Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982. 'l\ iBIAÐi frjilst, ahað daghlað Útgáfufólag: Frjál* fjölmiðlun hf. Stjórnarf ormaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóM**on. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. AÖstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjóri: Sæmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stafánsson og Ingótfur P. Stainsson. Ritstjórn: Sfflumúla 12-14. Auglýsingar: Slflumúla 8. Afgreiösla, Þverholti 11. Sfmi 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. áskriftlr, smáauglýsingar, skrifstofa: Prentun: Árvakur hf„ Sketfunni 10. ^Áskriftarverfl á mánuflf 110 kr. Varflf lausæflki • kr. HelgarMað 10 kr^ A sama tíma Á sama tíma og stærstu og traustustu fyrirtæki landsmanna eins og Eimskip og Flugleiðir halda aðal- fundi sína og skýra frá umtalsverðum halla-og tap- rekstri, halda stjórnvöld til streitu skattpíningarstefnu sinni gagnvart atvinnurekstrinum. Á sama tíma og þjóðartekjur á mann fara minnkandi ár frá ári og fyrirsjáanlegt er að enn munu þær minnka á þessu ári, heldur Þjóðviljinn og ráðherr- ar Alþýðubandalagsins uppi þeim málflutningi að grunnkaup skuli hækka í komandi kjarasamningum. Á sama tíma og árangur af skerðingu verðbóta í upphafí árs 1981 varð sá að kaupmáttur launa hélst, er nú snúið við blaðinu og heimtaðar fullar verðbætur og hækkun grunnkaups. Á sama tíma og sá stóriðjurekstur, sem íslendingar eiga aðild að, s.s. Járnblendi-og Kísilgúrverksmiðja eiga við stórfelldan taprekstur að stríða, eru sett ófrá- víkjanleg skilyrði af hálfu iðnaðaráðherra um að ís- lendingar skuli minnst eiga 51% í hverri nýrri stóriðju- framleiðslu á landinu. Á sama tíma og erlendar lántökur eru komnar langt yfír þau hættumörk, sem ríkisstjórnin sjálf hafði sett, er enn verið að taka erlend lán til að standa undir venjulegum rekstri fyrirtækja eins og íslenska járn- blendifélagsins. Á sama tíma og Sovétríkin sýna vígtennurnar víða um heim og ganga á lagið jafnharðan og Vesturveldin gefa eftir, berst Alþýðubandalagið hatrammri baráttu gegn eðlilegum lagfæringum og endurnýjun í vörnum landsins. Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin undir forystu Alþýðubandalagsins hneppir atvinnureksturinn í fjötra verðlagshafta og skattpíningar halda nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins hlífiskildi yfir henni með at- kvæðum sínum á Alþingi. Á sama tíma og þjóðarframleiðslan fer fyrirsjáan- lega lækkandi á þessu ári, eru þingmenn uppteknir við að úthluta dúsufrumvörpum um ýmiskonar verkmiðj- ur, sem enginn rekstrargrundvöllur er fyrir. Á sama tíma og gömlum breskum togarakláfi er smyglað til landsins með „framsóknarlaginu” viðurkennir formaður Framsóknarflokksins að hann hafí verið „plataður”. Á samatimaog augljóst er að allar reglur hafi verið brotnar og leyfisveitingar framsóknarráðherranna lykta af pólitískri fyrirgreiðslu, svarar ráðherra upp í opið geðið á þingheimi: „Ykkur ferst, þið eruð ekkert betri sjálfir.” Á sama tíma og formaður Framsóknarflokksins lýsir því í löngu máli, að fiskveiðiflotinn sé alltof stór, þorskstofninn fullnýttur og loðnan horfin, þá heimilar hann innflutning nýrra skipa í stórum stíl og tekur fram, að ,,þau skuli ekki talin með í endurnýjun flotans”. Á sama tíma og verðbólgan mælist nú á bilinu 50— 60% og stefnir upp á við, lemur ríkisstjórnin í gegnum þingið lánsfjárlög sem eru reist á þeirri forsendu að verðbólgan á árinu verði 30%. Á sama tíma og ráðherrar í öðrum löndum sjá sóma sinn í því að segja af sér, þegar þeir telja að stefna þeirra hafí sett ofan, þá halda íslenskir ráðherrar í skíðaferðir til Alpanna og spila golf í Skotlandi! ebs TILRAUNIN í EL SALVAD0R Nú eru liðin fimratíu og eitt ár frá því að Arthuro Araujo var kjörinn forseti E1 Salvador. Hann var af ríkum landeigendum kominn, baröist fyrir betri menntun þegnanna, bætt- um samg-ngum og iönvæðingu. Hann hafði stundað nám sitt í Oxford og trúði því að iðnvæð- ing og bættar samgöngur væru lyk- illinn að betri framtíð fyrir E1 Salva- dor. Skömmu eftir að hann var kjörinn forseti leyföi hann kommúnista- flokkinn og foringi þess flokks, Fara- bundo Martii, hóf samstundis undir- búning byltingarinnar — þeirrar bylt- ingar sem kommúnistar allra landa trúöu á á þeim tima og raunar enn. Skærur kommúnista og mjög öflug andstaða ríkra Salvadormanna urðu svo til þess að Araujo var steypt af stóli og við völdum tók Maximiliano Martinez. Bandariki Norður- Ameríku og nálæg Mið-Ameríkuriki neituðu að styöja stjórn Martinezar en það velti henni ekki úr sessi. 