Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Side 16
16 DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST1982. kjOlfötin aftur AÐ KOM41TÍZKU — og sjakket, smóking og city-dress íylgja í kjölfarið Að vera á ,,kjól og hvítu” þótti afskaplega fínt hér einu sinni og ekki nema heldri menn sem áttu slíkan bún- ing. En er hann ekki alveg aflagöur í dag? Lausleg könnun okkar á DV bendir til að svo sé ekki. Aö vísu hefur dregiö úr notkun hans hjá embættismönnum ríkisins. En hljóöfæraleikarar, söngv- arar, Oddfellowar og frímúrar nota hann ekki minna en áöur. I fataverzlunum fengum viö þær upplýsingar aö það væri alltaf reytingssala í kjólfötunum. Ein verzlun, sem ekki hefur veriö meö kjól- föt í nokkur ár, hefur pantað birgöir fyrir haustiö sakir eftirspurnar viöskiptavina. Hér fara á eftir nokkrir fróöleiks- molar um þennan viöhafnarklæönaö, svo og „sjakketið”, „city dressiö” og „smókinginn”. Ólafur Thors og „city dressið" Kjólföt þekkja flestir, síöa svarta jakkann með klofnu stéli og svartar buxur. Vestiö er hvítt í veizlum, svart við alvarlegri tilefni. Léttari útgáfa af þessum búningi er „sjakket”. Þá er jakkinn meö stéli, oft grár, og buxumar röndóttar. I alþýöu- tali eru þetta stundum kölluö spóaföt en á hátíðlegra máli árdegisbúningur. Hann er aðallega notaöur á daginn. Víða er siður aö sendiherrar afhendi þjóöhöföingjum trúnaöarbréf íklæddir „sjakket” en Kristján Eldjám lagöi þá reglu niöur hér. Era sendiherrar síöan á dökkum fötum þegar þeir afhenda trúnaöarbréfin, nema þeir óski sjálfir aö vera í þjóðbúningum. Það kaus sendiherra Nígeríu þegar hann gekk á fund Vigdisar Finnbogadótturí vor. Ef engin löf em á jakkanum og hann dökkur en buxumar röndóttar þá höfum viö svokallað „city dress”. Munu flestir kannast við þaö ef þeir hugsa um Olaf Thors. Hann gekk gjaman þannig klæddur viö opinberar athafnir. Loks er „smoking” mjög vinsæll veizlu- og giftingarklæönaöur. Oftast svartur, þó stundum til dæmis dökk- blár og meö silki á jakkauppslögum og silkiboröa niöur buxnaskálmarnar, á hliö. Svipaöur búningur er reyndar „tuxedo” en þá er jakkinn hvítur. Hárkollur og lífstykki Kjólfötin komu fram einhvern tíma á 19. öldinni. Lafáfrakkinn var i sjálfu sér eldri og sennilega er klaufin aö aftan þannig til komin aö mönnum hefur þótt þægilegra á hestbaki aö geta látið löfin f laksast sitt hvomm megin. Alveg fram undir 1800 gengu kari- menn í kjólfrökkum, hnébuxum og með hárkollur. Sumir reyrðu sig meö lífstykkjum og litklæði voru ríkjandi. (Þessir búningar sáust vel í Amadeus- sýningu Þjóðleikhússins í vetur á keisarahiröinni í Vínarborg um 1790.) Eftir frönsku byltinguna 1789 varö breyting á mörgu í Evrópu, þar á meöal karlmannaklæðnaöi, sem fór aö taka á sig þá mynd sem hann hefur í dag. Og London náöi forustu í karl- mannatízku heimsins af París. Jafiivel íslenzkir bændur, sumir hverjir, gengu á seinni hluta 19. aldar í eins frökkum og maðurinn hennar Victoríu, hann prins Albert. Hátíðarbúningur og heiðursmerki Blómatími kjólfata hér á landi hefur sennilega veriö á fyrstu áratugum aldarinnar. Þá voru þau mikið notuð í fínni veizlum en nú hef ur dregiö úr því. I tveimur veizlum á ári þurfa þó æöri embættismenn ríkisins aö dusta rykiö af þessum klæönaði. Annaö skiptiö er árleg veizla sem forseti Islands heldur