Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FTMMTUDAGUR1. JULl 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Friðarhreyfingar kristinna manna eflast um allan heim: DANSKA KIRKJAN UTVNDAN /FRIÐARBARÁTTU KIRKNA —í Danmörku eru flestir biskuparnir sagðir „þögulir sem gröfin” þegar málef ni f riðarhreyf inganna ber á góma „Þjóðkirkjan er að verða sér á báti. I stöðugt fleiri nágrannalöndum okkar láta kirkjumar mjög aö sér kveða í mót- mælum friðarhreyfingarinnar gegn stríði og vígbúnaði. En hjá okkur eru flestir biskuparnir þögulir sem gröf- in.” Þannig segir í grein í Politiken um stöðu dönsku kirkjunnar gagnvart ustum um daginn. Biskupamir tveir vom Ole Bertelsen frá Kaupmanna- höfn og Henrik Christiansen frá Álaborg. öðrum biskupum var eins fariö og persónum dæmisögunnar sem var boðið til brúðkaupsveizlu: Allir höföu einhverjar afsakanir tiltækar fyrir því að geta ekki tekið þátt. Frumkvæðið vantaði Aðrir biskupar sögðu aö prestum væri frjálst að halda friðarguðsþjón- ustu. En þeir hvöttu ekki til þess að þær yrðu haldnar. I mörgum sóknum vildu prestar og sóknamefndir ekki eiga fmmkvæðið að guösþjónustum sem mætti líta á sem mótmæli viö ákveöna stjómmálastefnu, í þessu til- felli vígbúnaðarstefnuna. Þaö hefði hins vegar horft allt öðm vísi við ef biskupamir hefðu lagt blessun sína yfir hugmyndina og auk þess hvatt til að slíkar guðsþjónustur yrðu haldnar. I hvatningu sinni til prestanna sagði Ole Bertelsen Álaborgarbiskup meðal annars: „Spumingin um líf og friö er nú sterkari í vitund safnaöanna en nokkm sinni fyrr. I fyrsta sinn í sög- unni stöndum við nú frammi fyrir ógn- uninni af útrýmingu alls lífs á jörð- unni. Orðið friður er grandvallarhug- tak í textum Nýja testamentisins og friðurinn er sömuleiöis þýðingarmikið hugtak í helgisiöum guðsþjónustunnar. Þess vegna er þaö eðlilegt að við hvetj- um til þess að beöið sé fyrir friði í heiminum.” Bertil Wiberg biskup í Hróarskeldu staðfestir að dönsku biskuparnir hafi ekki uppi nein áform um sameiginlegt framlag til friðarhreyfingarinnar. Bertil Gartner, biskup i Gautaborg, boðaði til mjög fjölmenns mótmælafundar gegn vígbúnaði í heimaborg sinni. friðarhreyfingunni. Hér á eftir fer grein í Iauslegri endursögn meðnokkr- umviðbótum. Vildu ekki sérstakar friðarguðsþjónustur Aðeins tveir af tíu biskupum Dan- merkur vildu til dæmis hvetja presta landsins til þess að minnast alþjóðlega friðardagsins með hringingu kirkju- klukkna og sérstökum friöarguðsþjón- Einn var hræddur um að hvatning frá biskupnum gæti gefið friðar- hreyfingunni mynd af mótmælum frekar en fyrirbæn. Annar var hrædd- urumað sérstök guðsþjónusta þessar- ar tegundar gæti valdið pólitískum ágreiningi innan kirkjunnar og sá þriðji taldi nægilegt að biðja opinber- lega fyrir friðnum á þeim helgidögum sem þegar væru til staðar í kirkjunni. Þess vegna vom flestar friðarguös- þjónustumar annað hvort bundnar við Kaupmannahafnar- eða Álaborgar- stifti. . Hirðisbréf um friðinn? Margir prestar hafa sagt aö nú sé kominn tími til aö biskupamir skipi nefnd sérfræðinga, sem kynni hinum andlegu yfirvöldum sambandið á milli stríðs og friðar og hvaða hlutverki kirlq- an geti gegnt þar. Afraksturinn af starfi nefndarinnar mætti síðan nýta í hirðisbréf sem lesið yröi úr öllum predikunarstólum landsins. Biskupamir sendu út slíkt hirðisbréf meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. I það sinni var það mótmæli gegn gyðingaofsóknum. Blind tryggð við ríkisvaldið Þeir er gagnrýna dönsku kirkjuna fyrir sofandahátt gagnvart friðar- hreyfingunni tala meðal annars um „vitundarleysi kirkjunnar og blinda tryggð við ríkisvaldiö”. Jafnframt benda þeir á að þessu sé öðruvísi farið í kirkjum hinna Norðurlandanna. I Svíþjóð hefur erkibiskupinn Olof Sundby nýlega boðað til heimsfundar kirkna í Svíþjóð næsta vor þar sem fjalla á um friðarspurninguna. Bertil Gártner, biskup í Gautaborg, átti fmmkvæðið að hinum geysifjöl- menna mótmælafundi gegn vígbúnaði sem haldinn var í Gautaborg í maí síöastliðnum. Þar var krafizt kjamorkuvopnalausra Norðurlanda. Málefni friðarins hafa verið á dagskrá í stofnunum sænsku kirkjunnar mörg undanfarin ár. I Finnlandi sendu biskupamir frá sér þrjátíu síðna bækling í vetur þar sem söfnuðirnir voru hvattir til fmm- kvæðis í þágu friðarins. Norska kirkjan vill samstarf við friðarhreyfingar Sömuleiðis hafa norsku biskupamir sent frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa þróuninni í nýtízku kjarnorkuvopnum sem uppreisn gegn Guöi. I yfirlýsingu