Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Side 21
Sérstæð sakamál Sérstæð sakamát — Sérstæð sakamál — Sérstæð — Sérstæð sakamál
DV. LAUGARDAGUR 21. AGUST1982.
um í bílskúr Openshaws, sem hvorki
tilheyrði dómaranum né konu hans.
Fingrafar þetta reyndist vera á
skrá. Skyndilega var lögreglan komin
með einn grunaðan; John Smith. Að
vísu algengasta karlmannsnafn á
Bretlandseyjum. En það var ekkert
venjulegt með þennan John Smith. Við
könnun á afbrotaferli hans kom í ljós
að árið 1968 hafði Openshaw dómari
dæmt hann til átján mánaða dvalar í
Brostal, sem er staður ætlaður af-
brotaunglingum. Þar ríkir strangur
agi enda er Brostal nokkurs konar
sambland skóla og f angelsis.
Nú hafði lögreglan fundið tengsl á
milli morðingjans og dómarans. Hún
vissi einnig hver morðinginn var.
Eftirleikurinn yrði auðveldur — eða
svohélduþeir.
Enn var þó ekki búið að finna nein
tengsl á milli morðingjans og hins
týnda forstjóra. I raun vissi Meadows
lögregluforingi ekkert um hvarf
Grays. Lögreglan hafði flokkað það
mál sem eitt af mörgum, þar sem
eiginmaðurinn hafði stungið af frá kon-
unni. Það mál var ekki sérlega mikil-
vægt fyrir lögreglumennina, sem nú
voru að leita að manni, sem nýbúinn
var aö myrða kunnan, virtan dómara.
Þá kom símhringingin frá Smith úr
sjálfsalanum.
Smith krafðist þess að fá samband
við þann, sem stjórnaði rannsókn
morðsins á dómaranum.
Þegar Meadows svaraði þreytulegur
í símann sagði Smith: „Veiztu hver
þetta er?”
Meadows lögregluforingi áleit að
einhver geggjaður væri á línunni og
hugðist leggja á. En áður en hann lagöi
á, hafði sá í símanum bætt við: „Eg er
náunginn, sem lét dómarann fá það
sem hann átti skilið. Hefurðu nú áhuga
áaðtala viðmig?”
„Gaman að heyra í þér,
John Smith"
Skyndilega var Meadows glaðvakn-
aöur. Hann gaf samstarfsmönnum
sínum bendingu um að reyna aö rekja
símtalið.
„Gaman að heyra í þér, John
Smith,” sagði Meadows í símann og lét
morðingjanum bregða hressilega í
brún með því að segja nafnið.
„Það hjálpar þér ekkert að vita
nafnið,” sagði Smith, þegar hann hafði
náð sér. „Openshaw er bara byrjunin.
Hann var efstur á listanum og það er
langur listi.
Ég þarf að ná mér niðri á mörgum í
þjóðfélaginu. Stórjöxlum, engum smá-
peðum. Eg ætla líka aö þagga niður í
nokkrum þingmönnum. Allir þing-
menn eru úrhrak. Eg hef dæmt nokkra
þeirra til dauöa. Ég hef líka veriö að
spá í að drepa einhvem úr konungsf jöl-
skyldunni, en þeirra er gætt of vel. Ég
kemst ekki nógu nálægt. ”
Áður en Meadows lögregluforingja
tókst að segja nokkuð, hélt Smith
áfram: „En þú getur ekki náð mér,
jafnvel þótt þú finnir mig. Veiztu af
hverju?”
„Nei, segðu mér það,” sagði
Meadows, ánægður með aö símtaliö
hélt áfram á meðan verið væri aö
reyna að rekja það.
„Ég er með gísl. Feitan forstjóra frá
Preston. Hann heitir Gray. Það hlýtur
að vera búið að tilkynna um hvarf
hans.”
Síðan lagðihanná.
Ekki tókst að rekja símtalið. Vantaði
aðeins örfáar sekúndur upp á.
