Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ & VfSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
— þau eru þrælar
leiðtoga síns og
álíta að kynmök
séu mun vænlegri
trúboðsaðferð en
dreifing bækiinga
GUÐSBÖRNIN YFIR-
GEFA VESTURLÖND
Ida og Anders með dóttur sína, Amöndu.
Sharon og Jakob Hllelsen ásamt bömum sinum.
Moses David kom síðast opinberlega fram á Teneriffe fyrir fimm árum og
létþá mynda sig i fíokki friðra trúboða.
í rúmlega 10 ár hafa guösbörnin
reynt aö boöa trú sína i Danmörku.
Þeim hefur þó ekki orðið mikið
ágengt og það er fyrst núna, er flestir
félagar i þessum sértrúarsöfnuði hafa
ákveðið að yfirgefa landið, að hreyf-
ing þeirra nær því að verða verulega
þekkt.
Guðsbörnin, eða öðru nafni Kær-
leiksfjölskyldan, komu fyrst til Dan-
merkur 1969. Þau hafa aðallega boð-
að trú sína á götum stórborganna —
t.d. á göngugötum Kaupmannahafn-
ar og Árósa.
En trúboðið hefur ekki gengið sér-
lega vel. Á blómatíma hreyfingarinn-
ar í Danmörku voru félagar um 300
að tölu en í fyrra var tala þeirra
komin niður í 110. Kærleiksfjöl-
skyldan er kannski sú af nýrri trúar-
hreyfingum sem minnst fylgi hafa
hlotið 1 Danmörku.
Leiðtogi guðsbarnanna er 62 ára
fyrrverandi prestur í Bandaríkjunum,
David Berg. Hann er af sænsku bergi
brotinn en er af söfnuði sínum til-
beðinn sem Moses David, spámaður
og staðgengill Guðs á jörðinni.
Yfírvofandi
ragnarök
David Berg hefur verið eftirlýstur í
Bandaríkjunum síðan 1975 fyrir að
leita á börn. Hann lifir nú lúsuxlífi i
útlegð fyrir fé það sem áhangendur
hans vinna sér inn með betli, vændi
og sölu bæklinga.
TaUð er að hann sé einhvers staðar
í Mið- eða Suður-Ameríku og hefur
hann nú sent áhangendum sinum,
sem sennilega eru á mUli 8000 og
12000, bréf þess efnis að þeir verði að
yfirgefa Vesturlönd vegna væntan-
legs atómstriðs og ragnaraka í þeim
hluta heimsins. Eiga allir að vera
fluttir fyrir apríllok á þessu ári.
Það var vegna þessara flutninga
sem hreyfingin komst á aUra varir í
Danmörku, eða réttara sagt vegna
þess að áhyggjufullur faðir, Niels
Skyum-Nielsen prófessor, sneri sér í
örvæntingu sinni til fjölmiðla til að
fá dóttur sína, Idu (21 árs), ofan af
því að flytja til Indlands ásamt manni
stnum, Anders Tell (25 ára) og fimm
mánaöa gamalli dóttur þeirra hjóna.
Áfangastaður Idu og fjölskyldu
hennar er Goa á vesturströnd Ind-
lands, pestarbæU þar sem kólera og
malaría eru tíðir vágestir. Óttast afi
barnsins að það eigi enga Ufsmögu-
leika á slikum stað. En Ida og Anders
eru óhagganleg. Eins og önnur guðs-
börn hlýða þau leiðtoga sinum, Mos-
es David, i blindni, þau eru þrælar
trúar sinnar.
Flirty Fishing
Kærleiksfjölskyldan er einnig
þekkt fyrir undarlega aðferð við trú-
boð sitt sem nefnist á máli hreyfing-
arinnar Flirty Fishing. Hún felst i þvi
að konur eiga ekki að skirrast viö að
sængja hjá mönnum ef þær telja að
með þvi móti megi snúa viðkomandi
til „réttrar trúar”. Konunum er þó
bannað aö nota getnaðarvarnir eða
eyða fóstri. En þær trúa því statt og
stöðugt að aðferðin sé Guði þóknan-
leg og að hann muni þvi bjarga þeim
ef til óþægilegra afleiöinga kemur.
— Tilgangurinn með því að
sænga hjá ókunnugum karhnönnum
er eingöngu sá að leiða þá til Jesú,
segir Sharon, sem einnig er á leið til
Indlands ásamt manni sínum og
fjórum börnum. — Við gerum það af
umhyggju fyrir glataðri sál, til að fá
hana til að snúa aftur til Jesú.
— Auðvitað var það dálitið und-
arleg tilfinning í byrjun að vita til
þess að eiginkonan fór í rúmið með
öðrum, segir eiginmaðurinn, Jakob.
— En svo sér maður þá menn sem
hún hjálpar með þessu móti og veit
að öðruvísi var það ekki unnt. Við
getum bjargað svo miklu fleiri i
gegnum kynlífið en með því að
standa á götuhornum og dreifa bækl-
ingum.
— Ég hafði verið forfallinn eitur-
lyfjaneytandi í fimm ár áður en ég
kynntist Kærleiksfjölskyldunni, segir
Sharon. — Það voru guðsbörnin sem
hjálpuðu mér til að hætta og þess
vegna vil ég svo gjarnan hjálpa
öðrum til að losna úr því viti sem ég
þekki svo vel af eigin raun.
Brjáiaður
lefðtogi
Guðsbörnin flýja Vesturlönd þó
ekki eingöngu vegna væntanlegra
ragnaraka heldur einnig vegna þess
að Moses David telur að nú sé
kominn tími til að boða trúna annars
staðar. Óttast margir að safnaðarins
bíði nú sömu örlög og fylgjenda Jims
Jones, leiðtogans sem fékk „þræla”
sína til að fremja fjöldasjálfsmorð f
Jonestown því enginn vafi leikur á
þvi að Moses David er brjálaður.
Fyrir fjórum árum sendi hann út
bæklinga þar sem hann hvatti fólk til
að stunda kynlíf með börnum sínum.
Að vísu varð sú hvatning hreyfing-
unni síður en svo til framgangs og
margir sögðu sig úr henni. En þeir
sem eftir eru hlýða leiðtoga sínum í
blindni — hvaða firru sem hann nú
annars kann aö taka upp á eftir að
hann hefur fengið áhangendur sfna
til aðyfirgefa siðmenninguna.