Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgéfuatjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvnmdastjóri og útgéfustjóri: HÚRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HBLGASON. .Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONog iNGÓLFUR P. STEINSjSON. _ _ 1 Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12-14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgraiðsla, éskriftir, sméauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Satning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverö é mónuöi 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. ___ Ýmis ráö koma tilgreina Sjávarútvegurinn var að umtalsverðu leyti skilinn eft- ir, þegar ríkisstjórnin skar þjóðhagshættumar niður um helming með bráðabirgðalögum og óskalista, sem samanlagt eiga að draga um helming úr uggvænlegri söfnun skulda við útlönd. Vandi sjávarútvegsins skyggir á friðinn, sem í stómm dráttum ríkir á vinnumarkaðinum og almennt í þjóðfé- laginu í kjölfar ráðstafana ríkisstjórnarinnar. Nú er stóra viðfangsefnið að koma sjávarútveginum í samt lag. Og þaðverður erfitt. Til skamms tíma var talað um, að tap útgerðarinnar yrði um 300 milljónir króna á þessu ári. Nú tala forustu- menn hennar um mun hærri tölu, jafnvel tvöfalt hærri. Á móti þessu kemur 130 milljón króna gengismunur að tak- mörkuðugagni. Nauðsynlegt er, að frekari ráðstafanir séu í senn bráða- birgðalausnir og langtímalausnir. Þær þurfa í senn að tryggja veiðiskap og lífsbjörg á næstu mánuöum og leggja um leið homstein að skynsamlegri útgerð á næstu árum. TJtgerðarmenn segja, að halli litlu togaranna sé um 16%, stóru togaranna meiri og bátanna minni. Þessi tala er alténd af réttri stærðargráðu og felur í sér, að mikill hluti útgerðarfyrirtækja verði fyrr eða síðar gjaldþrota. Athyglisvert er, að tapið samsvarar nokkum veginn því tjóni, sem talið er að útgerðin verði fyrir af völdum of stórs fiskiskipaflota. Það væri hægt að gera út, ef skipin væru töluvert færri. Að því þurfa lausnir að stefna. Kominn er tími til, að allir, líka byggðastefnumenn, horfist í augu við, að sum útgerð hljóti að verða gjald- þrota. Á síðustu árum hafa verið keypt skip, sem alltaf var vitað, að gætu engan veginn staðið undir sér. Grínistamir, sem eiga þessi skip, hafa notfært sér fáránlega ljúfar fyrirgreiðslureglur hins opinbera og mis- jafnlega mikið dugleysi ýmissa sjávarútvegsráðherra við að berja í borðið, einkum þess, er nú situr í súpunni. Hin sjálfvirka fyrirgreiðsla kerfisins og ístöðuleysi ráð- herra varpa ekki ábyrgðinni af þeim, sem keyptu þessi skip, annaðhvort í algeru óráði eða í þeim markvissa til- gangi, að gera þau út á ríkissjóð og skattborgarana. Gallinn er, að samdráttur þjóðartekna veldur því, að ríkið og borgararnir geta ekki leyst vanda grínistanna. Þeir verða hreinlega að fá að verða gjaldþrota, svo að aðrir og hæfir útgerðarmenn geti varpað öndinni léttar við stórminnkað tap. Með því að dreifa gengishagnaði hlutfallslega mikið til skipa með hlutfallslega mikinn fjármagnskostnað, var ríkisstjómin að verðlauna grínistana. Ef nú verður farið út í að létta vöxtum og öðmm fjármagnskostnaði, er út- koman