Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Side 17
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982-
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Vegna nýju barnalaganna:
MEDLAGSGRBDSUIRN-
AR FARA FYRIR LÍTH)
—segir langþreyft kona verkamanns
lENtlS- 18 TtBAKS»»ZLHM KÍKISIM:
Þriggja barna móður finnast mcðlags-
greiðslur sambýlismanns sins fara fyrir
litið og segir: „Það sárasta af þessu
öllu er að fyrrverandi eiginkona
mannsins mins er alkóhólisti og eyðir
öllum sinum peningum ivin."
Þriggja barna móðir skrifar:
Ég hef fylgzt með bréfum og um-
'íeðum vegna nýju barnalaganna. svo
vill til að ég er í þeirri aðstöðu að geta
rætt málið frá tveim hliðum. Ég er frá-
skilin og fæ meðlag með tveim
börnum, bý með manni sem borgar
með tveim börnum sínum og svo eigum
við eitt barn saman.
Þegar ég skildi var ég svo fyrir-
hyggjusöm að ég lagði allt mitt í að
kaupa íbúð sem ég leigði síðan út í 2 ár
til þess að hafa fyrir afborgununum. Á
meðan bjó ég, með börnin mín tvö, hjá
foreldrum minum og vann úti allan
daginn. Án aðstoðar foreldra minna
hefði þetta aldrei tekizt.
Svo kynntist ég manni. Við fórum að
búa saman og eignuðumst eitt barn.
Hann er verkamaður og borgar meðlag
með tveim börnum eins og ég gat um
áðan. Síðan barnið okkar fæddist hef
ég ekki getað unnið úti, vegna veik-
inda, en hjá því verður ekki komizt til
frambúðar. Auðvitað þurfum við að
greiða skatta og allt annað, eins og
gengur, svo oft er lítið afgangs.
Það sárasta af þessu öllu. er að fyrr-
verandi eiginkona mannsins mins er
alkóhólisti og eyðir öllum sinum pen-
ingum í vín. Þegar börnin eru hjá
okkur fötum við þau upp, eftir því sem
efni leyfa, og látum allt annað sitja á
hakanum. Um jól og á afmælum
sendum við þeim síðan föt og aðrar
nauðsynjar sem við vitum að þau vant-
ar. Meðlagið og mæðralaunin, sem
ætlað er að vera þeim til framfærslu,
fara fyrir lítið.
Ef ég hefði ekki átt þessa íbúð og
töluvert innbú þá hefðum við víst lítið
því það er dýrt að stofna heimili í dag.
Sjálf er ég ekkert frekar með því að fá
greitt með börnunum mínum til 18 ára
aldurs en ekki heldur mótfallin því, svo
framarlega sem börnin þurfa þess með,
svo sem til náms. En ég er mótfallin því
að það sé látið viðgangast að mæður
hreinlega drekki upp það sem börnum
þeirra er ætlað til framfæris.
Sambýlismaður minn borgar meðlag
með börnunum sínum, sem er sjálfsagt,
og fatar þau algjörlega líka því að það
er ekki gaman að horfa á börnin sín
eins og útburði til fara. Hjá okkur er
útlitið samt oft svart; skuldir á skuldir
ofan. Á meðan sparað er eins og hægt
er þá gengur þetta einhvern veginn en
oft verður mér hugsað til jx-ss hvernig
konan hans fyrrverandi ler með pen-
ingana.
Starfsfólk Hótels Akureyrar — og þá
sérstaklega „Harry Bellafonte” og
Nonni — fá mikla lofgjörö frá fyrrver-
andi strandaglópum er nefna sig
,,Moulinette”-klíkuna.
Um hótel Akureyri:
Mælum
eindregið
með þessu
hóteli og
starfsfólki
þess
—segja þakklátir
gestir
Moulinette-klikan skrifar:
Við, nokkrir nemendur (og fyrrver-
andi strandaglópar), viljum þakka
starfsfólki Hótels Akureyrar — og þá
sérstaklega „Harry Bellafonte” og
Nonna — fyrir frábæra gestrisni og
eindæma þolinmæði þegar við vorum i
skíðaferðalagi og urðum veðurteppt á
Akureyri.
Einnig kærar þakkir fyrir hinn góða
anda er ríkti innan veggja hótelsins
þennan tíma. Ekki má heldur gleyma
hinni góðu ,,kraftverk”-máltíð sem við
fengum síðasta daginn, fyrir nokkrar
krónur, þegar peningar okkar voru á
þrotum.
Við mælum eindregið með þessu
hóteli og starfsfólki þess og höfum
þegar ákveðið að koma aftur á sama
tíma aðári.
Hringið í síma
86611
milli
kl. 13 og 15
eða
skrifið
I
/
GETBAUNJN
næst drogum vidum
SUZUK
Isuzu dreginn út 27. Janúar.
Verðmœti 102.000 kr.
Suzuki jeppi droglnn út 28. aprfl.
Verðmæti 85.000 kr.
DREGIÐ VERÐUR 28. APRÍL.
ÁSKRIFTARSfMINN ER 27022.