Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Tekst að komast hjá úrslitaorrustu í Beirút?: ísraelsmenn veita Habib aukinn tíma —til að telja PLO-menn á að verða á brott f rá Beirút Málamiðluní ríkisstjórn V-Þýzkalands Málamiölun tókst ó milli stjóramálaflokkanna tveggja í ríkisstjóm V-Þýzkalands í gær um gerð f járlagafrumvarps fyrir næsta ár. Frjálslyndir höfðu hót- að því að rifta stjóraarsamstarf- inu við Jafnaöarmannaflokk Helmut Schmidts kanslara ef flokkarair næðu ekki samkomu- lagi um f járlagafrumvarpiö. írska stjórnin aðfalla Charles Haughey, forsætisráð- herra trlands, tapaði í gær kosn- ingum i irska þinginu um lokun á verksmiðju þar sem 600 manns starfa. Stjórnarandstaöan mun í dag leggja fram formlegt van- traust á ríkisstjómina og er útlit fyrir að þriðju þingkosningarnar þar i Iandi á einu ári séu á næsta leiti. Israelsstjórn skýröi í gær frá því að hún hefði veitt Philip Habib, sérlegum sendimanni Bandaríkjastjómar í Miðausturlöndum, aukinn tíma til að telja Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, á að láta af hendi hin þyngri vopn sín og verða á brott friðsamlega. „Ríkisstjórnin telur enn að mögu- leiki sé á aö fá skæruliðana friösam- lega á brott og hefur veitt Bandaríkja- mönnum aukinn tima til að koma því í kring,” sagði talsmaður ríkisstjómar- innar. Jafnframt varaði hann skæru- liða við að tíminn væri senn á þrotum. Reagan Bandaríkjaforseti sagði á fundi með fréttamönnum í gær að Bandaríkjamenn stefndu að því að allt útlent herlið yrði á brott f rá Líbanon og að endi yrði bundinn á starfsemi hryðjuverkamanna þaöan gegn Israel. Hann neitaöi því að ráðamenn í Washington hefðu vitaö um innrás Israels áöur en hún var gerð eða sam- þykkt hana fyrirfram. Hann lét í ljós samúð með markmiöi Israelsmanna með árásinni en ítrekaði að nú vildu Bandarikjamenn að endi yrði bundinn á blóöbaðið. Jafnframt sagði Reagan að afsögn Alexanders Haigs úr embætti utanríkisráðherra myndi ekki hafa í för með sér að breyt- ing yrði á utanríkisstefnu Bandarikjanna. PLO-menn pyntaðir af ísraelsmönnum? „Við sáum hvemig ísraelskir her- menn slógu fanga, sem voru með hendur bundnar fyrir aftan bak, í andlitið og spörkuðu einnig framan i þá, í maga þeirra og klof. Á einum og hálfum sólarhring, sem okkur var haldið föngnum meö þeim, dóu um tíu fangar af völdum þorsta, hungurs og hita.” Þannig segist norska uppeldis- fræðingnum öjvind Möller frá. Hann er einn þeirra norsku hjúkrunar- Israelskir hermenn með palestínska fanga. Undanfarið hafa ásakanir á hendur ísraelsmönnum fyrir illa meðferð á palestínskum föngum orðið sifellt háværari. manna, sem um hríð var fangi ísraelskra hermanna í Líbanon en nú eru komnir heim til Noregs. Hann var handtekinn ásamt lækninum Steinar Berge þegar ísraelski herinn réðst inn í Sídon í Suður-Líbanon. Þeir tveir störfuðu í liöi hjúkrunarmanna, sem sent var til Líbanon af norsku samtökunum Pal- estínufylkingunni. Enginn vissi hvað orðiö hafði um þá. Það var ekki fyrr en vika var liöin frá því að þeirra var saknað að norska utanríkisráðuneytið fékk staðfestingu frá Israel um að þeir hefðu verið hand- teknir og yfirheyrðir. Þeir hafa sjálfir ekki fengið neina skýringu á því hverrs vegna þeir voru handteknir. Skýringin kann að vera fólgin í því aö nærri sjúkrahúsinu sem þeir störfuðu