Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ANDAR KÖLDU Á MILLIDUBUN OG LONDON Þaö hefur lengstum verið grunnt á því góöa í sambúö Breta og Ira, en sambúö þeirra hefur farið til muna kólnandi á þessu ári. Eru þó naumast Uðin tvö ár, síöan leiötogar Bretlands og Irska lýðveldisins hittust í London og lýstu því stoltir yfir, aö undir þeirra handleiðslu mundi veröa annar bragur á. Meiri vinsemd. Meiratraust. Raunin hefur hins vegar verið sú, að árekstrar milli þessara tveggjaj hafa orðið við nánast hvert tilefni. övild og tortryggni hafa breiðst út frá stjórnarráðum beggja til almennings og á það einkanlega við um Breta. Það hafa svo sem aldrei verið miklir kærleikar með heimsveldinu og fyrrum nýlenöu þess, og Noröur- Irland þar sérdeilis aumur punktur. En nýjar deilur um stjórn Breta á N- Irlandi hafa rétt eina ferðina blossað upp, sárindi eru vegna afstööu Ira í Falklandseyjadeilunni, ágreiningur um hagsmuni innan Efnahagsbanda- • lagsins og vítissprengjur írskra hryðjuverkamanna í London í sumar hafa lagst á eitt til aö auka beiskjuna. Megnar naumast loðin orðanotkun diplómatanna að fela þannkala. Þegar þau Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Charles Haughey, forsætisráðherra Irska lýðveldisins, hittust í London Thatcher kunni írum enga þökk fyrir hiutiaysió i Falklandseyjadeil- unni. 1980, urðu þau ásátt um að rækja vel frændsemina og hittast á hálfs árs fresti til skrafs og ráðagerða. — Það eru nú liðnir tíu mánuðir, siðan fundað var síöast, og báðir viður- kenna, að næsti fundur hafi ekki enn verið ákveðinn. Gætti þessa kala strax upp úr ágreiningi um afstööu Thatchers til hungurfanganna írsku í fyrra á N-írlandi. IRA-fangar hófu hungurverkfallsölduna til þess að, knýja fram viöurkenningu á stöðu þeirra sem pólitískra fanga, því að hryðjuverk sín vinnur Irski lýðveldisherinn í nafni hugsjónarinn- ar um að binda endi á yfirráð Breta á N-Irlandi og stofna lýðveldi eöa sam- einast Irska lýðveldinu í suðri. — < Hungurverkföllin vöktu upp nýja •hryðjuverkaöldu og mögnuöu hina! pólitísku spennu. Hin skammlífa ^amsteypustjóm Garrets Fitz- geralds, sem Haughey leysti af hóimi, sakaði Thatcher um ósveigjanleika og tyrfni. Þegar hungurverkföllunum linnti loks, hélt Michael O’Leary, aðstoðarforsætis- ráðherra Fitzgeralds, því fram, að allir aðrir breskir forsætisráðherrar hefðu ley st þá deilu miklu fyrr. En það var fyrst og fremst hlut- leysisafstaða Irska lýðveldisins í Falklandseyjadeilunni, sem Bretum sámaði mest á meðan almenningur á Bretlandseyjum var uppvægur í garð Argentínu. Stjómin í Dublin hafði þó verið meðal hinna fyrstu til þess aö fordæma innrás Argentínu- manna á Falklandseyjar í apríl og tók fullan þátt í refsiaðgeröum Efna- hagsbandalagsins gegn Buenos Airesstjóminni. Þegar hinsvegar kalda stríöið um eyjamar blossaði upp í bardaga, kippti stjórn Haugheys aö sér hendi. Haughey sagðist einungis hafa verið fylgjandi refsiaðgerðunum á friðargmndvelli. Breskir fjölmiðlar fordæmdu þau viðbrögð Haugheys og kölluðu „hnífsstungu í bakið”, en Thatcher- Charies Haughey hefur hér á kosningafundi fengið egg i andlitið fyrir kumpánietkana við Tatcher á sinum tima og hefur síðan haldið hrifningu sinni i skefjum. stjórnin sagði þau gagnslaus og til lítillar hjálpar. Þá sennu bar að í sömu mund, sem ágreiningur kom upp milli þessara nágranna vegna ólíkra hagsmuna í 'EBE, og vegna strangra efnahagsað- gerða Thateherstjómarinnar. Ut úr flóði svo í júlí, þegar tvær Jóhanna Þráinsdóttir Guðmundur Pétursson sprengjur hryðjuverkamanna IRA uröu ellefu hermönnum að bana í London, þar sem þeir vom í skrúð- göngu og við lúörablástur. Sjálfsagt mun þó tíminn lækna þessi sár vegna Falklandseyjadeil- unnar og sprenginganna, en Norður- Irlandsmeinið sýnist ólæknandi. Þar hefur breski Irlandsmálaráðherr- ann, Jim Prior, boðað til kosninga í næsta mánuöi til nýs þings, sem miða skal að því að fá kaþólikka og mótmælemdur til samstarfs um sveitastjórnir. Það þykir þó ekkí auka á möguleika þess að sú ætlun takist, að Haughey hefur sett sig upp á móti þeirri ráðagjörð. Saka báðir hinn um aö bregðast fyrri yfirlýsing- um sínum af fundum Thatchers og Haugheys um aö vinna saman að lausn N-Irlandsdeilunnar. Talsmaður Dublinstjórnarinnar seg- ir, að ráðagerðin um þing- kosningamar hafi veriö hrundið í framkvæmd án samráðs við Haughey. Það er skoðun Haugheys, að vandi N-Irlands verði ekki