Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 30
30! DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Andlát Arl Þorsteinsson lést 1. september. Hann fæddist í Othliö í Biskupstungum 11. maí 1897. Þegar Ari var um tvítugt fluttist hann til Reykjavíkur. Eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík keypti Ari sér vörubíl og hóf akstur sem sjálfstæöur atvinnurekandi. Nokkrum árum seinna keypti hann fólksbifreiö og hóf aö stunda leigubifreiöaakstur á BSR og vann viö það þar til hann hætti störfum fyrir um þaö bil 20 árum. Ari verður jarösunginn frá Dómkirkjunni i dagkl. 13.30. Hjörtur Gunnarsson Iést 1. september. Hann var fæddur 30. júlí 1911. Foreldrar hans voru hjónin Hólm- fríður Hjartardóttir og Gunnar J. Amason. Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Magnea Magnúsdóttir. Þeim hjónum varö ekki bama auðið. Hjörtur ók vörubifreið frá 1928—1946 en frá 1946 þar til á 70 ára afmæli sínu á sl. ári starfaöi hann hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkurflugvelli viö afgreiöslustörf og fleira varðandi flug- umferö. Otför Hjartar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Siselia Sigurðardóttir frá Hrísey, Akurgeröi 10 Akureyri veröur jarö- sungin frá Akraneskirkju föstudaginn 10. sept. kl. 14. Þóra Ámadóttir, Brennistööum Flókadal, lést í Sjúkrahúsi Akraness 7. sept. Hún veröur jarðsungin í Reyk- holti laugardaginn 11. sept. kl. 14. Margrét Eyjólfsdóttir, Stíghúsi, sem lést 31. ágúst, veröur jarösungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 11. september kl. 15. Eyþóra Thorarensen verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 10. september kl. 15. Ingileif Auðunsdóttir, Gilsárstekk 1, fyrrum húsmóöir að Grímsstööum í Vestur-Landeyjum, sem andaöist 31. ágúst sl., veröur jarðsungin frá Akureyjarkirkju í V-Landeyjum, laugardaginn 11. sept. kl. 14. Guðjón S., niugason skipstjóri, Noröurbraut 15 Hafnarfirði, sem lést 1. september, verður jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 10. september kl. 13.30. Jakob Jóhannesson rafvirkjameistari, Efstasundi 3, sem lést í Borgar- spítalanum laugardaginn 4. september sl. verður jarðsunginn föstudaginn 10. september kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Jarösett veröur í Gufu- neskirkjugaröi. Afmæli í gærkvöldi í gærkvöldi 75 ára afmæll á í dag Elenora Þóröar- dóttir, Þórufelli 10. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Stífluseli 9, eftir kl. 20 í kvöld. Nýjar bækur Gizur iHelaason Þrumuskot og dauðafæri Meöal efnis sem ríkisfjölmiðlarnir buöu okkur í gærkvöldi var lands- leikur í knattspymu: Island—Aust- ur-Þýzkaland. HermannGunnarsson lýsti síðari hálfleik á Laugardals- velli. Nú hef ég hvorki áhuga né minnsta vit á knattspymu, en minnug þess hversu vel ég skemmti mér viö at- hugasemdir Hermanns um eitthvaö svipað fótboltavesen fy rr á þessu ári, ákvaö ég að reyna aftur. I dag er ég engu nær um fótbolta en ég var áöur. Ljómandi skemmti ég mér annars vel, og aö því marki aö ég ætlaði ekki að eyöa dýrmætu plássi í annaö efni, þessu sinni. Her- manni er lagið aö gæöa lýsingar sín- ar makalausu lífi. Aö auki er hann bráöfyndinn. I gærkvöldi brá til dæmis fyrir setningum á borð viö þessar: „Guðmundur Þorbjömsson nær nú aö skalla — en beint í lappirnar á næsta Austur-Þjóöverja.” „Hornspymu þessa tekur nýliöi þeirra Austur-Þjóöverja, eini nýliö- inn, Hans Uwe Pils, sennilega klæö- skeri —eh,. . .