Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. SUBBUSKAPUR VIKI FYRIR ATVINNUSTEFNU Fyrir þremur árum, þ.e. í kosningabaráttunni 1979, hafði ég það á orði, að ekki væri bjart fram- undan í atvinnumálum á Norður- landi eystra, — einkum á Eyja- fjarðarsvæðinu. Ég skaut þeim rökum undir þetta álit mitt, að fátt væri framundan af opinberum fram- kvæmdum, — engar nýjar atvinnu- greinar væru í burðarliðnum, — erfiðleikar steðjuðu að landbúnaði og rekstur SlS-verksmiðjanna og Slippstöövarinnar væri síður en svo tryggður. Þessi orð mín töldu póli- tískir andstæðingar jaöra við land- ráö. Einkum voru það Framsóknar- menn, sem urðu viöskotaillir í kjölfar þessara orða. „Svartagallsraus" Síðan þetta gerðist hefi ég látlaust { ræðu og riti hvatt til róttækra aögerða. Einn Framsóknarmaöur kailaði þessi hvatningarorð „svarta- allsraus” á fjórðungsþingi á Húsa- vík. Hann, eins og margir aðrir af hans sauöahúsi, eru flæktir í þann blekkingarvef, að Framsókn, SIS og kaupfélögin geti leyst allan vanda í atvinnumálum Norðlendinga. Sú trú hefur t.d. verið landlæg á Akureyri, aö SlS-verksmiðjurnar geti tekið við mestum hluta þess nýja vinnuafls, sem á atvinnumarkað kemur í náinni framtíð. Þessi trú hefur skapað „falskt atvinnuöryggi” á Akureyri og hún hefur um leið dregið allan mátt úr einstaklingum, sem ella heföu haft þekkingu og dugnað til að stofna til nýiðnaöar. Einstaklingurinn fái notið sín Nú skyldi enginn taka orð mín svo, að ég sé að gera lítið úr framtaki og atvinnurekstri SIS á Akureyri. Mér er fullljóst, hvers virði hann hefur verið fyrir bæjarbúa á undanfömum árum og áratugum. Eg gagnrýni hins vegar þá blindu trú, sem menn hafa haft á getu hreyfingarinnar til aö leysa ÖU aðsteðjandi vandamál. Eg gagnrýni einnig, ef þessi trú veröur til þess að koma í veg fyrir „að einstaklingar fái notið framtaks síns, dugnaðar og ábyrgðar í því skyni að tryggja eðlUega verðmæta- sköpun í þágu þjóðarheUdarinnar”, eins og orðrétt segir í stefnuskrá Alþýðuflokksins. öflug samvinnu- hreyfing er nauðsyn, en við hlið hennar verður framtak einstaklings- ins að fá að njóta sín. EðlUeg þróun og efUng kaupfélaganna og SlS er af hinu góða, en gleypugangur og útþenslustefna í anda „auövalds” er afhinuiUa. Láta hræða sig Hið „falska atvinnuöryggi”, sem ' ég nefndi fyrr, hefur valdið því, að forystumenn á Akureyri hafa flotið sofandi aö gamla feigðarósnum og vakna nú upp með andfælum, þegar viðvörunarorðin breytast í kaldan raunveruleika. — Þeir hafa látið örfáa einstakUnga hræða sig frá því að taka til alvarlegrar athugunar möguleika á nýiðnaöi í tengslum við ný og öflug orkuver. Á svipaðan hátt létu Norðlendingar örfáa menn skjóta sér skelk í bringu og koma í veg fyrir hagkvæmustu framleiðslu raforku, sem nú er fyrir hendi á landinu, þ.e. stækkun Laxárvirkjun- ar. Aftarlega á merinni Það er spá mín, að verði ekki breyting á því framtaksleysi, sem nánast hefur verið landlægt hjá bæjaryfirvöldum Akureyrar (SIS bjargar!), þá verði Akureyringar aftariega á merinni í tengslum við þau nýiðnaðaráform, sem uppi eru. — Eg vil minna á framtak Húsvík- inga í sambandi við pappírsverk- smiðju og opinn hug þeirra gagnvart iðnaði almennt. Þeir hafa ekki búið við „öryggi” SlS-verksmiðja. — Þá sakar ekki að minna á snaggaraleg viðbrögö Austfirðinga gagnvart raforkuframkvæmdum og nýiðnaði, — eða áhuga á Norðurlandi vestra og á Suðurlandi á öflugri atvinnuupp- byggingu. Og ég spyr lesendur þessarar greinar: ,4Iver hafa verið Kjallarinn Ámi Gunnarsson viðbrögð núverandi bæjarstjómar á Akureyri?” Dökk mynd Þó er rétt