Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGÚST1982.
dv.m:
1AGUR18. ÁGÚST1982.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
19
fþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Jónas hættir
með Niarðvík
— og ætlar ekki að leika körff ubolta
framar
Hinn frábæri körfuknattleiksmaður
úr Njarðvík, Jónas Jóbannesson, hefur
tilkynnt félögum sinum í Njarðvikur-
liðinu að hann sé hættur að leika körfu-
knattleik bæði með þeim og islenzka
landsliðinu.
Hann hefur ekki mætt á æfingar hjá
Njarðvíkurliðinu það sem af er en
Njarðvíkingarnir eru samt að gera sér
vonir um að honum snúist hugur og aö
hann byr ji aftur síðar í vetur.
Njarðvíkingar eru að fá nýjan
bandarískan leikmann. Alex Gilbert
frá Indiana Stade í stað Danny Shouse.
Er það miðherji 2,05 metrar á hæð og
Jónas Jóhannesson — 26 ára gamall
og hættur í körfuboltanum.
þekktur körfuknattleiksmaður frá því
aö hann komst í úrslit í bandarísku
háskólakeppninni meö mörgum
frægum köppum hjá Indiana Stade hér
umárið.
Þá hafa Njarðvíkingar fengið nýjan
íslenzkan leikmann. Er það Eyjólfur
Guðlaugsson sem lék með Grindavík í
1. deildinni í fyrra og var einn af
máttarstólpum liðsins þar. Þá hafa
Grindvíkingar misst landsliösmanninn
sinn, Hrein Þorkelsson, yfir til IR í úr-
valsdeildinni svo útlitiö hjá þeim í 1.
deildinni í vetur er ekki glæsilegt. -klp-
Mörg stórmót
ígolfinu um
næstu helgi
Þaö er heldur betur nóg um að vera
hjá golfáhugamönnum okkar um
næstu helgi. Islandsmótinu er rétt
nýlokið eins og kunnugt er og um
helgina eru ein fimm opin stórmót á
boðstólum fyrir þá.
Á Jaðarsvellinum á Akureyri
verður minningarmótið um Ingimund
Arnason. Það er 36 holu keppni sem
verður bæði á laugardag og sunnudag.
Þar verða að vanda glæsileg verðlaun í
boði frá KEA og Johnny Walker-
umboðinu á lslandi, Vang h/f.
Á Nesvellinum á Seltjamarnesi
verður Coca Cola-keppnin um helgina.
Þaö er einnig 36 holu keppni og mörg
verðlaun og aukaverðlaun í boði þar.
Keppnin er fyrir kylfinga með forgjöf 0
til 23 og aldurstakmark er 16 ár nema.
viðkomandi sé með minna en 10 í for-
gjöf. Skráning í mótið er í síma 17930.
Selfyssingar verða með Hitachi-
mótiö hjá sér á Alviðruvelli á laugar-
daginn. Þaö er 18 holu mót og ræst út á
milli kl. 9 og 13. Þar verða vörur frá
Hitaehi á boðstólum fyrir verðlauna-
hafa.
Þá verður Fannarsmótiö um
helgina á Grafarholtsvelli en þaö mót
er eingöngu fyrir konur. Þá má ekki
gleyma „Icelandic Masters” sem er
holukeppni á milli okkar beztu
kylfinga á Grafarholtsvellinum um
helgina. Af því móti ber John Nolan
golfkennari allan veg og vanda og þar
verður sjálfsagt bryddað upp á ýmsu
nýjueinsogofthjáhonum. -klp-
— með 1:0 sigri yf ir Vestmannaeyingum í 1. deildinni f gærkvöldi — titillinn þó
enn ekki í húsi hjá þeim
Ásgeir Sigurvinsson er ánægður hjá nýja f élaginu í Vestur-Þýzkalandi.
„Okkur tókst að útfæra það sem
þjálfarinn okkar setti okkur fyrir.
Hann sagði okkur að reyna að ná
yfirhöndinni, síðan að gefa eftir og
leggja áherzlu á að gæta Lása og Kára.
Þetta tókst okkur, en erfitt var það”
sagði Ómar Torfason fyrirliði Vikings
eftir 1:0 sigur Vikinga yfir Vestmann-
eyingum í hinni hörðu keppni á toppn-
um i 1. deild íslandsmótsins í gær-
kvöldi.
„Þetta var mikilvægt skref fyrir
okkur að sigri í mótinu en það er langt
því frá að titillinn sé okkar.”
