Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 13
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. 13 Fimm prósent við bryggju? Hinir gömlu og rótgrónu meginat- vinnuvegir Islendinga, landbúnaður og sjávarútvegur, eru mjög ífréttum þessa dagana. Báðir eiga í miklum erfiðleikum, sem eru af svipuðum toga spunnir. Megininntak erfiðleika beggja kemst fyrir í tveimur orðum: Verðbólgu og rányrkju. Forsvars- menn beggja hafa brugðist við erfiðleikunum með miklu offorsi í upphafi og hótað þjóðfélaginu með af- arkostum. Þetta er þó ekki að öllu leyti sambærilegt. Mestu munar ef til vill um þann tíma, sem leið á milli þess að ekki varð hjá þvi komist að sjá hvert stefndi í þessum höfuöat- vinnuvegum. Það eru nokkur ár siðan það varð augljóst i landbúnaði, en núna fyrst komast menn ekki hjá því að viðurkenna að sjávarútveginn er að reka upp á sker. Ef við h'tum á viðbrögðin þessa dagana eru þau orðin ólík. Forsvarsmenn land- búnaðaríns hafa áttað sig og viröast ákveðnir í að brjótast út úr erfið- leikunum. 1 sjávarútvegi eru for- svarsmenn ráðvilltir og vilja engu sleppa, sem þeir hafa haldið. Að hella niður mjólkinni Þegar ljóst var að hverju stefndi í landbúnaðinum á sínum tíma upphófust mikil æsingaskrif. Eg held að allir ættu að geta verið sammála um það núna, að þar var oft mjög ómaklega vegið að bændum. Þeir voni úthrópaðir sem einhvers konar ómagar á þjóöarheildinni, menn sem vildu aöeins skara eld að sinni köku og láta skattborgara þéttbýlisins halda sér og sínu skylduhði uppi við störf, sem þjóðin þarfnaðist ekki. Látið var eins og þeir erfiðleikar sem að landbúnaðinum steðjuðu væri eitt- hvert séríslenskt fyrirbæri, menn neituðu aö skilja að landbúnaður allrar Vestur-Evrópu gekk fyrir ríkisstyrkjum og létu eins og það væri til hagsbóta fyrir þjóðina að þurfa að flytja inn sem mestan mat. Við þessu brugðust bændur mjög harkalega, eins og við var að búast. Féll margt heiftaroröið af þeirra hálfu í garð skriffinna höfuðborgar- svæðisins og meöal þess sem haft var á orði meðal almennra bænda var að best væri að hella niður mjólkinni og grafa kjötið, svo skríllinn á mölinni fyndi hvar Davíð keypti öhð. Sem betur fer varð ekki af slíkum aðgerðum, enda beittu for- svarsmenn bænda sér fyrir því að f riðsamlegri leiðir væru farnar. Sannleikurinn var Uka sá, að erfiðleikarnir voru ekki fyrst og fremst bændum að kenna, heldur stjómmálamönnum. Þeir hömpuöu si og æ hinni guUnu framleiöslu- stefnu og þeir komu á uppbótakerfi fyrir útflutninginn, því að auðvitaö mátti ekki segja háttvirtum kjós- endum í landbúnaðarhéruðunum að neitt væri að kerfinu og erfiðari tímar í vændum. Það hefði getað kostað atkvæði. Bændur sjálfir voru búnir að sjá hvert stefndi, en þeir fengu engu ráðið, stjórnmála- mennirnir kæfðu ráð þeirra i fæöingunni, einkum einn þeirra, og áfram var ætt út í foraðið, uns kvik- syndieitt blastiviö. Viðbrögð útgeröarmanna nú, þeg- ar þeir eru komnir í kviksyndið virðist hins vegar verða þau að heUa niður mjólkinni, þeir binda skip sin við hafnargarða. Þó hafa þeir vissulega sínar afsakanir. „Móðuharðindi af mannavöldum" Þegar mest syrti í áUnn vegna aflabrests og sölutregðu í tíð viðreisnarstjórnarinnar sálugu lét einn þingmanna stjómarand- stöðunnar svo ummælt að það sem dyndi yfir þjóðina væru móður- harðindi af mannavöldum. Orð þessi urðu fræg og tU þeirra var vitnaö fram og aftur í stjórnmálakarpi þeirra ára. Að vissu leyti má segja að erfiðleikar þeir sem nú steöja að atvinnuvegum okkar séu „móðuharðindi af mannavöldum”. Verðbólga, röng gengisskráning, óbærUegur fjármagnskostnaöur og fleiri sköpunarverk mannanna gera það að verkum að atvinnuvegir komast í þrot. Menn vilja kannski ógjarna kenna atlabrestinn við mannleg mistök nú, fremur en fyrir 14 árum. Þó eru tU þess gild rök og gUdari nú en þá. Hrun síldarstofnisns þá kom mönnum í opna skjöldu, en þá sóru menn þess eiða að lært skyldi af mis- tökunum. Það hafa menn hins vegar ekki gert, því miður. Þótt lífsskUyrði í hafinu eigi vafalaust einhverja sök á því hvemig komið er þá er megin- sökin mannanna. AuðUndir hafa verið rányrktar. Hið dulbúna atvinnuleysi Fyrir nokkmm árum lét einn af forsvarsmönnum iðnaðarins svo um- mælt aö hérlendis væri mikiö dulbúið atvinnuleysi. Margir urðu æfir út af þessum orðum og bentu á að ekki væri nóg að aUir hefðu næga atvinnu heldur ynnu menn einnig óhóflega langan vinnudag. Þaö sem átt var við var hins vegar það að aUt of