við fundu Israelsmenn mikið vopnabúr PLO-skæruliða. öjvind Möller segir að oft hafi margir hermenn ráðizt á sama fangann. „Til dæmis réðust þeir á mann á sextugsaldri, er hafði sparkaö í einn hermannanna, líklega vegna þess að hann var fullur örvæntingar sökum þorsta. Fimm eöa sex hermenn spörkuðu í hann og slógu þar til hann lá meðvitundarlaus. Síðan voru hendur hans bundnar aftur fyrir bak og honum ýtt út í sólina þar sem hann varlátinn liggja. Meöal fanganna voru bæöi palestínskir hermenn og óbreyttir borgarar. Allir fengu jafnslæma meðferð nema við sem fengum aðeins smápústra.” öjvind Möller og Steinar Berge voru afhentir norska sendiráöinu í Israel eftir mikinn þrýsting frá norska utan- ríkisráðuneytinu. FlugrániðfBangkok: Kona ræningjans bjargar gíslum Frelsun 120 gísla um borð í ítalskri Boeing 747 farþegaþotu á flugvellin- um í Bangkok virtist trygg í morgun þegar eiginkona flugræningjans hafði komíð með fjögurra ára gamlan son þeirra um borð í vélina að kröfu ræn- fngjans. Farþegarair höfðu þá verið í gíslingu flugræningjans í meira en sólarhring. Heimildir meðal öryggisvarða á fiugvellinum sögðu aö Sepala Enana- yaka, 33 ára gamaU Sri-Lankabúi, hefði þá fallizt á að fjarlægja sprengju þá sem hann sagðist hafa limt við brjóst sér og leggja hana á sæti í vélinni. Opinber staðfesting hafði ekki fengizt á þessu. Deilur Enanayaka við konu sína um umráðarétt yfir syni þeirra leiddu til þess að hann rændi flugvélinni. Sendimaður Menachems Begins: „Staðhæfingarnar ekki trúverðugar” „Staðhæfingar um aö ísraelskir hermenn hafi pyntaö palestinska fanga eru ekki trúverðugar. Báðir Norðmennirnir sem halda því fram, eru sjálfir stuðningsmenn,” segir Josef Rom, sem ísraelska ríkisstjómin hefur sent til Noröurlanda til að kynna sjónarmiö Israels í Líbanon- styrjöldinni. Rom á sæti á ísraelska þinginu Knesset og er flokksbróðir Begins for- sætisráðherra í Likudbandalaginu. Rom segir aö Israelsmenn hafi tekið nokkur þúsunda PLO-skæruliða til fanga. Hann kveöst ekki geta gefið á- kveðið svar um hvað verði um þessa fanga og segir að aðstaðan sé erfið. Hann heldur því fram að frásagnirnar af eyðileggingunni í Suður-Líbanon séu mjög ýktar. „Einu staðimir sem hafa orðið fyrir eyðileggingu em Týros og Saida,” segir hann. „Inni í þessum bæjum mættum við mótspyrnu. Stærstu hlutar þeirra hafa þó ekki orðið fyrir eyðileggingu,” segir Rom. Staðhæfing hans stangast á við fullyrðingarfrétta- manna er heimsótt hafa þessa staði og tala um næstum algjöra eyðilegginguþar. Rom segir lika að tölur um mannfall óbreyttra borgara séu fjarri öllum sanni. Hann segir að bara nokkrir tugir óbreyttra hafi falliö í valinn. Talsvert er hins vegar um liðið síðan Rauði krossinn áætlaði að a.m.k. tíu þúsund óbreyttir borgarar hefðu falliö og örugglega hafa einhverjir bætzt í hóp hinna föllnu eftir þaö. Sú fullyrðing Roms að íbúar þeirra borga, sem Israelsmenn hafi ráðizt inn í, hafi áður verið hvattir til að forða sér, hefur hins vegar hlotið staðfest- ingufréttamanna. „Viðhöfumgertallt sem við gátum til að vernda óbreytta borgara’ segir Josef Rom. FARPANTANIRog FARGJÖLD innanlandsflug millilandaflug FLUGLEIÐIR Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. Gott fólk hjá traustu félagi 26622 25100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.