Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULl 1982.
SUMIR VERSLA DÝRT-
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Tómatar Agúrkur Paprika
29,s
29«
'ÍA.oo
^JXJpr.kg.
NÝR LAX Ný egg AáZ
DAGLEGA ^^
.00
pr.kg.
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2
Höfum opnad nýtt og fullkomid verk-
stœði, bjóðum:
BLETTUN
ALMÁLNINGU
LAKKBÖKUN
VÖNDUÐ VINNA UNNIN
AF FAGMÖNNUM:
Bílasprautun
Hallgríms Jónssonar
Drangahrauni 2. Sími 54940
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur í júlímánuði
1982.
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriöjudagur
Miövikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
1. júlí R-41001 til R-41200
2. júlí R-41201 til R-41400
5. júlí R-41401 til R-41600
6. júlí R-41601 til R-41800
7. júlí R-41801 til R-42000
8. júlí R-42001 til R-42200
R-42201 til R-42400
9. júlí
Bifreiðaeigendum ber aö koma meö bifreiðar
sínar til Bifreiöaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og
veröur skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl.
08.00 til 16.00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi
skulu fylgja bifreiöum til skoðunar.
Við skoöun skulu ökumenn bifreiðanna leggja
fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir
því aö bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging
fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer
skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald-
mælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á
hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mannflutn-
inga, allt aö 8 farþegum, skal vera sérstakt merki
með bókstafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð-
unar á auglýstum tima verður hann látinn sæta
sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin
tekin úr umferð og hvar sem til hennar næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
I skráningarskírteini skal vera áritun um það
að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31.
júlí 1981.
Athygli skal vakin á því að vegna sumarleyfa
verður engin aðalskoðun auglýst frá 12. júlí til 6.
ágúst.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
25. júní 1982.
Neytendur Neytendur Neytendur
Ragnheiður Bogadóttir húsmóðir með börnin sín tvö, Sigrúnu og Ivar Bjarka.
Verdlaunahafi apríl-
mánaðar heimsóttur
austur á Selfoss
„Það er ljómandi gott að búa hér
og ég vil ekki hreyfa mig héðan,”
segir Ragnheiður Bogadóttir
húsmóðir á Selfossi. Við erum stödd
að heimili hennar og eiginmannsins
Magnúsar Kolbeinssonar lögreglu-
þjóns að Laufhaga 3. Það er einn af
þessum dögum, þegar sólin skín í
heiði og maður tautar fyrir munni
sér á ferð um þjóðveginn að hvergi
sé nú fallegra um aö litast. Urð og
grjót, sandar og melar sem sólar-
geislarnir leika við, verða svo undar-
lega lifandi í blóma sólarljóssins.
Ragnheiður og Magnús búa í hlýlegu
hverfi á Selfossi ásamt börnum sín-
um tveimur, Sigrúnu sjö ára og Ivari
Bjarka tveggja ára gömlum. Það er
friðsæld og kyrrð yfir íbúum og
húsum og vel skiljanlegt að
Ragnheiður vilji sig ekki hreyfa.
Tilgangur heimsóknarinnar að
Laufhaga var að afhenda verölaun
aprílmánaðar i heimilisbókhaldi DV
og forvitnast um hagi verðlauna-
hafa.
„Ég hef haldið heimilisbókhald í
mörg ár, fylgzt með ykkar bókhaldi
frá byrjun og alltaf sent inn
upplýsingaseðla mánaðarlega,”
segir Ragnheiður. Erindi blaða-
manna eru venjulega fólgin í því aö
spyrja spuminga en nú megum við
vart mæla því gómsætar kökur
Ragnheiðar fylla munna og okkur
vefst tunga um tönn. Við komumst
þó á snoðir um að Ragnheiöur telur
sig vera lukkunnar pamfíl, þetta er í
annað sinn sem hún fær verðlaun í
heimilisbókhaldinu. I september
1980 var hún verölaunahafi og notaöi
þá peningana til að festa kaup á
saumavél. I fyrra brá hún sér á
skemmtun hjá Sumargleöinni og hélt
þaöan með bingóvinning í vasanum.
Nú eru það tvö þúsund krónumar,
DV verðlaun aprílmánaðar sem hún
fær í hendur.
Það hefur orðið að samkomulagi
aö þessu sinni að Ragnheiður velji
einhvern hlut sjálf fyrir verðlauna-
peningana.
Kaf fitíminn er liðinn og viö höldum
í verzlunarleiðangur á Selfossi.
Ragnheiður leiðir okkur að verzlun
við Eyrarveg 15, þar innan búðar
em húsgögn í úrvali og kaupmaður-
inn Sigurbjöm Einarsson tekur vel á
móti okkur.
I einu horni verzlunarinnar er
forkunnarfallegur skápur sem
greinilegt er að Ragnheiður hefur
augastað á. Eftir örskamma stund
hafa kaupin verið gerð, við afhend-
um kaupmanni stóran hvítan seðil
sem staðfestingu á úttekt fyrir tvö
þúsund krónum. Danski skápurinn
kostar reyndar meira en okkar seöill
hljóðaði upp á en um afganginn sér
Ragnheiður.
Þá er erindi okkar lokið á Selfossi
aö sinni, og við höldum í vesturátt
meðsólinni.
-ÞG
Sigurbjöm Einarsson, kaupmaður í verzluninnl Kjörhúsgögn, verðlaunahafinn við danska eikarskápinn sem varð
fyrir valinu.
DV-myndir: Bj.Bj.