Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Side 23
DAGBLAÐIÐ&VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNl 1982. 23 Bækur og bókmenntir n__■__ LOKAÞÁTTUR UM BÓKASKRÁR 4. grein Bókaskrá Gunnars Hall. Akureyri 1956. (520 s.,k.). Gunnar Hall I fyrrnefndri grein Þorsteins Þor- steinssonar er Gunnari Hall (1909— 1970) aðeins að litlu getið. Hann er þar talinn hafa „safnað íslenzkum bókum af miklu kappi nú um nokkur ár. Á hann mikið og gott bókasafn t.d. allar bækur útgefnar af Bók- mennta- og Þjóðvinafélögunum, flest ágæt eintök með kápum”. Um þetta leyti hefur safn Gunnars þó væntanlega ekki veriö mikiö að vöxt- um miöað við það, er síðar varð, þar sem enn voru drýgstu söfnunarárin fram undan. Sjálfur segir hann í for- mála bókaskrár sinnar: „Bóka- söfnun mína hóf ég fyrir alvöru árið 1934, enda þótt ég heföi nokkuð fengizt við hana áöur. Af stað var farið í smáum stíl, en smám saman jókst við safnið, bókaflokkum þeim, er ég safnaði sérstaklega, fjölgaöi, unz svo var komið aö ég safnaði öllu, sem til varð náð af íslenzkum bókum um íslenzkt efni, blöðum, smáprenti ýmiss konar og hverju einu, gömlu ognýju.” Ötull safnari Ekki verður annaö sagt en að með ólíkindum sé, hve miklu safni G.H. tókst að koma saman á stuttum tíma, aðeins á um 25 árum. Er sízt of sagt, að hann hafi stundaö söfnun sína af kappi, þar sem slíkur var áhugi hans og dugnaður að öðrum bókasöfnurum fannst sem þeir stæðu kyrrir, er hann geystist áfram. Kom hér einnig til, að hann hafði rýmri f járráð en margur annar, en þó fyrst og fremst áræði, sem mörgum hefur fleytt langt á öldum verðbólgunnar. Minnist ég þess, er ég kom eitt sinn sem oftar í fornbókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar í Hafnar- stræti, að þar var komið í sölu mikið magn rímna, þ.á m. ýmsar fágætar og eftirsóttar. Fréttist skjótt, að G.H. hefði keypt stórt rímnasafn úr dánarbúi eftir kunnan bónda úr Borgarfirði. Fylgdi sögunni, að hann hefði aðeins vantað þrjár af rímum þessum, er hann hélt eftir í safni sínu, en hinar fól hann verzlunini aö selja sem fyrr segir. Sem dæmi um árangur G.H. á þessu sviði skal þess getiö, að í bókaskránni telur hann 353 eintök (útgáfur) í rímnaflokki sínum. Hinsvegar telur hann einnig upp þær rímur, sem vanti. Eru þær aðeins átta, en þar af fjórar prentað- ar í Hrappsey. Stærsta safnið I boðsriti að bókaskránni var safn G.H. kynnt sem „stærsta bókasafn, sem nokkru sinni hefir verið til í ein- staklings eigu hér á landi”. Verður það ekki dregið í efa, þótt líklegt megi telja, að safn Þorsteins Þor- steinssonar sýslumanns hafi sízt verið minna að vöxtum. Ekki verða skránni gerð hér sérstök skil frtkar en þeim, er fyrr eru taldar. Hinsveg- ar má vænta þess, að hún eigi eftir að koma oft við sögu síðar og þá fyrst og fremst í sambandi við þá bókaflokka sem skráðir eru sérstaklega. Eru það blöð og tímarit, leikrit, riddara- og fornaldarsögur, rímur, þjóðsögur og ævintýri og að lokum ævisögur og minningarrit. Stærsti hluti skrárinnar er þó svonefnd aðalskrá, en þar koma fram allar þær bækur og rit, sem ekki teljast til fyrr- nefndra flokka. Umdeild en þörf bókaskrá Stundum heyrist, að til bókaskrár G.H. hafi ekki verið vandaö sem skyldi og skal fallizt á, aö skráningar eru víða ekki eins ítarlegar og ná- kvæmar og æskilegt væri. Var höfundi þetta sjálfum Ijóst, og lætur hann þess getið í formála, að hann hafi „gert þessa bókaskrá frá sjónarmiði