áður.” ,J4ú, þá er þaö á 21. mínútu, þá reyndi Pommerancke, hinn frægi leikmaöur, skot á löngu færi aö ís- lenzka markinu — mjög sennilega aö íslenzka markinu, en boltinn fór nú víös fjarri. Nú, minútu síðar skaut Pétur Pétursson talsvert framhjá marki Austur-Þjóðverja.” „. .. og eitthvað var hann skrýtinn íslenzki múrinn, varnarmúrinn. Boltinn þaut í gegn og í markið — og íslenzku strákarnir litu undrandi hveráannan.” „Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks byrjuðu Islendingar af miklum krafti og Sigurður Grétarsson fékk dauðafæri fyrir framan þýzka mark- iö — en skaut fyrir.” „Og ekki er ráö nema í tíma sé tek- ið, nema þá helzt í hálftíma, því það er nákvæmlega hálftimi sem er núna eftir af þessum landsleik.” ....íslenzka landsliöið í knatt- spyrnu er gjörsamlega óútreiknan- legt.” „Ragnar Margeirsson brunar; kominn inn á vallarhelming Austur- Þjóöverja, sendir út til hægri.. . lag- lega. Sigurður Grétarsson. .., Sig- uröur nálgast vítateig. Skot! — en framhjá — SVEI mér þá.” „Og Ritinger skallar í slána. Hörkugott færi þarna hjá Austur- Þjóöverjum. Og hinn snjalli útherji, Hans Jiirgen Ritinger, skallaði knöttinn i þverslána og Islendingar náöu boltanum.” „Pils lyfti knettinum inn á víta- teiginn. Æ, í félaga sinn, sem ætlaöi aö taka hann aftur fyrir sig. Það gekk nú illa. Boltinn fór bara inn á miðjan völlinn aftur. Ágætt hjá hon- um aö taka svona þátt í vörninni hjá Islendingum líka. ” Þess skal getið aö Austur-Þjóð- verjar sigruöu með einu marki gegn engu, en tefldu þó fram sínu sterk- asta liði, atvinnumönnum. Okkar eini atvinnumaöur var Pétur Péturs- son. Við stóöum okkur vel. Annars hef ég lúmskan grun um aö þessar fótboltalýsingar séu margfalt fyndnari þeim sem ekkert vit hafa á knattspymu. Þá hlustar maöur al- gjörlega hlutlaust á þetta, rétt eins og á hverja aðra frásögn. En hvaö sem því líður, þá þakka ég fyrir mig. Langt er síðan ég hef hlegið svona innilega. (P.s.: Þýzku nöhiin eru stafsett eftir eyranu). Franzisca Gunnarsdóttir. ast er skrá um málfræðiheiti og atriö- isorð. I bókinni eru þrjátíu og sex krossgátur fyrir nemendur að glíma viö. — Dönsk málfræði er 152 blaösíö- ur. Oddi prentaði. M MALFRÆÐI .. ogvertœfni fyrir framhakteskóia og námskeió IÐUNN Dönsk mál- fræði eftir Gizur í. Helgason Ut er komin á vegum Iðunnar Dönsk málfræði og verkefni eftir Gizur í. Helgason kennara. Málfræðin er í ellefu köflum. Auk þess eru í bókinni þessir kaflar: Hand- hægur orðaforði, Réttritunarleiöbein- ingar, Frásagnir- ritgeröir, Gamalt og nýtt og Sýnishom af prófstílum. — Aft- um og samsettum setningum. Þriðji kafli er stílfræöi. Seinni hluti íslenskrar málfræöi f jallar um beygingafræði, málsögu og hljóöfræöi. — islensk málfræði, fyrri hluti, er 133 bls. Prentrún prentaöi. Tilkynningar Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík auglýsir safnaöarfund, strax að lokinni messu, sunnudaginn 12. september. Dagskrá: Væntanleg prestkosning og kosning kjörstjórnar. Badminton — íþróttahús Feilaskóla Tímar lausir þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Upplýsingar í síma 72359 kl. 18.30—21. Iþróttafélagið Leiknir. BPW-klúbburinn í Reykjavík heldur almennan kynningarfund í Leifsbúð á Hótel Loftleiöum mánudaginn 9. september nk. kl. 20.30. Alþjóðaforseti PBW frú Maxine R. Hays kemur á fundinn og segir frá starfi IFBPW ; (Intemational Federation of Business and Professional Women). Eru félagskonur og aðrir sem áhuga hafa á starfi BPW hvattir til að koma á fundinn. BPW-klúbburinn í Reykjavík. Ferðalög „Islensk mál- íræði" í nýrri útgáfu Iðunn hefur gefiö út í