna inni og bíður, — hann veit að hann er búinn að tapa.” Glundroðinn að komaíljós Vinstri menn óttuðust fátt meira en að ósamlyndi þeirra um stjórn borg- armálefna spyrðist út. Þess vegna gripu þeir einlægt til þess ráðs, ef ágreiningur varð að fresta afgreiðslu mála, eða setja málin í nefnd, meðan þrístjórarnir væru að koma sér sam- an um einhverja lausn. Og með því að ágfeiningur var um marga hluti, varð mörgu að fresta og gera hrossa- kaup meiri en tíðkast meðal stjórn- málamanna. Ekki man ég nákvæmlega fyrir hvað framsóknarmenn voru að borga, þegar þeir samþykktu að kaupa Ikarusvagnana, þvert gegn ráðleggingum allra embættismanna borgarinnar, sem um málið fjölluðu, þ.á m. sjálfs borgarstjórans. Ekki man ég heldur, hvað alþýðuflokks- menn fengu í staðinn. En það á að rísa hér stórmarkaður á hafnarsvæði SÍS, þvert gegn skipulagi og Björgvin Guðmundsson er orðinn forstjóri BÚR. En mál hafa verið látin reka á reið- anum, ert smátt og smátt er glundroð- inn að koma i ljós. Athafnaleysið sannar hann ekkert síður en athafn- irnar. Egill Skúfí og Koch iNew York Allt frá því að Jónas sagði Þórarni Þórarinssyni að skrifa um það í Tím- „ ann, að Roosevelt væri framsóknar- maður, hefur Þórarinn af og til knýtt alsaklausa Bandaríkjamenn við Framsóknarflokkinn. Nú síðast hef- ur Þórarinn sett fram þá kenningu, að Koch, borgarstjóri í New York, sé framsóknarmaður, og njóti stuðn- ings manna úr öllum flokkum í þeirri borg. Þórarinn dregur síðan fram- sóknarályktun af þessu og segir: Egill Skúli er studdur af öllum vinstri flokkunum. Hann er sameiningar- tákn eins og Koch. Hví ekki að sam- einast um hann eins og þeir gera 1 New York? Nú þarf ekki að fara mörgum orð- um um það, að mjög fétt sameinar Egil Skúla og Koch í New York. Og það sem skilur helst í milli er, að Koch er pólitískur foringi 1 borg sinni, en Egill er ópólitískur embætt- ismaður í Reykjavík. Ágætur emb- ættismaður en maður, sem ekki hefur umboð til þess að taka nokkra stefnumarkandi ákvörðun. Minni vöM en bæjarstjóri En er Egill Skúli borgarstjóri þá ekki valdsmaður eins og fjölmargir bæjarstjórar á íslandi? kynni einhver að segja. Haraldur Blöndal Og svarið er, að svo er ekki. Flestir bæjarstjórar eru 1 raun leiðtogar meiri- hlutans í bænum. Þeir eru hið ráð- andi afl og vilji þeirra er þyngri á metunum en minni háttar ágreiningur um bæjarmálefni. Vinstri flokkarir hafa hins vegar gert borgarstjóra- embættið að valdalitlu embætti, svo valdalitlu, að borgarstjórinn ræður minna um málefni Reykjavíkurborg- ar en meðalsveitarstjóri úti á landi. Og er þess að geta, að einstaka sinnum koma upp mál, þar sem núv. borgarstjóri er látinn koma fram með full völd. Það er þegar gera þarf óvinsælar ráðstafanir, sem enginn vinstri flokkanna þorir að leggja nafn sitt við. Allir vita hins vegar, að forseti borgarstjórnar leggur á það áherslu að koma fram, ef ljósmyndari er nærstaddur sbr. vísu Flosa: Loksins kom að því, seint þótt sé, sem að ég löngum þráði, að ég fse að kveikja á jólatré, þvf ég er i borgarráði. Þessuveröur aöbreyta Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið þeirrar skoðunar, að borgarstjóra- embættið sé í eðli sínu pólitískt vegna þeirra mörgu ákvarðana, sem borgar- stjórinn þarf að taka og sakir hefðar embættisins. Stjórn vinstri manna í Reykjavík frá síðustu borgarstjóinar- kosningum