En nú var hreyfing komin á málin.
Meadows var upplýstur um hvarf
Grays. Hann fékk upplýsingar um bíl
Grays; tegund, bílnúmer og lit bílsins.
Því næst hringdi hann í eiginkonu
Grays.
,,Ég færi þér, því miður, engar gleði-
fregnir,” sagði Meadows við konuna.
, ,Við höfum ástæöu til að ætla að manni
þínum hafi verið rænt. Sá sem það
gerði er að öllum líkindum afar hættu-
legur og sturlaður glæpamaður. 1
sannleika sagt, þá er hann morðingi.
En við erum fullvissir um að maöurinn
þinn sé en'n á lífi og við höfum ekki
ástæöu til að ætla annað en að okkur
takist að bjarga honum áður en honum
verðurgertmein.”
Ljósmyndir
sendar til blaðanna
Frú Gray tók þessum f réttum með ró
og stillingu og hét því að gera allt það
Lögreglumaðurinn reyndi að gera
sitt bezta til aö draga úr kvíða kon-
unnar. Hún var hins vegar viss um að
eitthvað hafði komiö fyrir, eitthvað
alvarlegt.
Morðinginn og gísl
hans komnir til London
Á þessari stundu voru nokkrir
klukkutímar liðnir frá því morðinginn
og gísl hans komu til London. Gray for-
stjóra var haldið föngnum í kjallara-
íbúð moröingjans í Paddington-hverfi í
vesturhluta Lundúna. Það hverfi er
þekkt fyrir kynþáttaóeirðir og ekki
beint talið það fínasta í borginni.
Gray hafði verið bundinn við stól í
frekar óaðlaðandi herbergi, sem
mannræninginn bjó í og svaf. Fátt var
um húsgögn. Tómar bjórdósir þöktu
gólfið. Eftir að hafa lokiö úr bjórdós
hreinlega henti morðinginn henni á
gólfið.
Sígarettustubbar voru um allt og
snjáð gólfteppiö var allt í brunagötum.
Ekki var neitt sem benti til þess að her-
bergið væri upphitað. öll lýsingin var
ein nakin ljósapera. Ekkert var utan
umhana.
Svefnpoki í einu homi herbergisins
var rúm morðingjans.
Rafmagnseldavél í ööru homi her-
bergisins leit út eins og hún hefði ekki
verið þrifin í áraraðir. Virkileg . ólykt
varíherberginu.
Þama var baöherbergi, en þaö var
notað sem geymsla. Baðkerið var fullt
af allskonar drasli, þar á meðal
tómum viskíflöskum og bjórdósum.
Edward Gray hafði aldrei fyrr orðið
vitni að öörum eins sóðaskap.
„Ég sker þig á háls ef þú reynir eitt-
hvað. Skiluröu það?” Þessa viðvömn
hafði Gray fengið að heyra frá því aö
hann kom inn í þetta rotnandi skíta-
bæli.
Snemma morguns þess 21. maí hafði
ræningi Grays fariö inn á baöherbergi
og komið aftur með bunka af úrklipp-
um úr dagblöðum. Hver úrklippa var
dagsett. „Sjáöu bara þetta,” sagði
morðinginn. .JSérðu ekki núna hvers
vegna ég varð að drepa hann? Hann
var mesta illmenniö í heiminum. Ég
beið svo lengi eftir þessu augnabliki.
Öh, hvað ég naut þess! ”
Urklippumar voru allar fréttir af
John Smith. Fingraför hans voru á
skrá.
sakamálum, sem Openshaw dómari
hafði dæmt í.
Um morguninn var Gary neyddur til
að taka inn fimm eða sex valíum-
töflur. Hann hafði enga hugmynd um
hve sterkar þær voru, en tók eftir
orðinu Roche á þeim. Kannaðist hann
þá við töflumar því að konan hans
hafði tekið þær á tímabili fyrir
nokkrum áram.
