Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Pakistan: ZIA STEFNIR AÐ ÍSLÖMSKU LÝÐVELDI Zia-Ul Haq, einreölsherra í Pakist- an. Stefnlr leynt og ljóst að ísiömsku lýðveldi. Zia-Ul Haq einræðisherra í Pakist- an hefur lofað að innan árs muni veröa kynntar hugmyndir um stjórn- arhætti í Pakistan. Hann gaf ekki í skyn aö hann myndi hverfa frá völd- um í bráð. Zia hélt ræðu á þjóöhátíöardag Pakistans. Bjuggust sumir við því að hann myndi tilkynna hvenær borgaraleg ríkisstjórn myndi taka við af herstjórninni sem fer með völd. Zia sagði í ræðunni að stjórn hans hefði hleypt af stokkunum „ýmsum íslömskum umbótum” í pakistönsku þjóðfélagi síðan stjómin komst til valda í hallarbyltingu fyrir fimm ár- um. Hann sagði að enn væri mikið ógert í þeim efnum. „Ég mun kynna þjóðinni drög að íslömsku stjórnunarkerfi fyrir næsta sjálfstæðisafmæli hinn 14. ágúst 1983” sagði Zia í ræðu sinni. Fimm ára stjórn hersins Zia forseti komst til valda er her- inn bylti lýðræðislega kjörinni stjóm Zulifikar Ali Bhutto, forsætisráð- herra. AIi Bhutto var sem kunnugt er dæmdur til dauða fyrir aö taka þátt í samsæri um að fremja pólitískt morð. Sannanir gegn honum voru mjög veikar að margra mati. Zia hefur stungið upp á því að her- inn hafi nokkurs konar yfirumsjón í ríkisstjóm Pakistans í framtíðinni. Kosningar verði óhlutbundnar, þ.e. flokkar myndu ekki bjóða fram og skilyrði til þess aö frambjóðandi teldist hæfur væri aö hann gæti sann- að að hann væri sannur trúmaður. Hann hefur skipaö nokkrar nefndir skipaðar trúarleiðtogum til að skila tillögum um nýja tegund ríkisstjómar í Pakistan sem byggi á íslömskum reglum. öll pólitísk starfsemi hefur veriö bönnuð undanfarin þrjú ár og fjöl- margir stjórnmálaleiðtogar í land- inuemíhaldi. Zia forseti lýsti yfir í ræðu sinni að stríð skyldi hefja gegn spillingu í landinu. Hann sagði að íslamskar umbætur myndu hjálpa stjómvöld- um við aö stjóma landinu. Stjórnarandstaðan hefur í hótunum Ghulam Mustafa Jatoi, leiðtogi Alþýðuflokks Pakistans, — sem var flokkur Bhuttos — varaði Zia við því að ef kosningar yrðu ekki haldnar hið bráðasta myndi koma til átaka í landinu. Hann sagöi að f jöldinn fylkti sér á bak við stjómmálamenn og kröfu þeirra um að snúið verði aftur til lýöræðislegra stjórnarhátta. Búizt er við því aö Reagan forseti muni ræða við Zia um hvenær kosningar verði haldnar i Pakistan. Zia mun fara í opinbera heimsókn til Bandarikjanna í desember næstkom- andi. á.s. GADDAFIÁ UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA — Lýbfa malar ekki lengur gull á olíusölu Palestinumenn eru reiöir Gaddafi vegna gagnrýni hans 6 þá fyrir að sætta ykkur við skömm". Hór sjást Habbash, Arafat og Sharif, nokkrir berjast ekki til síðasta manns i Beirút. „Fremjið frekar sjálfsmorð en af leiðtogum Palestinumanna með Gaddafi, er allt lák ilyndi. Muammar Gaddafi, Lýbíu- leiötogi, hefur um nokkurt skeiö reynt að fegra ímynd sína í augum heimsins en hann hefur veriö kunnur sem stuðningsmaöur hryöjuverka. Hann hefur stigiö í vænginn við ýmis ríki Vestur-Evrópu og Arabíu. Meðal annars kallað hermenn sína til baka frá Chad og vingazt við gamlan óvin: Hassan 2. konung Marokkó. Hann ætlaöi aö nota sér fund Einingarsamtaka Afríku sér til framdráttar. En það gekk ekki. Bæði í Mið-austurlöndum og Afríku hefur Gaddafi slæmt orð á sér eftir sem áður. Og samband hans við Sovétríkin virðist vera að versna. „Gaddafi er einangraðri en nokkru sinni fyrr,” segir háttsettur evrópsk- ur diplómat í Trípóli. „Það er varla nokkur sem hann getur kallað vin.” Minnkandi tekjur af olíusölu Rætur vanda Gaddafis liggja í slæmu efnahagsástandi. Fjár- streymi til landsins vegna olíusölu minnkaði snarlega á síðasta ári og síðan hafa Lýbíumenn átt í vök að verjast. I byrjun þessa árs var fram- leiðslan um 500.000 tunnur á dag, en árið 1981 var hún 1,7 milljón tunnur á dag. Til að snúa þessu við hefur Gaddafi lækkaö verð á hráoliu og selur hana nú á 