Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST1982.
15
— Hvað fær hver langan tíma
hjáþér?
„Það er allt frá hálftíma og upp
í fjóratíma.”
— Hvað kostar tíminn?
„Hundrað og fimmtíu krónur
kostar spáin og þá alveg sama,
hversu lengi viðkomandi er hjá
mér.”
„Fólk á öllum aldri,
en konur í meirihluta"
— Hvernigfólkkemurtilþín?
„Það er fólk á öllum aldri. Allt
frá 16 ára til áttræðs.”
— Karlar eða konur?
„Bæði, þó fleiri konur, enda eru
þær oft undir miklu meira álagi en
karlar”.
— Spáir þú bæði í spil og bolla
fyrir alla sem koma eða velur fólk
annað hvort?
,,Nei, nei, það er innifalið í
gjaldinu að spá í hvorttveggja.”
— Spáirþúekkií lófa?
„Nci, ertu frá þér. Fólk heldur
að hvaða spákona sem er geti spáð
í lófa, en það er alger misskiln-
ingur. Lófalestur er minnst fimm
ára nám erlendis.”
— Notar þú einhver sérstök
spil, þegar þú spáir?
„Já, ég var lengi að finna þau
þessi, ein fjögur, fimm ár.”
— En nú sýnist mér þessi spil
ekkert frábrugðin venjulegum
spilum.
„Jú, sjáðu til. Mannspilin eru
þannig útbúin að þau búa yf ir viss-
um persónueinkennum. ’ ’
— Ekki gat ég nú komið auga á
það, en áfram með spjallið. En
þessir bollar, sem þú notar. Eru
þetta einhver jir sérstakir bollar ?
„Eg nota alltaf þessa bolla, en
það má auövitað nota næstum
hvaðsemer.”
„Læt oft spá fyrir mór"
— Spáir þú fyrir s jálfri þér ?
„Nei, það er ekki hægt. Hins
vegar læt ég oft spá fyrir mér. Það
er bara aldrei neitt að marka það.
Þó hefur ein spákona getað spáð
fyrir mér. Það er frænka mín og
sýnir það, að fjölskyldan hefur
þettaí sér.”
— Eru spádómar þínir
óvéfengjanlegir?
„Já, þeir koma bara alltaf
fram. Eg er oft að hitta fólk eða ég
er hringd upp af fóíki, sem ég hef
spáð fyrir og það segir mér, að
spádómarnir rætist. ”
— Hvað ná spádómar þínir
langt f ram í tímann?
„Svona tvö ár.”
— Svo þetta eru ekki langtíma-
spár?
„Nei, ekki er það nú.”
— Kemur fólk þá aftur og aftur
til þín?
„Já, það kemur hingað mikið
samafólkið”.
— Hvort eru öruggari spár, þær
sem þú sérð í bollunum eða þær í
spilunum?
„Það er ómögulegt að rengja
nokkuð, sem er í boUanum. Það er
alveg pottþétt. Hins vegar það
W
sem ég sé út úr spilunum, þar
getur á tíðum eitthvað orðið öðru-
vísienætlaðvar.”
— En af hverju lætur þú þér þá
ekki nægja að spá bara í bolla?
„Maður sér meira út úr spilun-
um. Það er að segja, persónan
kemur þar fram í víðara sam-
hengi, ef svo má að orði komast.”
— Hvernig geta dreggjar í bolla
sagt til um örlög fólks?
Nú svaraði Stella ekki heldur
yppti öxlum.
„Sá slys í fiæðarmáli
og maðurinn fannst rekinn"
— Hefurðu einhvem tíma orðið
áþreifanlega vör við að spádómar
þínir hafi komið fram. Þá á ég
ekki við þetta venjulega, eins og
peningavon eða ástamál?
— Já, þaðkomeinusinnitilmín
kona. 1 spilunum hennar sá ég slys
í fiæðarmáli. Eg sagði henni ekki
frá því, en nokkrum dögum seinna
kom hún til mín og sagði mér frá
manni, sem hún þekkti, sem hefði
fundizt dáinn í flæðarmáli.”
— Læturðu allt flakka, sem þú
sérð í spilunum?
„Nei, ekki ef um slys, veikindi
eða dauða er að ræða, því að oft
má satt kyr rt ligg ja, ekki satt ? ”
— Aflarðu þér upplýsinga um
fólk áður en það kemur ?
„Ertu frá þér, ég gæti ekki spáð
fyrir þessu fólki þá. Ef það gerir
sig líklegt til að segja mér eitt-
hvað frá sér stöðva ég þaö.”
— En er ekki þá aðalatriðið í
þessu að vera búinn skáldlegum
hæfileikum?
„Nei, nei, að minnsta kosti er ég
ekki búin neinum slíkum hæfi-
leikum. Þú sérð það, að það sem
ég spái kemur eiginlega alltaf
fram og það þarf meira til en
skáldlega hæfileika til þess.”
— Hefurðu í þig og á með spá-
dómunum?
„Ertu frá þér, ég rétt hef fyrir
auglýsingunum, enda er ég að
þessu fyrst og fremst mér til
gamans,” sagði spákonan Stella.
Spáð í spilin
„En nú ætla ég að spá fyrir
þér,” sagði Stella. Til þess notar
hún 32 spil, tvistar, þristar,
fjarkar, fimmur og sexur eru ekki
með. „Dragðu nokkur spil,” segir
hún. Svo eru spilin lögð á borðið
eftir öllum kúnstarinnar reglum.
