Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982.
17
Myndir: Gudmundur Sigfússon
Andrí Páll Sveinsson frá Akureyrí, hlaðinn verðleunagripum. Hann varð
ótvíræður aflakóngur mótsins.
enda hlógu bæjarbúar aö þessu tiltæki
okkar.
Þaö þótti ekki merkilegur veiöiskap-
ur aö veiða þorsk á stöng. Vestmanna-
eyingar voru vanari stórtækari veiði-
skap. En viöhorfin breytast meö
tímanum og nú stunda þetta fjölmarg-
ir.
Félagiö okkar dafnaöi lika fljótt,
enda áhugasamir menn viö stjómvöl-
inn. Núverandi formaöur er Ester
Öskarsdóttir. Þaö er einmitt einkenn-
andi fyrir félagið hversu konurnar
hafa veriðáberandi í félagsstarfinu.
Auk hvítasunnumótsins erum viö
meö innanfélagsmót á haustin. Einnig
sendum viö ávallt þátttakendur á
mótin fyrir noröan. Hafa samskiptin
viö Akureyringa ætíð verið sérlega
ánægjuleg.
Ánægjulegtað tengja
saman fólk úr ýmsum
byggðarlögum landsins
Fyrir mig persónuleg^eru þessi mót
ákaflega mikilvæg,” hélt Magnús
áfram. „Mér þykir svo vænt um þetta
fólk sem kemur hingaö ár eftir ár.
Enda hef ég í gegnum þessi mót
eignazt fjölda kunningja. Og þaö er
ákaflega ánægjulegt að eiga sinn þátt í
að tengja saman fólk úr hinum ýmsu
byggðarlögum landsins. ”
— En hvemig er hægt aö stunda sjó-
stangaveiði í átta til tíu vindstigum og
brælu fyrir opnu hafi?
,,Eg skal segja þér aö þetta mót er
þaö erfiöasta sem ég hef stjómað til
þessa. Veðrið setti náttúrlega stórt
strik í reikninginn nær allan tímann.
En þetta tókst þó allt saman furðulega
vel. Og ég held ég megi fullyrða aö allir
hafi farið ánægöir til síns heima aö
mótinuloknu.
Nutum mikiHar
kvenhyllinú
sem oftastáður
Aö þessu sinni, eins og reyndar
oftast áöur, nutumvið mikillar kven-
Magnús Magnússon mótstjórí, ásamt kvennasveitinni sigursælu. Frá vinstri Blínborg Bernódusdóttir,
Alda Harðardóttir, Þuriður Bernódusdóttir, lengst tíl hægri stendur formaður SjóVe, Ester Óskarsdóttír.
hylli. Fjölmargar konur vom meðal
þátttakenda, þar á meöal þrjár stjúp-
dætur mínar og ein dóttir.
Einmitt á þessu móti varð stjúpdótt-
ir mín, Þuríður Bernódusdóttir, afla-
hæsta konan. Hún tók reyndar bikar-
inn af systur sinni, Þóru, sem varö
afladrottning í fyrra. Áriö þar á undan
varð Elínborg, elzta systirin, aflahæst.
Og Elín Helga, yngsta stelpan, hirti
núna verölaun fyrir stærstu lönguna.
Þaö má því segja aö sjóstangaveiöin
hafi þróazt upp í fjölskylduíþrótt hjá
okkur,” sagöi Magnús aö bkum, hress
aðvanda. -FÖV.
B-sveit Akureyrar varð sigurvegari i sveitakeppninni. Frá vinstri, Kristmundur Bjarnason, Stefán Einars-
r-on, Andri Páll Sveinsson og Rúnar Heiðar Sigmundsson.
! Pétur Arnason skipstjóri á Sæbjörgu SU, sem varð aflahæst báta með
sjötiu og niu og hálft kilógramm á hverja stöng.