Eftir þennan sigur er staða Víking-
anna óneitanlega glæsileg. Þeir eru
komnir meö þriggja stiga forskot á KR
og fjögur og fimm stig á flest hin liðin.
Titillinn er samt ekki kominn í hús eins
og Omar benti réttilega á.
Sigur Víkinganna í leiknum í gær-
kvöldi hékk á bláþræði. Hann var meö
minnsta móti — aðeins 1:0 og í síðari
hálfleiknum voru þeir ljónheppnir að
fá ekki á sig eitt mark eða jafnvel
fleiri. Vel útfærður varnarleikur, frá-
bær markvarzla ögmundar Kristins-
sonar, og jú svolítil óheppni og klaufa-
skapur hjá Vestmannaeyingum áttu
sinn þátt í því aö Víkingar fengu þarna
bæöi stigin.
Vestmannaeyingar misnotuöu m.a.
vítaspyrnu sem réttilega var dæmd á
bakhrindingu Omars Torfasonar á
Sigurlás Þorleifsson í fyrri hálfleikn-
um. öm Oskarsson tók vítið og ætlaði
sér sýnilega að sprengja bæði boltann
og netið því hann hugsaöi meira um að
sparka fast en að hitta markiö. Boltinn
small í þverslánni og þaðan langt út á
vöU.
Víkingamir vom betri aðilinn í fyrri
hálfleik undan vindinum og þá
skoruðu þeir sitt eina mark. Það kom á
15. mínútu eftir hornspymu sem Stefán
HaUdórsson tók. Heimir Karlsson var,
eins og svo oft áður í sumar á réttum
stað í vítateignum hjá andstæðingnum,
og hann stökk þar hærra en alUr aðrir
og skoraði markið meö laglegum
skaUa.
Eyjaskeggjar náðu oft upp skemmti-
legum samleik í fyrri hálfleiknum —
fengu líka oft gott pláss á miðjunni —
en færin sem þeir fengu vom ekki
mörg. Það bezta — fyrir utan vítið —
var þegar Sigurlás komst upp að
marki og gaf fyrir á bróður sinn
Kára, sem var óvaldaður, en ögmund-
ur sýndi þá frábæra markvörzlu og
náði fyrirgjöfinni.
I siöari hálfleiknum hafði hann mikið
„Hér eru allt aðrar að-
stæður en í Miinchen”
— segir Ásgeir Sigurvinsson, sem er ánægður hjá Stuttgart
„Þessa dagana erum við að búa
okkur undir fyrsta leik okkar i deUd-
inni en hann verður næsta föstudag á
heimaveUi Dortmund,” sagði Ásgeir
Sigurvinsson i spjaUi við DV en hann
er um þessar mundir á fullu við
æfingar í Stuttgart.
„Æfingarnar hófust 13. júlí. Ég kom
• *• •
Margir gamlir knattspyrnukappar voru meðai áhorfenda að úrslitakeppninni í 5.
flokki í Keflavík um helgina. Hér má sjá þrjá þeirra, hressa í bragði, Gissur Gissur-
arson (Víkingi), Jón Ásgeirsson (Þrótti) og Hörð Felixson (KR). Þeir eiga allir
stráka í KR-liðinu sem keppti á mótinu og skoruðu t.d. synir Harðar og Jóns mörkin
í leik KR-strákanna við Stjörnuna um 3. sætið. n,r
DV-mynd emm.
til þeirra meiddur og var settur í
tveggja vikna séræfingar tU að styrkja
nárann. Við höfum spUað nokkra leiki
og vel tekizt tU. Ég hef þó verið nokkuö
slappur eftir á og þurft hvUd í einn eða
tvo daga.
Við höfum spUað nokkra æfingaleiki
og þeir hafa gengið nokkuð vel. Við
unnum tvo leiki gegn franska Uöinu
Strasbourg, þann fyrri 1—0 og þann
seinni 2—0. Síðan unnum við Muhlhaus
2—1. Meðan við vorum í æfingabúðum í
HM íkörfuknattleik
Bandaríkin, Sovétríkin, Júgóslavía,
Kanada og Spánn eru komin í úrsUtin í
heimsmeistarakeppninni í körfuknatt-
leik, sem nú stendur yfir í Koiombíu.
Gestgjafamir fara beint i úrsUtin og
miklar likur em á að Ástralia vinni sér
þar einnig sæti.