Þegar Gray var í þann veginn að
sofna skrapp mannræninginn úr
kjallaraíbúðinni og gekk í átt aö síma-
sjálfsala á næsta götuhorni.
Fingrafar f innst
Meadows lögregluforingi hafði unnið
að málinu alla nóttina því að þeir vora
komnir með góöar vísbendingar í
hendurnar. Fingrafarasérfræöingar
höfðu fundið nýtt fingrafar á Jagúarn-
Blackpool-turninn.
sem hún gæti til að hjálpa. Hún lofaði
að hafa nokkrar ljósmyndir af manni
sinum tilbúnar þegar lögreglumenn
kæmu að sækja þær innan hálftíma.
Á meöan flýtti Smith sér aftur til
baka til hinnar óaðlaðandi vistarvera
sinnar. Hann óttaðist að símtalið hefði
verið of langt og að lögreglunni mundi
takast að rekja þaö. Þá gat hann sér til
um að lögreglan væri búin aö senda
blööunum mynd af honum. Húsráð-
andinn myndi örugglega bera kennsl á
hann og k jafta í lögregluna.
Svo að hann varð að flýja á ný. Hann
hafði fariö úr blóöugu fötunum og sett
þau í baðkerið, sem var fullt fyrir af
drasli.
Þegar hann kom til baka lá Gray
steinsofandi i stólnum. Hinn stóri
vqjium-skammtur hafði haft sín áhrif.
Valiumtöflumar höfðu gert það að
verkum að Gray hreyfði sig hvergi. En
nú var komin upp sú staða að hinn
djúpi svefn Grays olli Smith áhyggj-
um. Það var nefnilega útilokaö fyrir
Smith að drösla Gray í þessu ásig-
komulagi upp úr kjallaraholunni og út í
bíl.
Ófús ákvað hann að losa sig við
þennan gísl. Það gramdist honum því
að Gray var trygging hans gegn því að
verða handtekinn — eða svo hélt hann.
Seinna viöurkenndi hann að hafa
ekki haft verulegar áhyggjur. Hann
hef ði alltaf getað tekið ný jan gísl.
,,Ég var að spá í að ræna einhverri
stelpu,” sagði hann í skráðum fram-
burði.
„Eg vildi fá einhvem sem var meira
aðlaðandi en Gray. Einhvem sem hægt
væri að hafa gaman af milli þess sem
ég væri að kála mönnum. Ung kona
hefðiveriðágæt.”
Smith yfirgaf íbúð sína með poka út-
troðinn af gömlum fötum. Hann hafði
auðvitaö hnífinn með. Hann vissi sem
var að hver einasti lögreglumaður í
landinu færi fljótlega að leita að
Granada-bílnum hans Grays. Honum
kom því ekki til hugar að flýja á þeim
bíl.
Stal Cortinu
Þess í stað gekk hann nokkra kíló-
metra en stal síðan Ford Cortinu.
Hann var sérfræðingur í því að
brjótast inn í bíla og hann gat startað
hvaða bíl sem var án lykla.
Um hádegisbil þennan sama dag,
21. maí, hafði lögreglan fundið Ford
Granada-bílinn. Itarleg leit í öllum
byggingum í nágrenninu var þegar
fyrirskipuð. Um hálftvöleytið fannst
Gray, enn steinsofandi í stólnum sem
hann var bundinn við.
Honum var í skyndi ekið á sjúkrahús
en lækni tókst að sannfæra eiginkonu
hans um að honum væri óhætt. „Þetta
er ekkert alvarlegt. Honum var ekki
gefið nándar nærri svo mikið valium
að lífi hans sé ógnað. Það versta er að
svo virðist sem hann hafi fengið áfall.
Hann er í meðferð vegna þess á þess-
ari stundu. Þetta valiúm mun hreins-
ast af s jálfu sér úr líkamanum. ’ ’
Gray var vaknaður og þrátt fyrir
„dúndrandi höfuðverk” gat hann sagt
lögreglunni nákvæmlega hvað gerzt
hafði.