hin sama. Skárra er að draga úr olíukostnaði fiskiskipa, þótt þar með sé óbeint verið að verðlauna þá, sem mest sóa olí- unni. En hitt vegur þyngra á metunum, að ekki er sann- gjarnt að láta útgerðina greiða niður olíu fyrir aðra. Olía á kostnaðarverði leysir lítinn hluta vandans. Lík- lega verðum við að fara sömu leið og Norðmenn, ef hægt er að tryggja, að það verði aðeins til mjög skamms tíma. Ennfremur, að það verði ekki gert með sköttum, heldur ríkissparnaði. Ríkissjóður getur greitt niður laun áhafna fiskiskipa. Þar með dreifist stuðningurinn á eðlilegan hátt, án verð- launa til skussa. Þar að auki er farið framhjá hlutaskipta- vandanum. Þetta þarf að skoða, ef allt er í óefni. En hröð og markviss fækkun skipa er höfuðmálið. Jónas Kristjánsson. Er kreppan komin? Þaö hefur veriö mikið skrifaö og skrafað um efnahagsmál undanfam- ar vikur. Þessi umræða hefur ef til viU ekki fjallað svo mikið um sjálfan efnahagsvandann heldur miklu fremur um það hverjar veröi efna- hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar. Getsakir um viðbrögð stjórnvalda allt frá „stórri gengisfellingu” til „afnáms verðbótakerfis launþega” hafa hins vegar gefið til kynna að viss skilningur er fyrir hendi á- stærðargráðu vandans. Og þegar ríkisstjómin leggur fram tillögur sínar um stjóm efnahagsmála ætla ég að mörgum létti að ekki var gripið til róttækari aðgeröa en raun er á. Ég hygg samt að margir séu hugsi yfir því hvort þessar aðgerðir nægi. Fyrsta spumingin í þessu samhengi er auðvitað: Hver er efna- hagsvandinn? (Hvers vegna þarf að grípa til sérstakra aðgerða?) Stutt ástandslýsing gæti hljóðað svo: Afla- brestur á þorski, hrun loðnuveiða, verðfall og markaðserfiðleikar erlendis á mörgum mikilvægustu út- flutningsafurðum og vaxandi greiðslubyrði af vaxtahækkunum á eriendum lánum hagkerf isins. Þetta er gmnnvandamáliö, sem birtist síðan í ýmsum myndum um hagkerfið og stigmagnast. Ein myndin er viðskiptahalli, önnur vaxandi verðbólga, þriðja kostnaðarþensla og samdráttur hjá innlendum framleiðendum, fjórða kjararýmun og hin fimmta vax- andi líkur á umtalsverðu at- vinnuleysi. Grunnvandinn hefur sem framboði fyrirtækja, sem dregur enn meira úr tekjum og eftirspumar- möguleikum launafólks. Og svo koll afkolli. Spamarleiöin tryggir þess vegna hvorki til langs tíma né til skamms tíma atvinnu eða jafna dreifingu lífs- kjara. Eðli leiftursóknarinnar er líka einmitt hið gagnstæöa: Að svipta stóra þjóðfélagshópa verulegum tekjum og atvinnumöguleikum til að fleyta fáum útvöldum klakklaust í höfn. Birgir Björn Sigurjónsson Eyðsluleiðin byggist yfirleitt á þeirri skil- greiningu á efnahagsvandanum að höfuðatriöi sé aö halda fram- leiðslunni gangandi til að vinna upp í tekjutapið, sem var orsök erfiðleik- En spurningin er sú, hvernig getur ríkið allt í einu hafið alls kyns framleiðslustarfsemi undirbúnings- laust og vaxið úr svo gott sem engu í allsherjar miðstöö framleiðslu- og atvinnuákvarðana? Líklegt er aö slíkt geti reynst þungt í vöfum og jafnvel dýrkeypt framtíðar- tekjuvonum í hagkerfinu. Áhrifin til langs tíma gætu þá allt eins orðið nei- kvæðá atvinnu og lifskjör fjöldans. Forsenda þess að svona