Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982.
9
Katmtu rúA vtö hrakfiillum?
Skrítið hvernig óheppnin og axar-
sköftin geta elt mann á röndum. Viö
þekkjum þetta öll. Vekjaraklukkan
hringir ekki, þegar hún á aö hringja,
bíllinn fer ekki í gang, þegar mest á
ríöur, sjónvarpiö bilar, þegar
skemmtilegasta dagskráin er aö
hefjast, og svo þarf auðvitað
víxillinn aö falla, þegar verst
stendur á í f jármálunum.
Og hafið þiö tekið eftir því aö
hrakföllin viröast elta hvert annaö,
þau koma á færibandi og gera manni
lífið svo leitt aö vandi útgerðarinnar
og efnahagsspár Þjóðhagsstofnunar,
svo eitthvaö sé nefnt af
alvörumálunum, veröa hjóm eitt og
smámunir?
Á hinn bóginn er ekki svo gott aö
bera þetta á torg. Maður situr uppi
meö hælsæri á vinstra fæti, bilaða
þvottavél eða rukkunina frá Gjald-
heimtunhi, án þess aö geta játaö
fyrir öörum aö dagurinn sé
eyöilagður vegna þessara smámuna.
Þetta eru prívatmál, sem ekki eru
nógumerkileg til aö angra aöra meö,
en þó nógu hvekkjandi til aö setja
mann sjálfan úr skoröum. Hverjum
dettur til aö mynda í hug aö segja frá
kýli á rasskinninni, aö kristalskálin
hennar ömmu hafi brotnaö eöa
rifrildinu heima fyrir? Og hver vill
hlusta á þaö? Hefur ekki hver nóg
með sig.
Sjálfselskan
Samt er það nú svo aö þú getur
ekki á heilum þér tekið, þegar svona
prívatvandamál hrannast upp.
Annaðhvort veröur maður önugur
eða beinlínis í vondu skapi. Þú ert
viökvæmari fyrir því, ef barnið þitt
brákar sig á úlnliðnum, heldur en ef
fréttir berast af fjöldamoröum í út-
löndum. Þú veröur æstari ef einhver
svínar á þig í umferðinni heldur en
ef einhver forseti er sprengdur til
dauöa í Líbanon. Þetta er kannski
ekki skemmtilegt aö viöurkenna en
þaö er bara svona, aö viö erum ekki
stærri í sniöum, þegar allt kemur til
alls. Sá rétti upp höndina, sem ekki
viöurkennir meöalmennsku sína og
sjálfselsku aö þessu leyti!
Manndrápsaugu
Svo er líka hitt aö viö viö látum
flest fara í taugamar á okkur. Menn
veröa kannski verstir yfir engu. Tvö
kostuleg dæmi vildi ég nefna úr dag-
lega lífinu.
Um daginn vék ég mér inn í
verslun þar sem allmargir biöu eftir
afgreiðslu. Fólkiö stóö í
óskipulögöum hnapp fyrir framan
búöarborðiö og þegar vesalings af-
greiöslustúlkan spuröi hver væri
næstur takk, gáfu tveir sig fram.
Yngri kona, auösjáanlega aö kaupa í
kvöldmatinn fyrir fjölskylduna, og
svo eldri maður, veraldarvanur aö
sjá.
Bæði geröu kröfu til þess aö fá
næst afgreiðslu, í fyrstu kurteis en á-
kveðin og létu sig hvergi. Síöan hófst
ein haröasta rimma, sem ég hef
verið vitni aö. Þau litu aldrei hvort á
annaö en einblíndu hvössum
augunum á búðarstúlkuna þó þau
væru stööugt aö tala hvort til annars.
Það lá viö handalögmálum, loksins
þegar afgreiöslustúlkan mannaöi sig
upp í aö taka af skarið og bauð
konunni afgreiöslu. Maöurinn
strunsaði út.
I ljós kom aö konan þurfti á einum
pylsupakka aö halda. Þaö tók tvær
mínútur aö afgreiða hana.
Þetta var auövitað stórkostlega
hlægileg sena, fulloröiö fólk aö rífast
um aö vera fyrst í röðinni til aö fá af-
greiddapylsu!