leystur þar, heldur utan nýlendunnar í við- ræðum milli Dublin og London. Utan- ríkisráöherra hans, Gerald Collins, fullyrðir, að Thatcher hafi svo gott sem viðurkennt þetta sjónarmiö og samþykkt í viðræöunum 1980. Þetta vill Thatcherstjórnin þó ekki viður- kenna. Allt það orðaskak hefur einungis orðið til þess að breikka bilið og bólar ekki á sáttum eða samlyndistilburð- um i náinni f ramtíð. í SVÍÞJÓD VIUA MENN HELST EKKI SEGJA HVAÐA FLOKKIÞEIR FYLGJA — Tölf ræðistof nunin hef ur meira að segja verið kærð fyrir óþolandi hnýsni f sambandi við skoðanakönnun að gefa það upp hvaða flokk menn kjósa. Gunnar og Astrid hafa boðið bestu vinum sínum heim. Við kaffiborðið er talað um pólitík og eins og venja er við slikar kringumstæður hitnar fljótt í kolunum. Skyndilega segir Gunnar: — Eg er nú alltaf vanur aö kjósa sósíaldemókratana. Astrid, sem búið hefur með honum í hjónabandi í 23 ár, verður heldur betur undrandi: — Og ég sem hef alltaf haldið að þú kysir Hægf ara f lokkinn, Gunnar! Oft er vitnað í þessa smásögu úr daglega lífúiu í sambandi við póli- tiskar skoðanakannanir í Svíþjóð. Það hafa ekki verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á því hversu margir Svíar eru eins og Astrid og Gunnar. Hins vegar hefur alltaf verið vitað að hinn sænski kiósandi! er ákaflega tregur til að upplýsa! hvaða flokki hann fylgir, jafnvel þótt 1 um vini eða nágranna, fjölskyldu eða j .vinnufélaga sé að ræða. Víst ræða menn pólitísk málefni. En mörgum finnst að hart sé gengið að helgi einkalífsins ef þeir eiga að j gefa upp h vaða flokk þeir kjósa. Viija ekki vörumerki Það er því ekki stór hópur Svía sem ber bumbur sínar á götum og torgum til hjálpar einhverjumj flokknum í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir. Um 90% af Svíum eru óflokksbundnin og forðast eins og heitan eldinn að láta klína á sig einhverju vörumerki. — Eg held að það sé sérstaklega .eldri kynslóðin sem álítur að úr því aö kosningar fari fram leynilega eigi maður líka að halda því leyndu hvern maður kýs, segir Anders West- holm í Uppsölum, en hann vinnur nú að doktorsritgerö um afstöðu 16—17 ára unglinga til stjómmála og hvernig nánasta umhverfi þeirra hefuráhrifáhana. SCB (Tölfræðistofnunin) var fyrir nokkrum árum kærð vegna skoöana- könnunar sem tekin var í gegnum síma. Þeim sem kærði fannst algjört hneyksli að leyfa sér að hnýsast í hvaða flokk hann kysi — jafnvel þótt könnunin færi fram í gegnum síma og fullriþagmælsku væri heitið. Málalok urðu þau að SCB var talið hafa fullan rétt á að halda skoðana- könnunum sínum áfram en að fólki væri auðvitað heimilt að neita að svara. Einkum eru það stórborgarbúar viö aldur sem neita að gefa upp fylgni sína við vissan flokk, og konur fremur en karlar. Aftur á móti eru fáir af þeim sem nú ganga að kosn- ingaborðinu í fyrsta sinn sem neita aö svara slíkum spumingum. Ef litið er á viss hémð virðast Norðlendingamir hvað ófeimnastir við að tjá sig um það hvaða flokki þeir hygg jast veita atkvæði sitt. Ótryggð færist íaukana Sören Holmberg, dósent við ríkis- vísindastofnunina í Gautaborg, heldur því þó fram að sænskir kjós- endur taki nú ömm breytingum. I skýrslu sinni frá síðustu kosningum, Hinn sænski kjósandi, bendir hann á aö 1979 hafi séttarfylgni við flokka minnkaö en færst í aukana að menn létu aðeins skoðanir ráða. Tryggð manna við vissa flokka er líka á hraðri niðurleið. Á fimmta og sjötta áratugnum var afar óalgengt að menn skiptu um flokk, eða um 10%. Við síðustu kosningar var sú tala 20%. Og það er einmitt um þessa kjósendur sem kosningaslagurinn stendur. Rannsóknir leiða jafnframt í ljós, aö fólk kýs fremur samkvæmt þeirri stéttsem það tilheyrði í Jjamæsku en þeirri stétt sem það síðar kom sér i sjálft. Hins vegar kjósa ungir kjós- endur, sem enn hafa ekki náð fót- festu í þjóðfélaginu, fremur sam- kvæmt þeirri stétt er það ætlar sér að tilheyra í framtíðinni en þeirri stétt er það tilheyrir er kosningar fara fram. Olof Pettersson, dósent í Uppsölum, segir að Frakkar séu t.d. miklu opnari og fúsari til að láta í ljósi h vaöa flokki þeir f ylgja: — En í staðinn verða þeir þrælmóðg- aðir ef maöur spyr þá hvað þeir hafi I laun, segir hann. — Þar er forboðið að minnast á launin. Hér í Svíþjóö tala menn frjálslega um laun sín en vilja aftur á móti halda því leyndu hvaða flokk þeir k jósa. .jþ. (Dagens Nyheter).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.