Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 37
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. 37 Fyrsta kennslusttindin fór í að æfa hundana í að ganga á hæl. DÆGRADVÖL DÆÖRADVÖL DÆGRADVÖL myndar dýr og greinilegt að þeir höfðu fengið gott uppeldi. Einn hunda Páls er tíu ára gamall af kyninu „Golden retriever. Ber sá nafnið Snati. Virðist hann til ýmissa hluta brúklegur því' Páll bað hann að segja sér hvað tvisvar sinnum tveir væru og gelti þá dýrið fjórum sinnum. Reyndar kvaðst Páll hafa hvíslað í eyra hundsins að gelta, án þess að viöstaddir heyrðu. Hundar hafa jú geysilega næm skilningarvit — miklu næmari en maöurinn. Blaða- maður lét blekkjast af þessu bragði Páls enda hafði ég nær því óbilandi trú á þessari tignarlegu skepnu. Aldrei of seint að kenna hundi — En hvers vegna fór Páll í hundana? „Ég veit ekki hvað skal segja. Fjöl- skyldan var stödd í Danmörku 1972 þar sem ég var við nám. Við fengum okkur hund — sem var Snati. Konan fór síðan á námskeið fyrir hunda og síðan fór bara áhuginn á þessu að vaxa. Maður fór að lesa sér til um þessi dýr og endirinn var sá aö fjölskyldan fór öll í hundana.” — Er það ekki full vinna að sjá um þrjáhunda? „Nei, nei alls ekki. Við vorum með tvo til viðbótar fyrir skömmu, sem við höfðum til gæslu. Þrátt fyrir að þeir væru þá orðnir fimm þá var þetta ekk- ertmál. — Á hvaöa aldri eru þeir hundar sem eru á hlýðninámskeiðunum hjá þér? Þeir eru á mjög misjöfnum aldri. Allt frá s jö mánaða upp í sex ára. — Er þá orðatiltækið aö, ,ekki þýði að kenna gömlum hundi að sitja”, vitleysa? „Já, það held ég að sé hin mesta vitleysa. Hundurinn minn, Snati, er nú tíu ára og hann er alltaf að læra eitt- hvað nýtt. Það er ekki vandi að kenna þeim nýja hluti þrátt fyrir háan aldur. En erfitt getur reynst að brjóta niður gamlar venjur hjá hundinum. I því getur vandinn verið fólginn. ” — Hvaö eru þessi námskeið haldin oft á ári? „Þau fara fram vor og haust. Þátt- takan í þeim hefur veriö svona á bilinu 10 til 30 hundar í hvert skipti. Ég hef verið með þessi hlýðninámskeið í fjög- ur ár og sennilega eru hundamir á þriðja hundrað sem gengiö hafa í gegn- um þetta,” sagði Páll Eiríksson að lok- um. Við þökkum kærlega fyrir spjallið og kennslustundina _og þóttumst stórum fróðari um hunda eftir þessa ágætu stund í blíðskaparveðri á Álftanesi. Að endingu skal þess getiö að í lok hvers námskeiðs er haldið próf fýrir hundana. Lagðar eru fyrir þá ýmis konar þrautir sem þeir verða að standast. Er vonandi að enginn þeirra hunda sem þama voru falli á prófinu, þetta virtust allt vera hin bestu skinn. -GSG Það er engin furða þótt eigandinn sé stoltur af þessum fallega bundi sinum. DV-myndir: Bjamleifur. Mikilvægt að hrósa hundinum Páll Eiríksson lét biaðamanni i té blöð, sem hann hefur urrnið, um hvemig ber að standa að þjálfun hunda og veitti góðfúslega leyfi til að birta þessi ráð. Verður hér drepið á það helsta. „Til þess að eðli hundsins, að vera góður félagi og vinur eigandans, fái best notið sín þarf að byggja upp gagnkvæmt traust. Ef eigandi kem- ur þannig fram við hundinn að hann treysti ekki eigandanum eru litlar líkur á að vel fari. Hundar eru mis- munandi og eðli hinna ýmsu hunda- tegunda í mörgu frábrugðiö hvað snertir persónuleika og ýmis skap- geröareinkenni. Sumir hundar era daufir og þeirra áhuga þarf að hvetja. Aðrir eru iíflegir og fjörugir og þá þarf stundum að róa til þess að bestum árangri verðináð. Hundurinn