1 framhaldi af valdatöku Martin- ezar kom síðan til átaka og 25. janúar 1932 voru kommúnistar strádrepnir á götum 1 E1 Salvador. Er einna helst að likja því við útrýmingu kommúnista í Indónesíu þegar Sukarno var steypt. Framfarir Arturo Araujo var lýðræðissinni. Það sem varð honum að falli var ótti landeiganda við framfarir og and- staða þeirra sem stjórnuðu „hinum heföbundnu atvinnugreinum” en þó ckki sfður vopnuð andstaða kommú- nista, sem leiddi til óaldar i landinu. Þetta tvennt gaf hernum tækifæri til þess að skerast í leikinn. Með falli Araujo náðu þau öfl yfir- höndinni f E1 Salvador sem trúðu því að þjóðfélagsmál yrðu einungis leyst með vopnavaldi. Annars vegar ofstækisfullir vinstri menn en hins vegar ofstækisfullir hægri menn. En af og tU rofaði tU. Haraldur Blöndal 1972 var Jose Napoleon Duarte kosinn forseti og sigraði þá fram- bjóðanda hersins. Við þessar kosn- ingar sættu valdaöflin sig ekki. Lögregla handtók Duarte, honum var misþyrmt og sfðan rekinn úr landi. Ofstækisöfl til hægri hrósuðu stundarsigri, en jafnframt sann- færðust ofstækisfullir vinstri menn um þá kenningu, að kosningar væru tilgangslausar, nú þyrfti að taka sér vopn í hönd. Árið 1979 var enn gerð bylting og lauk þá valdaferli þess flokks manna, sem hafði stjórnað E1 Salvador frá 1932. í framhaldi af þeirri byltingu var Duarte gerður að forseta. Hann er úr flokki Kristilegra demókrata. Undir forustu Duarte hafa orðið miklar framfarir f E1 Salvador. Hrundið hefur verið af stað umfangs- mikilli áætlun um menntun þjóð- arinnar og gífurlegu landi hefur verið skipt milli smábænda. Sem dæmi um stefnu Duarte í menntamálum er aö landinu hefur verið skipt i fjögur- hundruð skólasvæði og kjósa kenn- arar og foreldrar síðan stjórn þessara svæöa. Þessi háttur er m.a. hafður á til þess að innprenta fólki kosti lýð- ræðis og til þess að það finni hvernig stjórnað sé með kosningum. (Svipaðar hugmyndir um skólastjórn á íslandi hafa aldrei fengiö hljóm- grunn). Kosningarnar Duarte ákvað að efna til kosninga f mars. Um þær kosningar hefur margt verið ritað og rætt. Niðurstaða þeirra kosninga er sú, að flokkur Duartes hefur mest fylgi, en hætta er á, að öfgaöfl taki höndum saman og setji flokk hans til hliðar. Og til þess hafa þessir flokkar lýð- ræðislegan rétt. En megin niðurstaöa kosninganna er þó sú, að nú er það ljóst, að almenningur í EÍ Salvador vill leysa vandamál sín eftir lýðræðis- legum leiðum. Rangtúlkun Áður en kosningarnar fóru fram var þvi haldið fram, að Duarte væri ofstækisfuUur hægrimaður og stjórn hans ógnarstjórn. Sérstaklega var þessa vart á vesturlöndum, en blaöamenn rangtúlkuðu ástandið í E1 Salvador, — urðu hugfangnir af ljómandi byssukjöftum og hand- sprengjum skæruliða og héldu að þar væri lýðræðið. í fréttum útvarps og sjónvarps var einlæglega talað um, aö aðeins fimm hægri flokkar fengju að taka þátt f kosningunum, — og borgarablööin tóku undir þessa rangtúlkun. Ráðist var heiftarlega á Bandarfkjastjórn fyrir það að styðja frjálsar kosn- ingar, og þær taldar enn eitt dæmið um „heimsku og ofstæki kúrekans fráHollywood”. (Mér hefur oft fundist merkilegt, að leikarar skuli sætta sig við og jafn- vel taka undir það, að þaö sé löstur á manni að hafa verið leikari!) En nú er sem sagt öldin önnur. Útvarp og sjónvarp tala um hægri flokkana fjóra. Duarte er allt í einu orðinn frambjóðandi framfaraafl- anna, og hætt er öllu tali um falsaðar kosningar. Of snemmt er að spá nokkru um framvindu mála í E1 Salvador. Full- víst er þó að lærisveinar Martii og Martinezar munu gera allt, sem hægt er, til þess að kæfa lýðræðið í fæðingu. Fylgismenn lýðræðis í E1 Salvador þurfa þvi mikillar aðstoöar við, bæði heima fyrir og erlendis. Haraldur Blöndal. Haraldur Blöndal skrifar um EI Salvador og ræöir m.a. um undarlega kúvendingu frétta- manna í túlkun á atburðum þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.