hefur sannað, að þessi kenning sjálfstæðismanna er rétt. Það dugir ekki til langframa að semja þurfi milli ólikra flokka um hin smæstu mál, að æðsti embættis- maður borgarinnar, maður á háum launum, skuli vera settur hjá, en af- greiðslur fari fram á skrifstofum vinstri flokkanna. Þessu verður að breyta, og að því þurfa allir stuðningsmenn sjálf- stæðismanna að standa saman í þess- um kosningum. Ég var fyrir skömmu á fundi, þar sem maður kvartaði við Albert Guð- mundsson um niðurröðun á lista sjálfstæðismanna. Albert svaraði snöggt: Haft verið ágreiningur um röðun á listann, þá er því máli lokið. Nú stöndum við saman og náum borg- inni aftur. Það er mikilvægara en ein- hver listaröð. Haraldur Blöndal a „Vinstri flokkarnir hafa hins vegar gert ™ borgarstjóraembættið að valdalitlu emb- ætti, svo valdalitlu að borgarstjórinn ræður minna um málefni Reykjavíkurborgar en meðalsveitarstjóri úti á landi,” segir Haraldur Blöndal í grein sinni þar sem hann fjallar m.a. um borgarstjóraembættið í Reykjavík. Vatnsskortur virkiana Einhvern tíma á síðastliðnu hausti minntist ég á orkuskort í sjónvarps- fregnum, eins og við gerum stundum. Vanalega setjum við þá fram hlýjar óskir um regn og yl á hálendinu. En að þessu sinni lét ég það fylgja, að það væri ekki rétt, sem haldið væri fram, að einhver sérstakur vatns- skortur hefði verið á virkjanaslóðum undanfarin ár. Skýringuna á orku- skorti taldi ég hins vegar vera mistök í sambandi við Búrfellsvirkjun. Nú varð fjarðafok. Auk þess sem Landsvirkjun kærði mig fyrir veður- stofustjóra og fréttastofu sjónvarps var mér uppálagt að senda Lands- virkjun nánari grcinargerð, svo að hægt væri að eyða þessum misskiln- ingi, eins og það var orðað. Nú er ég loksins að verða við þessari ósk. Óeðfílegt veðurfar seinustu ár? Síðan þetta gerðist hefur komið enn betur í Ijós, að vatnsskortur hefur ekki verið af náttúrunnar völd- um á hálendinu síðustu ár. Fyrst er þess að geta sem birtist í greinargerð frá Landsvirkjun sjálfri í Dagblaðinu og Vísi 26. febrúar. Þar er viður- kennt, að rennsli hvers árs hafi ekki farið neðar en eðlilegt má teljast. Það stendur hins vegar eftir af fyrri yfirlýsingum stofnunarinnar, að skipting rennslis milli sumars og vetr- ar hafi v.erið óhagstæð, vetrarrennsli liafi minnkað að tiltölu, og látið að þvi liggja, að við slíku hafi ekki verið ástæða að búast. Þetta þarl' því að athuga frá veðurfræðilegu sjónar- miði. J Meginorsök þess að rennslið hefur að nokkru leyti færst frá vetri til sumars er þessi: Vetur hafa almennt verið heldur kaldari undanfarin ár en þeir voru hina fremur mildu áratugi næst á undan. (Þó hefur sá kuldi ekki verið neitt óeðlilegur né ókvæntur, sjá síðar). Afleiðingin er sú, að vetr- arhlákur hafa verið færri og minni en áður var, vetrarsnjórinn hefur fengið að liggja óáreittari fram á sumar. En nteð vori og sumri hafa leysingar auðvitað fleytt þessari vetrarúrkomu fram í Þjórsá, þannig að rennslið hefur þá aukist á kostnað vetrar- rennslis, Þetta er nú gott og blessað og ósköp náttúrlegt. En þá komum við aftur að spurningunni: Var ekki ástæða til að ætla, að þessi kuldi gæti komið? Athugum það: Hiti hefur verið mældur í Stykkis- hólmi síðan 1845: Tökum nú árin 1846—1975, samtals 130 ár, ogskipt- um þeim i fimm jafnstóra hitaflokka, 26 ár hvern. Skoðum síðan, hvernig fimrn síðuslu