leið heppnist er sem sagt sú, að ávallt liggi fyrir skammtima plön um ríkis- framleiðslufyrirtæki, sem samræmast þjóðhagslegum hag- kvæmum langtíma áformum. Launþega- sjóðsleiðin er sú leið sem tekur höfuðmið af lýðræðislegri ákvarðanatöku um það hvemig brugðist skuli við erfiðleikunum í fyrirtækjunum. I ákvarðanatöku spamaöar- og eyðslustefnu era helstu þolendumir áhrifalausir og má trúlega segja hið sama um ríkisframleiðsluleið. Ef allur atvinnurekstur er á vegum launþegasjóða er auðvelt að dreifa byrðunum réttlátt og tryggja öllum atvinnu við lægra kaupgjald í kjölfar erfiöleikanna. En mörgum finnst uggvænlegt að láta launþega, eigendur vinnunnar, fá vald yfir framleiðslutækjunum. Er því haldið fram að þá muni laun- þegar gerast svo ósvífnir að láta allt vald í hendur verkalýðsforingja sem reyna að spyrna gegn hagkvæmustu EFNAHAGSMÁL FYRIR ÁTTAVILLTA? sagt leitt yfir okkur umtalsverða erfiðleika. Næsta spurning er þá sú hvort líkur séu á því að grunnvandinn sé aöeins tímabundinn, þ.e. að veiðar muni glæðast fljótt og vel, verð hækki og vextir lækki erlendis. Ef svo fer, er hæpið að halda því fram að kreppan sé komin, nema að hún hafi þegar veriö til staðar í hag- kerfinu (og beðið eftir afla- brestinum).: Einkenni efnahags- kreppunnar er ekki tímabundnir rekstrarerfiöleikar heldur þver- brestir í rekstrarskilyrðum atvinnu- veganna. Hvaða leiðir er unnt að fara? Valið stendur á milli fjögurra leiða til úrlausnar efnahagsvand- anum. Ég kalla þær: Spamaðar- leiðina, eyðsluleiðina, ríkisfram- leiösluleiöina og launþegasjóðs- leitina. Setjum sem svo að markmið efnahagsaðgerðanna sé að tryggja at- vinnu til langs tíma og standa vörð um lífskjör allra samfélagsþegna. Slík markmið gera kröfu um að vaUn sé sú leið er tryggir í senn rekstrarskUyrði atvinnuveganna og leggur byrðar efnahagserfiðleikanna þyngst á þá, sem mest geta borið. Sparnaðarleiðin byggist á þeirri skilgreiningu á efnahagsvandanum aö við sé að gUma ója&ivægi í hagkerfinu, um- frameyöslu, ef eftirspurn er ekki hamin í kjölfar tekjutapsins. Menn getur greint á um hve hratt skuU gengiö fram í spamaöi. Þeir sem vilja spara mest og skjótast kaUast venjulega „leiftur- sóknarmenn”. TUlögur þeirra ganga út á það að spamaöi verði að koma á með verðbækkunum á markaðnum í samræmi við umframeftirspumina. Tekjutap heUdarinnar er þannig flutt á þá af mestum þunga sem eyða mestum hluta tekna sinna á vörumarkaði (og hafa ekki efni á sparnaöi). Yfirleitt fylgir vaxta- hækkun þessari aðferð, sem leiöir tU tekjuauka fyrir þá sem hafa efni á að spara en enn meiri tekjutaps fyrir hina sem ekki geta sparað. Ef leiftursóknin heppnast, dregur úr eftirspum. Hækkun vaxta og samdráttur í eftirspum draga úr framkvæmdaáformum og atvinnu- anna. Eyðsluleiðin felur þannig yfir- leitt í sér að atvinna fjöldans er tryggð en markmiö um jafnvægi og stöðugt verðlag látin lönd og leið. Yfirleitt birtist eyðsluleiöin á tslandi sem gengislækkun, sem tekur höfuðmið af útkomu útfltnings- atvinnuveganna og felur í sér umtals verða tek jutilf ærslu tU þeirra. önnur form eyðsluleiðarinnar era t.d. vaxtalækkanir, sérstakar lána- fyrirgreiðslur og styrkir. Tímabundnir