Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Síða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Leikir
erlendis
í beinni
útsend-
ingu
V.S.P. skrifar:
Mér datt svona í hug aö skrifa
lesendadálki Daglaðsins og Vísis vegna
greina sem hafa birtzt í því blaði og
dagblaðinu Tímanum. Þar voru birt
viðtöl við ýmsa áhrifamenn hjá útvarpi
og sjönvarpi um bikarúrslitaleikinn á
Wembley og heimsmeistarakeppnina á
Spáni í sumar. Gaman er að lcsa um af-
stöðu þeirra til þessara atburða. Ég er
alveg handviss um það að ef bikarleik-
urinn, sem sýndur var um daginn,
leiddi af sér hagnað þá gera leikirnir frá
heimsmeistarakeppninni það líka og
ekkisíður.
Allavega er gífurlegur áhugi fyrir
hendi að sjá leikina senda beint út.
Utan dagskrár langar mig til að
stinga upp á því að breyta nafninu á
Dagblaðinu og Vísi í Dagvis í stað DV
eins og það hefur verið nefnt.
Andúð
á skrif um
Svart-
höfða
— „órökstuddar
dylgjurummenn
ogmálefni”
4489—4181 skrifar:
Um það bil sem þessi ágætu blöð
Dagblaðið og Vísir, sameinuðust í einni
sæng, hugleiddi ég að gerast fastur
kaupandi að hinu sameinaða blaði.
Mér sýndist þetta geta orðið gott frétta-
blað og á ýmsan hátt athyglisvert en
þegar ég komst að raun um að þetta
sameinaða blað losnaði ekki við fyrir-
bæri þaðsem nefnist „Svarthöfði”, sló
ég þeirri hugsun alveg frá mér. Ég hefi
ef til vill verið óheppinn, þegar ég hefr
öðru hvoru gluggað í þennan pistil, en
þar hef ég oftast rekið mig á órök-
studdar dylgjur um menn og málefni og
alveg sérstaklega sjúklegt hatur á allri
vinstri stefnu sem þesssi höfundur
nefnir einu nafni „kommúnisma”.
Mér finnst það ekki koma heim og
saman að frjálst og óháð blað skuli geta
birt slíkar ritsmíðar, sbr. grein „Svart-
höfða” þessa í 70. tbl. frá 25. marz,
þar sem ráðizt er að einum samstarfs-
flokknum í ríkisstjórninni með ógeðs-
legum aðdróttunum og hann borinn sök-
um sem ekki eiga sér stað nema í hug-
skoti þessa svarthöfðaða óskapnaðar,
svo manni býður í grun að það sé ekki
einungis höfuðið sem sé svart heldur
sálin líka. Þar að auki hefi ég rótgróna
andstyggð á nafnleynd og finnst hún
litilmannleg.
„Ég er oftast sammála Svarthöfða,”
segir Indriði G., og er það ekki að
undra ef hann er einn af höfundum
hans. Einhvern veginn get ég ekki
hugsað mér nafn Indriða í sambandi
við áðurnefnda grein, en ég verð að
segja gagnstætt honum. Ég er sjaldnast
sammála Svarthöfða. Útkoman hjá
mér verður því sú að ég verð enn um
sinn að láta mér nægja að vera kaup-
andi að Tímanum, þó að frá mínum
bæjardyrum séð sé Ólafur okkar
Jóhannesson komirmhálfur inní banda-
ríska sjóherinn. Verst að hann er orðinn
það gamall að hann getur ekki hlotið
þar aömlrálstign að launum. Enda er
’Tíminn eina blaöið sem hefur léð máls
á því að gefa afslátt á áskrift til lífeyris-
þega og þykir mér það hlýða áári aldr-
aðra.
Ég vil svo láta á það reyna, hvort
frjálst og óháð dagblaö vill birta þessa
ritsmíði mfna, en ég geri enga kröfu til
þess, enda á ég enga heimtingu á þvi, en
skrifa þetta aðeins til að veita útrás inn-
byrgðri andúð á skrifum Svarthöfða.
K:
ÍS&mémá
MITSUBISHI
MOTORS
Mjög sparneytin og þýógeng Veltistýri
1600 cc eóa 2000 cc vél.
Aóalljós meó innbyggóum
þokuljósum.
Stillanleg fram- og aftursæti
og reynsluakið
/
Mé’■>* ■mm ~ m Tlik & ~Z^P~ •r
WStLÐffiöSIXlO l ————■—
mlZlLlímWm