Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Qupperneq 37
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JÚLl 1982. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið PA TREKSHREPPUR 75ÁRA Sprett úrspori i viöa vangshlaupinu. Patrekshreppur hélt upp á af- mælið sitt 17. júní sl. og hófust hátíðarhöldin með víðavangs- hlaupi snemma um morguninn. Síðan var farið í skrúögöngu að „Ráðhúsinu” en það er skrif- stofuhús hreppsins kallaö í dag- legu tali. Hátíðarræðu hélt svo oddvitinn, Hjörleifur Guð- mundsson, og fjallkonan fór meö ljóð. Að loknum kaffiveit- ingum hófst bamaskemmtun, leikið var úr leikritunum Karíus og Baktus og Kardemommu- bænum. Um kvöldið var síðan söngskemmtun á vegum kirkju- kórsins og má segja aö hún hafi verið alþjóöleg, þar sem sungið var á ýmsum tungumálum t.d. grísku, hebresku, japönsku, maorísku, sænsku, dönsku, ensku og að sjálfsögðu íslenzku. I tilefni afmælis hreppsins var efnt til keppni' um merki fyrir staðinn. Bárust nokkrar tillögur frá þrem aðilum. Hlutskarpast var merki eftir unga stúlku, Dýrleifu Guðjónsdóttur, en það er kross heilags Patreks í ankeri. Það var að Hnjóti í Örlygshöfn 15. júní 1907 að Patrekshreppur var stofnaður. Afkoma fólks ix Patrekshreppi byggist öll á sjón- um. Nú virðist vera hér lægð því fólki fækkar. Vonandi verður það ekki lengi því aö það hafa alltaf verið dugmiklir og bjart- sýnir einstaklingar til á Patreks- firði. Elín Oddsdóttir/EG fíósa Bachmann flyturljóð Fjallkonunnar. Hvar er húfan min? Hvar er hettan min? Hvar er. ... ? Syngja þeir Jesper, Kasper og Jónatan i Kardemommubænum. Leikendur eru úr ieikféiagi staðarins. Alþjóðleg söngskemmtun kirkjukórsins. En þess má geta að stjórnandinn er sænsk kona, Kay að nafni, og er maðurinn hennar þorpslæknirinn Chris Anderson. Hafa þau htásið hressum andvara í menningariif Patreksfirðinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.