margir væru aö vinna störf, sem færri gætu annað, við það yrði framleiöslukostnaöurinn of mikill og launin sem tU skipta yrðu færa í of marga staði, svo að of lítið kæmi í hluthversogeins. Nú þarf ekki lengur að deila um þessi ummæli iðnrekandans, sann- leikur þeirra blasir við hverjum og einum og hvergi betur en í sjávarút- veginum. Um það vitna fjölmörg um- mæU forsvarsmanna hans, á- deilumar á skipakaupin era þar gleggsta dæmið. Þetta dulbúna at- vinnuleysi er í öUum at- vinnugreinum, eða flestum að minnsta kosti. Það er sú leið, sem viö höfum vaUð. Aðrir hafa valið þá leið að ná sem mestri hagræðingu en um leið gert fjölda manns atvinnulaus- an. Mér er það ekkert launungarmál að ég held að við höfum valið manneskjulegri leiöina, ef svo má að orði komast. Atvinnuleysi er eitt mesta böl, sem yfir menn getur dunið. En þá verða menn Uka að skilja hlutina rétt, gera sér grein fyrir því hvemig ástatt er og bregð- ast við samkvæmt því. Það verður aldrei bæði sleppt og haldið. Ef fleiri vinna störfin en nauðsynlegt er og eiga jafnframt aö fá laun eins og þar sem fjölda starfsmanna er stiUt í hóf, verður framleiðslukostnaðurinn of mikiU, varan selst ekki. Þetta er ein- mitt það sem er nú að gerast með allt okkar þjóöfélag en er dulbúið meö óhóflegri skuldasöfnun. 5% bundin viö bryggju? Fiskiskipin okkar eru aUt of mörg, miðað við það aflamagn, sem Magnús Bjarnf reðsson til skipta er. Um það þarf ekki að deUa. En ef þeim fækkar, hverjir eiga þá að fara í land? Varla á að fjölga á hinum skipunum eöa hvað? Hvaða störf bíða þessara manna? Á R-V JX Íí 1 * [j / _ * l| fc U > V i '~K Wjk: XœiíwHStmi hTx j^' %: V w •*~y * 4t i 1 'i t ■’S HK&l ^jj&m í: f; l W* » i 1 |. r mki | að setja þá á atvinnuleysisbætur? Hverjir era það, sem hafa keypt þessi skip, sem eru of mörg? Era það bamakennarar? Eru það bændur í Bárðardal? Æöi það séu eldd út- gerðarmenn, hvað sem öUum samþykktum Uður? Og hverjir skyldu eiga þessi skip? Ætli það séu út- gerðarmennimir? Hverjir eru á- byrgir fyrir lánunum, sem hvUa á þessum skipum? Ætli hús útgerðar- mannanna séu þar ein að veði? Ætli öll íslenska þjóöin, þar á meðal skólabörnin, sem nú eru að hefja nám í grannskólum landsins, sé ekki ÖU ábyig fyrir þessum lánum? ÆUi þjóðarábyrgðin á sumum þessara skipa sé ekki aUt upp í 95% ? Á þá að binda 5 prósentin við bryggju? Hvað umhin 95% Má þjóöin láta þau róa? Setjum nú svo að engin skip hefðu verið keypt tfi landsins siöustu fimm árin eða svo. Væra þá fleiri fiskar í sjónum? Var fiskveiðiflotinn 1978, já, förum aUar götur aftur til 1974, ekki meira en nógu stór tU að drepa hvem einasta fisk í sjónum? Vitanlega. Það sem á hefur skort er stjómun á veiðunum, stjórnun, sem útgerðar- menn og sjómenn hafa því miður ekki verið menn tU að halda uppi, hvað sem þeir öskra núna. Þeir hafa heimtað stjómun af ríkisvaldi, sem er jafn-máttlaust þar og á öðram sviðum, og brotið á bak aftur hvenær sem mönnum þóknast til að hella niður mjólk eða binda fimm prósent skipa viö bryggjur. Takið landbúnaðinn til fyrirmyndar Auðvitað verður að leysa vanda útgerðarinnar. Hvaða augum sem menn líta á orsök hans er hann gíf ur- legur og þjóðin verður að taka hann á sig að venju. En jafnframt verða menn að taka sig á og sjávarútveg- urinn ætti aö taka landbúnaðinn til fyrirmyndar. Þar eru menn hættir að tala um að hella niður mjólk en axla byrðarnar og reyna að byggja upp af skynsemi, tala um f jölbreytt- ari framleiðslu og aukna markaðs- starfsemi. Það er spá min að land- búnaöurinn muni rétta úr kútnum svo að um munar á næstu árum. Það gerist með því að menn viðurkenna staðreyndir og bjarga sér sjálfir í stað þess að ætlast til alls af öðram. Slíkt hið sama þarf sjávarút- vegurinn nú að gera. Þá mun hann rísa úr öskustó og til fyrri viröingar og eignast sín 100% að nýju. Magnús Bjamfreðsson. „Fyrir nokkrum árum lét einn af for- ™ svarsmönnum iðnaðarins svo um mælt að hérlendis væri mikið dulbúið atvinnuleysi. Margir urðu æfir út af þessum orðum og bentu á að ekki væri nóg að allir hefðu næga atvinnu heldur ynnu menn óhóflega langan vinnudag. Það sem átt var við var hins vegar það að allt of margir væru að vinna störf, sem færri gætu annað. Við það yrði framleiðslukostnaðurinn of mikill og launin sem til skipta yrðu færu í of marga staði, svo að of lítið kæmi í hlut hvers og eins. Nú þarf ekki lengur að deila um þessi ummæli iðnrekandans...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.