Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 8
DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Spadolini reynir enn að mynda ríkisstjórn Giovanni Spadolini heldur á- fram tilraunum sínum til að mynda nýja ríkisstjóm á Italíu. hina 42. frá stríðslokum, þrátt fyrir að hinn áhrifamikli flokkur sóSíalista hafi áður lýst því yfir aö hann muni ekki taka þátt í stjórn hans. Spadolini ræddi i gær við verkalýðsleiðtoga og fóru vonir þá vaxandi um að stjórnarmynd- un undir forsæti Spadolinis væri ekki vonlaus. Meira að segja virðist nú komið nýtt hljóð í strokkinn hjá þeim sósíalistum og sagði Craxi, leiðtogi þeirra, í gær að stjórnarskrárumbætur þær sem Spadolini hcfði heitið, lofuðu góðu og gætu orðið að mógulegum grundvelli fyrir stuðningi sósíalista við stjórn hans. Uppreisn á Seychelleseyjum Albert Rene, forseti Seyehell- es-eyja, var í gærkvöldi sagður hafa snúið aftur til höfuðborgar sinnar til að semja við uppreisnarmenn sem segjast hafa um 200 gísla undir höndum. Uppreisnarmennirnir krefjast þess að nokkrir foringjar úr stjómarhernum verði látnir víkja. Hafa þeir hótað að myrða gíslana ef stjórnarhermenn reyni að veita þeim viðnám. Gerald Ford, fyrrverandl Bandarfkjaforseti, tók á móti Valery Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseta, við komu hans til Colorado. Tveir fyrrverandi forsetar hittust Tveir fyrrverandi forsetar hittust á alþjóölegri stjórnmálaráðstefnu í Colo- rado í Bandaríkjunum á dögunum. Það vom þeir Gerald Ford, fyrmm Banda- ríkjaforseti, sem leysti Nixon af eftir Watergatehneykslið og ríkti frá 1974— 76 og Valery Giseard d’Estaing sem gegndi embætti Frakklandsforseta á árunum 1974—1981. Meöai annarra ráðstefnugesta var James Callaghan sem var forsætisráð- herra í stjórn Verkamannaflokksins á Bretlandifrá 1976 til 1979. Meðal þess sem rætt var á ráðstefn- unni var ástandið í Líbanon, styrjöld Iraks og Irans og afvopnunarmál. A rgentína var tilbúin með innrásaráætlunina — Ákvörðunin var tekin tveimur mánuðum áður en látið var til skarar skríða, Argentína hafði undirbúið innrás á Falklandseyjaraar tveimur mánuðum áður en argentinsku veðurfræðíngamir drógu fána þjóðar sinnar að húni á eynni Suður- Georgíu. Að sögn dagbiaðsins Washington Post, sem vitnar í heimildir innan hersins i Buenos Aires, hafði argentinska einræðisstjómin lagt á ráðin um að taka eyjamar annað hvort með góðu eða iliu í september skrifar Washington Post 1981, þ.e.a.8. ef samningaviðræður leiddu ekki til þessarar niðurstöðu þá yrðu eyjamar teknar með vopna- valdi. Ákvörðunin um innrás á eyjamar var tekin i janúar síðast- iiðnum. Washington Post segir að Argentina hefði verið betur undir styrjaldarátök búin gegn Bretum ef argentinski herinn hefði beðið i sex vikur eftir að ný vopn yrðu afgreidd til þeirra. Heimildirnar úr argentínska hemum segja að eín af ástæðunum til þess að argentinska herstjórain á- kvað að láta til skarar skríða hafi verið sú að hún taldi sig njóta stuðnings Reagan-stjóraarinnar þrátt fyrir að henni böfðu borizt aðvaranir frá þáverandi utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, Alexander Haig. Argentínski flotinn þvingaði þá- verandi forseta landsins, Leopoldo Galtieri, tU að fallast á innrásína eftir að Bandarikin höfðu tekið afstöðu með Bretlandi. Eftir að argentinsku herflug- vélamar höfðu sökkt brezka orrustu- skipinu Sheffield trúðu argentínskir embættismenn því að hersveitir þeirra myndu fara með sigur af hólmi, skrifar Washington Post. Samkomulag í Líbanondeilunni loks í nánd? ÍSRAELSKIFANGINN í VEGISAMKOMULAGS Israelsmenn telja að friðsamleg lausn á deilunni um brottflutning PLO skæmliða frá Beirút sé nú alveg á næsta leiti. Enn séu þó örfá atriði sem þurfi aö leysa. Ariel Sharon, varnarmálaráð- herra Israels, ræddi við Philip Habib, sáttasemjara Bandaríkj- anna, í Beirút í gær og sagöi eftir viðræður þeirra að samkomulag um brottflutning PLO-skæmliða og bandamanna þeirra úr liði Sýrlend- inga væri nú