Otrúlegt en satt, þrátt fyrir allar
vísbendingamar, þá staðreynd að
Smith ók einum stolnum bíl og að
hann hafði litla sem enga f jármuni að
því er bezt var vitað, spurðist ekkert til
hans næstu þrjá mánuði.
Þrátt fyrir að lýst væri eftir Smith í
f jölmiðlum og myndir birtar af honum
gekk rannsóknin ekkert. Meadows
taldi ekki ólíklegt að Smith drægi f ram
lífið með hnupliog hefði hugsanlega
breytt útliti sínu eitthvað. Hann hefði
þó áreiðanlega ekki ráð á aö láta
breyta andliti sínu með
skurðaðgerðum.
Við og viö hringdi Smith þó í
Meadows lögregluforingja til að hæöa
hann, en varaði sig á því að vera aldrei
lengur en fimm sekúndur í símanum.
Meadows óttaðist það mest að Smith
myndi láta verða af hótun sinni og
drepa fleiri. Það var augljóst að hann
var fullur haturs og staðráðinn í að ná
eins mörgum háttsettum og hann gat.
Endalokin
Eltingaleiknum lauk á mjög drama-
tískan hátt þann 16. ágúst 1981. Þá fór
Smith með lyftu upp í Blackpool-
turninn, sem er nokkurs konar Eiffel-
tum borgarinnar.
Þegar upp á útsýnispallinn, efst í
tuminum, var komið, hélt hann áfram
og klifraði eftir stálmastri alveg upp á
topp, sem er í um 160 metra hæð yfir
sjávarmáli. Þar sat hann í tvo sólar-
hringa og rúmlega það en lög-
reglumenn reyndu á meðan að tala um
fyrirhonum.
Það var ekki fyrr en Meadows lög-
regluforingi hafði horft á manninn í
turntoppinum í gegnum kíki að hann
gerði sér grein fyrir því að þetta var
enginn annar en John Smith,
morðinginn og mannræninginn eftir-
lýsti.
Lögreglan beið einfaldlega
þolinmóð eftir því að Smith yrði
þreyttur og svangur.
I „Ætlarðu að koma sjálfur niður eða
eigum við að bíða eftir því að þú
dettir?” kallaði lögreglan í gegnum
hátalara.
Hægt og rólega, fet fyrir fet, klifraði
Smith niður úr tumspíranni í fang lög-
reglumannanna, sem biðu á útsýnis-
pallinum.
I framburði sinum sagði Smith um
Openshaw dómara: „Hann var
illmennið sem svipti mig frelsi. Það
var það sem kom þessu öllu af stað.
Þessi djöfull dæmdi mig til átján
mánaða vistar í Borstal. Ég þoldi ekki
að vera þar. Ég hafði brotiö tvisvar af
mér áður og hafði þá bara verið
sektaður.
Hann svipti alla frelsi, stundum
tuttugu á dag. Hann gaf mér aldrei
tækifæri. Ef mér hefði verið gefið
tækifæri er óvíst að ég væri héma
staddurídag.”
Hann sagðist hafa klifrað upp á
Blackpool-tuminn til að mótmæla
aöbúnaði í fangelsum.
Þann 19. nóvember árið 1981 var
Smith fundinn sekur um morðið á
Openshaw dómara og ránið á Gray for-
stjóra.
Eitt sinn við réttarhöldin hrópaði
hann úr sæti sínu: „Ég sé ekki eftir því
sem ég gerði. Eg mundi gera það sama
ámorgun.”
„Sker þig á háls
þegar ég slepp út"
Hann var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi. Lét dómarinn það fylgja með aö
náöun skyldi ekki tekin til greina fyrr
en í f yrsta lagi eftir 25 ár.
Þegar hinn 32 ára John Smith var
leiddur handjámaður úr réttarsalnum
sneri hann sér að dómaranum og
hrópaði: „Ég mun ekki gleyma þér.
Ég sker þig á háls þegar ég slepp út.”