Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
Stórmót í Indónesíu
Stórmeistararnir Hort, Miles,
Kurajica og Keene eiga það allir sam-
merkt að hafa ætlað að taka þátt í
Reykjavíkurskákmótinu í febrúar. Á
síðustu stundu hættu þeir við þátt-
töku og ástæðan var stórmót í Jak-
arta á lndónesíu sem fram fór á sama
tíma. Það er ekki á hverjum degi sem
skákmenn hafa eitthvað til Indónesíu
að sækja endakomust færri að en
vildu. Þó tóku hvorki fleiri né
færri en 26 skákmeistarar þátt í
mótinu og þar af voru 18 stórmeistar-
ar. Þetta er stærsta skákmót sem
nokkru sinni hefur farið fram í Asíu,
en fyrirhugað er að það verði haldið
annað hvert ár.
Upphaf mótsins var nokkuð sögu-
legt. Sovézki stórmeistarinn Júrí
Averbakh sem ráðgerði þátttöku í
mótinu var sendur heim af sovézkum
yfirvöldum, vegna ásakana Indón-
esíumanna um njósnir þeirra fyrr-
nefndu i landinu. Síðan varð að
fresta fyrstu umferðinni um einn dag,
því að þeir Hort, Sosonko, Gheorg-
hiu og Radulov voru allir seinir fyrir.
Mótið hófst svo þann 9. febrúar,
sama dag og Reykjavíkurskákmótið,
og þótt hér hafi verið um langt og
strangt mót að ræða ætti því að vera
lokið nú. Hins vegar hafa fréttir frá
Indónesíu yfir langan veg að fara. Er
þetta er ritað hafa aðeins borizt
spurnir af 6 fyrstu umferðum móts-
ins, en þá var staða efstu manna
þessi:
1.—3. Hort (Tékkó), Ribli (Ungv.
land) og Henley (Bandar.) 4 1/2 v.
4.—7. Christiansen (Bandarikin),
Kurajica og Hulak (Júgóslavíu) og
Ardijansah (Indónesiu) 4 v.
8.—12. Keene, Miles (England),
Browne (Bandar.) og Chandler
(Nýja-Sjáland) 3 1/2 v.
13.—17. Sosonko (Holland),
Csom (Ungv.land), Bellon (Spánn),
Raduiov og Spassov (Búlgaría) 3 v.
Auðvitað er ósköp lítið að marka
stöðuna eftir 6 umferðir, því að sam-
tals verða umferðirnar 25 talsins.
Meðal þeirra sem ekki höfðu 50%
vinningshlutfall eftir 6 umferðir var
rúmenski stórmeistarinn Floin
Gheorghiu, en fullvíst má telja að
hann komi til með að blanda sér í
toppbaráttuna, og eflaust margir
fleiri. Gheorghiu má þó bæta ráð sitt
verulega, a.m.k. ef marka má skák
hans við Chandler úr byrjun mótsins.
Ekki verður annað séð en að Rúmen-
inn eigi viðofurefli aðetja.
Skák
Jón L Árnason
Hvítt: CHANDLER
Svart: GHEORGHIU
SIKILEYJARVÖRN
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. Be2!?
Fram að þessu hefur verið talin
ástæða til þess að leika 7. a3 og
hindra þannig leppun riddarans á c3.
Chandler er greinilega á öðru máli og
ekki er annað að sjá en að hann hafi á
réttu aðstanda.
7. -Bb4 8. Rc2! Bxc3 9. bxc3 Rc6.
Eftir 9. —Rxe4 10. Dd4 Rf6 11.
Bf4 Da5 12. Bd6 fær hvítur mjög
hættulegt frumkvæði og rífleg færi
fyrir peðastöðuna drottningarmegin.
Eins og skákin teflist er svartur
heldur ekki laus allra mála. Líklegast
má skella skuldinni á 7. leik hans.
10. Dd3 0—0 11. Ba3 Hd8 12. Bd6
Da5 13. Rb4 Re8 14. 0—0 b6?
Næsti leikur hvíts hefur greinilega
farið framhjá haukfránum augum
Gheorghiu . . .
15. Bc7!
Með smelli! Svartur kemst ekki hjá
skiptamunstapi. Ef 15. —Rxc7, þá
16. Rxcöog vinnur.
15. —Re5 16. BxeS Dxe5 17. Rc6!
Dc7 18. Rxd8 Dxd8 19. Habl Bb7 20.
Hfdl Bc6 21. e5 b5 22. cxb5 axb5 23.
Bf3 Bxf3 24. Dxf3 Rc7 25. Dd3 Df8
Gheorghiu.
DALLAS-ÁSARNIR 0LLU V0N-
BRIGDUM í STÓRMÓTIFLUGLEIDA
Ýmsir urðu fyrir vonbrigðum með
Dalla-Ásana, er í Ijós kom að þeir
höfðu hafnað í þriðja sæti í Stórmóti
Flugleiða.
Víst er, að Rubin og Becker spiluðu
undir styrkleika í sveitakeppninni og
því fór sem fór. í fyrsta leik sínum gegn
sveit Sævars voru Rubin og Becker
áberandi lakara parið meðan Sontag
og Weichsel voru að skora stig.
