Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR7. APRÍL 1982.
Síðasta sýning á Jazz-inum í kvöld
„ALLT FRÁ VÖLSUM, POLK-
UM OG GÖMLU SVINGI
í NUTÍMALEGA TÓNLIST”
Hótelin á Akureyri
fullskipuð um páskana
— skemmtistaðir opnir eins og lög leyfa
Hótel KEA, Hótel Varöborg og
Hótel Akureyri eru nær fullbókuð yf-
ir páskana. Væntanlegir gestir þeirra
verða að stærstum hluta Reykvíking-
ar, sem koma til Akureyrar til að
létta sér upp, jafnframt því að fara á
skíði. Sömu sögu er að segja um
Skíöahótelið í Hlíðarfjalli, en þar
voru fyrstu herbergin pöntuð strax
um páskanaifyrra.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars
Karlssonar, hótelstjóra á KEA, verða
skemmtanir á hótelinu um hátíðamar
eins og lög leyfa. Á skírdag verður
veitingasalurinn opinn og Ingimar
Eydal leikur lfctta tónlist fram til 23:
30. Sömu sögu cr að segja um laugar-
dagskvöldið, nema hvað þá leika
jassáhugamenn af fingrum fram eftir
kl. 21.00 til miðnættis.
Á iaugardaginn fyrir páska verður
bryddað upp á þeirri nýjung, að
bjóða til skemmtisiglingar um Eyja-
fjörð með viðkomu í Hrísey. Farið
verður með Drang um kl. 14 og tekur
siglingin 4 tíma. Tekið er á móti
pöntunum í þessa ferð á Hótel KEA.
Auk Hótels KEA eru skemmti-
staðirnir H-100 og Alþýðuhúsið. Þeir
verða opnir til kl. 3 aðfaranótt skír-
dags , til kl. 23.30 á skírdagskvöld og
laugardagskvöld fyrir páska og til
01.00 á annan i páskum.
GS/Akureyri
tónlistarmennirnir erum inná sviðinu
allan timann, enda er tónlistin notuð til
að undirstrika söguþráðinn og það sem
er að gerast á sviðinu hverju sinni. Ég
get ímyndaö mér að þetta sé ekki ósvip-
að og að semja tónlist við kvikmynd.”
— Hefur þú unnið við eitthvað svip-
að áður?
Ég hef ekki samið tónlist við söngleik
áður, en hins vegar vann ég árum
saman við söngleiki i Svíþjóð sem
undirleikari.”
— Er þetta skemmtilegt viðfangs-
efni?
„Mjög svo, hugmyndir Báru voru
mjög ákveðnar og góðar. Þetta var
samið á stuttum tíma, svo álagiö var
mikiö, en þetta var skemmtilegur timi.
Jazz-inn er öðruvísi en fólk á að venjast
almennt, en ég vil leyfa mér að fullyrða
aö þessi sýning stendur sýningum leik-
húsanna eða kvikmyndahúsanna ekk-
ert að baki. Þetta er lofsvert framtak,
sem ber a& virða,” sagði Árni
Scheving. -KÞ
—segir Ámi Scheving, einn höf undur tónlistarinnar
ísöngleiknum
„Þetta er mjög aðgengileg tónlist,
allt frá völsum, polkum og gömiu
svingi í nútimalega tónlist, þótt öll beri
hún keim af jazz að meira eða minna
leyti,” sagði Árni Scheving, einn höf-
undur tónlistarinnar í söngleiknum
Jazz-inn, sem sýndur verður í síðasta
sinn í Háskólabiói í kvöid, i bili að
minnsta kosti.
„Hvernig þaö atvikaðist, aö ég tók
þetta að mér? Þannig var að Bára kom
að máli við mig og bað mig að sjá um
tónlistarhliðina á söngleiknum. Ég
féllst á það og fékk til liðs við mig
hljómsveitina Friðryk svo og Guðmund
Ingólfsson og Helga Kristjánsson.
Þetta var rétt fyrir jólin og eftir að sam-
æfingar hófust fengum við Þorleif
Gíslason til iiðs við okkur. Við sömd-
um svo tónlistina mikið til i hópvinnu,
en einnig hver I sínu lagi.”
