Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JONl 1982 „y stofna hljt og að stofna Átök ísófanum en engar myndir Joanne og Philip á góðri stund. Engin átök á þessari mynd. limir fengu sér hænublund eftir flug- ferðina til Islands. Þegar heimsfrægt fólk er annars vegar búast flestir við hrokagikkjum og montnum prímadonnum, en krakkamir í Human League sitja þama á barnum, drekka molasopa og gera að gamni sínu. Frægðin virðist ekki hafa stigið þeim til höfuös. Stelpurnar em reyndar klæddar eins og þær séu að koma af diskóteki en strákarnir líkjast venjulegum skóla- strákum, í bolum og gallabuxum. í fyrsta sinn á iistahátíð „Við höf ðum ekki hugmynd um aö hljómleikarnir okkar væm hluti af listahátíð. Við emm að heyra það fyrst núna. Hljómsveitin, eins og hún er nú skipuð, hefur aldrei fyrr tekið þátt í listahátíö,” segir Philip Oakey. En er popptónlist þá listgrein? Philip hlær hátt að spurningunni og svara henni neitandi. Adrian tekur henni af meiri alvöm og segir: „Það fer eftir því hvaö þú átt við með hug- takinu list. Það er ákaflega afstætt og ég held að hollara sé að vera ekki með of afmarkaðar skilgreiningar. List getur Adrian talar um „nýju” Human League vegna þess að hljómsveitin var upphaflega stofnuð 1977. Þá léku Philip Oakey, Adrian Wright, Ian Craig Marsh og Marty Ware saman. Meö þeirri liösskipan náði hljómsveitin litl- um vinsældum og hún klofnaöi síðla árs 1980. Craig og Ware híifa nú stofn- að hljómsveitina Heaven 17 sem er vel þekkt. Dýrkeypt nafn En hvers vegna var haldiö áfram með nafnið „Human League ? Philip: „Við vildum halda því, en við verðum fyrir vikið að borga Craig og Ware 2% alls hagnaðar af „Dare” í eitt ár.” Adrian: „Við héldum að „Dare” myndi seljast í svona 15.000 eintökum og aldrei ná út fyrir Bretland. Mála- miðlunin virtist ágæt. Ekki vissum við að yfir tvær milljónir eintaka myndu seljast.” Philip: . Þessumpeningumvar veivar- ið. Ég myridi semja svona aftur, bara til að losna við þá.” Taliö berst að útkomu nýrrar plötu, en hún virðist ekki á leiðinni alveg í bráð. Susan segir að fólk sé ef til vill „Við Susan sáum Philip Oakey á götu, hlupum hann uppi, lömdum hann í hausinn og sögðum „Heyröu góður- inn, við viljumganga í hljómsveitina. Nei, annars, við vorum bara að dansa saman í næturklúbb þegar Philip sá okkur. Þegar viö komum af dansgólf- inu gekk hann að Susan og sagöi eitt- hvað um að hljómsveitin hans væri klofin og það þyrfti að bæta við fólki áður en haldið y rði í hljómleikaferð um Evrópu. Svo bauð hann okkur með.” Þaö er Joanne Catherall sem segir söguna á Vínlandsbar Hótel Loftleiöa. Umhverfis hana sitja fimm af sex meðlimum Human League; Philip Oakey, Susanne Sulley, Ian Burden og Adrian Wright. Jo Callis er enn ekki risinn úr rekkju, en hljómsveitarmeð- verið svo ótal margt. Hún er allt það sem þú leggur þig fram um að gera vel og ert stoltur af, á hvaða sviði sem er. ” Human League hefur aðeins gefið út eína stóra plötu, „Dare” sem kom út haustið 1981, og nokkur lög á smá- skífum. I poppheiminum þurfa margir að sveitast blóðinu til að ná árangri. Hvers vegna frægð svo fljótt? Philip: „Viðhöfumlíkabaristhart.” Joanne: „Já, gömlu mennirnir gerðu það.” Ian: „Við strákarnir höfum allt frá fjögurra til tíu ára reynslu af starfi í popphlj ómsveitum. ’ ’ Adrian: „Ein ástæðan fyrir vinsældum nýju Human League er að við höfum reynslu. Þaö eykur gæðin.” óþolinmótt aö bíða eftir nýjum lögum, en Adrian segir aö „Dare” sé aftur á leið upp vinsældalistana í Bretlandi, þó tíu mánuðir séu liðnir síðan hún kom út. Plata hljómsveitarinnar er nú meðal eirra tíu söluhæstu í Banda- ríkjunum. Joanne tekur orðiö: „Allir eru að hvetja okkur til að gefa út aðra stóra plötu, og ég veit aö hún myndi seljast, án tillits til þess hvort hún væri góð eða. léleg, vegna vinsælda „Dare”. En við viljum ekki kasta höndunum til næstu plötu því