Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JOLl 1982.
MMMumMmm
——b——— fijálst, áhúð dagblað
Útgófufólag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Eínarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason.
Fréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Slðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa:
Þvorholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sföumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
'Áskríftarverð é ménuöi 120 kr. Verö i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr.
Togari með tapi
Þá er sá frægi Þórshafnartogari kominn til heimahafn-
ar. Undir blaktandi fánum og hátíðarræðum gengu þing-
menn kjördæmisins um borð og skoðuðu gripinn. Það
hafa þeir eflaust gert með velþóknun. Sjaldan hafa jafn
hatrammar deilur staðið um nokkur skipakaup, aldrei
hefur nokkur togari átt jafn mikið undir högg að sækja og
hið nýja skip þeirra Þórshafnarbúa.
En þingmennirnir höfðu sitt fram, og hér er togarinn
kominn, glæsilegt togskip með fullkomnum búnaði. Sjálf-
sagt er að óska byggðarlögunum nyrðra til hamingju með
skipið. Vonandi verður það fengsælt á miðum og atvinnu-
skapandi í landi. Fólkið á Þórshö&i og Raufarhöfn er ekki
ofhaldið í velsæld og lífskjörum þótt ekki séu hafðar uppi
hrakspár um nýtt og velbúið atvinnutæki.
Það er ekki fólksins sök þótt borðliggjandi sé að út-
gerðin mun aldrei standa undir sjálfri sér. Það er ekki
fólkinu að kenna að þorskaflinn sé ekki til skiptanna, og
það er heldur ekki við Þórshafnarbúa að sakast þótt kerf-
ið bjóði upp á þá möguleika að nýr togari sé fjármagnað-
ur með 95% lánafyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum.
Það er jafnvel ósanngjarnt að einblína svo mjög á þenn-
an eina togara, því hann er aðeins eitt af mýmörgum
dæmum um fáránleikann í fjárfestingu hérlendis. Um allt
land, á flestum sviðum, má benda á hliðstæður sem felast
í því að ráðist er í óarðbærar fjárfestingar og fram-
kvæmdir af ábyrgðarleysi og óráðsíu.
Allt á þetta sínar orsakir í óeðlilegum afskiptum stjóm-
málamanna og embættismanna, sem starfa í anda póli-
tískra hagsmuna; atkvæðaveiðum, fyrirgreiðslu í nafni
atvinnubóta.
í þeim efnum er sjaldnast spurt um markað, arðsemi,
skynsemi. Hver um sig beitir þrýstingi og aðstöðu, póli-
tísku valdi, til að knýja fram misskilda aðstoð við um-
bjóðendur sína. Gengið er í opinberasjóðisem einkaeign
og örlætið réttlætist af hrossakaupum og samtryggingu
hinnar ráðandi stéttar. Togari hér, verksmiðja þar og
upp hlaðast steinullarverksmiðjur og taptogarar, sem
skapa atvinnu í skamman tíma en botnlausan rekstrar-
halla um aldur og ævi.
Á sama tíma og álverksmiðjan er rekin með bullandi
tapi eru uppi áform í iðnaðarráöuneytinu um að íslend-
ingar kaupi verksmiðjuna. Á sama tíma og notkun stein-
ullar fer minnkandi er samþykkt að leggja fé úr ríkissjóði
til framleiðslu steinullar! Á sama tíma og þorskafli
dregst saman eru sagðir átta nýir togarar á leið til lands-
ins!
Þessi þróun er ekkert gamanmál. Menn geta ekki falið
sig á bak við þakkarávörp og kampavínsglös á hátíðleg-
um stundum. Starf þingmannsins er ekki einasta fólgið í
því að safna um sig atkvæðum í kosningum. Ábyrgðin er
meiri og merkilegri. Meiin eru ekki kosnir til áhrifa til
þess að misbeita þeim.
