Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. Pub tUXtMBOUKO 43 boulevard Q. P**10" FllOíl Pub-Restaurant The Cockpít-lnn Propr.: V. T. Sigurdston Luxembourg 43. Boulevard Q. Patton Tél. 488635 Le seul restaurant islandais sur le continent Spécialítés de fruits de mer Steak de baleine Halibut steak grillé sur de la lave islandaise Ouvert de 16.00-1.00 hrs Litið inn hjá veitingamanninum í Cockpit-lnn í Luxemborg, Tómasi Valgeiri Sigurðssyni: „Það er hrein kómedía að horfa á það úr fjarlægð við hvaða aðstæður menn þurfa að búa heima” Það svífur alþjóðlegur andi yfir vötnunum, gestir tala hinar margvís- legustu tungur, enskumælandi beggja megin að Atlantsála, íslendingar og Danir. Einn gestanna kynnir veitingamanninn fyrir gesti sínum. Stór hluti viðstaddra lítur á gestgjaf- ann sem sinn einkavin. Við erum stödd í Cockpit Inn í Luxemborg og gestgjafinn er íslend- ingurinn Valgeir Sigurðsson. /slenzkt „minjasafn " á erlendrí grund Það er skemmtilegt fyrir ís- lendinginn að líta inn hjá Valgeiri. Bæði er andrúmsloftið vingjarnlegt, Valgeir tekur öllum sem sínum beztu vinum og umhverfið er ævintýri likast því þar hefur gestgjafinn safnað saman myndum og munum úr íslenzkri flug- og sjóferðasögu. Hver er Valgeir Sigurðsson og hvað kom til að að hann fór út í veitingarckstur á erlendri grund? Eg ræni Valgeiri um stund frá gest- unum og reyni að skyggnast aflur á bak í timann. Það var hlaupið úr einu í annað. ,,Ég er Siglfirðingur,” segir Val- geir þegar ég spyr hann um uppruna. Afskipti Valgeirs af kokkarii og veitingamennsku eiga sér langa sögu. Hann var á Gullfossi i gamla daga. í „gamla daga” reynisl vera árið 1968. Síðan lá leiðin á skóla i Sviss þar sem numin var hóteltæknifræði. „Þegar ég kom heim, þá var hreint ekkert að gera fyrir mig í faginu, svo ég dreif mig sem kokkur á togara. Konráð á Sögu vissi af mér og vildi fá mig inn. en ég vildi frekar bíða og fá starf við mitt hæfi. Eftir smátíma komst ég síðan að og var veitingastjóri á Sögu í tvöár en síðan lá leiðin hingað út. Ég kom hingað til Lux árið 1975 og þá opnuðum við tveir íslendingar staðinn Loch Ness. Það var Birgir Baldursson sem var meðeigandi minn „Þegar ég kom heim frá námi i Sviss þá var ekkert fyrir mig að gera heima svo ég fór á sjóinn sem kokkur á togara.” Það er greinilegt að sjórinn á eftir það ftök í Valgeiri. Myndir á veggjum Cockpit-Inn bera þess merki. geirs. „Reksturinn á Loch Ness gekk svo vel að við settum met í bjórsölu hér í Lux. Þegar við seldum staðinn þá dalaði salan þar aftur og málin æxluðust þannig að þegar bjórfyrir- tækið sem við verzluðum við á Loch Ness frétti að ég hefði áhuga á að opna nýjan stað bauð mér það mér hjálp. Ég frétti af þessum stað hérna. Þá var rekið hér kaffihús og keiluspil. Ég fékk húsið vorið ’80 og þá var hafizt handa um að innrétta staðinn eftir mínum hugmyndum. Þetta var aldrei teiknað, ég riss- aði þetta upp og fékk íslenzka iðnaðarmenn að heiman til að vinna þetta með mér,” sagði Valgeir. Því er ekki að leyna að Valgeiri er „Black death” stendur á þessarí góðu fíösku. Valgeir lenti f miklu stimabraki við fslenzk yfirvöld sem neituðu að leyfa hop.um að flytja út íslenzka brennivinið undir þessu nafni. að þeim stað. Birgir var hér með rekstur, keypti og seldi flugvélavara- hluti og gerir raunar enn. Nú, Loch Ness rákum við saman til ársins 1979, en þá seldum við staðinn.” Þá fór Valgeir að vinna hjá flugfé- lagi í Lux sem heitir Luxaviaog flýgur til S-Afríku. Þar var hann til vors 1980, nánar fram á april. Þá hófst næsti kapítuli í veitingarekstri Val-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.