erfiðleUíar gera oft eðUlegar kröfur um viðbrögð af þessu tagi tU að viðhalda fuUri at- vinnu. Fjármögnun eyðslunnar ræöur svo hvernig kjararýrnun vegna tekjutapsins er borin. Yfirleitt leiðir þessi aöferð tU verðlagsáhrif af svipuöu tagi og spamaðarleiöin, en talsvert hægar. Endanleguáhrifin með tiUiti tU dreifingar byrðanna eru þess vegnaoftastásamaveg. Eyðsluleiðin hefur réttUega verið gagnrýnd af sparnaðarleiöar- mönnum fyrir það, að síendurteknar efnahagsaðgerðir í þessum dúr til bjargar fyrirtækjum slæva sóknar- vUja fyrirtækja. Krafa útgerðar um beina styrki í stað venjulegra tekjutilfærsluaðferðar (t.d. gengis- lækkunar) er dæmi um síminnkandi getu fyrirtækjanna s jálfra tU að leita aö bestu ágóöastöðu. Ríkisframleiðslu- leiðin spratt upp úr kenningum hag- sveiflukennimanna sem skilgreindu hagþróunina sem skeið tíma- bundinna góðæra og haUæra. I góðærum ber ríkinu samkvæmt þessum kenningum að hafa sem aUra minnst umsvif, en í efnahags- kröggum ber því að belgjast út á aUa kanta, hefja aUs kyns framleiðslu og skapa atvinnu og draga svo saman segUn, þegar rekstrarskUyrði at- vmnuveganna hafa batnaö á ný. Ef skattkerfið byggist á því aö þeir beri þyngstar byröar, sem mest geta borið, má ætla aö ríkis- framleiðsluleiðin geti boðið bæði tryggingu atvinnu og Ufskjara til skamms tíma. auðUndanýtingu og jafnvel selja landið í hendur óvina. SUkt sé þar að auki afar ólýðræðislegt. Eigendur launþegasjóða, laun- þegamú í landinu, eiga sjálfsagt ekkert í erfiöleikum með að skaffa sér góða framkvæmdastjóra, sem finna hagkvæma rekstrarstöðu. F jöldi launþega í landinu er slíkur að vald þeirra yfir fyrirtækjunum hlýtur að skoöast sem lýðræðislegt og lýöræðislegra en vald fámennrar eignastéttar. Þegar tU þess er hugsað að opinberir sjóðir hafa verið notaðir tU að lána einstöku aðilum meira en virði framleiðslutækja á lægstu vöxtum og vanskU hafa verið firrt — og kannski er það einmitt hin mikla off járfesting sem á sök á aflaleysinu og sóknarkostnaði sjávarútvegs — þá er virkUega kominn tími til að hugleiöa hvort efnahags- erfiðleikamir séu tímabundinn ytri vandi eða skilgetið kreppueinkenni rangrar efnahagsstefnu. Að mynda launþegasjóði um f jár- magnið í framleiðslutækjunum tryggir að minnsta kosti að eigendur framleiðslutækjanna reyna að fremsta megni að tryggja rekstrar- skUyrði framleiðslunnar og atvinnuna í landinu. Hvað ber að gera? Það er mikilvægt að skilgreint sé nákvæmlega, hver sé efnahags- vandinn; hvort hann sé tímabundinn og hvort hann takmarkist aðeins af þeim grunnvanda, sem lýst var í upphafi greinarinnar. Ennfremur er mikUvægt við val á úrlausnarleiðum að skUgreina hver séu æskUegustu markmiðin. Það er til aö mynda augljóst aö spamaðar- leiðin vinnur skjótast á verðbólgunni, að eyðsluleiðin vinnur skjótast á afkomu útflutnings- veganna, að ríkisframleiðsluleiðin trýggir best atvinnuna til skamms tíma og launaþegasjóösleiðin tryggir best atvinnuna tU langs tíma. Ef það er almenningur sem ræður í landinu og hann kýs næga atvinnu og jöfnun Ufskjara, þá er val þeirra er móta hagstjórn einfalt. Birgir Björa Sigurjónsson, hagfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.