að geta þess sem vel er gert. Atvinnumálanefnd Akureyrar hélt fund meö þingmönnum kjör- dæmisins fyrir nokkru. Þar var dregin upp svört og óhugnanleg mynd af ástandi og horfum, ekki bara í byggingariðnaði, heldur og hjá SlS-verksmiðjunum, í Slippstöð- iiyii og jafnvel hjá frystihúsinu. Sú lýsing verður ekki rakin hér að sinni, en auðvitað eiga Akureyringar fullan rétt á að fá vitneskju um stöðu mála. Láglaunasvæði Ég gat þess að viðvörunarorð mín hefðu verið kölluð svartagallsraus. Ekki urðu viðbrögð Framsóknar- manna kraftminni á ráðstefnu Fjórðungssambands Norðurlands fyrir nokkrum misserum, þegar ég lýsti þeirri skoöun minni, aö Akur- eyri væri í raun láglaunasvæði, m.a. vegna samsetningar á vinnuafli, þ.e. hve margir tækju laun samkvæmt töxtum iðju-fólks og Verkamanna- sambandsins. Á þeirri sömu ráöstefnu benti ég á, aö samkvæmt niðurstöðum í könnun Framkvæmdastofnunar yrði að skapa nokkur þúsund ný atvinnu- tækifæri í iönaði á Norðurlandi á næsta áratug. Yrði það ekki gert, væri stórhætta á því, að ungt fólk [ flyttist í burtu til annarra staða. Þetta var auövitað bull og þvaður í | krata-þingmanni. öfug byggða- stefna Eða eru menn búnir að gleyma i viðbrögðum Framsóknar fyrir síöustu sveitarstjórnarkosningar, þegar Alþýðuflokkurinn á Akureyri gerði atvinnumálin að höfuöbaráttu- máli kosninganna? Þá tókst Framsókn enn á ný að bregða huliðs- hjálmi yfir vandann. En nú verður það ekki gert lengur. Og atvinnumál Akureyrar verða ekki leyst með því að gera höfuðstað Norðurlands að enn meiri skólabæ en hann er nú. Og þau verða heldur ekki leyst með þeirri öfugu byggðarstefnu, sem hlutfallslega hefur veitt margfalt meira fjármgni til annarra byggðar- laga en t.d. Akureyrar og Húsavíkur. Eða kannski aö við eigum eftir að lifa annan „framsóknaráratug” með öf ug um f ormerkj um! Þolir enga bið! Ef erfiðleikar í atvinnulífi Akur- eyringa og Eyfirðinga almennt eiga ekki að verða margfaldir á við það, sem nú er fyrirsjáanlegt, veröa ábyrgir menn aö setjast niður og fastmóta atvinnumálastefnu fyrir svæðið. — Hún verður að taka til fullnýtingar sjávarafla, lífefna- iðnaðar, fiskræktar, fullvinnslu hverskonar hráefna, orkufreks iðnaðar, innlendrar skipasmíði og svo mætti lengi telja. Málið þolir enga bið. Þennan vanda leysa Framsóknarmenn ekki einir, né SlS, né kaupfélögin, né orðmargir menn á fjórðungsþingum. — Nú dugar ekkert annað en breið samstaða. — Subbuskapur margra fyrirgreiðslu- pólitíkusa verður aö víkja fyrir öðrum og veigameiri verkefnum. Árni Gunnarsson alþingismaður. Kjallarinn Bragi Sigurjónsson Núverandi ríkisstjórn hefir í raun mistekist allt sem hún lofaði við upp- haf sitt að gera. I dag stendur hún yfir miklu óhagstæðara þjóðarbúi en hún tók við og hinn faldi eldur ósam- lyndis er að éta sundur innviði hennar. Sjálfsagt er að viðurkenna að stjórnin hefir oröið fyrir ytri óviðráðanlegum skakkaföllum en sundurlyndi og skortur á röggsemi hefir borið óhæfni hennar í sér frá upphafi sem og það aö hún var aldrei stofnuð með þjóðarheill að marki, heldur reist á flokkarefskák og persónulegum metnaðarútreikning- um. Lán hennar í áláni hefir verið að stjórnarandstaðan hefir verið svo óbilgjörn að almenningur hefir ekki litið á hana sem trúveröuga. Þar hafa líka flokkshagsmunir og persónulegir útreikningar setið hærra en hugsun um þjóðarheill. Sú stjómarandstaöa er blind sem ekki tekur undir og viðurkennir hjá stjórn sem rétt og vel er gert og sú stjómar- andstaða er óskynsamleg sem ekki tekur skýrt og skorinort fram, hvað hún telur rétt að gera, þegar hún gagnrýnir