þeirra er sett fram nokkurs konar starfsáætlun kirkjunn- Dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur á Reynivöllum hefur kynnt sjónarmið friðarhreyfinganna hér á landi: „Allir menn bera jafna ábyrgð, hvort sem þeir em kristnir menn eða guðleysingjar. ” ar þar sem þjónar hennar era hvattir til samstarfs viö önnur samtök eða hópa sem beita sér í þágu f riðarins. Islenzka kirkjan verður ekki heldur sökuð um að hafa ekki látið málefni friðarins til sín taka. Síöastliðið haust boðaði Kirkjuritið til ráðstefnu guð- fræðinga og stjómmálamanna í Skál- holti um málefni friðarins. Jólahefti Kirkjuritsins var helgaö sama málefni og á prestastefnunni sem haldin var nú í vikunni á Hólum var friðurinn einnig á dagskrá. Aðalumræðuefniö á presta- stefnunni var Friöur á jörðu þannig að báðir hinir fornu biskupsstólar landsins hafa komizt í áþreifanlega snertingu við friðammræðuna. „Friður er ekki einkamál" Dr. Gunnar Kristjánsson, sóknar- prestur á Reynivöllum hefur verið ötulastur íslenzkra kirkjunnar þjóna i Friöarhreyfing hollenzku kirknanna efldist mjög við þetta og kirkjuráðið DCV er nú orðinn valdaaöili í þjóöfélag- inu. Fjárlög ráðsins hljóða nú upp á meira en sjö milljónir króna árlega og f jögur til fimm hundmð þúsund manns taka gjaman þátt í mótmælum sem það stendur fyrir. I Vestur-Þýzkalandi vinna kirkjum- ar einnig aö málefnum friöarins á þann hátt að ekki hefur farið framhjá stjómmálamönnum. Á kirkjufundi í Hamborg sumarið 1981 varð það ljóst að mun fleiri af fólki kirkjunnar en áð- ur var taliö var fylgjandi kröftugri baráttu fyrir afvopnun. Óttinn er einnig í A-Evrópu Ottinn viö vigbúnaðarkapphlaup stórveldanna er einnig fyrir hendi meðal kirkjunnar manna handanjám- tjalds. I Austur-Þýzkalandi hafa hópar Mikil friðarvakning hefur átt sér stað i Bandaríkjunum að undanförnu og er skemmst að minnast friðarfundarins mikla í New York á dögunum. Talið var að ein miiijón manna hafi tekið þátt í honum. friðaramræöunni. Á ráðstefnu Lífs og lands á dögunum um Mann og stjórn- mál flutti dr. Gunnar erindi er hann nefndi Friður á tækniöld og sagði þá meðal annars: „Friður er ekki einka- mál einstakra hópa manna, friöur er lífsskilyrði allra manna og þeir bera allir jafnmikla ábyrgð, hvort sem þeir eru kristnir menn eða guðleysingjar, hægri menn eða vinstri, kommúnistar eða kapitalistar, hvort sem þeir eru ungir eöa aldnir, austan tjalds eða vestan og hvort sem þeir búa í stór- borgum risaveldanna eða inn til frið- sælla dala í íslenzkum sveitum. Eng- inn getur firrt sig ábyrgö”. Ekki sízt í Hollandi hafa kirkjurnar látiö mjög til sín taka í baráttunni gegn vígbúnaði. Þegar á sjöunda áratugn- um stofnuöu sjö stærstu kirkjur lands- ins, kirkjur mótmælenda og kaþólskra þar á meðal, friðarráö, EKV. Þetta ráð hefur síöan staðið fyrir árlegri friðar- vikuílandinu. „Byrjið á Hollandi!" Árið 1977 varð nokkur breyting á friðarbaráttu hollenzku kirknanna. Fram að því höfðu kirkjumar einbeitt sér aö því að upplýsa fólk um málefni friðarins. Nú vartekið stærra skref og kirkjuráðið gerðist beinn aöili aö baráttunni undir slagoröinu: „Losið heiminn við kjarnorkuvopnin — byrjiö áHollandi.” innan kirkjunnar í mörg ár unnið aö friðarmálefnum. Haldnar hafa verið friðarguðsþjónustur og friðarmót- mælagöngur í Dresden. Nú þegar hreyfingin hefur eflzt einkum meðal ungra A-Þjóðverja hefur ríkisvaldið sýnt óánægju sína í verki og árekstrar hafa ítrekað átt sér stað milli lútersku kirkjunnarog ríkisvaldsins. Mikil vakning hefur og átt sér stað í Bandaríkjunum á liðnum mánuðum. Lúterskir, baptiskir og kaþólskir leið- togar hafa mótmælt auknum víg- búnaði Reagan-stjómarinnar og bæði prestar og söfnuðir láta mjög til sín taka í friðarhópum víðs vegar um Bandaríkin. Á sama tíma sæta leiðtogar dönsku kirkjunnar gagnrýni fyrir að láta ekki til sín taka í friðarbaráttunni. En þó leiötogar kirkjunnar virðist ekki hafa mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri baráttu sem kirkjunnar menn heyja nú víða um heim þá er ekki þar með sagt að engin barátta fyrir friði eigi sér stað í dönsku kirkjunni. Þannig hafa ýmsir hópar innan kirkjunnar boðað til mikillar ráðstefnu „Danskra kirkjudaga” í Silkiborg næsta sumar og þar verður umræöu- efnið: friður. Þá má og nefna að stú- dentasöfnuðurinn við Trinitatis kirkju í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að all- ar guðsþjónustur, fyrirlestrar og um- ræður muni í sumar fjalla um friðinn. -GAJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.