ár skipta sér i þessa flokka, sem allir urðu að teljast jafn- líklegir fyrirfram. í kaldasta flokk féllu tvö ár, þó bæði fyrir ofan hila- meðaltal þess flokks. í næstkaldasta hópi var ekkert ár; eitt í ntiðlungs- flokki, og tvö í þeim næsthlýjasta. Hér er ekki hægt að tala um neitt telj- andi frávik frá því sem búast mátti við, enda þótt þessi ár væru svalari en algengast var árin 1925—1965. Úrkomumælingar við Búrfell og á Kirkjubæjarklaustri benda ekki held- ur til þess, að hlutfall vetrarúrkomu miðað við sumarúrfelli hafi verið lægra þessi síðustu fimm ár en áður. í rennsli Þjórsár seinustu ár hefur sem sagt ekkert gerst, sem átti að koma á óvart, ef skoðuð voru fáanleg gögn um veðurfar og vaðið haft nokkuð fyrir neðan sig. Mistök við Búrfefí? Þá er komið að þeirri staðhæfingu minni, að með virkjun við Búrfell hafi verið gerð mistök (og þá að sjálfsögðu mannleg). Eins og Sigurjón Rist, fremsti vatnafræðingur okkar, segir i stuttri grein í Dagblaðinu og Vísi 2. mars, eru þessi grundvallarmistök fólgin í skakkri virkjanaröð. Fyrir þessu eru fyrst og fremst veðurfræðileg rök. Áður en Búrfellsvirkjun kom til, þekktu virkjanafræðingar okkar til þess að vegna ísmyndunar í ám á há- lendinu er skynsamlegt að virkja þannig, að byrjað sé efst í hverri á. Fyrir ofan efstu virkjun þarf vitan- lega hæftlega stór miðlunarlón til þess að jafna sumar- og vetrarrennsli. Auk þess þarf sérstakt minna lón við hverja virkjun. Frá hverri virkjun að þeirri næstu á að vera svo lítill halli, að árstraumurinn hræri ekki krapi frá yfirborði niður i vatnið. Tilgang- urinn er að ána leggi sem fyrst í vetr- arfrostum og hún haldist á sem trygg- ustum ís yfir veturinn. Með því er ár- vatnið varið best gegn kælingu, sem annars veldur tvenns konar erfiðleik- um: 1) íshroði og krap myndast í straum- harðri ánni milli skara og stíflar inn- tak næstu virkjunar fyrir neðan að nokkru eða öllu leyti. 2) virk ismyndun verður í inntaksrist- um virkjunar i frostköldu vatninu, enda þótt isinn séskilinn frá. Samkvæmt þessu var til dæmis eðlilegt að byrja á Sigölduvirkjun, en virkja síðan Hrauneyjarfoss,. enda Itefur sú röð út af fyrir sig reynst ágætlega, hvað isavandamál snertir. Næst gat svo komið Sultartanga- virkjun, sem stöðvaði allt ísskrið úr Efri-Þjórsá og mundi skila íslausu vatni niður í þá hæð, að Þjórsá yrði hæfilega lygn á leið sinni niður að Búrfelli, eða þá að virkjað yrði beint fráSultartanga niður í Fossárdal. En þessi náttúrlega röð var ekki valin, heldur byrjað á Búrfelli, þar sem straumhörð áin fleytir fram firn- um af is og krapi, auk mikils aur- burðar. Til þess að þessi óhroði belji ekki beint inn í aflvélarnar, verður að sóa feiknalega úr miðlun Þórisvatns, einkunr til þess að ryðja ísskriðinu fram hjá, án þess að vatnið, sem í þetta hefur verið safnað að sumrinu, gefi af sér nokkra orku hjá Búrfelli. í öðru lagi sýnir sig, að í hörðum frost- um, en einkum þó í skafrenningi, er rnikið krap eftir í vatninu, sem isnum hefur verið fleytt af. Til þess að eiga ekki á hættu að það fylli Bjarna- lækjarlónið fyrir ofan virkjunina verður þá að takmarka rennslið og draga úr afköstum Búrfellsvirkjunar, stundum mikið. Það kallar aftur á, að fleiri vélar séu ræstar við Sigöldu. Þar með er enn meira miðlunarvatni eytt úr Þórisvatni en sjálf isskolunin útheimtir, án þess að með því séu