lærir mest þegar honum líður vel Eigandinn verður að sjá til þess að hundurinn tengi aöeins jákvæðar til- finningar við sig. Hann þarf aö hrósa hundinum mikið, byggja upp sjálfs- traust hans og gera það sem hundur- inn hefur mesta ánægju af. Til dæmis aö fara út eða gefa hundinum aö éta. Hundurinn lærir — eins og mannfólk- ið — best þegar honum hður vel og gerir þaö sem hann hefur áhuga á og sér að hann getur haft not af. Barinn og kúgaður hundur ber eiganda sínum ekki gott vitni og slíkum hundi er sjaldnast hægt að treysta er á reynir. Berjið þvíaldreihundinn. Þegar hundi er kennt nafn sitt skal það notað sjaldan og aöeins í sam- bandi viö eitthvað jákvætt. Hann má aldrei tengja neitt neikvætt viö það aö koma til eiganda sins og hans á alltaf að bíða hrós þegar hann kem- ur, hvernig sem hann hefur staðið að málum fram að því aö hann tekur ákvörðun um að koma tU eigandans. Ef hundurinn, þrátt fyrir nokkra mánaða æfingu, kemur ekki þegar kallað er á hann er ágætt að fara einn með hann út þar sem maður getur falið sig og kaUa nafn hans um leið og maður lætur sig hverfa. Gæta ber þess að engar truflanir — svo sem aðrir hundar eöa mannfólk — sé nær- statt sem áhrif geta haft á hundinn. 1 lagi er að byrja áð kenna þriggja mánaða hvolpi að ganga í 61. Ekki má þó búast við fuUnaðarárangri fyrr en löngu seinna. Svo kölluö hengingaról er lang best tU þess að kenna hundi að ganga á réttan hátt. „Þegar hundurinn gengnr vitlaust er gott að kippa í óllna_” Ölin þarf að vera góð annars er hætta á að hún rífi dýrið. Þegar hundurinn gengur annaðhvort of hratt eöa of hægt, skal kippt í hann og honum hrósað um leið og hann gengur á rétt- an hátt Olin skal vera slök. Finnur þá hundurinn betur fyrir þvi þegar hann gengur rétt. Brjóstkassi hunds- ins skal vera í beinni linu við hné eig- andans. Hundi kennt að sitja Ymis ráð erú tU að fá hundinn til að setjast. Oftast er þó best að hafa hundinn í ól, kippa í hana upp á viö og þrýsta afturenda hundsins niður meö hinni hendinni um leið og maður segir orðið sem maður notar við þessa athöfn. Hundinum skal ávaUt hrósað þegar hann sest. Þegar maður kennir hundinum að bíða, verður maður að fara rólega að. Agætt er að setja hann í setstöðu ganga aftur á bak nokkur skref og horfa í augu hans um leið. Ágætt er að stoppa aðeins áður en gengiö er tU hundsins aftur. Hrós er hér mjög mikUvægt. Síðan er hægt að lengja fjarlægðina, en varast ber að missa Nauðsynlegt er að ólin sé góð og rétt sett ó hundinn. DV-myndir Bjaraleifur. sjónar á hundinum — maður má ekki missa athygU hans. Hafi maður náð þeim árangri að geta farið frá honum nokkra metra og hundurinn ætlar að færa sig úr stað, notar maður „nei" eða eitt- hvert skammaryrði sem hundurinn skilur tU þess að stöðva hann i hreyfingunni. Fari hann af staö og maður nær ekki aö stöðva hann áður, hefur maður engin fleiri orð en tekur hundinn og fer með hann nákvæm- lega á þann stað sem hann átti aö vera. Ekki má skamma hundinn þeg- ar hann kemur tU manns. Varhugavert er að leyfa hundinum að hafa hausinn út um gluggann á bUnum þegar ekið er. Hann getur fengiö hvarmabólgur og Uðiö Ula í augunum af ryki og roki. Einnig er varasamt aö láta hundinn hlaupa á undan eða á eftir bifreið. Hafa marg- ir þeirra slasast eða drepist vegna hugsunarleysis ökumanns við þá iðju.” An efa koma þessi heUræði Páls Eiríkssonar í góöar þarfir hjá hund- eigendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.