Stjórnleysið og pólitíska fyrirgreiðslan er hættulegasta
meinsemdin í þjóðfélaginu. Hún er að koma okkur á von-
arvöl. Nýi togarinn á Þórshöfn er keyptur fyrir opinbert
fé. Hann safnar skuldum þótt fullfermi veiðist í hverjum
túr. Hann dregur úr aflamagni annarra togara, rýrir kjör
sjómanna, eykur á allsherjarvandann. Og áður en varir
bætist hann í hóp togaraútgerðarinnar í landinu, sem
krefst hærra fiskverðs, styrkja og fyrirgreiðslu með til-
heyrandi hótunum um stöðvun og atvinnuleysi. Það er vit
í þessu eða hitt þó heldur!
ebs
Sjálfsafgreiðsla
menningarvita
I okkar verðbólgusjúka þjóðfélagi
er svo komiö að setja má jafnaðar-
merki milli orðanna stjómmál og
efnahagsmál, og það sem meira er:
Orðið efnahagsmál þýöir nánast rifr-
ildi um krónur og aura dagsins í dag,
framtíðin er eitthvaö sem kemur
fólki tæplega við. Auðvitað eru
efnahagsmál í víðtækum skilningi
einn þýðingarmesti þáttur stjórn-
mála, en ekki getur þó hjá því fariö
að fleiri mál séu þýðingarmikil. Þar
má til nefna menningarmál hvers
konar, bæði þau er lúta að almennri
menntun og sérmenntun í landinu, og
svo einnig hin er varða listir hvers
konar og annað það er til almennra
menningarmála telst.
Er til menningar-
málastefna?
Forvitnilegt væri að fá að vita
hvort til er almenn menningarmála-
stefna á Islandi, annað hvort frá
opinberum aöilum eöa stjórnmála-
flokkum. Þá á ég ekki viö orða-
gjálf urs-langlokur, eins og finna má í
samþykktum stjómmálaflokkanna í
hvert skipti er þeir halda meiri-
háttar þing, sem ekkert segja annaö
en það sem hver einasti maður getur
tekið undir, heldur markaða stefnu,
sem vísar leiðina fram á við. Slík
stefna reynist annað hvort rétt eða
röng, þegar reynsla er komin á, og
þá er unnt að breyta henni og reyna
nýja farvegi, en orðagjálfurssam-
þykktimar eru þann veg smíðaðar
aö aldrei verður hönd á því fest hvort
þær f ái staðist eða ekki.
Raunar held ég aö svarið liggi í
augum uppi. Engin menningarmála-
stefna er til í þessu landi og raunar
hefur almenningur aldrei skilið
hvert stefnt er síðan Jónas frá Hriflu
var og hét. Hann hafði ákaflega
ákveðnar skoðanir á hlutum og var
ófeiminn við að setja þær fram og
framfylgja þeim, þegar hann hafði
afl til. Ég get þessa ekki vegna þess
að ég sé sammála öllum þeim
skoðunum sem hann lét í ljósi, svo
sem viðhorfum hans til nýrra stefna í
listum, heldur til þess að benda á að
þá var til maður sem hafði völd, var
ófeiminn viö að nota þau og ekki yfir
það hafinn aö hafa ákveðnar skoðan-
ir í menningarmálum. Umræður um
skoöanir og gerðir Jónasar voru
miklar og heitar, menn sáu til skiptis
í honum allt að guölega forsjón
þjóölegrar menningar og þann vorida
sjálfan. Samhliða þessu urðu miklar
hræringar í listum hvers konar.
Menn lögðu sig alla fram um að
sanna gildi sitt og þeirrar liststefnu
er þeir fylgdu, ekki hvað síst ef ljóst
var að hún var ekki í náðinni hjá
stjórnvöldum. Á þessum árum full-
mótuðust margir okkar fremstu
listamanna, sem nú eru farnir að
týna tölunni og skilja eftir sig ófyllt
skörð.
Góðir dagar
og sterk bein
Stjórnvöld eiga ekki að hafa af-
skipti af menningu og listum er sagt,
og vissulega er það aö mörgu leyti
rétt. Mikil ríkisafskipti af þeim hafa
leitt til stöönunar og úrkynjunar, það
sýna okkur mörg dæmi utan úr hin-
um stóra heimi. Ég á heldur ekki við
þaö aö stjórnvöld eigi að fara að
segja til um það hvað sé list og hvaö
ekki. En mér er nær að halda aö hið
algera stefnuleysi opinberra vald-
hafa í menningarmálum svo áratug-
um skiptir hafi ekki haft örvandi
áhrif á listsköpun í landinu. I staö
ríkisafskipta — óhóflegra á stundum
— virðist hvers kyns klíkuskapur
ráða ferðinni í mörgum listgreinum,
þar sem bæði kunningsskapur og
flokkspólitík virðast á stundum
meira virði en gæðin. I staö baráttu
við ríkisvald og þá einkum fjárveit-
ingarvald er komin einhvers konar
s jálfsafgreiðsla þar sem sömu þættir
virðast gildastir til frama. Eru nýleg
dæmi um rithöfunda þar ljósastur
vottur.
