Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. Fyrírlestur og námsstefna í Norræna húsinu! Dönsk kvikmyndagerð ogsjón- varpsnotkun við kennslu kvikmyndagerð sem tekið hefur miklum framförum síðustu tíu ár þótt peningaleysi hafi nokkuð hrjáð,” sagði Henrik Jul Hansen, einn stofnenda danska kvikmyndatímaritsins „Levende Billeder”, en hann er staddur hérlendis til fyrirlestrahalds og mun einnig leiðbeina á námsstefnu um notkun kvikmynda í kennslu. Henrik Jul Hansen er hér á landi í boði Norraena hússins, Félags dönsku- kennara og dönsku félaganna. Hann hefur um Iangt skeiðstarfað sem blaða- maður í Danmörku og sérhæft sig í Lézt íbflslysi á Austfjörðum Maðurinn sem fórst í bílslysinu í Staðarskriðum á milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar í fyrradag hét Jón Gunnlaugur Sigurðsson. Hann var sveitarstjóri í Búðahreppi og var 29áragamall. Jón var á leiðinni til Egilsstaða til að ná flugvél til Reykjavíkur, þar sem hann ætlaði m.a. að horfa á úrslitaleikinn i íslandsmótinu i hand- knattleik á milli FH og Víkings sem verður í dag. Jón var kunnur íþróttamaður hér fyrr á árum og lék þá með Vikingi og islenzka landsliðinu í handknattleik. Hann var sonur Sigurðar Jónssonar, ,,Ég mun aðallega ræða um danskt sjónvarp og þróun þess og svo danska JinO.1 fyrrverandi formanns HSf, og Rakelar Viggósdóttur konu hans. Hann lætur eftir sig tvö börn. -klp- Daglega erljósritaÖ á 500þúsundXerox vélarí80 löndum. AfköstXerox véla eru 10-120 Ijósritá mínútu. Fullkomin þjónusta. Vélartilafgreiöslustrax. 5 ára ábyrgðarviöhald. SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMÚLA 38,105 RÐKJAVÍK, SÍMI85455, PO. BOX 272. skrifum um kvikmyndir. Þá var hann aðalhvatamaður að því að kvikmyndir og sjónvarp voru tekin í notkun við kennslu. Hansen verður leiðbeinandi á náms- stefnu um notkun kvikmynda við kennslu sem verður í Norræna húsinu í dag milli klukkan 9 og 17. Þá flytur hannalmennan fyrirlestur klukkan 16 á morgun í Norræna húsinu þar sem hann talar um danskar kvikmyndir og kvikmyndagerð eins og hún er í dag. -KÞ. Sjónvarpið: Græddi 36 þúsund á beinu útsendingunni Hagnaður sjónvarpsins á beinu út- sendingunni frá deildarbikarúrslita- leiknum í knattspyrnu á Wembley á laugardaginn var nam um 36 þúsund krónum. Sjónvarpið þurfti að greiða um 15 þúsund krónur til ÍTN, 25 þúsund krónur fyrir afnot af Skyggni og annar kostnaður hér heima nam um 10 þúsund krónum. Þetta gerir samtals um 50 þúsund krónur. Tekjur af auglýsingum sem sýndar voru i hálfleik námu aftur á móti 86 þúsund krónum svo hagnað- urinn er því 36 þúsund. Þessar tölur gefa til kynna að sjón- varpið muni ekki slá hendi á móti því að sýna beint frá FA bikarúrslitaleikn- um á Wembley 22. mai og jafnvel einnig eitthvað frá heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu sem fram fer á Spáni í sumar. -klp- Vorjafndægur: Dagur og nótt skipta sóíarhringnum jafnt Jafndægur á vori eru í dag, 20. marz. Er þetta sá sólarhringur þegar dagur og Dregið í sunnudags- gátunni Hinn 16. marz sl. var dregið úr inn- sendum réttum lausnum Sunnudags- gátunnar að viðstöddum fulltrúa borg- arfógeta og eru nöfn vinnenda sem hér segir: 1. Svava Bjarnadóttir, Melbæ 5 Rvk. 2. Magna Sigfúsdóttir, Hjálmholti 2 Rvk. 3. Auðbjörg Díana Árnadóttir, Varmalandi Mýrasýslu. 4. Erla Ingibjörg Guðjónsdóttir, Grettisgötu 24 Rvk. 5. Ásdís M. Gilsfjörð, Vallholti 4 Ólafsvík. Hlýtur hver þeirra bifreið af gerðinni Citroén GSA Pallas og verða vinning- arnir afhentir laugardaginn 27. marz. Um leið og Kór Langholtskirkju óskar vinningshöfunum til hamingju vill hann þakka hinum fjölmörgu er þátt tóku í þessum leik og styrktu þar meðstarf hans. Kór Langholtskirkju. Aston Villa mætir Anderlecht Englandsmeistarar Aston Villa drógust gegn Anderlecht i undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða og Bayern Múnchen leikur gegn CSKA Sofía frá Búlgariu. Drátturinn varð þannig í Evrópu- keppninni í knattspymu í gær: Evrópukeppni meistaraliða: CSKA Solía—Bayern Miinchen Aston Villa—Anderlecht Evrópukeppni bikarhafa: Dinamo Tiblisi — Standard Liege Tottenham — Barcelona UEFA—BIKARKEPPNIN: Kaiserslautern — Gautaborg Radniciki Nis — Hamburger SV ...........-SOS.. nótt eru jafnlöng. Eins og landsmenn hafa rækilega orðið varir við hefur daginn lengt óð- fluga að undanförnu. Þannig var sólar- gangur þremur kortérum skemmri fyrir viku en hann er i dag og á morgun verður hann sjö mínútum lengri. Þessi öra lenging dagsins leiðir óneit- anlega hugann að því að nú er ekki nema mánuður til sumardagsins fyrsta. -KMU. Skíðaveðrið versnar Það eru eflaust margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar með að komast á skíði um helgina. Veðrið undanfarna daga hefur æst löngunina upp í mörgum, sérstaklega þeim sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu enda hefur það verið frábært. Það hefur lika verið fullt langt frant á kvöld í allar lyftur og allt upp i hálf- tíma bið i sumar lyfturnar, eins og til dæmis stólalyftuna í Bláfjöllum. Veðurspáin um helgina er ekki mjög glæsleg til skíðaiðkunar — austanátt og slyddu er spáð á Suðurlandi — og er því hætt við að eitthvað dragi úr aðsókninni. Flestir láta sig það sjálf- sagt engu skipta og fara á fjöll hvað sem veðurspá og annað segir. -klp- Misritun í frétt í blaðinu í gær var sagt frá því að tónleikar Samkórs Selfoss og Árnes- ingakórsins í Reykjavík hæfust klukkan 17.30 í dag. Það er rangt. Þeir hefjast hálftíma fyrr — eða á slaginu fimm — og verða eins og fyrr segir í sal Menntaskólans í Hamrahlíð. Hlutað- eigandi eru beðnir velvirðingar á þessari misritun. DV-bíó Gamanmyndin Æskudraum- ar verður sýnd í DV-bíói á morgun klukkan 13 í Regn- boganum. Myndin er í Ht og með íslenzkum texta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.