af- köst Búrfellsvirkjunaraukin. Það er fyrst og fremst þetta, sem veldur því, hvað Þórisvatn endist illa yfir veturinn, þótt stórt sé. Þess vegna er þetta virkjanakerfi svona óskaplega næmt fyrir loftslagsbreyt- ingum, þótt þær séu fullkomlega inn- an þeirra takmarka, sem búast má við. Er þetta aðeins skaði stór- iðjunnar? Nú heldur Landsvirkjun því fram, að yfir þessu þurfi landsmenn ekki svo mjög að kvarta, þar sem orku- skömmtun hafi komið niður á stór- iðjunni einni. En ekki má gleyma tekjutapi Landsvirkjunar, sem þessi skerta orkusala hefur valdið, en það hækkar auðvitað orkuverð innan- lands. Auk þess hefur þessi virkj- anaröð, eins og kemur fram hér á eftir, öll iniðast við, að orkuverð til stóriðju reiknaðist sem allra lægst, og allt lendir þetta á innlendu orkukaup- endunum. Hvað ofíi mistökunum? Ég sagði, að áður en Búrfellsvirkj- un kom til, hefðu virkjanamenn vitað i hvaða röð væri yfirleitt hagkvæm- ast að virkja hverja á. Hér höfðu þeir meira að segja sér til stuðnings mcrki- legt framlag Sigurjóns Rist i grein hans um Þjórsárísa. Einnig hafði verið bent á, að ekki væri skynsam- legt að reikna áfram með því mikla hlýindaskeiði, sem hafði þá staðið um alllangt skeið. Þyngst hefðu þó átt að vega skoðanir Sigurðar Thor- oddsens, sem nú skipar heiðurssæti meðal virkjanafræðinga okkar. Hvernig gat þetta þá gerst? Jú, orsökina má rekja til ráðamanna þjóðarinnar, sem á þessum árum höfðu áhuga á að konta upp erlendri stóriðju í landinu. Hinir erlendu stóriðjuhringar settu fram, eins og endranær, harðar kröfur um ódýra orku, og menn vildu mikið til vinna að verða við þeim. Aðferðin til að koma því kring var þessi: Kjallarinn Páll Bergþórsson Með sérstökum reikningsaðferðum mátti halda því fram, að við Búrfell mætti fá einstaklega ódýra orku, þvi að þar var mikil fallhæð og mikið rennsli, að minnsta kosti að jafnaði yfir árið. Sem allra minnst var gert úr áhrifum istruflana , og nauðsynleg- um miðlunarmannvirkjum var skotið á nokkurn frest, svo að kostnaðinum af þeim væri hægt að sleppa í út- reikningi orkuverðs. Þessi mikli kostnaður lá ekki aðeins í Þórisvatns- miðlun, heldur einnig ýmiss konar aðgerðum og mannvirkjum við ána fyrir ofan Búrfell. Þar til má líka í rauninni reikna þriðju aflvélina i Sig- öldu, sem er að mestu varaskeifa fyrir Búrfell, þegar verst gengur þar. Og nú seinast bætist við væntanleg Sultartangastífla, sem þjónar þeim tilgangi einum um sinn að lappa upp á rekstur Búrfellsvirkjunar. Það er þó vandræðaleg lausn og mjög ill nauðsyn að reisa þessa orkulausu „virkjun” fyrjr hundruð miljóna, en þar erum að greiða enn einn skattinn fyrir ásóknina í erlenda stóriðju fyrir nærri tuttugu árum. Sem sagt, rök hinna reyndari sér- fræðinga voru látin lönd og leið og oeðlileg virkjanaröð valin, byrjað á skökkum enda, allt til þess að þókn- ast skammsýnum ráðamönnum þjóð- arinnar. Þetta munu nú viðurkenna flestir yngri virkjanafræðingar. Það ættu formælendur Landsvirkjunar einnig að gera og halda þannig sæmd sinni. Páll Bergþórsson veðurfræðingur a „í rennsli Þjórsár seinustu ár hefur sem ™ sagt ekkert gerst, sem átti aö koma á óvart, ef skoðuð voru fáanleg gögn um veöurfar og vaðið haft nokkuð fyrir neðan sig,” segir Páll Bergþórsson í grein sinni þar sem hann fjallar um vatnsskordnn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.