Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 9
Vafasöm skoðanakönnun
Fyrir nokkrum dögum birti DV úr-
slit í skoðanakönnunum sem blaðið
stóð fyrir varðandi vinsældir stjórn-
málamanna og óvinsældir. Margir
hafa sett sig í samband við ritstjóra
biaðsins til að láta í ljós óánægju með
Laugardags-
pistill
np CINII
Ulf tlNU - ■ - -
- - --í ANNAÐ
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
an frammi fyrir tugþúsundum áhorf-
enda. Úrslitaleikur á Wembley er
ekki venjulegur fótboltaleikur, hann
er vegna umgerðar, andrúmslofts og
spennu meiriháttar viðburður fyrir
marga hluta sakir.
Gervihnöttum fjölgar
Víðast hvar um heim eru íþrótta-
viðburðir vinsælasta sjónvarpsefnið.
Hundruð milljóna manna fylgjast
með þeim af gífurlegum áhuga.
Nú loks gafst íslendingum tæki-
færi til að komast í snertingu við gildi
beinnar útsendingar af þessu tagi.
Við vorum öll komin á Wembtey,
fylgdumst með hverri spyrnu um leið
og hún var framkvæmd. Atburður-
inn var ljóslifandi.
Þetta hefur tæknin gert kleift. ís-
lenskt sjónvarp, jarðstöð og gervi-
hnettir hafa gerbreytt möguleikum
íslendinga til að njóta þessarar þjón-
ustu og við höfum fengið forsmekk-
inn af ágæti þess. Framundan eru
enn stórkostlegar framfarir á þessu
sviði. Stórhuga áætlanir eru uppi um
gervihnetti og sjónvarpsdagskrár
sem hinar ýmsu þjóðir geta notið
með fjölgun gervihnatta. Því er spáð
að innan 4—5 ára geti fólk beggja
megin Atlantshafsins séð sömu dag-
skrá samtímis, valið það besta úr
mörgum stöðvum, hvort heldur á
sviði lista, íþrótta, fræðslu eða frétta-
efnis. Möguleikarnir eru óþrjótandi.
Hugmyndin um Nordsat er aðeins
lítill angi af þessari þróun.
Fólk unt heim allan fagnar þessum
framförum og á enda eftir að þrosk-
ast, menntast og eflast í víðsýni af
þessum sökum. Þjóðir heims færast
nær hver annarri. Vígvædd landa-
mæri þurrkast út.
Ekki aftur snúið
Á sama tíma og þessi þróun blasir
við gerist það furðulega að sterk öfl
hér á landi vilja skella skollaeyrum við,
loka sig af frá umheiminum. Hér eru
menn enn að einblína á einokun ríkis-
valdsins íslenska yfir siónvarpi og
streitast gegn öðrunt sjónvarps töðv-
um af þröngsýni og lorlryggui. Jafn-
vel beinar ú.sendingar, eins og sú sem
við sáum á laugardaginn, eru eitur i
þeirra beinum. Þetta eru furðuleg
viðhorf og raunar óskiljanleg.
íslenska sjónvarpið hefur leyft
okkur að gægjast inn um þann
glugga sem smám saman mun opn-
ast. Það á þakkir skildar. Nú verður
ekki aftur snúið. íslendingar vilja og
eiga að fá að njóta tækniframfara og
l'yrsta flokks sjónvarpsefnis í beinum
útsendingum eins og aðrar þjóðir.
Ellerl B. Schram.
Er ríkisstjórnin að springa? Verða
stjórnarslit? Eru kommarnir vísvit-
andi að sprengja sig út úr stjórninni?
Þessar spumingar hafa risið hátt síð-
ustu daga og jafnvel menn í innstu
herbúðum stjórnmálaflokkanna voru
farnir að trúa því að eitthvað óvænt
gæti gerst.
Vissulega gekk óvanalega mikið á.
Ásakanir ráðherra hverraí annars
garð báru þess vott að þeim var heitt í
hamsi. Þjóðviljinn hamaðist á utan-
ríkisráðherra, eins og hann getur
verst látið, og Ólafur gaf ekki þuml-
ung eftir, frekar en hans er von og
vísa.
Til viðbótar við Helguvíkurmálið
blandaðist Blönduvirkjun inn í
umræðurnar og upp úr sauð þegar
iðnaðaráðherra lét skrifa undir samn-
inga um virkjun án vitundar, hvað þá
samþykkis þingflokks framsóknar-
manna.
AJþ ýðubandaiagið
áívökað verjast
En hvað sem öllum þessum deilu-
málum liður og digurbarkalegum
yfirlýsingum ráðherra, þá er það
víðsfjarri að ríkisstjórnin fari frá ein-
hvern næstu daga. Það hefur ekki
staðið til.
Alþýðubandalagið á í vök að verj-
ast gagnvart kjósendum sínum, eink-
um þeim sem ákafastir eru í and-
stöðunni við herinn. Flokkurinn
hefur einnig orðið fyfir barðinu á
þverrandi fylgi meðal launþega og
almennt áhugaleysi í þessum tveim
hefðbundnu fylgishópum Alþýðu-
bandalagsins hefur dregið svo úr öllu
flokksstarfi og prófkjörsþátttöku að
flokkurinn er á mörkum þess að
halda lífi i fjölmörgum byggðarlög-
um.
Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir
flokksforystuna og þegar Helguvík-
urmálið komst á dagskrá, bygging
olíutanka og hafnarmannvirkja í
tengslum við varnarliðið, þá var það
bókstaflega upp á líf og dauða fyrir
Alþýðubandalagið að hefja þau ólæti
og mótmæli sem alþjóð hefur orðið
vitni að. En þrátt fyrir allan hávað-
ann hefur verið grátbroslegt að
fylgjast með þeim víglínum sem Al-
þýðubandalagið hefur dregið til þess
eins að hörfa í næsta vígi.
Úr einu víginu í annað
og Svavar Gestsson flaggaði skipu-
lagslögum og skipaði skipulagsnefnd
upp á einsdæmi. Það skjól entist þó
stutt, enda óhyggilegt að tefla við
Ólaf Jóhannesson á heimavelli með
lagakróka að vopni. Þar hitta lög-
fræðingar ofjarl sinn, hvað þá
Svavar Gestsson. Þessu næst var
Hjörleifi skipað að stöðva borana- og
jarðvegsrannsóknirnar og er það
mál raunar óútkljáð þegar þetta er
ritað. Þó er ljóst að fyrirmæli Hjör-
leifs verða aðeins til að tefja fram-
gang málsins en ekki til að stöðva
það.
Þannig hefur Alþýðubandalagið
hrakist úr einu viginu í annað og svo
var komið að á fundi sem Alþýðu-
bandalagið efndi til í Reykjavík á
miðvikudagskvöldið lýsti Svavar
Gestsson yftr því að flokkurinn
mundi ekki ganga úr ríkisstjórninni,
þótt Ólafur hefði sitt fram.
Síðasta haldreipi Alþýðubanda-
lagsins er að Gunnar Thoroddsen
knýi Ólaf Jóhannesson til að draga
eitthvað í land svo Alþýðubandalag-
ið geti bjargað andlitinu, enda mátti
nánast heyra feginleikann í frásögn-
um Þjóðviljans þegar hann skýrði frá
þeim ummælum forsætisráðherra að
samkomulags yrði leitað.
Einhvern tímann hefði það þótt
saga til næsta bæjar að Gunnar
Thoroddsen tæki að sér að bjarga Al-
þýðubandalaginu úr pólitískri klípu
með því að rétta þeim höndina í varn-
ar- og öryggismálum. En það er önn-
ur og sorglegri saga.
Það hefði líka einhvern tímann
þótt saga til næsta bæjar að svo væri
komið fyrir Alþýðubandalaginu og
herstöðvaandstæðingum að barátta
þeirra gegn Nato og her snerist um
skipulagslög og jarðvegsrannsóknir.
Það er einnig önnur en gleðilegri saga
um þær breytingar sem orðið hafa á
íslandi varðandi varnar- og öryggis-
mál.
Fyrst átti að æsa upp landslýð og
fá Ólaf utanríkisráðherra til að gefa
eftir. Þegar það mistókst var sveitar-
stjórnum á Suðurnesjum att saman
Glugginn opnaður
ekki til niðurstöðurnar. Hins vegar
má vel fallast á að spurningar af
þessu tagi séu vafasamar, enda frá-
leitt að meta stjórnmálamenn eftir
vinsældum. Þeir eru jafnvel sístir,
stjórnmálamennirnir sem haga
atkvæði sínu eftir því hvað þeir telja
vinsælast án tillits til þess hvað sé
skynsamlegast. Stjórnmálamaður
sem hefur þor til að ganga á móti
straumnum, fylgja sannfæringu sinni
hvað sem öllum vinsældum líður
gerir þjóðinni meira gagn er lýð-
skrumarinn.
Þess vegna er undir það tekið að
spurningar um vinsældir eru mein-
lausar en vitlausar og hálfu vitlaus-
ari þegar spurt er um óvinsældir.
Pólitíkin er ekki svona einföld og
kjósendur þaðan af síður.
EHert B. Schram
rítstjóri skrrfar
slíka könnun, sérstaklega að þvi er
varðar þá spurningu „hvaða stjórn-
málamanni viðkomandi hafi minnst
álit á.”
Nú má vitaskuld spyrja um þetta ■*
atriði eins og svo margt annað, og um
úrslitin verður ekki við aðra að sakasl
en fólkið sem spurt er. Blaðið býr
Sjaldan hefur dagskrárliðar í sjón-
varpi verið beðið með jafnmikilli
eftirvæntingu eins og knattspyrnu-
kappleiksins á laugardaginn. íslensk-
ir sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá í
beinni útsendingu úrslitaleik tveggja
frægra enskra liða sem fram fór á
Wembley leikvanginum í London.
Það geta varla talist ýkjur þótt full-
yrt sé að þjóðin hafi öll sest fyrir
framan tæki sin og fylgst með leikn-
um. Ekki aðeins þeir sem áhuga hafa
á knattspyrnuíþróttinni heldur einnig
þeir sem utan þess hóps standa.
Sjónvarpið hefur að vísu einu sinni
áður sent út heilan dagskrárlið í
beinni útsendingu erlendis frá. Það
var siðastliðið aðfangadagskvöld
þegar við sáum sjónvarpssendingu
frá Betlehem. Með allri virðingu fyrir
því efni var íþróttaviðburðurinn ,á
laugardaginn ólíkt meira spennandi
enda liggur styrkur slíks efnis í því að
þar bíða menn úrslita i ofvæni, þar
etja frábærir íþróttamenn kappi sam-