safnarans en ekki vísindamannsins.” Þrátt fyrir þetta fer ekki milli mála, að útkoma hennar bætti mjög úr brýnni þörf upplýsinga um íslenzka bókaútgáfu, sérstaklega á þessari öld. Virðist enn nokkurs að bíða, að henni verði gerð betri skil. Ekki eru mér kunnug tildrög þess, að Gunnar Hall réðst í það miiria verk að gera umrædda bókaskrá, en ég tel ekki ólíklegt, að sú ákvörðun hafi verið tengd fyrir- ætlunum hans að selja bókasafn sitt, áður en langt um liði. Varð þess og skammt að bíða, að fréttir bærust um tilraunir hans til að selja það í einu lagi, er ekki báru árangur. I framhaldi af því hóf hann síöan sölu bókanna til þeirra, er áhuga höfðu, og munu þær hafa dreifzt víða. Þorsteinn sýslumaður Eg hef nú nefnt lauslega helztu al- mennar heimildir, sem hægt er að styðjast við og afla upplýsinga úr um íslenzka bókaútgáfu eða rit varöandi Island og íslenzkar bókmenntir. Nokkrar aðrar slíkar almennar skrár finnast þó, sem vert væri að minnast á lauslega, enda þótt þær séu á fárra höndum og ekki auðfengnar. Er hér um að ræða söluskrár bókasafna, sem að sjálf- sögöu hafa að geyma mikinn f róöleik og eru ekki síður forvitnilegar þeim sem áhuga hafa á bókaeign þekktra safnara. Fyrr í þessum þætti hefur verið minnzt á Þorstein Þorsteinsson (1884—1961), sýslumann Dala- manna, og bókasafn hans, en áður um grein, er hann ritaði í „Helga- fell” um bókasöfnun og bókamenn. Þar lét hann sín að litlu getið, bara: „Á Vesturlandi tel ég mitt bókasafn stærst að íslenzkum bókum og ferða- sögum um Island á erlendum málum. Hef ég gefið ritstjóm Helga- fells ádrátt um að geta þess að nokkru í sérstakri grein.” Sú grein, „Bókaeign mín og bókasöfnun”, birt- ist síðan í tímariti þessu IV. árg., (3. hefti) október 1946 (bls. 259-267), en ári síðar kom hún út sérprentuð (22 s„k.). Þar kemur fram, að Þor- steinn hefur ungur hafiö söfnun bóka, eöa fljótlega upp úr aldamót- um á tímum, þegar slíkur munaður var fátíður vegna lítilla efna aUs þorra manna. Þá segir einnig frá bókauppboðum í Reykjavik, sem viröast hafa verið alltíð, venjulega haldin í Góðtemplarahúsinu. ,,Á þeimárum, 1904—1914, varfengs von á uppboöum fyrir bókamenn, sem fjáðir voru og tíma höfðu til þess að vera þar, enda óx þá mjög í hUlum hinna miklu bókasafnara, Kristjáns Kristjánssonar og Benedikts Þórarinssonar.” Augljóst er, að Þ.Þ. hefur einnig sótt þessi uppboð að staðaldri og tekizt að ná þar í ýmis- legt góðgæti, enda þótt hann hafi enn verið við nám fram til 1914, er hann útskrifaðistfrá lagadeild H.I. Verður þetta látið nægja, en vísaö tU umræddrar greinar. Þ. Þ. geröist brátt einn af umsvifamestu bóka- söfnurum landsins, og varð þar ekkert lát á allt til hins síðasta, en hann lézt í febrúar 1961. Var hann m.a. tíður gestur á bókauppboðum Sigurðar Benediktssonar í Reykja- vik, sem stóðu að mestu óslitið frá árinul953 ti!1976. Eftir lát Þorsteins ákváðu erfingjar hans að bjóða bókasafnið til sölu og var gerð um það skrá, sem komútárisíðar: Bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns. Söluskrá. Fjölritað sem handritífebrúarl962. (4),253s.,k. Safn Þ.