Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Side 6
öll brezka þjóðin stóð á öndinni sjálf
drottningin hafði verið svívirt. Á einni
nóttu varð konungsfjölskyldan, sem
hver einasti Breti lítur upp til, gerð aö
athlægi um heim allan. Alger ringul-
reiö ríkti meðal stjómarinnar.
Margrét Thatcher vissi ekki í hvom
fótinn hún átti að stíga. Annað eins
haföi aldrei gerzt, enda átti slíkt ekki
að gerast. Haldnir voru fundir á fundi
ofan. Æðstu menn í lögreglunni skyldu
víkja. Hverjum var þetta að kenna?
Hvaðgerðist? Hvemig? Af hverju?
Þvflík læti
út af engu!
Ástæða þessa alls var hinn 31 árs
gamli Michael Fagan, sem árdegis
einn föstudag fyrir skömmu skreiö upp
eftir niðurfallsrennu á konungshöllinni
brezku og komst inn í dyngju drottn-
ingar, og sat á rúmstokk Elísabetar,
þegar hún vaknaði! I tíu mínútur
rúmar naut hann óáreittur þessa
konunglega selskaps; En þá var hann
yfirbugaður og situr nú í ömurlegri
sellu í Brixton-fangelsinu í útjaðri
Lundúna. Þar era geymdir hættuleg-
ustu sakamenn Bretlands. Michael
skilur ekki, hvers vegna hann þarf að
vera innilokaður innan um sakamenn-
ina.
,,Ég ætlaöi bara að tala við drottn-
inguna,” segir hann og skilur hvorki
upp né niður í öllu því umstangi, sem
varðvegna þessa.
„Hvers vegna ekki
tala við Betu?"
Michael var niöurlútur þennan
föstudagsmorgun. Klukkan var rétt
um sex, hálfgerð rigning. Hann gekk
stefnulaust um suðvestur-hluta
Lundúna. Það var allt á móti honum.
Hann hafði þungar áhyggjur. Honum
hafði lent saman við Kristínu, konu
sína, kvöldiö áður. Þau hnakkrifust.
Hann hafði rokið á dyr og gengið
stefnulaust um götur Lundúna síðan.
Ástæða rifrildisins var fyrst og fremst
peningaleysi. Þau áttu vart lengur til
hnífs og skeiöar, bömin fjögur þurftu
sitt. En hvernig átti annað að vera?
Hann sjálfur atvinnulaus og haföi
verið það lengi. Hann iangaði til aö
tala við einhvem um vandræði sín.
Hann hafði áður komiö inn í Bucking-
ham-höll. Án minnstu vandræða hafði
hann komizt inn, án þess aö nokkur
yrði þess var. Hvers vegna ekki
skreppa inn og tala snöggvast við Betu
umvandræðin?
„Hún er áreiðan-
lega heima núna."
Á þessum tíma dags er hún áreiðan-
lega heima,” hugsaði Michael með sér
um leið og hann snaraði sér léttilega
yfir tveggja metra háan múrvegg sem
umlykur höllina. Vamarkerfið var
greinilega í ólagi. Að minnsta kosti
hafði það verið í ólagi síðast, þegar
hann hafði farið þessa ieið. Michael
hikaði ekki eitt andartak. Það
hvarflaði ekki að honum, að hann væri
að gera rangt.
Háttsettir embættismenn í tollgæzl-
unni brezku og lögregiunni og yfir-
menn í hemum þurfa venjulega að
bíöa ein 25 ára eftir því að fá að eiga
orðaskipti við drottninguna. Það er
þegar hún hengir á þá orður fyrir góða
og dyggilega þjónustu og þeir segja
ýmist hátt og snjallt, eða svo lágt að
vart heyrist: „Þakka yður fyrir, yðar
náð.” En atvinnuleysingjanum
Michael fannst sjálfsagt að ræða
vandamál sín við þjóðhöfðingja sinn.
„Áttu sígarettu?"
Elísabet drottning, sem oröin er 56
ára, lá í rúmi sínu og hafði það huggu-
legt. Hún var milli svefns og vöku.
Michael var nú kominn upp í glugga-
kistu í dyngju drottningar. Hann var í
engum vandræðum með að opna glugg-
ann og hann snaraði sér inn á mitt gólf.
Hann gekk hljóðlega að rúmi drottn-
ingar og tyllti sér á rúmbríkina.
Elisabet deplaði auga. Hún stirðnaði
upp: Hvaða maöur sat þama á
Yngsta bam Fagans-hjónanna eraöeins nokkurra mánaða. Það ersonurinn
Ross. Líklega verður bið á þvi, að feðgarnirgeti„kókiterað"svona saman.
„Heyrðu góða, heldurðu að þú eigir ekki eins og eina s/garettu handa márl" llppákoma i dyngju drottn-
ingar fyrir skömmu gaf skopteiknurum byr undir báða vængi.
rúmstokknum hjá henni? Hún áttaöi samur ógæfumaður, sem þarna var
sig þó fljótt og sá, að maðurinn virtist kominn. Hún vissi líka að fyrir utan
ekki hættulegur, heldur óhamingju- dyr hennar stendur ætíð vopnaður
Michael á fjögur böm alveg eins og Eiísabet drottning. Hann sagðist eink-
um hafa rætt framtið barna sinna við Eiisabetu.
Maðurinn, sem allt snýst um, Michael Fagan. Hann situr nú bak við lás og
slá, sakaður um ólöglega heimsókn i konungshöllinal Það hefur komið i
Ijós við yfirheyrslur, að þetta var ekki fyrsta heimsókn Michaels í höllina,
heldur sú tólftal Allt erþetta hið erfiðasta mál. Brezkir löggæzlumenn vita
lítið, hvað þeir eiga að gera við Fagan, þviað hvergi ilögum er að finna klá-
súlu um „ólöglegar" heimsóknir i konungshöllina. Hann verður þó látinn
sitja inni um óákveðinn tíma.