Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Qupperneq 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Vilja yfírgefa í friði sendi- ráðið og Sviss Svissnesk yfirvöld neita aö leyfa hryöjuverkamönnunum fjórum sem hafa pólska sendiráðið í Bem á valdi sinu að sleppa refsingarlaust úr landi. Viröist ætlunin að þreyta árásarmenn- ina, sem hafa enn fimm gísla á valdi sínu. Japanirásak- aðirum sögufölsun Suöur-Kórea hefur nú krafist þess af Japan að umdeildumköfl- um í kennslubók í sögu sem ný- lega var tekin til kennslu í japönskum skólum veröi tafar- laust breytt. Áður höfðu sömu kröfur borist frá Kína en Japanir neita að breyta neinu fyrr en 1985. Fleiri lönd í Asíu ásaka Japani fyrir að breyta sögulegum stað- reyndum til að leyna grimmd sinni í heimsstyrjöldinni síðari. Þingmenn Suður-Kóreu hafa nú jafnvel neitað að taka þátt í ár- legri ráðstefnu með japönskum kollegum sínu, sem venjulega fer fram í september, verði bókinni ekki breytt. Pólsku hryðjuverkamennirnir hafa slakað á kröfum sínum og óska einung- is griða til þess að yfirgefa landið óáreittir en Ulrich Hubacher dóms- málaráðherra segir að stjórnin gangi ekki að þeirri kröfu heldur. Vill hún ekki annað sjá en aö gíslunum veröi sleppt skilmálalaust. Fréttamenn sem fylgst hafa með sendiráðsbyggingunni og umsátri lög- reglunnar segja þar allt með kyrrum kjörum og rólegra sniði en viðbúið þótti miðað viö slíkt tilefni. Svissneska lögreglan gengur að gæslu sinni við sendiráðið með stakri ró, líkt og hún væri við hverja aðra umferðarvörslu. Lögregluþjónar skýla sér ekki einu sinni og eru því opin skotmörk fyrir árásarmennina í sendiráöinu. Á stöku staö hafa þeir samt sett upp gadda- vírsgirðingu en það er frekar til þess að halda fréttamönnum og forvitnum vegfarendum frá. Hryðjuverkamennirnir höfðu veitt frest til morguns svo að menn gætu orðið viö kröfum þeirra, en hafa hótaö að sprengja sendiráöið, sig sjálfa og gíslana í loft upp ella. Upphaflega voru kröfur þeirra þær aö herlögunum yrði aflétt í Póllandi, fangabúðum lok- að og pólitískum föngum sleppt. Þeir lúta forystu fimmtugs manns sem kallar sig Wysocki ofursta en fjór- menningarnir segjast vera fyrrver- andi liðsforingjar úr pólska hemum og andkommúnistar. ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR: Opel Kadett Berlina 5 d. '81 Verðkr. 180.000. Ch. Citation 3 d. 6 cyl. Verökr. 175.000. Ford Bronco sjálfsk., vökvast. '79 Verð kr. 250.000. Ford Cortina 1600 4 D. '76 Verð kr. 50.000. Volvo 244 DL beinsk. '76. Verökr. 90.000. Honda Accord EX sjálfsk., vökvast. 78 Verðkr. 200.000. Scout Traveler sjálfsk., vökvast '78. Verðkr. 220.000. Toyota Cressida sjálfsk. 4 d. '78. Verðkr. 100.000. Dodge Ramcharger með öllu '79. Verðkr. 295.000. Volvo 244 DL vökvast. '75. Verðkr. 85.000. Toyota Cressida station, 5 gira, '78. Verðkr. 110.000. Ch. Citaton 3 dyra 6 cyl., sjálfsk.'80 Verðkr. 165.000. Ch. Malibu Classic 6 cyl. sjálfsk. '77. Verðkr. 110.000. Isuzu Gemini '81 Verðkr. 135.000. Bedford sendif. 5 tn. m/kassa '78 Verð kr. 195.000. Oldsmobile Delta dísil '79 Verðkr. 160.000. Ch. IMova Custom, 2 dyra '78 Verð kr. 145.000. Toyota Hi-Lux yfirbyggður '81. Verðkr. 250.000. Ch. Chevette '80. Verðkr. 115.000. Scout II '78 4cyl. Verð kr. 140.000. Ch. Malibu Classic '79 Verðkr. 