— Hvernig tónlist er þetta?
,,Hún er mjög aðgengileg, raunar
sambland af allrahanda tónlist. Viö
legt að akamikið utan aðalvega þessa dagana.
D V-mynd Friðþjófur.
Nýstárlegt
páskahald
fSeljasókn:
VAKA HEILA N0TT 0G HUG-
LEIÐA PASKABOÐSKAPINN
svonefnd föstuvaka, sem stendur fram
á miðjan dag á föstudaginn langa. Þar
verður haldið uppi samfelldri dagskrá,
sem hefst með sýningu litskyggni-
mynda frá sögustöðum Biblíunnar.
Tónlist verður flutt af hljómplötum og
einnig mun Jónas Ingimundarson leika
tónlist í samræmi við boðskap hátíðar-
innar. Sóknarpresturinn, sr. Valgeir
Ástráðsson stýrir biblíulestri og á mið-
nætti verður neytt heilags sakramentis.
Nóttinni verður variö I bænahald og
umræður um trúarleg málefni og
klukkan átta morguninn eftir verða at-
burðir föstudagsins langa skýröir í ljósi
Biblíunnar og fleiri samtimaheimilda.
Þar á eftir kemur fulltrúi frá kaþólsku
kirkjunni I heimsókn og fjallar um
helgihald kaþólikka.
Vakan mun aö öllu leyti fara fram f
safnaöarsainum, nema hvað henni lýk-
ur með guösþjónustu i ölduselsskóla
klukkan fjórtán.
öllum er frjálst að koma og hafa
lengri eða styttri viðdvöl, eftir því sem
hverjum hentar. -JB
íbúar Seljasóknar hefja páskahaldið
með allnýstárlegum hætti.
Á morgun, tkirdag, klukkan átján,
hefst 1 safnaðanalmun að Tiadaacli 3,
FORÐflBÚRID
FAGUR FISKUR ÍSJÓ
—verður fallegri hjá okkur
Við erum rcit stoliir af nýju fínu búðinni sem við —1
erum búnir að opna. Hún er í Borgartúni 29 og þar
ér hægl að fá fyrsta flokks fisk, sælkerakrækling.
skötusel, lax. rækjur. humar, krabba. lúðu o.l’l. o.l'l.
Við leggjum áher/lu á góðar vörur og fallegi um
hverfi. Líttu inn i flottusiu fiskbúð í bænum.
Talaðu við kokkinn okkar. hann Rúnar og
smakkaðu á fisksalatinu hans.
Borgartún29
Sími29640.
FORÐfl
DURIÐ
S9]Hér eaim viö
B0RGARTÚN
KlObbuilnn □
Eitt málverka Guðna Hermansen sem sýnd verða i Akoges-salnum 8. til 18. april.
SÝNING í AK0GES
— helguð minningu Oddgeirs Kristjánssonar
tónskálds
Á skirdag, 8. apríl, verður opnuð
málverkasýninng Guðna Hermansen
listmálara í Akoges-salnum að Brautar-
holti 6 og verður hún helguö minningu
Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds.
Alls verða sýnd 36 olíumálverk og eru
þau öll til sölu.
Aðgangseyrir, sem verður 10 krónur,
mun renna óskiptur til byggingar
minnisvarða um Oddgeir Kristjánsson
sem nú er unnið að og áætlað er að
verði tilbúinn fyrir 17. júni nk. Minnis-
merkiö verður reist á Stakkagerðistúni í
Vestmannaeyjum og er því jafnframt
ætlað að þjóna hlutverki útileiksviðs.
I sambandi við sýninguna munu
Akoges-félagar efna til happdrættis og
verður verð hvers miða 25 krónur.
Vinningur verður málverk eftir Guðna
Hermansen en ágóöinn rennur til bygg-
ingar minnisvarðans. Dregið veröur í
happdrættinu 1. maí.
Á efri hæð Akoges-salarins verða
einnig sýndar litmyndir eftir Oddgeir
Kristjánsson. Sýningin verður opin frá
kluk kan 4 til 22. ÓEF