ef hún er léleg kaupir fólk ekkiþáþriöju.” „Viö höfum ekki farið að eins og þær hljómsveitir sem koma frá sér tveim vinsælum lögum og halda svo áf ram að spila þau. Lögin okkar eru öll mjög frá- brugðin hvert öðru og við ætlum enn að brydda upp á nýjungum á næstu plötu okkar,” segir Philip. Meðlimir Human League vilja ekki láta mynda sig nema uppábúnir á tón- leikum. Þau virðast þó nógu þokkalegt fólk frá náttúrunnar hendi og eru spurð hvers vegna megi ekki ljós- mynda þauí viötali. „Fólk kærir sig ekki um að sjá okkur órakaöa, ómáiaða, með kokkteilglas í hendi,” segir segir Philip, og Joanne bætir við: „Ef tekin væri mynd af okk- ur ómáluðum og illa til reika þá væri þetta ekki mynd af Human League. Þaðværibara Joanne, Philip.Ian... ” Bera strákarnir í hljómsveitinni málningu framan í sig ? „Ekki ég,” segir Ian fljótmæltur, en Philip segist stundum mála sig. , ,Philip málar sig, málar sig, málar sig og lakkar neglumar á tánum,” sönglar Joanne. Philip vill bersýnilega stöðva þessa óvæntu söngskemmtun og þau tuskast talsvert i sófanum þar til Philip nær yfirhöndinni og hefur traust tök á Joanne. Ljósmyndarinn er nú illa fjarri, en Susanne segir óþarft aö sýta þaö því svona láti þau líka á sviðinu. Rétt er að bæta því við að Joanne og Philip eru kærustupar. Þegar Joanne losnar úr klemmunni segir hún: „Við leggjum mikið upp úr klæðnaði því í Englandi og Japan hugs- ar fólk enn meira um föt en tónlistina. Þannig er það þó reyndar ekki á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjun- um. Eg veit ekki hvernig þið Islending- ar hugsið. Utlitið er mér mikilvægt og það fyrsta sem ég geri á morgnana er að hafa mig vel til ogmála mig.” Stúlkurnar syngja aðeins bakraddir og semja ekki tónlistina. Hvert er hlut- verk þeirra í hljómsveitin'ni? , ,Við gerum ekki neitt,” segir J oanne og þykir spurningin heldur fyrirlitleg. Human League: Phiiip stendur lengst til vinstri en Adrian krýpur til hœgri. Susanne segir ætlun þeirra stallsystra fyrst og fremst að skemmmta fólki og hún heldur áfram: „Hlutur kvenna í popptónlist á eftir að stækka. Hver nennir að horfa á sex karlmenn með gítar og trommur á sviðinu, það er nú aumasjónin.” Stelpur eiga ekki aðhafahátt „Það er ekki að undra þó stelpurnar séu á eftir í poppinu,” segir Jo Callis, sem er allt í einu mættur til viðtals, ný- vaknaður og í öfugri peysunni. , Jltelpur hafa aldrei verið hvattar til að spila á trommur, bassa eða önnur hávaöasöm hljóöfæri. Ef þær eru sett- ar í tónlistarnám spila þær á fiðlu eða píanó. Á endanum standa þær upp og spyrja hvers vegna þær megi ekki spila á hljóöfæri strákanna.” „Þetta er allt aö breytast, sjáöu bara Joan Jett og GchGo’s,” segir Joanne, en Jo hefur ekki sagt sitt síðasta orö um stöðu kvenna: „Það er ekki gert ráð fyrir því að stúlkur rífi sig af stað og stofni popphljómsveit. Þær eiga ekki að vera uppreisnargjamar, en stofnun hljómsveitar er auövitað ein tegund uppreisnar. ” Ian útskýrir þetta nánar: , Aö stofna hljómsveit er eins og að stofna óaldar- flokk.” Jo bætir viö: „Þegarþú tekur upp á því að fara að hlusta á popp og rokk ert þú að gera uppreisn gegn for- eldrunum. Þau gefa skít í þetta og segja tónlistina helvítis hávaða.” Ekki uppreisnargjarnt fólk Philip leggur orð í belg og segir að í raun hafi Human League aldrei verið neitt uppreisnargjörn hljómsveit. Hann hefði sjálfur í mesta lagi gert uppreisn gegn því að vinna frá níu til fimm. „Við vorum aldrei eins köld og Bítlamir sem gáfu skít í vinnuna og fóru til Hamborgar til að lifa þar við sult og seyru. Við hættum ekki fyrri störfum okkar fyrr en sýnt var að Virgin útgáfufyrirtækið vildi borga okkur veL Við höfum að vísu verið fyrst til að gera marga hluti, við höf um skapað tísku. Þegar við byrjuðum voru ekki til neinar elektrónískar hljóm- sveitir skipaðar áhugamönnum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.