Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982. 21 Nfi POLl ari kirkjum á Italíu og hefur upp á aö bjóöa geysilega fallegar mósaik- myndir, sem eiga vart sinn líka í heiminum. Kirkjurnar í Palermo eru geröar undir stjórn Normanna, af arabísk- um og grískum handverksmönnum, sem voru mjög snjallir listamenn á þessum tíma. Þegar þetta gerist eru Islendingar aö skrá sínar skinnbæk- ur uppi á Islandi. Ég sé þannig hér ákveðna samlík- ingu meö þessum tveimur menning- arríkjum, sem Islendingar reistu á Islandi og sem Normannarnir sköp- uöu pólitískan grundvöll fyrir hér á Italiu. Farið tii Rómar — Nú bjóðið þið einnig upp á fjög- urra daga Rómarferðir? — Já. Þaö er byrjað á því að aka upp eftir vesturströndinni og í gegn- um Salernó. Haldiö er til borgarinn- ar Amaili meö því aö aka meðfram Amalliströndinni, sem er eitt af sér- stæðustu náttúrufyrirbærum á Italíu. Meöfram ströndinni eru þver- hníptir klettar, sem eru mjög fallegir og inn á milli þeirra eru vogar og vík- ur. Þaö má segja að klettarnir séu fuglabjarg, sem menn hafa komið sér fyrir á. Amalli varö fyrsta af þægilindunum svokölluöu á Italiu, en í þeim hópi er Písa, Genúa og Feneyjar fremstar í flokki. Það er fyrst gist í Pompeji í eina nótt og síö- an haldiö til Rómar og gist þar í tvær nætur. Rómaborg hefur upp á mikið aö bjóöa. — Geturðu nefut einhverjar aðrar áhugaverðar ferðir? — Feröin til Taormina, perlu Sikil- jyjar, og iniðaldabæjarins Castel- molo er mjög vinsæl. Þetta er hálfs dags ferö og fer yfirleitt allur hópur- inn í hana. Það er boöiö upp á aö sjá mjög frægt grískt leikhús. Umhverfi þessara borga er mjög glæsilegt og náttúrufegurðin mikU. Þaö má einnig nefna ferð upp á eld- f jalliö Etnu, sem er eitt frægasta eld- fjall í heimi. Við bjóöum upp á báts- ferðir hér meðfram ströndinni, þann- ig að fólk getur séö Sikiley frá ööru sjónarhorni heldur en frá landi. Margar aðrar skemmtilegar ferðir Glæsilegt diskótek — Geta íslendingar skemmt sér hér á kvöldin ef þeir hafa áhuga á? — Já, hér rétt fyrir utan Naxos er mjög stórt og glæsilegt diskótek — eitt þaö glæsilegasta á Sikiley. Það heitir Maribu og er að mestu undir aldintrjám og berum himni. Þessi staður hefur veriö mjög vinsæll hjá Islendingum. — En hvaö með mat og drykk? — Hér er úrvalið mikið af mat og drykk. Fjöldi smáveitingahúsa og frábærir veitingastaðir. Fólk getur fengiö sér mikið úrval af sjávarrétt- um og að sjálfsögöu kjötréttum. Aö lokum má geta þess að eftir að ég ræddi viö Pétur og Sistu buðu þau mér upp á sverðfisk, sem er vinsæll á Sikiley. Sverðfiskurinn er hreint lost- æti — bragðgóður, eins og fiskur í Miöjarðarhafi er. Að sjálfsögðu feng- um við okkur spaghetti í forrétt. Eg vil nota tækifærið hér og þakka þeim hjónum fyrir góðai móttökur og samveru. -SOS Frægustu kirkjur Ítalíu — Geturðu nefnt mér nokkrar kynnisf erðir, sem boðið er upp á? — Já. Fyrst má nefna tveggja daga hringferð um Sikiley. Við byrj- um með því að aka til Agrigento, þar sem eru ákaflega merkileg hof frá sjöttu öld fyrir Krist. Síðan er ek- ið til Selinute, sem er eitt stærsta fornminjasvæði Evrópu. Þaö er síð- an gist í höfuðborginni Palermo, sem er fimmta stærsta borg Italíu og meö 800 þús. íbúa. Borgin og þaö sem hún hefur að bjóða er að sjálfsögðu skoð- aö. — Eru ekki margir frægir staðir í þessari sögufrægu borg? — Jú, borgin býður upp á mjög marga áhugaverða staði, eins og t.d. gamla miðbæinn, sem er mjög sér- stæður. I borginni eru frægar kirkjur frá því á dögum Normanna. Nor- mannahöllin er fræg og einnig dóm- kirkjan í Monreale. Hún er með fræg- Allir þeir Islendingar sem undirritaður ræddi við voru mjög ánægðir með dvöl- ina á Sikiley og góða fararstjórn. Hér sjást þeir Hinrik Lárusson verzlunar- maður og Jón Friðsteinsson, ásamt eiginkonum sinum x V % sjás /'* \ iRÓH eru a boðstolum hja okkur. Þa getur fólk tekið sér bíl á leigu, en hér á Sikiley eru margar nýjar og góðar hraðbrautir, þannig að það er hægt að fara fljótt á milli staða. «>m iMA Her fynr neðan ma sja landakort af því svæði sem Islendingar dveljast a a Sikiley. Punkturinn á myndinni sýnir hvarNaxoser. | Stromboli Salina f* Panarea ' Lipari Filicudi V i " - Vulcano ^ Alicudi R. Calabria bliiun Naxos I ferðamannabænum Taormina sem er byggður uppi í hæðunum fyrir of- an Naxos-ströndina má sjá mikið af þröngum göngustígum eins og sést hér á myndinni. Islendingar eru ánægðir með sumarhúsin — Nú býður Útsýn íslendingum upp á gistingu á hótelum og einnig í sumarhúsum. Eru íslendingar ánægðir með sumarhúsin? — Sumarhúsin eru mjög vinsæl. því að náttúrufegurðin og f jölbreytn- in í gróðri er mikil við húsin. Það er meira næði að búa í húsunum heldur en í stórum blokkaríbúðum. Þá er fólk meira út af fyrir sig og inn á svæðinu er engin bílaumferð, þannig að fólkið getur alveg verið áhyggju- laust vegna barnanna sinna, sem hafa gott leiksvæði. Umhverfið er geysilega fallegt, eins og það bezt gerist á Sikiley — blóm í öllum regn- bogans litum og öllum tegundum. Aldintré eru þar, eins og sítrónu- og bananatré. Fólkið getur farið út í garðinn og skorið sítrónur af trján- um og sett út í svaladrykkinn sinn þegar það slappar af eftir annir dagsins. íslenzkar stúlkur sjá um ræstingu Utsýn býöur farþegum sínum í sumarhúsunum upp á þá þjónustu að íslenzkar stúlkur sjái um íbúöir þær sem Islendingarnir dveljast í. Við spurðum Pétur hvort það væri ekki vinsælt meðalfarþega. — Jú, það er miklu heimilislegra og farþegar geta gert sig skiljanlega við íslenzku stúlkumar, sem sjá t.d. um ræstingu og bamagæzlu. Reynsl- an var góð af þessu hjá Otsýn uppi í Lignano og því var þetta tekið einnig upp hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.