Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982. 13 Kosningamar ÍEI Salvador: UDUR í ÚTRÝMINGAR- STRfeM AFTURHALDSINS Alla slðustu viku hlýddum við á kosningatölur frá E1 Salvador, í sumum dagblaðanna og útvarpi. Það var eins og koma ætti íslendingum í kosningaham: Fyrst fengum við prósentutölur, þegar 1/10 atkvæða hafði verið talinn, svo 1/4 o.s.frv., svona rétt eins og verið væri að kjósa norður á Akureyri. Allt var þetta eftir uppskrift bandariskra stjórnvalda. Fólk átti að beina huga sínum að þessari áróðurs- sýningu þeirra í stað þess að vera allt- af með þessa gagnrýni. Framkvœmd kosninganna Ég spyr þig, lesandi þessarar klausu: Er hægt að meta vilja þjóðar eftir kosningum sem fram fara við eftirfarandi aðstæður? 1. Kosningunum er stjórnað af ógn- arstjórn, sem miskunnarlaust læt- ur drepa hvern þann sem hún nær 'til hafi hann andæft meginmark- miðum hennar. 2. í landi þar sem rúmlega tvær milljónir manna eru á kosninga- aldri var ekki haft fyrir að útbúa nema 800 þúsund kjörseðla. 3. 400 þúsund íbúanna eru flótta- menn innanlands eða erlendis. 4. Hefðu einhver andstöðuöfl þjóð- félagslegs óréttlætis vogað sér að bjóða fram og taka þátt 1 kosn- ingabaráttu með eðlilegum hætti, hefði það jafngilt því að leggja höfuð sitt á höggstokk ógnar- stjórnarinnar. Auðvitað er þessi spurning óþörf. Kosningar við slíkar aðstæður geta ekki sýnt vilja þjóðarinnar. Að kjósa ekki var tilraun til sjálfsmorös En í eyrum okkar hefur dunið, að kosningaþátttakan á svæðum sem ógnarstjórninn ræður hafi verið mikil, þrátt fyrir að skæruliðar reyndu allt til að koma í veg fyrir að fólk kysi. Þessar fréttir eiga að sanna okkur, að skæruliðar njóti nú lítils stuðnings þar. Það var öllum ljóst, að þeir sem ekki kysu á þessum svæðum yrðu hundeltir sem stuðningsmenn frelsis- aflanna, yrðu settir á dauðalistann, allir þeir, sem ekki ættu stimplað kosningakort og hefðu ekki fengið kosningastimpil á putta. Meira að segja í New York Times, sem ekki hleypir nú öllu inn á sínar síður, les ég eftirfarandi: Blaða- maðurinn ræðir við konu 1 San Ant- onio Abad. Hún segir honum að fólk 'í nágrenni hennar hafi kosið af ótta. Hún hefði skilað ógildu, sett X yfir allan kjörseðilinn. En það þurfti mikla dirfsku jafnvel til að skila ógildu. Kjörkassarnir voru nefnilega úr gegnsæju plasti, þannig að mikil hætta var á að ekki færi fram hjá vökulum augum böðlanna, hvernigkosiðværi. Skæruliðar reyndu ekki að hindra fólk í að kjósa Það er uppspuni, að skæruliðar hafi reynt að hindra fólk 1 að fara á kjörstað. Sjálfir lýstu þeir þvi yfir, að þeir myndu á engan hátt reyna að trufla það. Fjölmargar frásagnir benda til að þeir hafi staðið við þetta fyrirheit. Ég læt hér nægja frásögn blaðamannsins Richard Meislin líka hjá New York Times. hann fór sjálfur gegnum vegartálma skæruliða á „Pan American” þjóðveginum rétt utan við borgina Santa Domingo á kosningadag. Blaðamaðurinn viður- kennir, að skæruliðar hafi hleypt fólki sem sagðist vera að fara inn i borgina til að kjósa fyrirstöðulaust þarna f gegn. Markmiðið með kosningasýningunni Kosningarnar eru fyrst og fremst liður í áróðursherferð