og sitja hana meöal annars forstöðu- menn erlendra sendiráöa. A boös- kortinu stendur þá meö smáu letri: Hátíöarbúningur og heiöursmerki. Þeir sem hlotiö hafa oröur bera þær við þetta tækifæri. Utanríkisráðherra heldur sams konar veizlu árlega og Þegar minnzt er á „city dress” kemur Ólafur Thors strax upp i hugann. Hann klæddist oft þessum búningi sem fór honum ljómandi vel. (Mynd: Olafur Magnússon—Ljósmyndasafnið.) koma menn þá gjarna í k jólfötum, enn- fremur í veizlum sem haldnar eru til heiöurs gestkomandi þjóöhöföingjum. En þegar efnt er til fagnaöar fyrir erlenda ráöherra er oftast nóg aö mæta á smóking, stundum jafnvel á dökkum sparifötum. A öllum kvöldtónleikum Sinfóniu- hljómsveitar Islands eru bæði stjóm- andi og hljóöfæraleikarar á kjólfötum. Ýmsir karlakórar, eins og til dæmis Fóstbræöur, syngja yfirleitt í kjólföt- um. Aðrir hafa dregið úr þessu, og þannig notar Kariakór Reykjavíkur hvíta jakka viö svartar buxur á söng- skemmtunum sínum. Oddfellowar og frímúrarar halda fast viö kjólfötin á samkomum sínum. Brúðgumar Vinsælasti brúðkaupsbúningur karl- manna er smóking. Þeir efnaminni fara í Herrahúsið og leigja sér smók- ing. Þaö kostar kr. 330 fyrir einn til þrjá daga, dýrara fyrir lengri tíma. Þá er hreinsun innifalin, einnig lagfær- ingar. Eins og þeir segja í Herrahús- inu: „Fötin veröa aö fara vel, ef menn ætla aö ganga í þeim upp aö altarinu.” Samkvæmt frönskum siöareglum eiga brúögumar helzt aö vera í svört- um lafafrakka og röndóttum buxum, sumsé sjakket, á hátíöarstundinni. Kjólföt hæfa ekki, því samkvæmt ströngustu siöareglum eru þau aöeins kvöldklæðnaður. Á krepputímum klæðast menn betur Odýmstu kjólföt bæjarins fást senni- lega í Herrahúsinu og kosta þar innan viö kr. 2.700. Gamalt verö frá því í fyrrahaust. I Herragaröinum kosta þau kr. 3.500 og hjá Sævari Karli Ola- syni um kr. 4000. En Herradeild P&O er sú verzlun sem ekki hefur veriö meö þau um skeiö en ætlar aö panta þau fyrir haustið. öllum ber saman um aö eftirspurn eftir smóking hafi heldur aukizt. Stúd- entar hættu á tímabili aö fá sér þennan klæðnaö en eru nú famir aö kaupa hann aftur, enda mikiö notaður á árshátíðum eldri stúdenta. Yfirleitt viröist karlmannatízkan nú hneigjast í hefðbundnari átt en fyrr. „City dress , svartur stuttur jakki, röndóttar buxur. Áður fyrr létu menn klæðskera- sauma kjólfötin sín. Eitt elzta fyrir- tækið í þeim bransa hér í höfuðborg- inni var kennt við Vigfús Guðbrands- son. Viðskiptabækur þess frá fyrstu árum aldarinnar hafa varðveitzt. Þar eru skráðar brjóstvíddir og erma- lengdir margra góðra borgara. Enn- fremur gefa þær vísbendingar um hvaða atvik knúðu menn til kjólfata- kaupa, eins og þegar Siguröur Guð- mundsson pantar sér kjólföt 8. septem- ber 1921, haustið sem hann verður skólameistari á Akureyri. Sævar Karl Úlason klæðskeri rekur núna þetta fyrirtæki. Starfshættir hafa breytzt, veizluklæðin eru oftast flutt inn tilbúin. En hér er verzlunarstjór- inn, Kjartan Ólafsson, albúinn í tígulegt samkvæmislif. DV-mynd: GVA. Menn leggja meira upp úr því að fá sér dýrarifötmeðsigildu sniði. „Þaö er kreppan. Enginn vill láta á því bera aö hann sé blankur,” segir Sævar Karl Olason, eigandi dýmstu herrafataverzlunarbæjarins. -ihh. Smóking, tvíhnepptur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.