Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982.
21
mnvarég
!rst9semég
inimest99
i Sigurðardöttir hetur
> hnterit um (tuAriinu
sdúttur
tíktrmeimhenamr
Guðrún elskaði
marga menn.
Erica Jong segir einhver staöar aö
öllum 19. aldar skáldsögum ljúki á því
aö elskendur giftast, en 20. aldar
sögumar enda meö því aö elskendur
skilja.
Og viö vitum hvað þetta gekk brösótt
á söguöld.
„Áöur en Guörún kynnist Kjartani
og Bolla,” segir Þórunn „er hún sýnd
hamingjusamlega ástfangin af og gift
manni sem síðan drukknar frá henni.
Þegar þeir fóstbræður eru fallnir
giftist hún ríkum höföingja sem líka
drukknar frá henni og hún harmar
hann. Hefðihöfundur Laxdælu verið að
lýsa rómantískri ást samkvæmt 19.
aldar formúlunni mundi hann hafa
sleppt báöum þessum eiginmönnum.
Samkvæmt henni var þaö höfuösynd í
bókmenntum aö elska fleiri en einn
mann. Ef hann féll frá var ekki annaö
framundan en ævilöng sorg.”
Þaö þarf ekki aö lesa mikiö um
Guörúnu Osvífursdóttur til að sjá aö
ekki passar hún vel inn í þetta munst-
ur. I Laxdælu segir aftur á móti um
Hrefnu, konu Kjartans, aö hún dó úr
harmi eftir mann sinn. Hún hefur
heldur aldrei veriö talin meöal kven-
hetja Islendingasagna, þótt hún virðist
hafa veriöágætasta kona.
Sjö eldri ieikrit
byggð á Laxdælu
Kanske er hér aö finna eina ástæö-
una fyrir því að mönnum hefur enn
ekki heppnazt aö gera vinsælt leik-
verk, byggt á Laxdælu, þótt margir
hafi reynt.
„Þaö leið ekki á löngu þangaö til þaö
rann upp fyrir mér aö ég var ekki sú
fyrsta sem ætlaöi mér aö sviðsetja at-
buröi þessa. Aö minnsta kosti sjö voru
komnir áöur og hundraö og fimmtíu ár
síðan sá elsti þeirra dó, Lárus stúdent
Sigurðsson úr Geitareyjum.
Af öörum höfundum má nefna Gísla
Thorarensen sem á árunum 1840—1847
reyndi aö skrifa sorgarleik um Bolla,
Kjartan og Guörúnu og ætlaði Konung-
lega leikhúsinu, í Kaupmannahöfn, en
þaðvaraldreisýnt.
Nýrra er leflcritiö ,JMelkorka” eftir
Kristínu Sigfúsdóttur, úr fyrri hluta
sögunnar. Þaö hefur veriö flutt víöa út
um land, en ekki í Reykjavík. Þá geröi
Henrik Thorlacius merkilegt kvik-
myndahandrit (1942) um efni Laxdælu,
en ekki var þaö fest á filmu. Spurnir
höfum við af þýzku nútímaleikriti um
þetta efni.
| Loks uröu ástir og harmar Guðrúnar
aö yrkisefni þeim Adam Oehlens-
chláger (1848) og Júliönu Jónsdóttur
(1879—80).
Lárviðarskáidið
og vinnukonan
Varia er. hægt aö hugsa sér ólíkari
höfunda en þessi tvö. Oehlenschlager
var lárviöarskáld Dana á 19. öld og
stytta af honum stendur á þrepum leik-
hússins viö Kóngsins Nýjatorg. Hann
gerði f jölda leikrita og var ausinn fé og
frægð á sinni tíö, þótt vinsældir hans
hafi nú hjaönað. Reyndar þykir leik-
ritiö „Kjartan og Guörún” meö hans
beztu og var seinast á fjölunum frá
1945—48. Lék Anna Borg þá Guðrúnu
Ösvífursdóttur. Þaö var einnig valiö
sem sýnishorn af verkum hans í
vandaöa leikritaröö fyrir skóla,
Rhodos Dramaserie,Khöfn 1980.
En verk hans kemur Islendingum
heldur en ekki danskt fyrirsjónir. Átök
milli heiöni og kristni eru þar ríkjandi.
Kjartan elskar Ingibjörgu konungs-
systur því hún er kristin. En Guðrún er
látin skjóta Kjartan til bana, aö vísu í
misgripum, því ör hennar var ætlað aö
hæfa Ingibjörgu. Eftir þetta voöaverk
líkir Guðrún sjálfri sér viö fagra rós
meö hvössum þyrni sem stungizt hefur
í brjóst elskhugans svo honum blæöir
út. Ekki beinlínis Islendingasögustill á
því.
