Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 17
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. .17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur VILLTI TRYLLTI VILLI ERÁ GÓÐUM STAÐ — bréfiíbúa við Lindargötu mótmælt „Sex villt og tryllt stúlkuböm” komu aö máli viö umsjónarmann lesenda- bréfa. Þær höfðu eftirfarandi til mál- annaaðleggja: „Viö viljum mótmæla bréfi íbúa á Lindargötu í DV fimmtudaginn 2. september. Viö höfum sótt skemmti- staöinn Villta tryllta Villa og finnst hann gott framlag til málefna ungl- inga. Viö vitum ekki til þess að unglingar fái að valsa út og inn aö eigin geöþótta. Dyravarsla er mjög góð og drukknum ungmennum er ekki hleypt inn. Auk þess vitum viö ekki um heppilegri stað fyrir skemmtistaö enda nánast engar íbúðir í nágrenninu. Sjór er á aðra hönd og f yrirtæki á hina. Kona við Lindargötu! Þakkaöuþín- u sæla fyrir að búa ekki í háhýsi í ná- grenni Broadway. Þar eru vínveiting- ar leyföar og fulloröiö fólk hagar sér yfirleitt ver meö víni en ódrukknir unglingar. Aö lokum viljum við þakka Tomma fyrir frábæran staö, sem einmitt vant- aöi fyrir þennan aldurshóp. Litli dökk- bröndótti kisinn okk- ar, hann Mjúkur, er horfinn — hefur þú sagt kiss, kiss við hann nýlega? Fjölskyldan Bergþórugötu 1 hringdi: Viö megum til meö aö biðja ykkur á Lesendasíðunni að hjálpa okkur. Litli kisinn okkar hann Mjúkur er nefnilega horfinn. Hann er dökkbröndóttur með óvenju- lega langa rófu og stór eyru. Svipurinn á honum er bæði gáfulegur og fínlegur. Því miður er hann ómerktur, en er hlýöinn nafninu sínu Mjúkur. Veit alls ekkert hvaö kiss, kiss merkir. Mjúkur gengur ætíð mjúklega um og hann ætlaði einmitt aö halda upp á sex mánaöa afmæli sitt á næstunni. Þar ætlaöi hann aö bjóöa upp á ýmislegt góögæti, enda er kappinn meö dýran matarsmekk. Viö bendum þvi þeim á sem hugsanlega kynni aö hafa hann undir höndum aö þaö er miklu væn- legra aö skila kappanum. Pyngjan létt- ist þá ekki eins. Við gerum Mjúk okkar út frá Berg- þórugötu 1 og varla þarf aö taka fram að hann á hug okkar allra. Ef einhver kannast viö aö hafa séð Mjúk, eða valdiö honum áverka með því aö aka yfir hann, væru allar upp- lýsingar um það vel þegnar. Við minn- um á heimilisfangið okkar, Bergþóru- götul. Sex vflltar trylltar mótmæla bréfi íbúa við Lindargötu og lýsa ánsgju sinni með Tomma og skemmtistaðinn VUlta tryUta Villa. Athugðsemd vegna skrifa um hljómplötuverð á Selfossi Eigandi Radíó- og sjónvarpsstofunn- ar s/f á Selfossi hringdi og vildi leiö- rétta misskilning í bréfi Freyju Ben. 3. september síðastliðinn. Hann sagði aö Freyja heföi komið í verslun sína 25. ágúst (en ekki 24. eins og hún segir). Hann heföi þá verið nýkominn úr bænum með plöt- ur úr Fálkanum. Vegna fullyrðinga Freyju um óeölilega hátt hljómplötu- verö í verslun hans vildi hann taka fram, aö Fálkinn hafði ný-hækkað heildsöluverö á hljómplötum. Því hefðu plötumar hjá honum verið á hærra verði en þær sem annar kaup- maður á Selfossi seldi. Hinn kaup- maöurinn var sem sagt með plötum- ar á gamla verðinu. Eigandi Radíó- og sjónvarpsstof- unnar kvaöst hafa snúið sér til Fálk- ans og fengið þær upplýsingar hjá Halldóri Astvaldssyni í hljómplötu- heildsölu þeirra aö þeir heföu ekki hækkaö heildsölu- og smásöluverö um leiö. Því væri eðlilegt aö umrædd hljómplata heföi verið ódýrari í verslun Fálkans. Eigandinn sagði aö ástæða hækk- aðs hljómplötuverðs væri vitaskuld efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.