170.000. Volvo 245 DL, be'msk., '77 Verðkr. 120.000. Vauxhall Chevette hatchback ‘ Verðkr. 55.000 Buick Century station '80 Verðkr. 210.000. Ch. Nova 6 cyl., vökvastýri '73. Verð kr. 40.000. Vauxhall Viva 4 dyra '77. { Verðkr. 50.000. Dodge Aspen '79 Verð kr. 150.000. Oldsmobile Cutlas supreme '79 Verð kr. 190.000. Land Rover bensín '75 Verökr. 65.000. Ch. Capri classic '78 Verðkr. 170.000 Buick Skylark LTD '81 Verökr. 250.000. 1 Mercedes Benz 280 S '72. Verðkr. 150.000. Vauxhall Viva station '74 Verðkr. 35.000. Volvo 144 sjálfsk. '74. Verðkr. 75.000. Honda Accoard EX sjálfsk. '80. Verð kr. 125.000. Chevrolet Nova sjálfsk. '77. Verðkr. 90.000. Ford Cortina 4 dyra '79. Verðkr. 90.000. M. Benz 307 lengri gerð m/gluggum '79 Verðkr. 220.000. Ch. Malibu Classic 6 cyl. '80. Verö kr. 220.000. Ch. Blazer Cheyenne, beinsk., 6 cyl. '76 Verðkr. 160.000. Trabant '81 ek. 99 km. Verð kr. 35.000. 77 á Beinn sími 39810 VELADEILD SAfiHBANDSINS Ármúla 3 Reykjavik, Hallarmulamegin. Sími 38900 Fraiukir hennenn á göngu i Beirút: Arabaríkin vilja losna við þá úr Líbanon. ÆTLA ARABAR AÐ VIDURKENNA ÍSRAEL? — einhugur á ráðstef nu þeirra í Marokko um tillögur til þess að tryggja frið í Austurlöndum nær Arabaríkin hafa komið sér saman um tillögur er miða að því að leysa deiluna í Austurlöndum nær en hún hefur nú staðið í 35 ár. Að tillögunum stóðu hin hófsamari arabariki. Þær voru einróma sam- þykktar á ráðstefnu arabaríkjanna í Fez í Marokko í gær. Er þar hvatt til þess að viðurkenndur verði réttur Palestínuaraba til sjálfstæðs ríkis og óbeint um leið viöurkenndur tilveru- réttur Israelsríkis, þar sem lagt er til að öryggisráð Sameinuðu þjóöanna tryggi öryggi landanna í þessum heimshluta. I Þessi samþykkt ráöstefnunnar hefur ekki opinberlega verið kynnt ennþá en spurst hefur að þar sé viöurkennt gildi samþykktar Sameinuðu þjóðanna frá því 1947 varðandi Palestínu. Sömuleiðis hefur frést að ráðstefnan hafi ályktað að tillögur Reagans Bandaríkjaforseta í síðustu viku um sjálfstjórn Palestínuaraba á vestur- bakka árinnar Jórdan og á Gasa-svæð- inu heföu á sér jákvæðar hliöar. Annars fjallaði ráöstefnan aðallega um kröfur Libanons um aö allt erlent herlið skyldi á brott úr landinu og þar á meðal 30 þúsund manna „friðargæslu- lið” Sýrlendinga sem hreiðrað hefur aðallega um sig í Bekaa-dalnum. Haft er eftir aröbum sem viö ráöstefnuna störfuðu að hún marki tímamót í samskiptum araba og í meðal arabaríkjanna í afstöðunni til fyrsta sinn í sögunni hafi náðst eining Israels. Vanskil á Watergate- sektum Ríkissjóður Bandaríkjanna hefur fengið réttarúrskurð fyrir því að upptækar verði gerðar tekjur Gordons Liddys, eins sam- . særismannanna úr Watergate- málinu, af bók hans, kvikmynd og fyrirlestrum. Hann skuldar ennþá níu ára gamla sekt sem hann var dæmdur til þess að greiöa fyrir Watergatemálið. Sektin var upphaflega 40 þús- und dollarar en Liddy skuldar enn 23.812 dollara og hafði sæst á aö greiða 5000 dollara árs- fjórðungslega. Hann hefurekkert greitt f rá því í ágúst 1981. Gordon Liddy: Hald lagt á tekjur hans af ritstörfum vegna Water- gateskulda. Liddy sat á sínum tíma 53 mán- uði í fangelsi fyrir hlut sinn í Watergatemálinu og afplánaöi enginn annar svo þungan dóm vegna innbrotsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.