Júliana Jónsdóttir var hinsvegar
vinnukona í Breiðafjaröareyjum. Eftir
basl og ástarsorgir langaði hana aö
flytjast til Vesturheims. En af vinnu-
konukaupi sínu var henni ómögulegt
aö öngla saman farareyri. Hún fór þá
inn í Stykkishólm, ef ske kynni aö þar
yrðu tekjurnar meiri. Þar bjóhún 5 ár.
Lítið gekk aö safna upp í farið, en
þama gaf hún út fyrstu ljóöabók sem
vitað er til aö íslenzk kona hafi birt,
,yStúlka”, og skrifaði fyrsta leikrit
sem vitað er til aö sýnt hafi veriö eftir
íslenzka konu. Þaö var einþáttungur-
inn „Víg Kjartans Olafssonar” og fór
hún sjálf meö hlutverk Guörúnar. Eftir
þaö er taUö aö bróöú- hennar hafi lánað
henni upp í fargjald. Því miöur varö
hún enn fátækari vestanhafs en viö
Breiöafjörð. Önnur ljóöabók,
„Hagalagöar”, kom þó út 1916, rétt
áöur en hún dó, áttræö aö aldri. Þar
segir hún það ættarfýlgju sína aö
„hugsa stórt, en hljóta smátt”.
Heldurðu að þeir
gangi aftur í mér?
„Heldurðu aö þaö geti veriö aö afiir
þessir höfundar séu aö ganga aftur í
mér?” spyr Tóta meö áhyggjusvip, og
bætir viö aö hún sé bæöi orðin forlaga-
trúar og fom í lund af þessari vinnu.
En það verður mjög spennandi aö
sjá árangurinn hjá henni. Og Laxdæla
pórunn Siguroardóttir
ásamt Þorfinni karlsefni
eins og Einar Jónsson
myndhöggvari hugsaði sér
hann. Styttan stóð áður i
Hl/ómskálagarðinum, en
var flutt að Hrafnistu, svo
að vikingurinn gæti séð til
sjávar.
DV-mynd: Friðþjófur.
er sannarlega umræöu verö. Helga
Kress hefur fjallaö um hana og telur aö
þar séu víöa merki um kvennaupp-
reisnir. Mótsagnirnar í lífi Guörúnar,
togstreitan og spennan, stafa þannig af
því, segir Helga, „aö það sem Guörún
leitar eftir er sú iífsfylling eöa frelsi
sem f elst í aö vera gerandi sinnar eigin
sögu.”
Helga segir ennfremur aö engin rök
mæli gegn því aö Laxdæla gæti veriö
skrifuð — eöa aö minnsta kosti sögð —
af konu. I sögulok gerist Guörún fyrsta
nunna og einsetukona á íslandi. Telur
Helga áö þessi endir geti bait til ein-
hvers sambands viö nunnuklaustrin.
„Mér finnst grein Helgu mjög góð,”
segir Þómnn, „en hún leggur ennþá
meira upp úr kvennabaráttunni en ég.
Karlmennirnir eru einnig allrar
athygli veröir. Séu þeir ekki sterkir
veröur sagan minna dramatísk. Og
þegar fariö er að athuga Kjartan og
Bolla nánar kemur ýmislegt óvænt í
ljós.”
Kannske verðum við
spurðar þess sama
og Guðrún
„Ég held aö breytt stefna og tækni í
leikhúsi geri þaö nú auðveldara aö
túlka fornsögurnar þannig aö áhorf-
andinn trúi á þær, hvort sem þaö
heppnast hjá mér eöa ekki. Viö emm
búin aö flysja svo mikið af óþarfa úr
umgjöröinni. Þaö er gott aö vera laus
við tjullfjöll og annað dótarí. Slíkt er
óþarfi, aöalatriöiö er þær tilfinningar
sem búa í brjósti leikarans.
Ef til vill er þaö einmitt leiksviöiö
frekar en kvikmyndin sem getur gert
persónurnar spennandi. Á sviðinu era
þær ekki á plastfilmu heldur augliti til
auglitis. Þú skynjar andardrátt þeirra
og ert sem áhorfantíi sjálfur þátttak-
andi í aö skapa þennan galdur.”
Hún hugsar sig um: „Laxdæla er
stórkostleg bók því hún lýsir ástinni í
margbreytilegum myndum rétt eins
og hún birtist allt í kringum okkur í
dag.
Tilfinningamál okkar kynslóðar era
flörin — fleiri valkostir en í tíö foreldra
okkar. Kannske erum viö fyrsta
kynslóð kvenna frá dögum Guörúnar
Osvífursdóttur sem í ellinni veröur
spurð aö því hvern af mörgum mönn-
um viö höfum elskað mest? ”
ihh