Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982. Spurningin Hvernig lízt þér á Davíð borgarstjóra? Guðlaug Sigurðardóttlr, skrifstofu- stúlka: Það er nú iitil reynsla komin á hann enn. Eg vona allt það bezta. Jónas Bjamason, fer í búðir og verzlar: Mér líst vel á hann á mynd að minnsta kosti. Ingibjörg Ölafsdóttir, aðstoðarstúlka: Ég er ekki úr Reykjavík og hef ekki fylgzt vel með honum en ég vona aö hann dugi vel. Sveinn Sveinsson, læknir: Agætlega. Hann kemur ekkert á óvart. Gyða Jónsdóttir, skrifstofustúlka: Vel. Sjálfstæðismenn hafa það fáa góða menn fram að færa. Davíð er mjög góður. Bragi Sigurðsson, blaðamaður: Mér lízt ágætlega á Davíö. Hann er kannski dálítið harðskeyttur en þetta er bezti drengur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Aö heyra rauö magann ropa” 1800—7258 skrifar: Hvaladráp er ljótt. Skutli er skotiö í þetta stórfenglega dýr og það deytt. Afrakstri drápsins er breytt í hinar ýmsu óskir neyzluþjóðfélagsins; bíl, þvottavél, uppþvottavél, tertubotna, hárkollur, gervibrjóst, meöul við ýmsum sjúkdómum eða vélar er létta lötum manni erfiöasta brauðstritið og gera honum kannski kleift að fá sér haglabyssu til gæsaveiöa eöa stöng til laxa- eöa silungsveiöa sem verður. hans einkasport, dráp sem engum kemur við. Þetta á við góða jafnt sem vonda. Þorskur og ýsa eru drepin þó viðurkennt sé að þessar tegundir séu. fremur illa settar hvað vitsmuni snertir. Samt hefur enginn tekið þeirra málstað og er það ómaklegt eftir allt sem þessar sjókindur hafa gert fyrir okkur. Svo sem; menntað fólk, sent þaö í reisur til Spánar, Italíu, Flórída, Grikklands og þær hafa keypt klæði og fæði auk marmara á veggi og gólf, út- vörp og sjónvörp, gert mönnum kleift að vera hnakkakertir og virðulegir. Kjúklingar og ungpútur eru vamar- lausar gagnvart gegndarlausri græögi mannskepnunnar og eiga undir háls- högg að sækja. Þar þyrfti sterkan mál- svara, því þetta er útbreiddur löstur mannsins. Því segi ég það, nú gerumst við öll grasbítar. Söfnum eigin hári til skjóls, þeir sköllóttu plasthári, hættum öllu drápi. Við erum ekki jafn óupplýst og fiskarnir í sjónum sem éta hver annan eða dýr merkurinnar sem kunna enga miskunn í mataröflun sinni. Bravó! — nú förum við allir á spiant og gulrófur. Ekkert hjartablóö á kvöld- borðið. Engar kröfur um bíl, TV eða fín föt, enga menntun, siglingar, sykur, salt, pillur eða smokka. Skemmtilegra er að að sjá hvalinn bylta sér í vatns- skorpunni, þorskinn og ýsuna synda í djúpinu og heyra rauðmagann ropa óhultan á grunnslóð. Ef einhver er úrræðið, stóra sprengjan sem gerir og litla lambinu sem beið haustslátr- ósáttur við þetta er alltaf síðasta öllum jafnhátt undir höfði; hvali, sili, unarinnar. Sigurður bréfritari leggur til að við gerumst öll grasbítar því fátt sé skemmtilegra en að horfa á hvnlinn bylta sér i vatnsskorpunni og einnig sé alveg óborganfegt að blusta á rauðmagann ropa á grunnslóðum. Þá ætti lika að vera gaman að hlusta á grásleppuna góla eins og meðfyigjandi mynd sýnir. „Er veriö að vega aö tjáningar- frelsinu?” Sigurður G. Haraldsson skrifar: Að undanfömu hafa verið uppi umræður í blöðum um það