Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982. 5 AUKIN LÁNAKJÖR Á Heyskapur er víða vel á veg kominn en er nokkuð misjafn eftir héruðum. Myndin var TÖSKUOG HANZKABUÐIN HF SKOUWÖRÐUSTIG 7. S.15814 REYKJAVIK. Verkefnaskortur hjá skipafélögunum — „Á von á að ástandið fari versnandi,” segir Guðmundur Ásgeirsson, forstjóri Nesskips Mikill verkefnaskortur er nú hjá skipafélögum hér á landi og er á- standið verst hjá þeim félögum sem hafa stóran hluta starfsemi sinnar á erlendum markaði. Guðmundur Ásgeirsson, forstjóri Nesskips, sagði í samtali við DV að ástandið hefði verið mjög slæmt á erlendum markaði frá því síðastliðið haust og á þeim markaði væri nú al- ger dauði. Væru grísk skipafélög nú búin að leggja um 6—700 skipum og mætti búast við að ástandið færi versnandi þaö sem eftir er af árinu. Guömundur sagði að þetta væri afar slæmt fyrir fyrirtækið þar sem það hefði um helming verkefna sinna á erlendum markaði og að auki hefðu flutningar að og frá landinu verið að detta niður á síðustu 6 vikum. Nesskip gera nú út 5 skip og af þeim eru 2 verkefnalaus. Taldi Guömundur helztu ástæðuna vera litla loðnuveiði og samdrátt í inn- QutningL Hjá Skipafélagnu Víkur var sömu sögu að segja. Nýjasta skip félagsins, Keflavík, hefur legið verk- efnalaust í 18 daga. Bjarnar Kristjánsson skrífstofumaður hjá félaginu sagði að ástæöan fyrir verkefnaskortinum væri til komin vegna erfiðleika á saltfisk- markaðnum í Portúgal. „Þeir vilja ekki meiri fisk fyrr en gæðin eru komin í lag,” sagði Guðmundur og bætti við að tekið hefði 2 vikur að losa síðasta saltfiskfarm sem félagiö fór með sem ekki var meira en 1500 tonn. Valtýr Hákonarson, deildarstjórí flutningadeildar Eimskipafélagsins, sagði að engin skip félagsins hefðu þurft að liggja lengi vegna verkefna- skorts en mörg þeirra hefðu verið í hlutaverkefnum og með smáfarma. Hann sagði að samdrátturinn stafaði af þvi að útflutningur heföi minnkaö geysilega mikiö miðað við fyrri ár. I landinu söfnuöust fyrir birgöir af frystum fiski, saltfiski, fiskimjöli, áli og jámblendi, sem væru stærstu liðir í verkefnum skipafélaganna og væri það meginástæöan fyrir verkefna- skortinum. -ÖEF. LAUSSTAÐA Kennara vantar að Gmnnskóla Borgarfjarðar, Borgarfirði-eystra, almennar kennslugreinar. Upplýsingar hjá fræðsluskrifstofu Austurlands Reyðarfirði í síma 97-4211 eða í síma 97-2925 (Baldur) eftirkl. 19. Skólanefnd. tekin á Kotströnd í Olfusiþar sem heyi var snúið upp á yamla móðinn. DV-mynd: Eiríkur Jónsson. Tuttugu og níu þjóðkunnir menn: ítreka andstöðu við byggingu Seðlabankans Tuttugu og níu þjóðkunnir menn hafa skrífað borgarstjóra Reykjavíkur bréf. I því er byggingarframkvæmd- um Seðlabankans á Arnarhóli mót- mælt. I bréfinu er minnt á mótmæla- fundinn gegn Seðlabankabyggingunni er haldinn var á Arnarhóli í september 1973 og mótmælalista með nöfnum 6190 manna, sem afhentur var borgarstjóra að vorlagi 1974. Texti mótmælalistans var svohljóðandi: Undirskrifendur lýsa algerri andstöðu við byggingu Seðlabankans norðan í Arnarhóli og hverja aðra mannvirkjagerð sem skerðir hólinn og spillir útsýni þaðan meiren orðiðer.” I bréfinu til Davíðs Oddssonar borgarstjóra segirmeðal annars: ,,Við skrífum þetta bréf vegna þess við telj- um það skyldu okkar við þá mörgu Reykvíkinga sem á sinum tima sendi borgarstjóra (sem þá var Birgir Isleif- ur Gunnarsson) mótmæli sín. Þótt nú sé kominn annar borgarstjóri og borgarfulltrúar séu heldur ekki allir hinir sömu og áður, hlýtur siðferðileg ábyrgð núverandi borgarstjóra og borgarstjórnar á samþykktum fyrri manna að vera í f ullu gildL ” I bréfinu segir enn fremur: ,,Nú er alveg ljóst orðið að borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki tekið til greina mótmæli borgaranna, nema að litlu leyti. Ný teikning hefur verið gerð af bankabyggingunni og hún flutt á lóð nokkru neðar en í fyrstu var ætlað. Vissulega höfðu þau ljótu skemmdar- verk, sem unnin höfðu verið á sjálfum Amarhóli, valdið miklu um það hve Reykvíkingar brugðu sk jótt við til mót- mæla en hinu aðalatriði mótmælanna, eyðileggingu útsýnis af Hólnum og úr miðborg Reykjavíkur, fylgdi einnig mikil alvara. Þegar litið er á hina nýju teikningu Seðlabanka á lóð frystihúss- ins, er ljóst að þessi þáttur mótmæla Reykvíkinga hefur því sem næst verið að engu hafður. Lægju einhver knýj- andi rök til þess að leyfa byggingu Seðlabanka á þessari lóð væri öðru máli að gegna. En ómögulegt er aö koma augaá hin minnstu rökfyrir þvi. Seðlabankinn getur byggt hús hvar semer. Ef einhver kynni að segja að undir- búningur að hinni nýju byggingusé svo langt kominn aö ekki verði aftur snúið er því til að svara að grunnur nýja hússins mun koma að góðum notum sem bflageymsla fyrir borgina til við- bótar við þá sem fyrirhuguð er í gömlu gryfjunni.” Þeir sem skrifa undir bréfið til borgarstjóra eru: Þorsteinn ö. Sthepensen, Franzisca Gunnarsdóttir sem skrifar undir aö afa sínum, Gunn- ari Gunnarssyni skáldi látnum, Hall- dór Laxness, Tómas Guömundsson, Þorkell Sigurbjömsson, Arni Berg- mann, Svava Jakobsdóttir, Helgi Hálfdánarson, Þóra Kristjánsdóttir, Stefán Baldursson, Sveinn Einarsson, Sigurður A. Magnússon, Thor Vil- hjálmsson, Olafur Jóhann Sigurðsson, Gísli Alfreðsson, Vilmundur Gylfason, Einar Magnússon, Þorvaldur Skúla- son, Guðmunda Andrésdóttir, Bjami Einarsson, Þórarinn Eldjám, Leifur Þórarinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristján Karlsson, Jón Þórarinsson, Sigurjón Olafsson, Helga Hauksdóttir og Þór- hallurSigurðsson. -SKJ. Nú geta allir eignast WARTBURG - Stóra bílinn á lága verðinu, með sérstökum lánakjörum. STÓR - HÁR - STERKUR Þeir sem kaupa einu sinni kaupa hann aftur og aftur. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauðagerði, sftni 33560 ♦ ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.