Bandaríkja- stjórnar og ógnarstjórnar E1 Salvador. Áróðursherferð til að reyna að sýna fram á, að i E1 Salvador séu þeir fulltrúar lýðræðis, en andstæðingarnir fuUtrúar ógnar- afla og einræðis. í Mið-Ameríku sannfæra þeir eng- an með þessu. Hins vegar vonast þeir til þess að með þessu geti bandarisk stjórnvöld bætt stöðu sína heima fyrir, svo að þeim verði kleift að auka inngrip sitt og helst til að geta farið með mikinn her inn í landið tU hjálp- ar ógnarstjóminni. Innrás Bandaríkjanna hefur raunar lengi verið yfirvofandi, ekki Ragnar Stefansson bara í E1 Salvador, heldur lika í Nicaragua. Það sem komið hefur í veg fyrir þetta er andstaða meðal almennings í Bandaríkjunum sjálfum og ótti stjóm- valda við, að svipuð mótmælaaída risi eins og á dögum Víetnamstríðs- ins, og vó þungt í að Bandaríkin urðu að hrökklast burt þaðan. Sömu aðferðum var beitt í Vietnam í Víetnam voru líka gerðar svokall- aðar umbótaáætlanir og efnt var til falskosninga eins og nú er gert í E1 Salvador. Sérfræðingarnir Richard Scammon og Howard Penniman sem höfðu sérlega umsjón með falskosn- ingunum í Suður-Víetnam 1967 voru nú einmitt sendir til E1 Salvador til að hafa umsjón með kosningasýning- unni þar. Samt munu þjóð- frelsisöflin sigra Þrátt fyrir falskosningar og ógnar- lega hernaðarvél töpuðu Bandaríkin í Vietnam, ekki síst vegna þess, að almenningur í Bandarikjunum sagði stopp. Daginn fyrir kosningarnar í E1 Salvador nú gengu 40 þúsund manns um götur Washington og lýstu fullum stuðningi við þjóðfrelsisöflin í E1 Salvador. Bandaríkjastjórn grunar, að þetta sé aðeins forleikur þess sem ske kynni ef þeir gengju miklu lengra í inngripum sinum 1 E1 Salvador en þeir gera nú. Slikar áminningar þarf Banda- rikjastjórn að fá hvaðanæva að og í vaxandi mæli, lika frá íslandi. Krafan þarf að vera, að Banda- rikjastjórn hætti stuðningi sínum við ógnarstjórnina í E1 Salvador. Því um leið og hún gerir það hrökklast ógnarstjórnin frá völdum. 3. apríl, 1982 Ragnar Stefánsson. „í Víetnam voru líka gerðar svokallaðar umbótaáætlanir og efnt var til falskosn- inga eins og nú er gert í E1 Salvador,” segir Ragnar Stefánsson í grein sinni þar sem hann fjallar um kosningarnar í E1 Salvador. „Kosningarnar eru fyrst og fremst liður í áróðursherferð Bandaríkjastjórnar og ógnarstjórnar El Salvador. iviynoin er ira E1 Salvador. Krafa um ritskoðun f ram sett í borgarstjóm Reykjavíkur Þótt borgarfulltrúar séu ýmsu vanir hefur þeim sennilega sjaldan brugðið meir i brún en þegar Davíð Oddsson, borgarstjóraefni Morgunblaðsliðsins, kvaddi sér hljóðs á síðasta borgarstjórnarfundi til þess að krefjast þess að liðsmenn hans fengju sérstakt tækifæri til þess að framkvæma ritskoðun á hlutlausu kynningarblaði um skipulagsmál i Reykjavík, er samþykkt hafði verið á sínum tíma, bæði í borgarráði og borgarstjórn, að fela borgarskipulagi og borgarstjóra að annast um útgáfu á. Vitaskuld hafði á sínum tíma staðið ágreiningur um skipulagsmálin milli meirihluta og minnihluta borgarstjórnar en hann var útkljáður með lögbundnum lýðræðislegum hætti og niðurstöðurnar eru sú stefna, sem framkvæmd verður. Þaö er þess vegna