Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982. # Húsnæðisstofnun ríkisins SÍMI 28500 ■ LAUGAVEC.I 77 101 REVKJAVÍK Ábending tii launagreiðenda Skv. lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins er öllum einstaklingum á aldrinum 16— 25 ára skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum, enda hafi þeir ekki formlega undanþágu. Atvinnurekendum og öörum launagreiðendum er skylt að halda þessum skyldusparnaði eftir af launum starfsmanna sinna. Skv. 76. gr. þessara laga getur skattyfirvald ákveðiö sérstakt gjald á hendur þeim atvinnu- rekanda sem vanrækir skyldu sína í þessu efni. Húsnæðisstofnun ríkisins beinir þeirri áskorun til atvinnurekanda og annarra launagreiðenda að gæta þessara lagaákvæða. Húsnæðisstofnun ríkisins. 0G NÝJA ÁHðFNIN MÍN UMBOÐSMAÐUR GUÐJÓN JÓNSSON SIMI 9671861 — Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og ,,Er aö hlaða I batteríin” I — seg’ir Laddi sem er nýkominn heim frá námi Hann Þórhallur Sigurösson eða Laddi eins og flestir kalla hann er nýkominn heim frá Ameríkunni þar sem hann er að læra leiklist. Þórhallur hefur hreiörað um sig í Los Angeles og stundar þar nám við U.C.L.A. háskólann. „Ég mátti ekki til þess hugsa aö missa af Þórskabarettinum svo þess vegna kom ég heim,” sagði hann um leiö og hann fékk sér kaffisopa með blm. Lærírá sjálfan sig — Hvernig kanntu svo við þig í L.A.? „Vel. Þarna er allt svo nýtt fyrir manni Maður lærir ekki bara ein- göngu leiktækni heldur líka ýmis- legt um sjálfan sig. Þarna er allt annar lífsmáti en maður á að venj- ast.” — Eins og hvernig? „Þama eru svo margir og maöur er algerlega einn og enginn þekkir mann. Vera mín þama hef- ur fengið mig tU aö sjá sjálfan mig ínýju ljósi.” — Er þetta ekki rándýrt fyrir- tæki? „Nei, ég læt það allt vera. Skól- inn er ekkert svo svakalega dýr. Það er aðaUega mikUl ferðakostn- aður. Það er alveg ofboöslega dýrt að ferðast á mUU íslands og Bandaríkjanna. En ég Ufi mjög ódýrt þarna, bý í einu herbergi og lifi á grænmeti. Þarna úti er græn- metið svo svakalega gott að ég boröa næstum ekkert annað. Ég ætla að vera ár í viðbót ef ég fæ námslán. „Smástöðnun... — Hvað lærir þú þama? „Bara almenna leiklist og svo hef ég líka verið á söngleikjanám- skeiöi.” — Þú ert ekkert hræddur við að vera orðinn fastur í hlutverki grín- arans Ladda? „Það er nú einmitt þess vegna sem ég ákvað að fara út. Það get- ur vel veriö aö fólk taki mann út úr grínarahlutverkinu ef maöur læt- ur sig hverfa af sjónarsviðinu um tíma.” — Varstu orðinn leiöur á því að segja brandara? „Nei, ekki leiður, en ég fann fyr- ir smástöðnun. Ég fór út fyrst og fremst til þess aö hlaða betteríin upp á nýtt og svo auövitað til þess að ná lengra í leiklistinni. Þetta tvennt fylgist alltaf að. ” Teknámið föstum tökum — Hvernig hagar þú svo þínu námi þarna? „Ég tek það eins föstum tökum og ég get. Ég les, læri, og æfi senur meö öðrum nemendum aUan dag- inn. Svo leikum við stykkin fyrir kennarann sem síðan segir okkur hvernig til hefur tekizt. Nú stund- um lætur hann mann æfa allt upp á nýtt eða þá að hann er ánægður með árangurinn og lætur mann fá nýjar æfingar.” — En hvemig gekk þér að ná valdiá enskunni? „Það gekk andskoti stirðlega fyrst. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð á sviðinu í fyrsta skipti. Ég bögglaði enskunni út úr mér og fannst ég vera alveg ömurlegur. Það er allt annað að tala ensku við kunningja sína en að eiga að fara að leika hlutverk á ensku. En ég er í enskunámi samhUða leiklistar- náminu svo þetta gengur allt hjá mér.” Örírtið brot afsöngleik — Kemur þú meö eitthvað nýtt inn í Þórskabarettinn frá dvöl þinni í Ameríku? „Já, égtók með mér örlítið brot af söngleik sem verið er að sýna þama úti. En sá söngleikur heitir Chorus Line.” — Hvað gerir þú svo í frístund- umþínum úti? „Égfer íbíó.” — Hver er þinn uppáhaldsleik- ari? „Alveg tvímælalaust hann Ro- bert De Niro. Hann er beztur. TæknUega séð sá albezti. Hann Uf- ir sig svo inn í hlutverkin sín. Hann vann t.d. nokkra mánuði sem leigubUstjóri áður en hann lék í myndinni The Taxi Driver.” — Hvað með hann Þórð, kemur hann ekkert meira í Stundina okkar? „Nei, nú fer karlinn bara út á land að heimsækja krakkana þar. Við ætlum okkur að vera með bamaskemmtanir þar sem viö komumþví við.” Börn eru krítísk — Er einhver munur á því aö leika fyrir f ulloröna eða börn? „Nei, þaö held ég ekki. Og þó, börn em miklu krítískari. Ef þeim líkar ekki láta þau óspart í sér heyra. Þau em kannski beztu dómararnir. ” -E.g. Leikaramynd afLadda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.