Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
Hallvarður Ðnvarðsson rannsóknarlögreglustjóri ríkisins:
Uppgjöf af hálfu
samfélagsins
—að senda geðsjúka afbrotamenn til vistunar erlendis
Vistun geðsjúkra afbrotamanna var
mikið til umræðu á Alþingi i fyrir-
spurnartíma fyrr í þessari viku. Þeir
sem til máls tóku voru á einu máli um
það að nauðsynlegt væri að koma á fót
sérstakri stofnun í þessu skyni og bent á
að á Norðurlöndum séu sérstök réttar-
geðsjúkrahús sem þjóna þessu hlut-
verki. DV bar þetta mál undir Hallvarð
Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóra
ríkisins:
,,Ég þekki ekki til þess að það séu
rekin sérstök réttargeðsjúkrahús á
Norðurlöndum,” sagði Hallvarður,
„og vil því ekki gefa neitt álit á því
máli. Hins vegar eru þessi mál í ólestri
og það hafa sótt á mann ýmsar efa-
semdir vegna viðbragða sjúkrahúsa við
þessum málum. Mér finnst mjög miður
að sjúkrahúsin hafi ekki getað séð sér
fært að sinna þessu fólki.
Það er ekki langt síðan, eða um tveir
mánuðir, að ég gerði kröfu um það
fyrir dómi að yfirlæknar Kleppsspital-
ans yrðu skyldaðir til að sinna einum
slíkum sjúklingi. Þar var kveðið á um
að hann skyldi sæta geðrannsókn en
síðan hefur ekkert gerzt og hún hefur
„Um Mk ménuök stöan ég geröi
kröfu um þaö fyrir dómi að yfíriœkn-
ar KieppsspHaians yröu skyldaðir tii
aö sinna einum siikum sjúklingi ...
en síðan hefur ekkert gerxt," segir
Hallvarður Einvarðsson rannsóknar-
lögreglustjóri ríkisins.
ekki farið fram enn.
Ég hef engar tölur um fjölda þeirra
mála sem geðsjúkir afbrotamenn hafa
verið viðriðnir,” sagði Hallvarður
Einvarðsson aðspurður. ,,En þau hafa
verið nokkur á síðustu árum og það
hefur verið ýmsum framkvæmdaerfið-
leikum bundið að koma fram geðrann-
sókn. Einnig hafa verið erfiðleikar á að
vista menn eins og heilsu þeirra hæfir
eftir að dómar eru gengnir og þeir verið
dæmdir ósakhæfir. Það er fráleitt og
raunar uppgjöf af hálfu samfélagsins
að senda þá til vistunar erlendis.
Ég hef ekki verið kvaddur til neinna
umsagna um þessi málefni, enda þótt
þau brenni helzt á starfsfólki Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og þar sé einna
mestur vandinn.”
Er þá almennt nægilega vel búið afl
rannsóknarlögreglunni til afl sinna
þessum málum?
„Ég er ekki að segja að þetta tengist
beint rannsóknum að öðru leyti en þvi
sem snýr að rannsókn á sakhæfinu. En
það er fyrst og fremst hér sem verður
vart við erfiðleikana.
En ég hef lýst mínum viðhorfunt við
landlækni og dómsmálaráðuneytið og
vil að svo komnu máli ekki segja neitt
frekar um þetta,” sagði Hallvarður
Einvarðsson að lokum. -ÓEF.
þrekhjól
f yrir þá sem
er annt um heilsuna
Kjörið til líkamsræktar heimavið. Stöðugt og sterkt - mjúkt og breitt sæti,
öryggishlífar á keðju og hjóh - stillanlegt stýri og sæti -
stiUanlegur fótstigsþungi - hraðamælir og snúnings-
teljari - tekur lítið pláss. Varahlutaþjónusta.
Verðkr. 1.794,-
20 mínutur á dag...
KALKHOFF þrekhjól er ódýr
og góð lausn fyrir þá sem
annt er um heilsuna.
_ / — — Reióhjólaverslunin
Serverslun i meira /
Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888
enhálfaóld
Þafl er Hendrik Berndsen i Blómum og
ávöxlum sem skreylir Brosrdway fyrir
Sljörnumessu DV, eins og honum
einum er lagifl.
Stjörnumessa DV:
Miðamirrenna
úteinsog
heitarlummur
Það er ekki ofsögum sagt að mið-
arnir á Stjörnumessu DV renni út
eins og heitar lummur því nær uppselt
er á messuna, aðeins eru eftir nokkrir
ósóttir miðar, er pantaðir höfðu verið,
og verða þeir seldir milli klukkan 16 og
18 í dag í Broadway.
Allur undirbúningur að
Stjörnumessunni er í fuilum gangi enda
líður óðum að þessari glæsilegustu hátíð
ársins sem haldin verður i Broadway.
Eins og alkunna er verður stjörnu-
hljómsveitin í ár Mezzoforte en um
kynningu sjá þeir félagar Þorgeir
Ástvaldsson og Magnús Ólafsson.
Broadway verður blómum skreytt og
sér Hendrik Berndsen í Blómum og
ávöxtum um þá hlið mála. Allt er sem
sagt í fullum gangi til að gera Stjörnu-
messuna sem glæsilegasta og eftir-
minnilegasta. -KÞ.
Jersey
ERM ARSUNDSE Y J AN
VEÐURSÆLA
Alla föstudaga frá 6. apríl — 12. október.
Þotuflug um London — morgunflug. Gisti-
staðir víðs vegar um eyjuna. Öll hótel 1.
flokks, hálft fæði, bað, WC, ekki svalir, en
sundlaugar við sum hótelin. Skoðunarferðir
um nærliggjandi eyjar, Guernsey-Alderey og
Sark, en einnig upp á Bretagneskagann.
Af» .
víf-,
) tdinburgh
, Beifast
03
3
Dublln \
• %
%
Carditt
Lcndon
.
0 The Hague
£11'
i Brussels
4 423 n',s
~ lms # Bonn
67 B wrn
Jörsey
3Í200
3 22
fcms m
Paris
ÖRSTUTT TIL PARÍSAR
Góðar samgöngur um eyjuna og við eyjuna. Ekkert
V.A.T. tollfrjáls eyja, verðlag eftir því. Góður matur
og þjónusta með ágætum. Þægilegur staður til hvíldar.
Hægt er að stoppa í London í bakaleið og dveljast þar
á 1. flokks hótelum á góðu verði. Verð frá kr. 7.424.-
á mann í viku. Hver aukavika frá kr. 2.273.- Innifalið
er flug, hálft fæði, akstur til og frá flugvelli.
Umboðsmenn á staðnum.
cw
Feróaskrifstotd
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoóavog 44 104 Reykjavik Simi 86255
20” N
LITSJÓNVARP
LAGMULA 7
REYKJAVÍK SÍMI 85333
verð 10.400,-
SJÓNVARPSBÚMN /
PRISMA