rangar stjórnaraðgerðir. Þetta er ósiður sem alltof lengi hefir tíðkast í íslensku stjórnmálalifi af öllum flokkum en er brýn þörf að linni því að hann brýtur niður þingræðið. Patt I dag stöndum við frammi fyrir „Subbuskapur margra fyrirgreiðslupóli- ™ tíkusa verður að víkja fyrir öðrum og veigameiri verkefnum”, segir Árni Gunnars- son um atvinnuástandið á Eyjafjarðarsvæðinu. ANTIHETJUTENÓR Söngur Torsteins Föllinger í Norrœna húsinu 2. september. Undirleikari: Jónas Ingimundarson. Á efnisskró: Söngvar um ástir og strfð. Varla gat það svo fariö að Torstein Föllinger kæmi eina ferðina enn til Islands án þess að láta í sér heyra á söngpalli. Hann stóð líka í húsinu fagra í Vatnsmýrinni og söng fyrir hjörð áheyrenda á fimmtudags- kvöld. Að sönglistin sé einungis afleggjari Víst var það skemmtilegt að virða fyrir sér áheyrendahópinn þar vest- ur frá og einhverjum kynni aö hafa dottið í hug, ífyrstu, að nú hefði hann álpast inn á fyrirlestur um leiklist í stað tónleika. En tónleikar voru það og enginn beinn leiklistarfyrirlestur í Norræna húsinu þetta kvöldið. Smám saman fór ég nú samt að velta því fyrir mér hvort Torstein Fölling- er væri ekki með söng sínum aö reyna að innræta manni þá skoðun aö sönglistin sé ekki annað og meira en afleggjari af leiklistinni. Léttvægt vandamál, tæknin Torvelt mundi reynast að aðskilja söngvarann og leikarann Torstein Föllinger. Hann er frábær „mimi- ker” og hvaö eftir annað lokar maður augunum til að sannreyna að túikun hans byggist ekki á mimik mestan part. Og þá upplifir maður það að hlýða á hið sjaldgæfa fyrir- brigði — góðan leikara sem kann að syngja. Tækni, jafnt í söng sem leik, virðist herra Föllinger álíka léttvægt vandamál og Baldri Georgs að stokka spil. Og hvað gerir nú svona galdrakarl, sem allt kann og getur og einhvern tíma hefur verið gríðarefnilegur hetjutenór en röddin farin að síga, á Tónlist Eyjólfur Melsted j tónleikum? — Syngur ljóðsöngva og aríur eftir kúnstarinnar reglum, skyldi maður ætla. En svo er nú aldeilis ekki, heldur var manni boðið upp á einhverja hressilegustu niður- rifskómedíu sönglistarinnar sem um getur. Söngskráin huggulegt kraðak af sænskum vísum, söngvum Brechts í laggerðum bæði Eisslers og Weils, frönskum chansons, Vínar- ljóðum, Tom Lehrer-vísum og Mozart-aríum. Grenjadýr og Leporello á kabarett Fyrsta hrollinn fékk maður þegar hann fór með Grenjadýrin og þar hikaði Jónas, lái honum hver sem vill, að þurfa aö kasta frá sér öllum viðteknum túlkunarhugmyndum og spila þennan margfræga ljóðsöng í ekta kabarettstíl. En Jónas yfirvann vald hefðarinnar og fylgdi upp frá því vel eftir útúrsnúningsstíl söngv- arans og lyfti undir með honum á köflum. Hæst var reitt til höggs í Aríu Loporellos þar sem upp eru taldar þær sem Don Giovanni hefur flekað. Og ljóslifandi sér maður fyrir sér aUar þúsund og þrjár — ekki á Spáni, heldur í dimmum portum skuggahverfa stórborganna og vafa- mál hver flekar hvern. Svona háttalag geta fáir leyft sér. Ef maðurinn gerði þetta á óperusviði ynni hann sér inn hýðingu fyrir kirkjudyrum næsta sunnudag. En Torstein FöUinger tUheyrir þeim fá- menna hópi manna, sem bæði kunna og geta nógu mikið tU að leyfa sér það. Er hann þar í góðum kunningja- hópi manna eins og Qualtingers, Bronners og Wehle. Einn þáttur í söng þessa „anti- hetjutenórs” var þó af öðrum toga. Meðferð hans á Brecht. Hann blæs ferskum andvara inn um lokaða glugga hinnar stööluðu þýsku Brechttúlkunar sem jafnvel hefur náð að líta leik manna hér norður við dumbshaf. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.