nýrri útgáfu Is- lenska málfræöi eftir Kristján Árna- son, fyrri hluta. Bókin hefur veriö lag- færö og endurskoðuö viö þessa prent- un. — Bók þessi kom út í ársbyrjun 1980. Hún skiptist í þrjá aöalkafla sem hver um sig greinist í marga undir kafla. I fyrsta kafla er fjaUaö almennt um málfræöi, eðli hennar og sögu. I öörum kafla er gerö grein fyrir setn- ingafræði og sagt frá stofnhlutum setn- inga, stofnhlutareglum og ummyndun- BLAÐBURÐARBÖRN óskast í eftirtalin hverfi: • Suðurlandsbraut: Suðurlandsbraut, Síðumúli, Ármúli. • Hringbraut: Hringbraut, Birkimelur. Rauðarárholt: Nóatún, Skipholt, Stórholt Skúlagata, Borgartún, Skúlatún ^ Hagar I: Lynghagi, Tómasarhagi ^ * Hagar II: Fornhagi, Starhagi, Ægissíða AFGREIÐSLAN ÞVERHOLT111 SÍMI27022 bIeIbIbIbIgIbIeIbIbIbIbIbIbIeIbIéIbIbIéIeIbIbIbIqIbIbIbIbIeIbIé fsafoldarprentsmiðja hefur sent frá sér þriðju útgáfu þýsk- íslenskrar orðabókar eftir dr. Jón Ofeigsson, en bókrn hefur verið ófáanleg alllengi. Þessi útgáfa er óbreytt offsetprentun annarrar útgáfu. ÍSLENSKI FRÍMERKJABANKINN VERÐBRÉFA MARKAÐUR LÆKJARGÖTIJ 2. NÝJA BÍÚHÚSI. SÍMI22680 BOX 285 121 REYKJAVÍK. VERÐBRÉF Berö þú ábyrgö á peningum annarra? Átt þú aö ávaxta sparifé barnanna, gamla fólksins eöa félagssjóöinn? Við erum miölarar með alls konar skuldabréf — verðbréf og víxla. Haföu samband. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLENSKA FRÍMERKJABANKANS Lœkjargötu 2 Nýja-bíóhúsi III. hœö. Sími 22680. Ferðafélag Islands Dagsferðir suunudaginn 12. september: 1. kl. 09.00: Presthnúkur (1223m) — Þórisdal- ur. Ekið um Þingvelli og Kaldadal. Gengið á prestahnúk og í Þórisdal. Verð kr. 250.00. 2. kl. 09.00: Þjórsárdalur — Háifoss — Stöng. Ekið um Þjórsárdal aö Stöng, síðan að Háa- fossi (linuveginn) og áfram línuveginn hjá Hólaskógi, yfir Fossá og Stóru Laxá aö Jaðri, síðan yfir Hvítá og niður Biskupstungur. Það verður lítið gengið í þessari ferð. Verð kr. 250.00. 3. kl. 13.00: Mosfellsheiði — Borgarhólar. Verðkr. 100.00. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgdfullorðinna. Helgarferðir 10,—12. september: 1. kl. 08.00: —Núpsstaöaskógur (3 dagar). Gist í tjöldum. 2. kl. 20.00: — Landmannalaugar — Rauðfossafjöll. Gist í húsi. 3. kl. 20.00 — Alftavatn — Torfatindar — Torfahlaup. Gist í húsi. 4. kl. 08.00, 11. sept.: Þórsmörk (2 dagar). Gist í húsi. Allar upplýsmgar og farmiðasala á skrif- stofunni, öldugötu 3. Ferðafélagið Útivist Útivistarferðir: Helgarferð 11,—12. sept. kl. 8.00 Þórsmörk. Skoöuð verða gU og gijúfur í norðurhUðum EyjafjaUa þ.á m. NauhúsagU, Merkurker, SelgU og Akstaðagil. Gist í Oti- vistarskálanum. Farið um Fljótshlíð á heim- leið og Bleiksárgljúfur skoðaö. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumst! Frá Jöklarannsóknafélagi íslands Arleg haustferð félagsins verður farin i Jökul- heima helgina 10,—12. september. Lagt verð- ur af stað frá Guðmundi Jónassyni hf. föstu- dag kl. 20.00. Fararstjóri: Stefán Bjamason. Þátttaka tilkynnist Stefáni Bjamasyni, síma 37392 (heima) eða Ástvaldi Guðmundssyni, síma 86312 (vinnusími) fyrir fimmtudag 9. sept. Fjölmennum. Ferðanefnd. Atkvædagreiðsla BSRB Allsherjaratkvæðagreiösla BSRB um aöalkjarasamning veröur 15,— 17. september. Aöildarfélög sjá um atkvæðagreiösluna á höfuðborgar- svæöinu. Trúnaöarmenn afhenda kjörgögn. Aörir félagsmenn fá kjörgögn í pósti. Atkvæöi skal póst- leggja í síöasta lagi 17. september. Utankjörstaðaatkvæöagreiösla fer fram á skrifstofu BSRB á Grettis- götu89.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.