Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGOST1982. 11 ' Richard Wagner. meö tónlist Wagner hefur frekar verið fariö sem átrúnaö en list. Skemmst er aö minnast þess þegar Herbert von Karajan stjórnaöi Parsifal í Salzborg 1980. Wagner sjálfur óskaöi á sinum tíma ekki eftir fagnaöarlátum eftir fyrsta þáttinn en Karajan hafnaði öll- um fagnaðarlátum frá hinum 2000 áhorfendum til aö trufla ekki helgi þessa verks. Kannski er hin eiginlega umræöa um Wagner núna fyrst aö byrja? Hugmyndafræðileg endurhæfing Svo mörg voru þau orö. En Zelinsky lét ekki staðar numiö. Sömu helgi og Wagnerhátíðin opnaði birti hann hálf- siðu grein í Siiddeutsche Zeitung, einu útbreiddasta blaðiVestur-Þýzkalands, - þar sem hann ítrekar skoðanir sínar. Svo sem gefur aö skilja virkuöu skrif Zelinskys sem guðlast meðal rétttrú- aöra Wagneraðdáenda. Wagner varö vinsælasta umræöuefniö á kaffihúsun- um, kærkomin tilbreyting frá blessaöri heimsmeistarakeppninni. I háskólan- um í Miinchen ráku nemendur augun í fyrirlestra sem halda á næsta misserið um Wagner og Nietzsche. Og fyrir- lesarinn verður auövitaö Hartmut Zel- insky. Verður slegizt á þessum fyrir- lestrum eins og í Operuhúsinu í Bayreuth? En Zelinsky sat ekki lengi á friðarstóli. Tveimur dögum eftir sýn- ingu Parsifals birtist gagnrýni um sýninguna í Súddeutsche Zeitung. Höfundurinn, Joachim Kaiser, virtist hafa nokkuö meiri áhuga á aö mót- mæla skrifum Zelinskys en aö gagn- rýna sýninguna. Gefum honum oröið: Ef Zelinsky heföi rétt fyrir sér þá ætti aö setja hljómsveitarstjórann, James Levina, innanríkisráöherrann, borgarstjórana í Berlin og Hamborg svo og f jölda boðsgesta hvaöanæva aö í hugmyndafræðilega endurhæfingu. Því hann hefur þá hugmynd að allir sem taka þátt í Wagnerhátíðinni veröi sjáifkrafa sammála „gyöingahatrinu í Bayreuth”. Segjum svo aö Zelinsky hafi rétt fyrir sér og Wagner hafi ætlaö aö láta Parsifal bera uppi herför sína gegn gyðingum. Ef svo væri þá bæri Parsi- fal því vitni að listamaðurinn Wagner var ekki fær um að ná takmarki sínu því aö í Parsifal er ekki eitt einasta orö um gyöingahatur. Zelinsky er ekki nógu klókur til aö koma lagi á Parsifal. Brátt tók lesendabréfum aö rifna yf- ir Spiegel og hálfum mánuði frá viðtal- inu voru útdrættir úr þeim birtir í tímaritinu. I Þýzkalandi skrifa menn yfirleitt ekki lesendabréf nema þeir séu að minnsta kosti einfaldir eöa tvö- faldir doktorar og svo reyndist einnig í þetta skipti. Sjúkur hugur Zelinskys En nú bættust mektarmenn eins og borgarstjórinn í Bayreuth í hópinn, sem fullur vandlætingar mótmælti skoöunum Zelinskys. Martin Gregor- Dellin sá líka ástæöu til aö verja mál- staö sinn og komst að þeirri niöurstööu aö Zelinsky ætti fullt erindi til sálfræö- ings. Einn lesandi skrifaði aö hug- myndir af þessu tagi ættu sér rætur í sjúkum huga og annar tók sálfræðina í fulia þjónustu sína og fræðanna og skrifaði að liklega hefðu foreldrar Zelinskys verið fanatískir Wagner- aðdáendur. I raun vegur Zelinsky i margar áttir en einna helzt að þessu fyrirbæri, Wagnerhátíðinni, og öllu sem hún stendur fyrir og þaö er ekkert smá- atriði í þýzku menningarlífi. Fjöl- skylda Wagner hefur stjórnaö hátíð- inni alla tíö og er Wolfgang Wagner núverandi ættarlaukur. í þriðja ríkinu varö Bayreuth ein af háborgum nas- ista og Parsifal einn af helgileikunum sem þeir sóttu sem piiagrimar. Wagn- er mælti svo fyrir aö Parsifal mætti aöeins sýna í Bayreuth og þegar Hitler heimsótti fjöiskylduna i Villa Wahn- fried í Bayreuth 1923 í f yrsta sinn lofaði hann aö færa Parsifal aftur til Bayreuth en óvandaðir menn voru þá farnir aö leika hann út um hvippinn og hvappinn. „Hitier elskaði fjöiiog fjárhunda" Fyrstu forsetar Vestur-Þýzkalands, Heuss og Heinemann, töldu sér ekki sæmandi aö sækja Wagner-hátíðina fremur en Willy Brandt og Helmut Schmidt. Aftur á móti sitja Walter Scheel og Karl Carstens, núverandi forseti, þar í heiðurssæti svo ekki sé talað um Franz Josef Strauss, sem gjaman býöur meö sér nafna sínum Beckenbauer. Á hátíöinni 1976 hélt Scheel, sem þá var forseti landsins, ræöu í tilefni af 100 ára afmæli Operu- hússins og mæltist hún illa fyrir meöal Wagneraödáenda Samt komst Scheell þá aö þessari saklausu niöurstööu: „Hvað gat Wagner gert aö því þótt Hitler væri aödáandi hans. Hitler elsk- aöi einnig fjöll og fjárhunda og ekki eru þau nokkuð verri fyrir það.” -gb. Wagnerfræðimaðurinn Hartmut Zefínsky i viðtafí við Spiegei. HUSBYGGJENDUR Áð halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- ) arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. iHagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Adrar söluvörur: jGIerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar Pípueinangrun: frauð- plast/glerull.. . BORGARPLAST HF Borgamesi simi93-73TO~]l Kvðldaimi pfl helgarslmii jðjb:?3§6l -EINKAFLUGMANNS- NÁMSKEIÐ Þann 13. sept. nk. hefst á vegum Flugklúbbsins hf. bóklegt kvöldnámskeið. Kennt verður í siglinga- fræði, flugeðlisfræði, flugreglur, vélfræði, veður- fræði. Skráning er þegar hafin í síma 28970 in&iigi s§! il i , / -•{Vr Leitið upplýsinga um námskeiðið. Svo minnum við á verklegu kennsluna sem er í gangi allt árið. Sími 28970 FLU6KLUBBURINN H.F. Reykjavikurflugvelli Skerjafjarðarmegin Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar Allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að *mánuðum • FLISAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÖNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR • • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN • ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. m D OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Lokað iaugardaga. EQ D I Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.