Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Side 1
Vagnst jórar h já SVR æf ir út f Ikarus: TILLAGA KOMIN UM SÖLU VAGNANNA Eins og fram hefur komið hafa vagnstjórar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur mótmælt því ákaflega að þurfa að aka ungversku Ikarus- vögnunum þremur sem þar eru í notkun. í skoðanakönnun sem gerð var meðal vagnstjóranna voru aðeins ör- fáir sem ekki vildu losna við þessa vagna og hafa margir þegar færzt undan því að aka þeim. Að svo komnu máli hefur fulltrúi starfsmanna í stjórn SVR, Bergur H. Ólafsson, lagt fram tillögu um að vagnarnir verði hreinlega seldir. Verður væntanlega fundað um málið strax eftir páska. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR, var tregur til að tjá sig um málið í morgun. Hann kvaðst þó í dag geta tekið undir þau orð sem fram komu i niðurlagi skýrslu þeirrar er sendi- nefnd borgarinnar skilaði að aflok- inni heimsókn til Búdapest, áður en vagnarnir voru keyptir fyrir tveimur árum. Þar sagði meðal annars að Ijóst væri að vagnarnir sýndu veruleg frávik í tæknibúnaði í mörgum veiga- mestu atriðum og að sá búnaður sem Ikarus byði upp á væri af allt öðrum gæðaflokki en þeir vagnar sem SVR átti fyrir og útboðslýsing tók mið af. í sendinefndinni voru þeir Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, Jan Jansen, yfirverkstjóri SVR og Ög- mundur Einarsson, forstöðumaður Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Að öðru leyti vildi Eiríkur ekkert segja fyrr en stjórnin hefði fjallað nánar um málið. -jb. Gámurinn ófundinn Rannsóknarlögreglan vinnur enn að rannsókn á hvarfi gáms sem kom með Álafossi til landsins í síðustu viku. Við eftirlit tollgæzlunnar kom í ljós að einn af þeim gámum sem komið höfðu með skipinu var horfinn. Kom það ekki í ljós fyrr en skipið var farið aftur úr höfn. Arnar Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður vildi ekkert segja í morgun um gang rannsóknarinnar. -ELA. Áburður þarf að hækka um 60% Enda þótt áburðardreifing til sölu- staða víða um land sé hafin, og jafnvel til bænda, liggur ekki enn fyrir áburðarverð. Áburðarverksmiðjan fór fram á 67% hækkun en Þjóðhags- stofnun og nagdcild Seðlabankans komust að þeirri niðurstöðu að hækkunarþörfin væri 60%. Land- búnaðarráðherra hefur fjallað um málið og afgreiðir það væntanlega frá sér í dag. Ekki hefur verið unnt að fá upp- lýsingar um rök fyrir þessari miklu hækkunarþörf nú og munu þau ekki verða birt fyrr en endanleg ákvörðun um áburðarverðið liggur fyrir eftir páska. -HERB. Reykjavíkurflugvöllur: Þoldi ekki þotuþungann Boeing-þota Flugleiða tætti upp mal- bik á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn sunnudag. Af þeim sökum hefúr þotu- flugið til Akureyrar verið um Kefla- vikurflugvöll síðustu daga og mun svo verða um páskana. Þotan var í lendingu er hún fletti malbikslagi af hluta norður/suður brautarinnar. Var lagið ofan á stein- steypu en flugbrautirnar voru upp- hafiega steyptar. Að sögn Péturs Einarssonar, vara- flugmálastjóra, eru brautir Reykja- víkurflugvallar ekki í góðu ásigkomu- lagi og ekki til peningar til að gera stórar viðgerðir. -KMU. Páskatraffíkin: Farþega- fjðldi fimm- faldast Undanfarna daga hefur þota Flug- leiða verið í farþegaflugi til Akureyrar til að anna páskaumferðinni sem nær hámarki í dag. Til Akureyrar verða i dag fimm Fokkerferðir og tvær þotu- ferðir og lætur nærri að farþegafjöldi tvöfaldist miðað við venjulega helgi. Fullbókað er í öll flug. í gær voru þrjár þotuferðir til Akureyrar frá Keflavik. Einnig er búizt við talsverðum fjölda farþega á morgun. Farþegafjðldi til annarra staða hefur einnig fimmfaldazt og verða í dag fjórar ferðir til ísafjarðar og fimm til Vestmannaeyja. Arnarflug flýgur eitt til tvö aukaflug í dag til tólf staða á landinu og fylgja flugin ekki nákvæmri áætlun heldur eru miðuð við fjölda og þarfir ferðamanna. Langir biðlistar eru hjá Arnarflugi. Arnarflug hefur einnig verið í ferðum með erlenda ferðamenn sem þegar eru farnir að skjóta upp koll- inum í einhverjum mæli og var flogið til Vestmannaeyja og Grímseyjar með Þjóðverja, íra og Svisslendinga. Margir láta sér nægja landleiðina heim í heiðardalinn og hafa rútuferðir norður og austur einnig fimmfaldaz'. Samkvæmt upplýsingum hjá BSÍ e, mikið um unglinga í þessum ferðum á leið i páskafrí frá skólum. Ferðafélag íslands verður með fimm ferðir í Þórsmörk um páskahelgina og hafa þegar 60 manns skráð sig i þær. Einnig verða þrjár ferðir á Snæfellsnes. Skíðaíþróttin er ávallt vinsæl um páskahelgina og stendur Ferðafélagið fyrir skiðagönguferð á Hlöðufell frá Gjábakka. Ferðaskrifstofurnar eru einnig með skíðaferðir norður á Akur- eyri og Húsavík en Flugleiðir bjóða ekki sinn skíðahelgarpakka um páska- helgina. -gb. Hægviðri um páskana Á Veðurstofunni fengust þær upp- lýsingar í morgun að útlit væri fyrir rólegt veður um helgina. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings yrði að líkindum hægviðri, skýjað og ekki þurrt allan tímann og gilti það um allt land. Búast má við lítils háttar slyddu eða súld á Vesturlandi. Hiti myndi verða i námunda við frostmark og líkur á næturfrosti. Annars sagðist Trausti ekki vera búinn að ákveða þetta enn, er DV hafði samband við hann í morgun, því hann væri enn að taka við pöntunum. -ÓEF. DV óskar landsmönnum gleðilegra páska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.