Urslit í gær urðu þau að Kanada
vann sigur á Tékkóslóvakíu 104—99 og
tryggði sér þar með úrslitasæti.
Bandaríkin sigmðu Panama 100—79 og
Sovétríkin sigruðu Ástralíu 103—69.
ÚrsUtakeppnin hefst á fimmtudag.
-hsím.
Schwarzwald lékum við nokkra minni
háttar leiki en þar vorum við átta
daga.
Síðasta laugardagskvöld spiluöum
við svo kveðjuleik fyrir Hansa Miiller
við Inter Mílanó en töpuðum honum 2—
1 .
Ég hef verið nokkuð hræddur við
þessi meiösli og tek þaö bara rólega að
læknisráöi nú eftir leikinn gegn Inter
Mílanó, hætti ekki á neitt fyrir leikinn
við Dortmund.
Mér hefur verið tekið sérlega vel hér
í Stuttgart. Félagarnir em mjög al-
mennilegir og skemmtilegir. Ég er
ánægður yfir því aö vera kominn
hingaö. Hér em allt aðrar aðstæður en
íMúnchen.” -gb.
að gera og varði þá hvað eftir annaö
meistaralega vel. Vikingarnir tóku
sóknarspretti inn á milli og gerðu þá
oft usla enda hættu Eyjaskeggjar sér
oft helzt til of framarlega í ákafanum
við að skora. Komst Helgi Heigason
t.d. í gott færi en PáU Pálmason varði
þá í hom og Heimir Karlsson komst
einn upp að marki en PáU varði þá
aftur í þetta sinn með góðu úthlaupi.
Þeir Ögmundur Kristinsson, Stefán
HaUdórsson og Jóhannes Bárðarson
vom beztu menn VUdngs í þessum leik.
Helgi Helgason var einnig góður og
Heimir Karlsson var nú mun frískari
en í síðustu leikjum.
Hjá IBV var Omar Jóhannsson lang-
beztur — og munar miklu fyrir Eyja-
skeggja að fá hann aftur. Þá gerði
Sveinn Sveinsson margt laglegt eins og
venjulega og þeir bræður Kári og
Sigurlás vom hættulegir, þegar þeir
sluppu úr umsjá Jóhannesar Bárðar-
sonar & c/o en það var ekki oft.
Dómari leiksins var Guðmundur
Haraldsson og var lítið út á hans störf
að setja frekar en fyrri daginn.
-klp-
Staðan
Staðan í 1. deildinni eftir leikinn í
gærkvöldi.
Víkingur—Vestmannaeyjar 1—0
Víkingur 14 6 7 1 22—15 19
KR 14 4 8 2 11—10 16
Vestm.eyj. 14 6 3 5 16—13 15
Valur 15 5 4 6 16—14 14
Akranes 14 5 4 5 16—16 14
tsafjörður 15 5 4 6 22-25 14
Breiðablik 15 5 4 6 13—17 14
KA 15 4 5 6 14-16 13
Keflavík 14 5 3 6 13—17 13
Fram 14 3 6 5 14—15 12
Markahæstu menn:
Heimir Karlsson, Víkingi 10
Sigurður Grétarsson, Breiðabliki 6
Gunnar Pétursson, Isafirði 6
Næstuleikir:
Akranes—KR á fimmtudag, Vest-
mannaeyjar—KA og ísafjörður—
Akranes á laugardag. Keflavík—Fram
og Víkingur—Valur á mánudag.
Nýtt heimsmet
í tugþrautinni
— Jiirgen Hingsen hlaut 8723 stig
í annað sinn á þessu keppnistimabili
hefur verið sett nýtt heimsmet í tug-
þraut. Hinn 24ra ára Vestur-Þjóð-
verji , Jiirgen Hingsen, setti nýtt
heimsmet um helgina í Ulm í V-Þýzka-
landi. Hlaut 8723 stig eða 16 stigum
meira en Englendingurinn Daley
Thompson hlaut, þegar hann setti
heimsmet í mai í Austurriki. Fyrir
árangur Thompson, ólympíumeistar-
ans frá Moskvu 1980, átti Vestur-Þjóð-
verjinn Guido Kratschmer metið, hann
hlaut 8649 stig rétt fyrir leikana i
Moskvu.
Árangur Jiirgen Hingsen á þýzka
meistaramótinu um helgina var
þannig í einstökum greinum. 100 m
hlaup 10,74 sek. Langstökk 7,85 m.