algjörlega eðlilegt að hún sé ásamt öðrum þáttum skipu- lagsmálanna, kynnt borgarbúum. Meðan stefnumörkun í skipulags- málum var til umræðu ráku báðir aðilar áróður fyrir sjónarmiðum sínum, eins og eðlilegt var. Eftir að niðurstaða er fengin fer fram kynning á þeirri stefnu sem ofan á varð og mörkuð var með algjörlega löglegum og lýðræðislegum hætti. En Sigurður E. Guðmundsson slíkum starfsháttum vill Morgun- blaðsUð Daviös Oddssonar ekki una. Þeir treysta ekki embættismönnum borgarinnar til að annast um slíka kynningu upp á venjulegan hlut- lausan máta og krefjast þess að þeir fái að ritskoða textann áður en blaðið kemur fyrir almenningssjónir. Ritskoðunarkrafan er alvarlegasta hliðin á þessu máli Þegar þessi orð eru rituð er væntanlega verið að bera blaðið inn á heimilin í borginni og því geta borgarbúar sjálfir gengið úr skugga um hvort það sé hlutlaust kynningar- blað eða einlitað áróðursblað, eins og borgarstjóri benti réttilega á á blaða- mannafundi á dögunum. Enginn vafi er á hver dómur almennings verður, honum þurfa borgarfulltrúar meiri- hlutans ekki að kvíða. En ef til vill er það ekki lengur mikilvægasti punkturinn í þessu máli, heldur hitt, að það skuli nú hafa gerzt fyrsta sinni í borgarstjórn Reykjavíkur að einn flokkanna, sem þar eiga fulltrúa, skuli hafa sett fram kröfu um rit- skoðun. Það er athyglisvert, að eng- inn borgarfulltrúa hafði, svo vitað sé, séð kynningarblaðið er þeir Morgun- blaðsmenn staðhæfðu á borgar- stjórnarfundinum að það væri áróðursblað. Jafnathyglisvert er, að engir fulltrúar annarra flokka kröfðust ritskoðunar sér til handa á efni kynningarblaðsins. Sókn öfgaaflanna er alvarlegt umhugsunarefni Á síðustu árum hefur það vakið mikla athygli hvernig öfgafull hægri- öfl hafa sifellt meir sótt í sig veðrið innan Sjálfstæðisflokksins. Það er umhugsunarefni, að á ofangreindum borgarstjórnarfundi voru gamal- reyndir og hófsamir forystumenn flokksins, þeir Birgir ísleifur Gunnarsson og Ólafur Thors, víðs fjarri, enda léku öfgaöflin lausum hala með framangreindum hætti. Hefðu þeir verið viðstaddir hefðu þeir áreiðanlega tekið fram fyrir hendurnar á Davíð Oddssyni og komið í veg fyrir að borgarstjórnar- flokkurinn gerði Sjálfstæðisflokkn- um þessa einstæðu skömm. Nú er skammt í að þeir láti báðir tveir af störfum sem borgarfulltrúar og þá verða öfgaöflin einráð í borgar- stjórnarfiokknum. Hvernig sem allt veltist er því augljóst, að á næsta kjörtímabili munu Reykvíkingar fá að kynnast því hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn hagar störfum sínum þegar grímulaus öfgaöfl hafa náð þar öllum völdum. Sú augljósa hætta hlýtur að verða mörgum frjálslyndum Reykvíkingum alvarlegt umhugsunarfffni næstu vikurnar. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi. • .. heldur hitt, aö þaö skuli nú hafa gerzt fyrsta sinni í borgarstjórn Reykja- víkur að einn flokkanna, sem þar eiga fulltrúa, skuli hafa sett fram kröfu um ritskoðun,” segir Sigurður E. Guðmundsson í grein sinni þar sem hann fjallar um kynningareintak um skipulagsmál og fjaðrafokið í kringum það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.