Sem betur fer þá gerum við yfir-
leitt betur við listamenn okkar en
fyrrum og sú trú er líklega loksins að
verða útdauð að menn þurfi að svelta
til þess að geta skapað listaverk. En
máltækið sem segir að það þurfi
sterk bein til þess að þola góða daga
á líklega að nokkru við þama eins og
víöar. Það er eðlilegt að menn velti
því fyrir sér hvort hinir fjölmörgu
starfsstyrkir, starfslaun og hvað það
nú heitir allt saman, sem listamenn
njóta hafi í raun haft örvandi áhrif á
listsköpun. Ég get ekki að því gert að
mér finnst enginn rithöfundur hafa
komið fram hin síðari árin, sem sé
líklegur til þess að feta í sumra fót-
spor þeirra sem nú eru á efri árum.
Ég veit að þetta er sleggjudómur
sem byggist aöeins á persónulegu
virðhorfi, en mér hefur hreinlega oft
orðið óglatt við að lesa hástemmt lof
eins blekbullarans um annan kh'ku-
bróöur, sem aðeins sárafá
menningarsnobb endast til að lesa,
af skyldurækninni einni saman. Ég
er ekki með þessu að amast við því
að menn geri tilraunir til þess að
skrifa bækur, fjarri því, en að þeir
geti komist í hálaunaflokk fyrir það
eitt að vera í réttri klíku, án þess að
nokkur nenni að lesa verk þeirra, er
of mikiö af því góða.
Svipað gæti ég persónulega sagt
um flestar hinna svokölluðu skap-
andi listgreina. Ég segi svokölluðu,
því aö auðvitað er öll góð list skap-
andi, en ég held mig hér við gamal-
gróna skilgreiningu. Ég verð ekki
var við það að góðu dagarnir hafi
leitt neina fjörfola fram á skeiðvöll-
inn. Þvert á móti virðist listsköpun
almennt vera að færast meira og
meira í það form að listamenn fram-
leiði hver fýrir annan, almenningi
kemur máliö ekki við, honum er sagt
að þetta sé harla gott og ef hann
tekur því ekki þegjandi, þá er hann
bara vitlaus.
Hvernig stefna þá?
Hvemig á þá stefna hins opinbera í
menningarmálum að vera? Ég játa
vanmátt minn við að svara þeirri
spumingu. En hún á að vera til. Ég
held að það sé betra aö hún sé slæm
en engin. Það má rífast um slæma
stefnu, það má breyta henni, en um
stefnuleysi er erfitt að deila, þess
HLUTVERKUM
SNÚIÐ VIÐ
Of mikil ríkisumsvif
Staða og hlutverk ríkisins er
gamaltágreiningsefnií stjórnmálum.
Flestir munu þó sammála um að
oddvitar þess eigi að setja
þjóðfélagsþegnunum þær almennu
reglur, sem við köllum lög, skera úr
þrætum manna og framfylgja lögum
að öðru leyti. Aörir vilja ganga
lengra og fela því æ fleiri verkefni,
unz það birtist þjóðfélagsþegnunum í
allra kvikinda líki: sem löggjafi,
dómari, framkvæmdavaldshafi,
uppalandi, leiöbeinandi, atvinnuveit-
andi, framfærandi o. fl. o. fl., unz
enginn veit hvað þetta ríki eiginlega
er. Og alltaf þenst þetta
óskilgreinanlega fyrirbæri út, svo að
ekki er um annaö meira talaö. Sam-
vinnuhreyfingin notaði aldarafmæli
Sigurður Líndal
sitt tilaðlýsaáhyggjumútafsívax-
andi umsvifum ríkisins í atvinnulífi
ogákvaðaðsnúasttil vamar.
Ónóg umsvrf rikisins
En í allri þessari umræöu um ríkið
minnist ég þess vart að hafa heyrt
neinn láta í ljós að umsvif þess kunni
að vera of lítil og athafnasemi odd-
vita þess minni en skyldi. Enginn
virðist hafa áhyggjur af því að svo
kunni að vera, enda liggja dæmi um
það ekki jafnvel í augum uppi og hin.
I lögum nr. 55/1980 er þetta
meinleysislega ákvæði (en það
komst raunar í lög 1974):
„Laun og önnur starfskjör, sem
aðildarsamtök vinnumarkaðarins