Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Page 1
# emkasknfstofu Bandankjaforseta. Vigdis og Reagan ræoast viö. Sambandið er gott —sagði Vigdís um leið oghún hallaði sérupp að Reagan r*? Forsetar Islands og Bandaríkj- anna, Vigdís Finnbogadóttir og Ron- ald Reagan, hittust í Hvíta húsinu í Washington í gær. Bandarísku for- setahjónin héldu hádegisverö til heiöursforseta Islands. Fyrir málsverðinn ræddust for- setamir stuttlega viö í „Oval office”, skrifstofu Reagans, og héldu út í garð þar sem fjöldi fréttamanna, ljósmyndara og kvikmyndatöku- manna beið. Einn fréttamannanna spuröi hvort samband Bandaríkj- anna og Islands væri gott. Reagan sagöi ekkert en Vigdís tók í handlegg hans, hallaði sér upp aö Reagan, brosti og sagöi aö sambandiö væri gott. Meöal gesta í hádegisverðinum vora Hinrik Danaprins, Haraldur krónprins Norömanna, Sonja krón- prinsessa, Bertil prins í Svíþjóö, utanríkisráðherra Finnlands og menntamálaráðherra Islands, Ingv- arGíslason. -KMU. EinhverJóná stóranpakkaá Keflavíkur- flugvelli — sjá bls. 5 Einnalbesti leikuríslensks landsliðs — sjá íþróttir bls. 20-21 Furðulostnir yfirákvörðun borgarráðs — sjá bls. 2 Ullarút- flytjendur hæfilega * bjartsýnir — sjábls.4-5 Hundahhýðni — sjá Dægradvöl bls. 36-37 Flugstöðvarbyggíngán úr sögunni: Nei—sögðu alþýðu- bandalagsráðherrar Forsetamlr í garði Hvíta hússins. Á ríkisstjómarfundi í gærmorgun var fyrirhuguð flugstöövarbygging á Keflavíkurflugvelli borin upp til at- kvæða. RáðherrarAlþýðubandalags- ins lögðust gegn því að hún yröi reist og beittu neitunarvaldi því sem þeir hafa rétt á samkvæmt stjórnarsátt- málanum. Olafur Jóhannesson utanríkisráð- herra sagði í viötali við eitt morgun- blaðanna í morgun að Framsóknar- flokkurinn ásamt ráðherram Sjálf- stæðisflokks myndu beita sér fyrir því að reyna að fá framlengt > heimildinni um fjárframlög til bygg- ingarinnar frá Bandaríkjunum. Guðrún Helgadóttir sagðist ekki sjá að það skipti neinu máli. „Við alþýðubandalagsmenn teljum á eng- an hátt tímabært að hefja bygginguá svo stóra mannvirki sem fyrirhuguð flugstöðvarbygging er. Við erum einnig á þeirri skoöun að við eigum sjálf að byggja okkar samgöngu- mannvirki fyrir okkar eigið fé.” Guðrún sagði að alþýðubandalags- menn gerðu sér það ljóst að i fram- tíðinni þyrfti að byggja þokkalega flugstöð á Keflavíkurflugveili og bæta þar með vinnuaöstöðu þeirra sem þar ynnu. „En,” sagði Guörún, „fyrirhuguð flugstöðvarbygging er alltof stór og við teljum, eins og ástandið er í dag, aö önnur brýnni verkefni eigi að hafa forgang.” Guð- rún sagðist t.d. vilja minna á málefni þroskaheftra og aldraðra, „og ef við höldum okkur einungis við samgöng- ur Islendinga þá eru víða um land til flugvellir sem beinlínis era Ufshættu- legir.” Guðrún sagði að þegar ráðist skyldi í framkvæmdir væri ágætt að spyrja sig fyrst hvar þörfin væri mest og hvað væri brýnast. „Eins og sakir standa komast aliir Islending- ar og ferðamenn leiðar sinnar og fá prýðilega þjónustu á Keflavíkurflug- velli. Þess vegna verður ekki séð að bygging flugstöðvar sé sú fram- kvæmd sem liggi mest á.” -EG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.