2 dollurum lægra verði en OPEC kveðuráum. Á síðasta ári fengu Lýbíumenn 12 milljaröa dollara fyrir olíusölu en reiknuðu með um 25 milljörðum dala. Líklegt er talið aö þeir fái aöeins 10 milljaröa á árinu 1982. Dregið hefur veriö úr framkvæmd- um mjög víöa vegna vandans, til dæmis er litið lagt til framkvæmda á höfninni í Tripolí. Efnahagsástandiö hefur orðiö til þess að samskipti við Sovétríkin hafa versnað. Á síðasta ári hrósaöi Brésnef Gaddafi fyrir aö vera sannur félagi í baráttunni fyrir frelsi. Skuldir við Sovétríkin Enda þótt her Lýbíu sé aðeins skipaður 55 þúsund mönnum, fá þeir hrikalegar vopnasendingar á ári hverju frá Sovétmönnum. Til dæmis búa þeir yfir 2.600 skriðdrekum og 400herþotum. Þeir kaupa hergögn frá Sovét- mönnum fyrir 3—4 milljarða banda- ríkjadala. Þeir skulda þeim um 1 milljarð. Gaddafi hefur beðið Sovét- menn um greiðslufrest og hefur stungið upp á því að Sovétmenn fái olíu í staðinn fyrir hergögn. En Sovétmönnum skortir erlendan gjaldeyri rétt eins og Lýbíumenn. „Það er greinilegt að það er viss klofningur á milli austurblokkarinn- ar og Lýbíu,” segir diplómat í Trípolí. „Gaddafi getur ekki skilið af hverju Sovétmenn eru ekki sveigjanlegri, þar sem hann hefur verið svo góður viðskiptavinur til þessa. Lýbíumenneruöskureiðir.” Diplómatar í Trípolí spá því að versni samskipti ríkjanna enn, muni Sovétmenn kalla heim 3000 ráö- gj afa sem nú starf a í Lýbíu. Samskipti við Vesturlönd Gaddafi hefur orðið enn minna ágengt í því að vingast við Vestur- Evrópu. Lönd eins og Italía og Bret- land eru til í að höndla við Lýbíu en vilja ekki nein diplómatisk sam- skipti. Ferð Gaddafis til Austurríkis fyrr á þessu ári var misheppnuð og hann frestaði ferð sem hann ætlaöi í til Grikklands í kjölfarið. Reagan-stjómin í Bandaríkjunum kvartar ekki lengur og kveinar yfir Gaddafi á hverjum degi, en samt semáður er hún erfiður óvinur. I marz-mánuði bannaöi Reagan innflutning á lýbískri hráoliu. Eitt sinn var lýbisk olía 6% af innflutn- ingi til Bandaríkjanna. Evrópskir diplómatar í Trípólí eru sannfæröir um að slikar aðgerðir séu mun árangursríkari en að gagnrýna Gaddafi sífellt. „Þegar Gaddafi er gagnrýndur opinberlega gerist hann enn ósvífnari og hættulegri,” segir evrópskur sendimaður, „ef menn láta sem hann sé ekki til minnkar þessi hætta.” Vinsældir Gaddafis í þriðja heiminum eru einnig af skom- um skammti. I Arabaheiminum skaðaðist Gaddafi vegna ummæla sinna að PLO ætti að „fremja sjálfs- morð frekar en að sætta sig við skömmina”. Úgandastjórn æf Samskipti hans við Afríku bötnuðu ekki við það að í upphafi fundar Einingasamtaka Afríku ásakaöi Ugandastjórn Gaddafi um aö sjá úgandískum skæruliðum fyrir vopn- um. Oháðir aöilar hafa staðfest ásök- un Uganda-stjórnar, en Lýbíumenn neita því. Gaddafi hefur einnig sent and- stæðingum Siad Barre, Sómalíu-for- seta vopn og einnig nýjum vini, Jerry Rawlings í Ghana. En hann hefur ekki lagt út í glæfraleg ævin- týri á ný eins og í Chad. Afrískur sérfræðingur segir: „Ef Gaddafi getur keypt stjórnarbylt- ingu, sem er honum að skapi, fyrir nokkra milljónir dala, þá gerir hann þaö. Hann vill það ekki eða getur ekki eytt miklu fé þessa dagana til þess aö framkvæma drauma sína.” Og heima fyrir... Heima fyrir er farið að bera á skorti á ýmsum nauðsynjavörum eins og ávöxtum og klósettpappír en nægilegt framboð virðist vera á lúxus-vamingi eins og sjónvarpi. Erlendur verkamaður í Benghazi segir. „Nýlega fengum við hvorki kjöt né egg í þrjá mánuöi. Stundum minntu biðraðimar mann á Austur- Evrópu.” Ibúamir eru vanir miklum lifsgæð- um vegna olíugróðans. Því má telja líklegt að þeir sætti sig illa við rým- andi lífsgæði. Samt sem áöur er ekki að sjá aö nein veruleg andstaða sé gegn Gadd- afi. Og Gaddafi heldur áfram að reyna að öðlast virðingu á alþjóðavett- vangi. á.s. Brósnefog Gaddafi: Svo virðist sem Sovótmenn sóu orðnir leiðir á Gaddafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.