Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 33
DV. MIÐVIKUDAGUR18. AGUST1982.
33
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
r
Islenskir eigendur að „7 smá h jem” í Kaupmannahöf n:
„DRAUMUR AÐ RÆTASP’
„Það er takmark hjá mér að neita
engu, sem ég er beöinn um,” sagði
Baldur Heiödai nýlega og það er erfitt
að rengja hann. Sem einn af þrem
íslenzkum eigendum veitingahússins
„7 smá hjem” í Kaupmannahöfn hefur
hann verið mörgum Islendingum i
Danmörku sem eins konar ferðaskrif-
stofa eða allsherjar „reddari”. Hann
hefur til dæmis á stuttum tima sínum í
Höfn pantað 15 bilaleigubila handa
ráðalausum löndum sínum.
En ástæðan fyrir veru hans í höfuð-
staö Danmerkur er sú að hann er ný-
búinn að kaupa ásamt Margréti
Kjartansdóttur og Dönu Jóhannsdótt-
ur veitingastaðinn sem einu sinni var
einn sá þekktasti í Evróþu, 7 smá
hjem”.
Eg vissi fyrst að staðurinn væri til
sölu „mánuði áður en ég keypti hann,”
sagði Baldur á skrifstofunni sinni í
Kaupmannahöfn nýlega.
Baldur Heiðdal, stjómandi veitingahússins, í vínkjallaranum.
Á bak við hann er Dana Jóhannsdóttir á barnum og Gunnar Tryggvason á pianóinu.
„Það var lítill tími til að hugsa — ég
haföi ekki nema einn dag. Eg varð að
hafa þaö í fingurgómunum hvort stað-
urinn gengi eða ekki. Og ég hef aldrei
veriðlengiað taka ákvarðanir.
Baldur hefur 15 manns i vinnu og
segir staðinn þurfa mikla stjórnun. Og
enn er hann að bæta við. En ætlar
Baldur að reyna að endurvekja þann
ljóma sem áður stóð af veitingahús-
inu?
„Stefnan er alveg hiklaust í það.
Stefnan er alveg beint upp. ”
Síðan Islendingamir eignuðust stað-
inn hefur verið komiö upp nýrri lýs-
ingu í salina, blómaskreytingar hafa
verið bættar og auknar og lifandi
músik er á báöum hæðum. Næsta
desember er fyrirhugað að Haukur
Morthens komi og skemmti.
„Það liður ekki sá dagur sem fólk
segir ekki hve það er ánægt með aö
þessi staður sé kominn í gang aftur.
Hann á alveg æöislega stóran kúnna-
hóp,” sagði Baldur.
Nú er ætlunin hjá honum aö skipta
um matseöil og koma meö eitthvað af
íslenzkum réttum. Og ekki vonar hann
að Islendingum þyki þaö lakara aö
koma á fínan veitingastað þar sem
vinna sjö Islendingar.
Ef, til dæmis, komið er á barinn niðri
í vínkjallaranum, er ekkert liklegra en
að heyra ísienzka slagara úr píanóinu
hans Gunnars Tryggvasonar, sem einu
sinni lék í Sjailanum á Akureyri.
Og íslenzkur þjónn er að byrja hjá
honum í þessum mánuði, en það er Sig-
þór Sigurjónsson sem er búinn að
vinna hátt á annan áratug á grillinu á
Hótel Sögu.
„Eg hef ekki hugsað mér að fyrsta
árið skili hagnaði,” sagði Baldur. „Það
er allt notað til að byggja upp staðinn
og fá hann til aö snúast aftur. En það
DV-mynd: Þó.G.
er ekkert vafamál aö möguleikarnir
erufyrir hendifyrir góðulifibrauöi.”
En þaö kostar vinnu aö rífa fýrirtæki
upp. Baldur hefur skrifað vinnutímana
sína i litla bók sem hann hefur á skrif-
borði sinu. Þar má sjá að fyrstu 20
dagana vann hann í um 15 tima á dag
— hvem einasta dag. Siöan var
„rólegt” hjá honum í um viku og hann
vann aðeins 10 til 12 tima á dag. Nú er
hann hins vegar aftur kominn upp í 15
tímana.
Baldur er lærður framreiðslumaður.
,Jljá mér er draumur að rætast,”
segir hann. Mig hefur raunverulega
dreymt um þetta síðan ég var tvítug-
Það eru mest útlendingar sem borða í hinum sjö veitingasölum „7 smá hjem.”
Ld/a sigraði
i Atlavík
Á Atlavíkurhátíöinni um síöustu
verzlunarmannahelgi var efnt til
hljómsveitakeppni um titilinn
„Hljómsveitin ’82”. Var það
hljómsveitin Lóla frá Seyðisfirði sem
sigraðiíkeppninni.
Alls tóku 13 hljómsveitir þátt, víðs-
vegar að af landinu. Hátiöargestir
greiddu atkvæði eftir að hver
hljómsveit hafði leikið þrjú lög. I efstu
sætum urðu Lóla, Aþena frá Egils-
stöðum og Kvöldverður á Nesi frá Nes-
kaupstað. Þessar hljómsveitir tóku
siðan þátt í úrslitakeppni. Þar vaidi
sjö manna dómnefnd beztu hljóm-
sveitina, með tilliti til atkvæðagreiðslu
gestanna, lagavals og fiutnings.
Hljómsveitin Lóla fékk þar langflest
atkvæöi. Var henni afhent viður-
kenningarskjal og verðlaun. Auk þess
fengu meðlimir Lólu boð til Reykja-
víkur, þar sem tekin verður upp
hljómplata með hljómsveitinni í
þessummánuði.
Aðstandendur Atlavíkurhá-
tíöarinnar stefna að því að hafa slika
hljómsveitakeppni sem fastan lið á há-
tiðunum í framtíðinni. Vonast þeir til
að þaö marki upphaf nýrrar gullaldar
isienzkra hljómsveita, sem hafa átt
undir högg að sækja frá þvi aö
diskótek útrýmdu hljómsveitum frá
flestum danshúsum landsins. Þeir
telja hinn mikla fjölda hljómsveita,
sem skráði sig til þátttöku i Atlavik,
sýna grósku í tónlistarlífi um allt land.
Síðasta hljómsveitakeppni af þessu
tagi var haldin f yr ir nær hálfum öðrum
áratug í Húsafellsskógi. Var það einnig
umverzlunarmannahelgi. -GSG.
HRESSIR PILTAR í REIÐHJÓLAKEPPNI
Fyrir skömmu hélt Bindindisfélag
ökumanna hjólreiðakeppni. Fór hún
fram í sandgryfjunum í Setbergslandi
við Hafnarfjörð. Átta hressir piltar
mættu til leiks og reyndu hæfni sína.
Var hér um að ræða nokkurs konar tor-
færucross-keppni, en reglurnar voru
þó mun strangari. Ekki máttu þeir
stíga niður fæti eða snerta aðra
keppendur sem í brautinni voru.
Eftir harða keppni voru úrslitin þau
að Sigþór Ámason sigraði. I 2. sæti
var Reynir B. Júliusson. og bronsið
f ékk Magnús Sveinsson.
Fyrirhugaðar eru fleiri svipaðar
keppnir í sumar. Síðan verður haldin
úrshtakeppni að þeim loknum. Umsjón
og skipulagning keppninnar er í
höndum reiðhjólaklúbbs innan Bind-
indisfélags ökumanna. -GSG.
Hér eru verðlaunahafarnir i reiðhjóla-
keppninni. Talið frá vinstri: Magnús
Sveinsson, Sigþór Árnason og Reynir
B. Júliusson.