hvort djass- útsetning þjóðsöngsins í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „Okkar á milli í hita og þunga dagsins” væri hugsanlega ólögleg eða á einhvern hátt, óleyfileg. En sem flestum er kunnugt er nýbúið að frumsýna þá kvikmynd. Ég fæ ómögulega skilið að hægt sé að líkja nýrri útsetningu á þjóösöngnum viö það að þjóðfáninn sé vanvirtur. Þjóöfáni og þjóðsöngur er sitt hvað. Annars vegar er um að ræða lag sem að vísu skipar hærri sess en önnur, hins vegar þjóðfánann, ferhymt ofið efiii með ákveðnu mynstri og litum. Þjóösönginn er vitaskuld hægt að út- setja á ýmsa vegu. En ef djassútsetn- ing er þjóðhættuleg, ósmekkleg, óvið- eigandi eða hvað við nú köllum það er þá ekki djassinn varasamur eða óvið- eigandi? Og ef á að fara að banna ákveðna djassútsetningu á þjóðsöngnum er þá bara ekki bezt að banna djassinn yfir- leitt? Þó að þjóðsöngurinn eigi að skipa hærri sess í hugum Isiendinga en önnur lög (og hann gerir það ömgg- lega) hvers vegna á þá önnur útsetning á honum en venjulega að vera óleyfileg eðavarasöm? Ég fæ ekki séð að ákveðin útsetning á þjóðsöngnum geti talizt misvirðing við fánann. Það alvarlegasta við þetta að mínu mati er að hér er verið að vega að frjálsum listum og tjáningarfrelsi í landinu, ef einhverjir ráöuneytismenn eiga að ákveða hver sé leyfileg útsetn- ing á lagi og hver ekki. Jón Ormur Halldórsson aöstoðar- maður forsætisráðherra hefur látið uppi það álit sitt að sér hafi ekki verið misboðið með þessari útsetningu. Væntanlega eru fleiri á þeirri skoðun. Eigum viö Islendingar sem hrósum okkur af tjáningarfrelsi í land- inu ekki að breyta eftir því? Bæði í þessu tilviki og eftirleiðis. Hringið i síma 86611 millikl. 1 og3 Kona segist vilja fá að sjá fleiri gamlar, góðar kvikmyndir. Á meðfylg jandi mynd má sjá Humprey Bogart og Laureen Bacall í aðalhlutverkum i „The Big Sleep”. „GLÖTUÐ HELGI” Er mér alveg sérstaklega minnisstæð kvikmynd, segir kona Kona skrifar: Kvikmyndin „Glötuð helgi” sem sýnd var á föstudagskvöldi fyrir skemmstu var eitt sinn sýnd hérna í kvikmyndahúsi fyrir óralöngu. Það eru mörg ár síðan en mér er þessi mynd alveg sérstaklega minnisstæð og hefur mér oft verið hugsað til hennar seinna meir. Því vil ég endilega koma því á framfæri til forráðamanna sjón- varps að þeir sýni fleiri gamlar og góðar myndir. Það hefur oft verið nöldrað yfir því að sjónvarpið sýni of gamlar myndir, en ég fæ ekki skilið hvaða máli það skipti svo lengi sem kvikmyndin er góð. Eg segi það fýrir mig aö heldur vil ég sjá eftirtektarverða gamla og góða kvikmynd heldur en þessar eilífu vestra- og manndrápsmyndir. Ég er líka á því að sjónvarpið haldi áfram að fara í frí í júh', og samt horfi ég mikið á sjónvarp. Það er bara svo oft þannig að maður kemur einhverju í verk þegar sjónvarpið er lokað. Eins er það ágætt fyrir alla að hvíla sig á sjónvarpsglápinu. Það er alltaf verið að tala um að aumingja gamla fólkið verði að fá að hafa sjónvarp og þess vegna megi ekki loka því í mánuð. Þetta held ég að sé tóm vitleysa, ég sjálf er ekkert unglamb lengur og hef samt alveg nóg við minn tíma að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.