Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Qupperneq 4
4 DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. „Blaðið hefur mikla þýðingu i kosningabaráttu Friðriks" segir Jóhann Þórir Jónsson sem ritstýrir og gefur út dagblað í tengslum við ólympíuskákmótið í Sviss „Ég tel þaö sérstakan viðburö aö viö Islendingar skulum hafa fengið tækifæri til að gefa blaðið út. Og það er víst að það hefur mikla þýðingu í kosningabaráttu Friöriks sem er mjög tvísýn,” sagði Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skák, en hann hefur nú gert samning við mótshaldara ólympíuskákmótsins í Luzem í Sviss um að gefa út dagblað á meðan á skákmótinu stendur. Olympíuskákmótið er að þessu sinni haldiö samhliöa þingi FIDE. Það byrjar þann 31. október og stendur fram til 16. nóvember. Búist er við mikilli þátttöku. Talið er að um 90 sveitir keppi í karlaflokki og um fjörutíu til fimmtíu í kvenna- flokki. Þátttakendur á skákmótinu verða því um þúsund talsins. Þing FIDE hefst síðan 10. nóvember, og verður einnig í Luzem í Sviss. „Samningurinn við mótshald- arana felst í því að gefa út dagblaö. I því verða allar skákirnar í mótinu, myndir af öllum þátttakendum og nokkrar athyglisverðustu skákimar verða jafnan birtar. Þá verða frum- birtar greinar um skák. önnur er um baksvið einvígisins 1972 í Reykjavík. Hún er eftir Guðmund Þórarinsson, stórmerkileg grein sem örugglega á eftir að vekja mikla athygli. Guð- mundur verður með aðra grein um Manntafl eftir Stefan Zweig sem er fræg saga. Aðalsöguhetjan er herra B. Ætlar Guðmundur að færa rök fyrir því að herra B hafi verið Islend- ingur. Þá verða einnig í blaðinu viðtöl við menn á mótinu og greinar umhverja umferðfyrir sig. Biaöiö verður 48 síöur lesmál, auk auglýsinga. Og þaö virðist vera mikill áhugi á að auglýsa í blaöinu. Það verður m jög vandað og til dæmis skreytt litmyndum. Það kemur út á ensku, hugsanlega þýsku og ef undir- tektir verða góðar gefum við þaö út á íslensku og sendum það heim,” sagði Jóhann ennfremur. — Hversu margir munu vinna að útgáfu blaösins? „Svisslendingar verða með mikla sveit af mönnum sem taka skákirnar saman og ganga frá þeim í blaðið. En þeir sem fara meö mér út og skrifa viðtölin, greinamar og velja fallegustu skákirnar eru þau Birgir Sigurösson, Guðmundur Arnlaugs- son og konan hans. Þá mun blaða- maður, sem getur skrifað á ensku og helst þýsku einnig fara út með mér. Einnig fara fjórir til fimm setjarar. — Hvernig kom þaö til að þú fékkst þetta verkefni? „Svisslendingarnir settu sig í sam- band við mig og buðu mér að vera útgefandi og ritstjóri blaðsins. Þeir höföu rætt við Friðrik og hann sagði þeim frá blaöinu sem ég hafði gefiö út í Reykjavík 1972 í einvígi þeirra Spasskys og Fishers. En það er líka staðreynd að það hefur gengið mjög illa að gefa út blöð á þeim ólympíu- skákmótum sem haldin hafa veriö fram að þessu. Ég lít á það sem heiður að við skulum hafa fengið þetta og ef vel tekst til verður útgáfan rós í hnappagat okkar Islendinga. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skák. Mótshaldarar i Sviss fróttu af vel heppnaðri út- gáfu hans á skákblaði þegar Fish- er og Spassky tefldu i Reykjavik 1972. Þeir buðu honum þvi að gefa út svokallað Ólympíuskák- blað. „Tel þetta mikinn heiður fyrir okkur íslendinga," segir Jóhann. — Fylgir þessu einhver fjár- hagsleg áhætta fyrir þig? „Já, þessu fylgir talsverð áhætta. Blaðiö verður selt og miöað við markaðinn eins og ég tel hann vera í dag, sýnist mér þetta koma halla- laust út. Þá má minna á að eftir fyrstu fjórar umferðir, tíu og þá síðustu verða þau blöð sem þá hafa verið gefin út sett í sérstakt bindi og gefin út. Skákmótið mun því koma út í þremur bindum. Og það ætti að vera glæsileg jólagjöf.” Aðspurður sagði Jóhann að þessi útgáfa opnaði örugglega ýmsar leiðir í framtíðinni. Menn hefðu til dæmis rætt um að halda ólympíu- skákmótiö á Islandi að tveimur árum liðnum og þessi blaðaútgáfa hjálpaöi örugglega til við að fá það mót. — Hvað um möguleika Friðriks til að ná endurkjöri, hafa þeir aukist aö undanförnu? „Það er mjög erfitt að segja til um það á þessari stundu. Ef hann nær ekki fimmtíu prósentum atkvæða í fýrstu umferð