í spilinu í dag náðu þeir mjög erfiðri
fórn meðan félagar þeirra á hinu
borðinu duttu í lukkupottinn.
Norður gefur/n-s á hættu
Nohddk
<k Dio
D96
G1063
* K865
Au>ii'k
* 6532
G4
KD8754
* 2
Á AG9
K108753
A
* AI03
í lokaða salnuni sátu n-s Rubin og
Becker en a-v Jón og Valur. Þar gengu
sagnir á þessa leið:
Norður Austur Suður
pass pass | H
1G 2T 2H
pass 2S dobl
3T pass 4H
pass pass pass
Ekki munu allir sammála ákvörðun
Vestur
pass
dobl
pass
dobl
Vl-lllli
Á K874
T A2
C- 92
* DG974
Vals að dobla, enda var auðvelt fyrir
suður að vinna spilið. Hann gaf þrjá
slagi, einn á spaða, einn á lauf og einn á
tromp. Það voru 790 til n-s.
Er spilið kom á sýningartjaldið var
ljóst að Bandaríkjamennirnir ælluðu
ekki að gefa eftir.
Norður Austur Suður Vestur
pass pass IL 2L
dobl 3S 4H 4S
dobl pass pass pass
Sævar og Þorlákur voru n-s, en
Wu ichsel og Sontag a-v.
Iveggja laufa sögn vesturs lofaði
svörtu litunum.
Við fyrsta tillit virðist austur ekki
eiga nema sex tapslagi og þá stenst
fórnin. Hins vegar eru samgönguerfið-
leikar og trompliturinn er heldur veik-
byggður.
Suður spilaði út tígulás og skipti
siðan i hjarta. Sagnhafi drap á ásinn og
spilaði strax litlu trompi úr blindum.
Noður drap á tíuna og spilaði litlum
tígli. Sagnhafi svínaði áttunni og suður
drap á trompgosa. Hann spilaði síðan
undan laufaás, norður drap á kónginn
og spilaði hjartadrottningu. Síðan kom
meiri tígull, trompaður með ás, en
Weichsel átti afganginn, þrir niður og 8
impa gróði.
Bridgefélag
Breiðholts
Staðan í butlertvimenningnum sem
nú stendur vfir hjá félaginu er þessi
þegar eitt kvöld er eftir.
Aöalfundur
Samvinnubankans
Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf.
verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal,
Reykjavík, laugardaginn 27. mars
1982 oghefstkl. 13.30.
Auk venjulegra aöalfundarstarfa verður
lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afhentir í aðalbankanum,
Bankastræti 7, dagana 24.-26.. mars,
svo og á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka ísíands hf.
A-riöill:
I- Tryggvi Tryggvason-Sigurjón Tryggvason 76
2. Þórarinn Árnason-Gunnlaugur Guðjónsson 72
3. Guðlaugur Nielsen-Gísli Tryggvason 70
B-riðill:
1. Ragna Ólafsd.-Ólafur Valgeirsson 81
2. Friðjón Þórhallsson-Anlon Gunnarsson 79
3. -4. Rafn Krístjánsson-Þorvaldur Valdimarss. 74
3.-4. Alli Konráðsson-Riríkur Ágústssson 74
f/Q Bridge
Stefán Guðjohnsen
Næstkomandi þriðjudag lýkur svo
keppninni og síðan er eins kvölds
tvímenningur á dagskrá.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Síðastliðinn mánudag lauk 2 kvölda
einmenningskeppni BH sem jafnframt
er firmakeppni.
í firmakeppninni urðu úrslit þannig:
Slig
1. Skóvinnust. Sig. Sigurössonar (Sídó) 121
Spilari Guðm. Pálsson.
2. Útihurðir h/f. 116
Spilari Georg Sverrisson.
3. Ver/.lunin Arnarhraun 115
Spilari Einar Sigurösson.
4. Parma h/f. 107
Spilari Ragnar Halldórsson.
5. Hraunvirki h/f 107
Spiiari Ólafur Gíslason.
6. Prentsm. Hafnarfj. h/f 107
Spilari Björn Svavarsson.
7. Netasalan h/f 106
Spilari Ólafur Torfason.
8. Músik & Sport 106
Spilari Ari Krístjánsson.
9. Sigurgeir Sigurgeirsson 104
Spilarí Sig. Rmilsson
10. Hagsýn h/f 104
Spilari Viktor Björnsson.
í einmenningskeppninni urðu efstir:
! Guðmundur Pálsson Stig 229
2. Björn Rysteinsson 209
3. Ólafur Gíslason 205
4. Rinar Sigurösson 201
5. Björn Svavarsson 201
B.H. þakkar öllum þeim fyrir-
tækjum, er voru með í firmakeppninni.
Nk. mánudag hefst síðasta keppni
vetrarins á 5 kvöld barometer og eru
spilarar beðnir að melda sig hjá for-
manni, Kristófer, sími 51983. Laugar-
daginn 20. marz verður spilað við
Selfoss á Selfossi en þetta verður í 36.
skiptið sem þessi félög leiða saman
hesta sína.