í nánd. Sharon sagöi að miðað hefði í rétta átt í þeim þremur ágreiningsefnum sem enn em fyrir hendi. Frekari upplýsijiga væri enn þörf. Sagt var að Habib hefði farið til Damaskus i Sýrlandi í gærkvöldi til viðræðna viö ráðamenn þar. Hversu nærri samkomulagið er veltur mikið á þeim svörum sem Habib fær í Sýr- landi en þaðan mun hann halda til tsrael í dag. Sharon sagði að eitt þeirra mála sem þyrfti aö skýra frekar snerti brottflutning sýrlenzku hersveitanna frá höfuðborg Líbanon. Hin atriðin em varöandi lista yfir skæmliða þá sem fluttir verða frá borginni og sú krafa Israelsmanna að PLO-menn láti lausan israelskan flugmann, sem féll í þeirra hendur eftir að innrásin hófst, svo og lík níu ísraelskra her- manna er féllu í bardögum í júní- mánuöi síðastliðnum og í innrás Israels í Líbanon 1978. „Enginn hryðjuverkamaður mun fara frá Beirút fyrr en flugmannin- um okkar hefur veriö skilað heilum á húfi og Habib er sammáia okkur um það,” sagði Sharon í ísraelska út- varpinu í gærkvöldi. Fréttir frá Líbanon vora sam- hljóða israelsku fréttunum í bjart- sýninni á að lausn deilunnar væri nú loks i sjónmáli. Shafiq Al-Wazzan, forsætisráðherra Líbanons sagöi að stjórn hans kæmi saman til fundar í dag og var á honum að heyra að tíð- inda væri aö vænta að fundinum loknum. ,,Við vonumst til að geta hafizt handa,” sagði hann. Reagan kvartaði undan Formósu- frétt Reagan Bandaríkjaforseti hafði í gærkvöldi samband við CBS-sjón- varpsstöðina bandarísku og kvartaði undan fréttaflutningi hennar af sam- komulagi bandarísku ríkisstjórnarinn- ar við Kína um aö dregið yrði úr vopnasölu Bandaríkjamanna til Formósu. I frétt CBS-stöðvarinnar hafði sagt að Bandaríkjastjóm væri með þessu að hörfa frá fyrri stefnu sinni. Reagan var greinilega umhugað um að bera til baka fréttir þess efnis að stefna hans gagn vart Formósu hefði breytzt frá því að hann barðist fyrir því að verða kos- inn f orseti Bandarík janna. ,,Eg hef ekki breytt um stefnu, alls ekki,” sagði Reagan. Hvita húsið hefur staðfest að þessar viðræður Reagans viö fréttamann CBS-sjónvarpsstöðvar- innar hafi átt sér stað og þykir það mjög óvenjulegt að forseti Bandaríkj- anna skuli grípa til slikra ráða. „Við munum halda áfram að vopna For- mósu og við munum halda samkomu- lag okkar við Formósu,” sagði forset- inn. Olesen hrein- skilinn gagnvart Shultz Kjeld Olesen, utanrikisráðherra Danmerkur, hittir í dag að máli Donald Reagan, fjármálaráðherra Bandaríkjamanna, auk leiötoga bandaríska þingsins. Olesen ræddi i eina og hálfa klukkustund í gær við Shultz utanríkis- ráðherra og sagði að loknum viðræðum þeirra að þær hefðu verið „hrein- skilnislegar”, sem hann kvaöst telja jákvætt. Hann kvaðst hafa rætt við Shultz um samskipti Evrópu og Bandaríkjanna og ágreining þann sem oröiö hefur milli álfanna vegna fyrirhugaðrar gas- leiðslu frá Sovétríkjunum til Vestur- Evrópu og útflutnings á stáli frá Evrópu. Olesen, sem er í Bandaríkjunum, sem fulltrúi ráðherranefndar Evrópuráðsins, kvaðst hafa sagt Shultz að Sovétmenn einir myndu hagnast á því ef samband Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu versnaði. Olesen gaf ekki til kynna að Evrópuþjóðirnar heföu linazt í þeirri hótun sinni að hafa að engu bann Reagans Bandaríkjaforseta viö sölu á bandarískum tækniútbúnaði til gas- leiöslunnar. Ætlaði að drepa Castro, forseta Kúbu Fyrrverandi fangi, sem kvaðst vilja til Kúbu til þess að drepa Fidel Castro forseta, var ákærður í gær fyrir tilraun til flugráns og að hafa hótað að sprengja flugvélina upp meö hlut sem síðar reyndist vera veski utan um rak- vélhans. Maðurinn, sem heitir Arthur Blonkenfeld og er 49 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum í Palm Beach á Flórída eftir að hafa haft flug- vél þar á sínu valdi í meira en tvær klukkustundir. Blonkenfeld hafði nýverið verið lát- inn laus úr fangelsi á Flórída þar sem hann hafði afplánað dóm fyrir vopnað rán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.