Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982.
Lyftari óskast
Vil kaupa lyftara með snúningsbúnaði, ca 2ja tonna, not-
aðan eða nýjan.
Staðgreiðsla, ef vel semst.
Uppl. á auglýsingaþjónustu DV í síma 27022 merkt „H—
106”
Opið aila
páskaheigina
frá ki. 23-04
smHOtikaffi
VIDEORESTAURANT
Smiðjuvegi 14D — Kópavogi — Sfmi 72177
MELTAWAY
SNJÓBRÆÐSLUKERFI
í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga, torg og
íþróttavelli.
Síminn er: 77400
Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða
degi.
PÍPULAGNIR SF
Smiðjuvcgur 28 — Box 116 — 202 Kópavogur
35% afsláttur
70% samsctt kr. 1.690,-
100% samsett kr. 1.790,-
Takmarkað magn.
Viðgcrða- og varahlutaþjónusta.
Póstscndum.
G. ÞORÐARSON
Sævangi 7 — Hafnarfirði.
Opið kl. 18-20. Sími 53424.
Utsala
á 12 gíra hjólum mcð öllu
Útlönd Útlönd Útlönd
Thatcher situr
sem fastast
— Bannar allan innflutningfrá Argentínu og frystir
argentískar eignir í Bretlandi
Thatcher-stjórnin hefur lagt bann Gengi sterlingspundsins féll í gær og
við öUum innflutningi frá Argentínu til sömuleiðis verðbréf. Hefur sterUngs-
Bretlands og tekur það gildi í dag. pundið ekki verið svona lágt gagnvart
Áður höfðu verið frystar og kyrrsettar dollar f fjðgur og hálft ár. Stafaði þetta
allar fjárfestingar og eignir Argentfnu- af óvissunni vegna yfirvofandi styrjald-
mannaf Bretlandi. ar Breta og Argentinumanna, og um
Argentfnskir hermenn draga fána þjóðar sinnar að hún á Falklandseyjum sem orðið
hefur til þess að vekja brezka Ijónið af værum svefni.
Washington
reynir sættir
Alexander Haig, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, átti í gær þriggja
stunda viðræður við brezka og argen-
tínska diplómata en Washingtonstjórn-
inni er afar annt um að þessar tvær
bandalagsþjóöir hennar lendi ekki í
styrjöld saman.
Ríkisstjórnir beggja, Argentinu og
Bretlands, hafa lýst því yfir að þær vilji
helzt leysa deUuna eftir diplómatískum
leiðum og án hernaðarátaka. Tilraunir
tU sáttaumleitana eru þó enn á þreif-
ingarstigi.
Sendiherra Breta i Washington sagði
í gær að stjórn hans tæki ekki f mál að
hefja samningaviðræður við Argentfnu
fyrr en hernámsliðið argentínska væri á
brott frá Falklandseyjum. Hann kvaðst
hafa óskað eftir því við Bandaríkja-
stjórn að vopnasala til Argentfnu yrði
ekki tekin upp aftur fyrr en málið hefði
verið leyst.
Nicanor Costa Mendez, utanrfkis-
ráðherra Argentínu, vísaði á bug fuU-
yrðingum Breta um að fbúar Falklands-
eyja væru gíslar hernámsliösins. Sagði
hann að eyjaskeggjum væri frjálst aö
dvelja um kyrrt eöa fara eftir því sem
þeim sjálfum sýndist. Argentínustjórn
hefur boðið fieim Falklendingum sem
kjósa að yfirgefa eyjarnar að bæta
þeim upp eignir sem þeir verði að skilja
eftir eða annan skaða sem þeir verða
fyrir vegna brottflutningana.
Haig utanríkisráðhcrra er byrjaður að
þreifa fyrir sér um sáttatilraunir.
leið vangaveltum um aö stjórn Marga-
retar Thatcher forsætisráðherra kynni
öU að segja af sér. — Thatcher hefur nú
tekið af allan vafa um það og segist
ekki munu segja af sér, heldur standa
af sér fjaðrafokið vegna innrásar
Argentínu á Falklandseyjar siðasta
föstudag.
Michael Foot, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, hafði á þingfundi sakað
stjórn Thatcher um að hafa vitað með
góðum fyrirvara af innrásaráætlunum
Argentínumanna en metið skakkt
upplýsingar leyniþjónustunnar og sofíð
á verðinum. Krefðist hann þess að
Thatcher segði af sér og stjórnin öll
viki frá.
Var þetta í fyrirspurnartíma í þing-
inu og veittust stjórnarandstæðingar í
ákafa að forsætisráðherranum sem
fuUyrti að stjórnin hefði fyrst haft pata
af innrásinni tveim dögum áður en hún
var gerð.
Herskipið „Fearless” lagði af stað
frá Portsmouth í gær, en um borð í því
eru nokkur hundruð hermenn úr vík-
ingasveitunum brezku. Alls eru því nú
37 brezk skip á leið til Falklandseyja,
þar á meðal tvö flugmóðurskip og einn
k jarnor ku ka fbátur.
Hernaðarfræðingar telja ólíklegt að
Bretar muni sækja alla leið til Falk-
landseyja því að þá mundu skip þeirra
verða í skotfæri flughers Argentínu.
Hitt þykir Uklegra að flotinn muni
halda uppi hafnbanni á Falklands-
eyjum og hindra aila aðflutninga Ar-
gentínumanna til hernámsUðsins á eyj-
unum.
Læknar
launaðir
Tveir brezkir læknar, Denis Parsons
Burkitt og Michael Epstein, taka í dag
á móti Bristol Meyers verðlaununum
fyrir góðan árangur á sviði krabba-
meinsrannsókna en það voru þeir sem
greindu fyrsta vírusinn er tengist
krabbameini í mönnum.
Milljónum dala er nú eytt í krabba-
meinsrannsóknir en er þeir Burkitt og
Epstein hófu rannsóknir sínar voru þeir
ósköp févana.
Dr. Burkitt hafði fengið 65 dala
styrk. Þegar hann vann sem skurð-
læknir í Uganda uppgötvaði hann að
þúsundir austur-afrískra barna sem
þjáðust vegna ýmissa æxla voru í raun
og veru öll með sama sjúkdóminn, þótt
hann lýsti sér á mismunandi hátt.
Hann notaði peningana til að senda
spurningalista til annarra lækna í
Afríku. Siðan heimsóttu hann og tveir
starfsbræður hans 60 sjúkrahús í 12
Afríkuríkjum til að auka þekkingu sína
á því fyrirbrigði sem seinna nefndist
Burkitt’s lymphoma.
Dr. Epstein rannsakaði sýktan vef
sem hann fékk sendan frá Burkitt.
Honum tókst að einangra áður óþekkt-
an vírus í æxlinu, Epstein-Barr vírus-
inn.
Verðlaunin nema 50.000 dölum og í
tilefni þeirra sagði dr. Burkitt að hann
óskaði þess heitast að mega lifa það að
gagngerðar breytingar yrðu á mataræði
fólks og allar tóbaksauglýsingar yrðu
bannaðar.
Nógaf
blýöntum
Kínverjar áætla að framleiða
þrjá milljarði blýanta á þessu ári
og er hálfur milljarður ætlaður til
útflutnings.
Kínverjar eru nú á meðal af-
kastamestu blýantsframleiðenda i
heimi og nema gjaldeyristekjur
þeirra af blýantaútflutningi-
nokkrum milljónum Bandaríkja-
dalaáári.