Barðstrendingafélagið í Rvfk
Staðan eftir 2 umferðir i páskatvimenningskeppni
félagsinser þessi:
Stig:
1. Óii V. og Þórir 265
2. Helgi og Gunnlaugur 250
3. Þorsteinnog Sveinbjörn 250
4. Sigurbjörn og Hróðmar 250
5. Viðar og Haukur 245
6. ísak og Þórður' 241
7. Hörðurog Hallgrimur 240
8. Björn og Gústaf 239
9. Viðar og Pétur 232
10. Hannes og Jónína 231
Bridgedeild Breiðfirðinga
Sl. fimmtudag bauð Bridgefélag Breiðfirðinga
Bridgefélagi kvenna til sveitakeppni. Keppt var á 13
borðum og vann Bridgefélag Breiðfirðinga með 191
stigi gegn 69 stigum kvennanna.
Fimmtudaginn 25. marz hefst 5 kvölda hrað-
sveitakeppni. Þegar hafa skráð sig 19 sveitir en
skráning fer fram hjá Sigriði Pálsdóttur, í síma
42571 og Þorvaldi Matthiassyni, síma 35061.
Frá Bridgefélagi Reykjavikur
Síðastliðinn miðvikudag hófst hjá félaginu sveita-
keppni með sjö spila leikjum. Til leiks mættu 14
sveitir og stendur keppnin í þrjú kvöld. Að loknum
fjórum umferðum er röð efstu sveita þessi:
Sigurður B. Þorsteinsson 66
Bragi Hauksson 65
Símon Símonarson 61
Karl Sigurhjartarson 50
Aðalsteinn Jörgensen 44
Björn Halldórsson 41
Næstu fimm umferðir vera spilaðar næstkomandi
miðvikudag í Domus Medica kl. 19.30. Mjög áríð-
andi er að keppendur mæti stundvislega þar sem
spiluð verað 35 spil um kvöldið.
TBK
Fimmtudaginn 18. marz sl. voru spil-
aðar 12, —17. umferðir í barómeter-
keppni hjá félaginu. Staða efstu paraer
nú þessi:
Stig
1. Sigurjón Helgason-Gunnlaugur Krístjáns. 73
2. Ingólfur Böðvarsson-Bragi Jónsson 53
3. Auöunn Guðmundss. Guðm. Riríkss. 41
4. Þórhallur Þorsteinss.-Bragi Björnss. 27
Síðustu umferðirnar verða spilaðar
fimmtudaginn 20. marz nk. í Domus
Medica.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Síðast var spilað þriðjudaginn 16.
marz og þá er aðeins ólokið einni lotu
sem spiluð verður 23. marz. Nú eru efst
eftirtalin pör:
Slig
1. Bjarni Péturss.-Ragnar Björnsson 123
2. Garðar Þórðars.-Guðm. Ó. Þórðars. 122
3. Óli Andreasson-Sigrún Pétursd. 114
4. Guðm. Aronss.-Siguröur Ámundas. 92
5. Andrés Þórarinss.-Hafsteinn Péturss. 73
6. Gísli R. Stefánss.-Siguriaug Sigurðard. 72
7. Pála Jakobsd.-Valdimar Þórðars. 68
í sambandi við keppnisferð til Sauð-
árkróks verður spilaður opinn tvímenn-
ingur i SelinuiSauðárkróki föstudaginn
26. marz er hefst kl. 20.00. Allir spilar-
ar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
30. marz hefst ný keppni, spilaður
„butler”. Enn geta nokkur pör skráð
sig hjá Sigmari Jónssyni í síma 16737—
12817 eða Jóni Hermannssyni í síma
85535.
NY BRIDGEBÓK
Terence Reese & Roger Trézel
ÖRYGGIS-
spilamennska
Nýlega kom út ný bridgebók eftir
Terence Reese og Roger Trézel. Bókin
nefnist „Öryggisspilamennska í
bridge” og útgefandi er Einar Guð-
mundsson, pósthólf 91-355 Ólafsvík.
ÓþarFi er að kynna höfunda, þeir
hafa hvor í sínu landi unnið til allra
titla sem hægt er en óhætt er að
fullyrða að Reese hafi vinninginn hvað
ritstörf áhrærir.
Þrátt fyrir nokkrar hvimleiðar prent-
villur er bókin hin eigulegasta og vel
þýdd. Hún er nauðsynleg öllum
bridgespilurum sem vilja ná árangri í
spilinu og óhætt að ráðleggja öllum að
eignast hana.
Og eins og segir á baksíðu: „Það má
vexjast slæmri legu með öryggisspila-
mennsku og í þessari bók útskýra tveir
frægir höfundar, með mörgum
dæmum, réttu öryggisspilamennskuna
fyrir sérhverja samsetningu spilanna.
Með því að tilcinka sér efni þessarar
bókar getur maður verið viss um meiri
árangur, færri mistök og aukið sjálfs-
traust.”