Þ. selt Vægt er að orði komizt þótt sagt sé, að skrá þessi hafi vakið mikla athygli meöal bókamanna og veltu ýmsir því fyrir sér, hvaða möguleika þeir kynnu að hafa til kaups á safninu, einir sér eða með öðrum, þó einkum fombóksalar. Hér var hins- vegar um verulega upphæð að ræða, upphaflega nefndar 4.5 milljónir, sem fæstum var viöráðanleg. Þó fór svo í lok ágúst 1962, að einstaklingur keypti safnið, Kári B. Helgason, kaupmaður, að vísu á lægra verði. Hafði hann áður nokkuö fengizt við bókasöfnun, einkum blaöa og tíma- rita. Kári lét hér ekki staðar numiö heldur hófst þegar handa við að koma safninu vel fyrir, láta binda inn allar óbundnar bækur og bæklinga, en þar skorti mikið á áður. Ennfremur jók hann mjög við safniö úr ýmsum áttum og stefndi allt að því, að öðrum bókasöfnum ein- staklinga yröi seint við jafnaö. Um þessar mundir stóð yfir sala á bók- um Gunnars Hall, sem áður er getið, og var það tilefni notað til að bæta inn í hvem flokkinn af öðrum því sem þar var en vantaði hjá K.B.H. Safnið selt aftur til Skálholts En skjótt skipast veður í lofti. I byrjun desember 1964 ákvað hann að bjóða safn sitt til sölu til innlendra eða erlendra aðila eftir því sem verða vildi, og gáfu sig fljótlega fram aðilar úr hópi hinna síðar- nefndu, sem sýndu málinu áhuga. Til sölu safnsins úr landi kom þó ekki, eftir að ljóst varð, að íslenzk kirkju- yfirvöld höfðu hug á að kaupa það til Skálholtsstaðar og efnt til lands- söfnunar, svonefndrar Skálholts- söfnunar, fyrir upphæðinni, 3,5 milljónum. Var gengið frá kaupunum í febrúar 1965. Áður hafði Kári B. Helgason látið gera skrá yfir safn sitt, sem auðveldaði mjög af- hendingu þess. Var sú skráð aðeins vélrituð í 5 eintökum og er eitt þeirra í Landsbókasafni. Látið verður hér staðar numið um sinn, þar sem ráðgert er hlé á þess- um þáttum yfir hásumarið, en tekiö til að nýjuí september. Enn em ýms- ar skrár ótaldar hliðstæðar þeirri síðastnefndu, og koma þær væntanlega á dagskrá síðar. Hins vegar verður þá ekki lengur beðiö með að gera íslenzkri prentsögu ein- hver skil, svo og þeim skrám og handbókum, sem þar koma við sögu. Böðvar Kvaran. HREINSIR RAUÐARARSTÍG 30 - SÍM111379 S F Erum að fá tæki til að þrífa plön og garða. Öflug þvottatæki og ryksugur Ryksugur er taka rakan sand, rus/ og /auf. Erum einnig að fá /ítinn bi/ til þvotta á plönum. Erum með allskonar þvott á húsum að utan. Einnig tökum við að okkur að háþrýstíþvo hús undir málningu. Húsfélög - fyrirtæki - einstaklingar Tökum að okkur hreinsanir á SORPGEYMSLUM— SORPRENNUM OG SORPTUNNUM. Hreinsum af öll óhreinindi — eyöum ólykt með kvoðuhreinsiefni. HREIN- GERNINGAR: i fyrirteakjum, stofnunum og heimahúsum — einnig stigaganga. TEPPAHREINGERNINGAR með háþrýsti- djúphreinsitækjum og sogsfíi. Einnig handhreinsun e f óskað er. HÚSGAGNAHREINSANIR. GLUGGAHREINSANIR: Tök- um að okkur að hreinsa glugga að utan og innan. Náum 6 hæðum frá jörðu án tilstands, sama gjald. Einnig viljum við minna fyrirtæki, stofnanir, húsfólög og ibúðasamtök á að við tökum að okkur dagleg þrif og ræstingar. Eólagasamtök athugið, ef ykkur vantar þrif eftir veizluhöld eða þess háttar um helgar, þá er bara að hafa samband. Náum vatni úr tepp- um og gótfi eftir flóð, FROOUHREINSUM -SÓTTHREINSUM UM — Fiskiskip — fiskvinnslustöðvar — sláturhús — bakari — ölgerðir _ mjólkurbú. Háþrýstiþvottur á teppum. MIÐNESHREPPUR - SANDGERÐI Hreppsnefnd Miöneshrepps vill ráöa starfsmann, karl eöa konu til að rita fundargerðir hrepps- nefndar. Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum fyrir 6. júlí nk. Sveitarstjóri Miðneshrepps, Tjarnargötu 4, Sandgerði. WMASaMMm óskar ad ráda umboðsmann í Búðardal. Uppl. gefur Edda Tryggva- dóttir í síma 93-4167.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.