— Þýða spilin hvert og eitt eitt-
hvað sérstakt?
„Nei, og þó að vissu leyti, en þau
fá fyrst merkingu, þegar þau eru
komin saman.”
En nú fór Stella að spá.
„Heyrðu, ógurlega er þetta
skrýtið! Ertu ekki alveg rétt-
hent?”
— Á ég að svara? Hún játti því.
Nei, ekki alveg rétthent. Það er
rétt.
„Hér eru einhver vandræði með
bömin.Áttubörn?”
— Nei.
„Nú, þá verða vandræöi. Þú átt
eftir að eignast þrjú börn og það
yngsta verður óþægt í meira lagi.
Svo eru héma tveir menn í lífi
þínu. Annar er meira áberandi.
Ertugift?”
Nei.
„Þá á hann eftir að verða eigin-
maður þinn. Svo er hérna dökkur
kafli. Áttirðu erfiða æsku? ”
— Nei, ekki kannaðist ég við
það.
„Kannski skilnaöur foreldra ? ”
— Nei, ekki heldur.
,,Svo sé ég hérna sambúð í fjöl-
skyldunni. Innan tveggja ára
verðurðu komin í sambúð og búin
að eignast eitt barn.”
— Nú, já.
„Attu bróður, sem hefur verið
aö læra einhver viöskipti? ”
— Jú.
„Þú átt eftir að fara út í ein-
hverja fjárfestingu eða jafnvel
sjálfstæðan atvinnurekstur, þar
sem þú getur fært þér þekkingu
hans í nyt. Heyrðu, vinnur hann á
spítala?”
— Nei.
„En þekkirðu ekki einhvem,
kannski vinkona þín, sem vinnur á
spítala?”
— Jú, alveg gat það verið.
„Hún á í ástarsorg. Svo sé ég
héma, að þaö er einhver aðskiln-
aður viö þína nánustu, vegna
ferðalags, sem þú ferð í eða jafn-
vel að þú sezt að erlendis um ein-
hvem tíma.”
Og nú skoðaði hún spilin grannt
og þagði lengi, en sagði svo: „Já,
þetta h'tur ekki sem verst út hjá
þér.”
Svo mörg voru þau orð.
Framtíð blaðamannsins!
Stella ákvað að spá í bolla blaða-
mannsins. Hún heUti kaffi í boUa,
blaðamaðurlnn drakk í botn og rétti
hennl boUann, sem hún lagðl á
eidhúsofninn.
Svo biðum við nokkra stund.
Loksins tók hún boUann, leit ofan í
hann og sagði: „Það er bara svona!
Það er heldur betur ástarsamband,
ha? Bara hörkukeUrí. Það verður
bamúrþessu!
Svo sé ég einhvcm f jaUstind og hús
fyrir neðan. Ég skU ekki alveg í því.
Það cr kannski von á eidgosi?”
Hún skoðaði boUann gaumgæfilega
og velti honum á aUar bUðar.
„Það er aldeUis ástarsamband.
Þaraa er einhver maður og svo sé ég
annan, sem þú vUt ekkert með hafa
og það verður eltthvert vesen með
hann.”
Núkom löng þögn.
„Heyrðu, það em einhverjir flutn-
ingar á döfinni. Kannski flytur þú
ekki sjálf, en einhver þér nákominn.
Þeir flutningar verða tU bóta.”
Enn rýndi hún i boUann og skoðaði
hann.
„Já, já,” sagði bún. „Þetta litur
mjög vel út hjá þér. Þú þarft engar
ábyggjur aðbafa.” Ogþáhöfum
við það.
Bollamir okkar. Sé tí! vinstri ar biaOamannsins og l/ósmyndarans til hægri.
Framtið Ijósmyndarans!
Égsáaðljósmyndaranumlétti. Ertu búinn að setja í frystikistuna
Nú var komið aö ljósmyndar-
anum. Alveg eins var farið að. Stella
hellti kaffi í bollann hans, hann
drakk í botn og rétti henni boUann.
Hún sneri boUanum í hendí sér og
lagði hann á grúfu á ofn í eldhúsinu.
Svobiðumvið.
„Jæja,” sagði Stella eftirskamma
stund. „NúerbolUnntilbúinn.”
Hún tók boUann, velti honum á
aUa kanta og máta og rýndi ofan í
hann. „Nú, já,” sagði hún. „Bjart-
ara getur það ekki verið! ”
„Hérna eru peningar. Kannski
happdrættisvinningur .. . nei,
annars ... þú færð launahækkun,”
sagði hún. „Og svo sé ég bam og
eitthvert vesen,” hún hikaði aöeins.
.JCannski áttu ekkert bam?” spurði
hún ljósmyndarann.
„ A ég að svara þér, þegar þú spyrð
svona?” spurði hann. SteUa jánkaði
þvi. „Jú, jú ég á nokkra króga”.
Hún hélt áfram: „Það er
heUmikið sem þú ert að fara að gera.
fyrirveturinn?”
Hann neitaði því.
,JEn kjötiö sem þú ætlar aö
kaupa?”
„Ekkikomið,” svaraði hann.
,,Þú ert aö fara i ferö til útlanda.
Ég sé héma dýragarð. En það er
ekki alveg strax ... Og svo sé ég
héma meiri peninga. Þú ert á-
reiðanlega að fá launahækkun! ”
Og þetta var aUt um framtíð ljós-
myndarans.
örlögin ráðin?