getur allt skeð, þvi þá þarf að kjósa aftur og þá um þá tvo sem flest atkvæðin hlutu í fyrstu um- ferðinni. Aöalspurningin væri því sú hvert atkvæði þess, sem dottið hefði úr í fyrstu umferð færu. Við vonum þó það besta og erum vissir um að blaöaútgáfan verður Friðriki mikill styrkur,” sagði Jóhann Þórir að lokum. -JGH. Unglingaheimili ríkisins 10 ára: Við leysum vandamálin með því að tala út um hlutina — segir Kristján Sigurðsson, forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins Unglingaheimili ríkisins er tíu ára um þessar mundir. Það hóf starf- semi sína í húsinu númer 17 við Kópavogsbraut þann 1. september 1972. Starfsemin hefur aukist mikið frá upphafi og nú er stofnunin í fjórum deildum bæði í Reykjavík og Kópavogi. A líflegum fundi sem starfsfólk og nokkrir unglingar á heimilinu héldu nýlega með blaðamönnum kom fram að á annaö þúsund manns hafa leitað til heimilisins frá upphafi. Starfs- fólkið sagði að í fýrstu hefðu tölu- verðir fordómar verið í garð heim- ilisins, en þeir hefðu minnkað mjög á síðari árum. Stofnunin væri fyrir unglinga af öllu landinu, sem ættu í einhverjum erfiðleikum. Margir krakkanna eiga í vand- ræðum á heimili sínu, önnur koma vegna þess að þau hafa lent í afbrot- um og svo er mikið af krökkum, sem leita aðstoðar vegna þess að þeim finnst sjálfum þau eiga í vand- ræðum og vilja fá lausn á þeim Þegar gengið er um húsakynnin að Kópavogsbraut 17 vekur það athygli hve snyrtileg þau eru. Og ekki er annað aö sjá en samvinnan sé góö á milli starfsfólks og unglinganna. „Hér er talað út um hlutina og vandamálin leyst,” sagði Kristján Sigurösson forstöðumaður Unglinga- heimilisins. Hann kvaö aðspuröur að ríkið ætti aö hans mati að fara hægt í stækkun stofnana fyrir vistun ungl- inga. Vistun unglinga væri fýrst lausn, þegar enginn annar möguleiki væri fyrir hendi, og því bæri að hafa stærð stofnana í lágmarki til þess að jafnframt yröi leitað annarra ráða. En hver er árangur unglinga- heimilisins? „Það er mjög erfitt að meta árangur þeirra sem hverfa héöan. Það fer eftir því hvernig við skil- greinum orðið árangur. En í könnun, sem gerð var fýrir fimm árum af afbrotasérfræðingi, sem vann hér, kom í ljós að 70 prósent þeirra sem voru í meðferð til lengri tíma virtust búa við eðlilegar aðstæöur, eftir að af heimilinu var farið. Er þá átt við aö þau eigi heimili, tolli í vinnu eða stundi skóla. Hinir virtust eiga í erfiðleikum við að bjarga sér á.eðli- legan hátt, komust i kast við lögin eða lentu í ýmsum félagslegum vandræðum eins og drvkkju til enda er urinið i þeim anda," sagði Kristján ,,£g er sannfœrður um að unglingaheimilið hefur aðstoðað marga unglinga og gerir enn, Sigurðsson, forstöðumaður Unglingaheimilis rikisins á blaðamannafundinum. Hann er longst til vinstriá myndinni. DV-mynd: Einar Ólason. dæmis,” svaraði Kristján Sigurðs- son. Stofnunin starfar í fjórum deildum. Neyðarathvarf unglinga að Kópavogsbraut 9, Meðferðarheimilið að Kópavogsbraut 17, Sambýlið að Sólheimum 17 og Unglingaráðgjöfin aðSólheimuml7. Þegar rætt er um að á annaö þúsund manns hafi leitað til unglingaheimilisins er eingöngu átt við þá sem gist hafa í Neyðarat- hvarfinu eða dvalið á Meðferöar- heimilinu. AIls munu 144 unglingar hafa dvalið frá upphafi á Meöferðar- heimilinu til lengri eða skemmri tíma, þannig að flestir þessara tveggja þúsunda hafa verið vistaðir til bráðabirgða í Neyðarathvarfinu. A Meðferðarheimilinu Kópavogs- braut 17 er rekinn skóli, sem vistar 10 nemendur og hefur verið svo frá upphafi. Skólaárið er frá 1. september til 31. maí og eru þá starfandi 12 manns á heimilinu, tveir kennarar, sálfræðingur, matráðs- kona og átta uppeldisfulltrúar. Á sumrin er skipulögð vinna fyrir krakkana. Vinna þeir við fiskveiðar, grisjun stööuvatna og fleira sem til fellur. A blaðamannafundinum voru ljóð eftir nokkra unglingana afhent. Eitt ljóðanna hljóðar svo: Eg beið eftir frelsi, þóbjartsýn ég var. En stal ég síðan pelsi ogekkertáþví bar. Halla Að lokum má geta þess að í tilefni a&nælisins verður opið hús fyrir alla að Kópavogsbraut 17 á morgun, 'sunnudaginn 26. september, frá klukkan 13.00—15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.