Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Side 35
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. 35 Af efnisskrá Leikfélags Reykjavíkur að dæma má starfsfólkið bara vera nokkuð ánægt með sig. DV-mynd Einar Olason. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir: FIMM NÝ LEIKRIT Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir fimm leikrit á þessu leikári. öll eru verkin ný af nálinni, tvö íslensk og þrjú erlend. Leikrit Kjartans Ragnarssonar Skilnaöur veröur frumsýnt 17. september nk. Forsýningar á leikritinu voru á lista- hátíð í vor. Eins og nafn verksins gefur til kynna fjallar leikritiö um þau vandamál sem upp koma er hjón ákveða að slíta samvistum. Leikstjóri er skáld hússins Kjartan Ragnarsson. Leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, Guðrún, verður væntanleg frumsýnt í apríl á næsta ári. Leikritið er byggt á Laxdælasögu og eru aöal- persónumar Guðrún Osvífursdóttir og f óstbræðurnir Bolli og Kjartan. Um miðjan október verður síðan frumsýnt nýtt írskt leikrit eftir Brian Friel. Á frummálinu heitir það Translations en á íslensku hefur þaö hlotið nafnið Ein var sú borg. Þýðandi er Karl Guðmundsson. Leikritið fjallar um samskipti Ira og Englendinga á fyrri hluta síðustu aldar. Þar segir frá írsku almúga- fólki og breskum hermönnum sem komnir eru í heimsókn til að kort- leggja svæðið. Eyvindur Eriendsson leikstýrir. Jólaleikritið í Iðnó verður franskur hláturieikur eftir höfundana Bruneau og Rego. Leikritiö sem á íslensku nefnist Ostur eöa ábætir gerist nú á tímum og fjallar um heimsókn forseta til verkamanna- fjölskyldu. Eftir áramót mun leikritið Frán regnormanas liv eða Úr lífi regnorm- anna eftir Per Olaf Enquist verða frumsýnt. Verkiö gerist á einni nóttu heima hjá Heiberg hjónunum er þau fá H.C. Andersen í heimsókn. Leik- stjóri verður hinn sænski Emst Giinther. Þýðandi er Stefán Baldurs- son. Þess má geta að hann þýddi einnig leikritið Nótt ástmeyjanna eftir sama höfund. Það leikrit var sýnt á fjölum Þjóðleikhússins og fjallaöi um sænska rithöfundinn Aug- ust Strindberg. Leikrit Kjartans Ragnarssonar, Jói, sem frumsýnt var í fyrra hefur verið á fjölum leikhússins í nálægt 100 skipti. Munu sýningar á því hefjast að nýju þann 5. október. Jóhann Sigurðsson sem fer meö titilhlutverkið hefur verið fastráðinn og eru fastir leikarar leikfélagsins þá orðnir 16. Ennfremur mun afmælisverk síðasta árs Salka Valka verða sýnt áfram og Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo verður flutt til sýningar í Austurbæjarbíó. Sala áskriftarkorta er hafin. Hvert áskriftarkort kostar kr. 450 og gildir fyrir fimm sýningar. -EG Mockvitch bifreiðin þeyttist á ljósastaur við áreksturinn. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeUd Borgarspítalans. DV-mynd S. Harður árekstur á Flókagötunni Harður árekstur varð á milli tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Flókagötu og Gunnarsbrautar um áttaleytið í fyrrakvöld. Ok Moskvitch-bifreið vestur eftir Flókagötunni, er bifreið sem kom suður eftir Gunnarsbraut ók inn í hlið hennar. Við það kastaðist Moskvitch- inn á ljósastaur og skemmdist talsvert og var ökumaðurinn fluttur á slysa- deild. Á undanförnumárum hafa árekstrar verið mjög tíðir á þessum gatnamótum ogmargirþeirraveriðharðir. -JGH Ærandi gnýr herþota yfir íbúðabyggð I Njarðvík og Kefla- vík er mörgum þymir í augum, eða eyrum öllu heldur. Það fer enda illa saman herflugvöllur og íbúðabyggð. Hinu er ekki að neita að margir flugáhugamenn stara dolfallnir á vélarnar. Aflið í þeim er gífurlegt og hægt að gera á þeim ýmsar kúnstir. Vonandi kemur þó ekki til þess að eyðingarmáttur þeirra verði brúkaður. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.