Kúluvarp 16,00 m. Hástökk 2,15 m og
400 m hlaup 47,65 sek. Þetta var
árangurinn fyrri daginn en þann síðari
hljóp Hingsen 110 m grindahlaup á
varð að flvia í Kópavogi!
fékk ekki inní með úrslitaleik í deildarkeppni á grasinu í Laugardalnum
„Okkur þykir það ansi hart að
eista félagið í Reykjavík, Ármann,
skuli þurfa að flýja í annað
byggðariag með mikilvægan úrslita-
leik í deildarkeppni — en svona er
það nú samt.” Þetta sagði Gunnar
Guðjónsson, formaður knattspyrnu-
deildar Ármanns, í viðtali við DV í
gærkvöldi.
Þá höfðum við frétt að
Ármenningar hefðu fengið neitun hjá
Baldri Jónssyni vallarstjóra um að
leika einn af úrslitaleikjum sinum í
4. deildinni gegn Stjörnunni í dag á
einhverjum grasvellinum í Laugar-
dai og orðið að fara með leikinn
suður í Kópavog.
„Við vorum búnir að fá vilyrði
fyrir Laugardalnum hjá vallar-
stjóra, höfðum leikið tvo síðustu leiki
okkar þar og var annar leikurinn
gegn Þór Þorlákshöfn í úrslita-
keppninni i 4. deild,” sagði Gunnar.
I fyrrakvöld fréttu Ármenningar
svo af því að þeir fengju ekki að leika
í Laugardainum. Þar væri þegar
búið að setja á bikarúrslitaleik í 2.
flokki á milli Fram og Vais. Var
þeim tjáð að þeir gætu fengið malar-
völlinn á Melunum í staðinn. Vísaði
vallarstjóri á mótanefnd og móta-
nefnd aftur á Baldur en útkoman
varð loks sú að Kópavogsbúar hlupu
undir bagga með Reykjavíkurliðinu
og lánuðu þeim grasvöllinn sinn.
Kópavogsbúar hjálpa einnig til
við úrslitakeppnina í íslandsmótinu
um aðra helgi. Þá fer keppnin i 2.
flokki þar fram en ekki einn einasti
flokkur í úrslitum islandsmótsins i
ár fékk inni í Reykjavík. Þaðan
koma þó flest liðin sem leika i úr-
slitum islandsmótsins í yngri
flokkunum. -klp-
14,64 sek. Kastaði kringlu 44,92 m.
Stökk 4,60 m í stangarstökki. Kastaði
spjóti 63,10 m og hljóp 1500 m á 4:15,13
min. Stórkostlegur árangur. -hsím.
Brasilía með
HMíknatt-
spymu 1986?
„Ef Koiombia treystir sér ekki
til að halda heimsmeistara-
keppnina i knattspyrnu 1986
verður keppnin háð i Brasilíu,”
sagði TeofUo Salinas, formaður
knattspyrnusambands Suður-
Ameriku i Lima í gær. Kolombía
á enn eftir að staðfesta að HM
verði þar en langt er síðan
ákveðið var af FIFA að keppnin
1986 yrði í Kolombíu. MikU
andstaða er þar i sambandi við
mikinn kostnað af HM og
Kolombiumenn virðast varla
hafa efni á þvi að halda keppn-
ina.
Knattspymusamband Suður-
Ameríku ákveður keppnisstað ef
Kolombia hættir við. Þess má
geta að Bandaríkin hafa óskað
eftir að fá að halda keppnina 1986
en Salinas sagði að menn væru á
því að BrasUia standi því næst.
Fundur verður haldinn 27.-28.
ágúst næstkomandi hjá suður-
ameríska sambandinu og
keppnisland ákveðið. hsim.
B0UM til SNYRTILEG FÉLAGSSKlRTEINI
OG TÖSKUMIÐA ___
HRINGDU I SlMA 22680
1
VIÐ SENDUM SÝNISHORN
ISKORT
LÆUARGOTU 2, NÝJA-BlOHUSINU
Sigurmark Víkings
Á efstu myndinni er Heimir Karlsson á auðum sjó inni í víta-
teignum hjá Vestmannaeyingum og stekkur hæst. Á miðmynd-
inni er boltinn kominn fram hjá Páli Pálmasyni markverði og
er á leið í netið... og á þeirri neðstu er hann kominn alla leið og
Heimir getur þar með fagnað sínu 10. marki í deildinni í ár...
DV-myndirS.