Mér varð á aö svína á bíl, á horni
Miklubrautar og Grensásvegar, á
leið minni vestur í bæ eitt kvöldiö.
Bílstjórinn bölvaði meö flautunni um
leið og hann dró úr hraðanum. Það
var langt frá því að árekstur heföi
veriö yfirvofandi en svíningin hefur
sjálfsagt kostað hann nokkur
sekúndubrot. Á ljósunum vestur viö
Hofsvallagötu þurfti ég aö stans: á
rauöu. Hver rennir þá eliki upp aö
hliðinni aö mér, nema sami bílinn og
ég haföi svínað á? Undir stýri sat
gmalreyndur leigubílstjóri og
hvessti á mig manndrápsaugum.
Hann var enn fokvondur blessaöur
og hefði sennilega lamiðmig, ef hann
heföi haft tækifæri til.
í vitlausum vagni
Já, þaö er hægt aö hlæja að svona
nokkru, þegar aðrir eiga í hlut. En
hver hlær þegar hann sjálfur er
annarsvegar?
Viö fórum feögarnir í bíó eitt
kvöldiö. Skoðuðum auglýsingarnar
og völdum okkur „grínmynd árs-
ins”, frábær grínmynd í sérflokki,
sögöu þeir í blaðinu. Viö vorum
ákveönir í aö skemmta okkur.
Keyptum popp og tróöum okkur í
ónúmeruö sætin og biðum spenntir
með hláturskirtlana í startholunum.
Þaö varö skammgóö skemmtan.
Viö yfirgáf um bíóið í hléi. Önnur eins
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
vitleysa hefur áreiöanlega aldrei
verið framleidd í samanlagöri kvik-
myndasögunni.
Daginn eftú- kappklæddi ég mig á
völlinn. Grenjandi slagveöur, rok og
rigning eins og þaö gerist best á ís-
landi. Holdvotur og gegnumkaldur,
leit ég viö hjá kunningja mínum á
heimleiðinni. Osköp eru aö sjá þig,
sagöi hann, notalega afslappaöur í
stofuylnum.
Eg var á vellinum, segi ég og skelf
enn. Nú, hvaö er þetta maður, leikur-
inn var í sjónvarpinu, bein útsend-
ing!
Á þriöja degi fór ég í sparifötin.
Boöinn í hanastél hjá virðulegum
fjöldasamtökum. Til ítuskiö. Þarf þá
ekki bannsett lyftan aö festast á milli
hæða með mig einan innanborös!
Þeir voru aö taka saman tómu
glösin, þegar ég losnaöi tveimur tím-
um síöar.
Og svo bilaði bíllinn, daginn eftir
aö þeir lokuöu umboöinu.
Ég tala nú ekki um, þegar ég þurfti
aö fara í strætó, bráðsaklaus farþeg-
inn og villtist upp í vitlausan vagn.
Af öllu þessu sést aö þaö er auðvelt
aö vera seinheppinn og hrakföllin
ríða ekki við einteyming. Eg er von-
andi ekki einn um þessa reynslu.
Þegar þau henda aöra eru þau hins
vegar bráöskemmtileg. Sjáiö allar
bíómyndimar, sem velta sér upp úr
hrakföllum annarra. Þær eru
klassískar myndirnar hans Chaplin,
Jerry Lewis, Gög og Gokke og allra
þessara snillinga sem bregöa sér í
hlutverk hrakfallabálksins. Þar sér
maöur sjálfan sig í spéspegii.
Mikiö væri nú gaman aö lífinu, ef
hægt væri aö yfirfæra húmorinn í
hversdagslífið og brosa að áföllun-
um.
Komedía er það samt
Manni er auðvitaö ekki hlátur í
huga, þegar togaramir liggja
bundnir viö höfn og aöalat-
vinnuvegur landsmanna riðar á
barmi gjaldþrots. En kómedía hefur
þaö veriö samt.
Með andakt og áhyggjum hefur
þjóðin hlustaö á Steingrím og
Kristján Ragnarsson skiptast á
skoðunum og yfirlýsingum.
Einhvern tímann heföi það veriö efni
í góöan grínþátt aö skopstæla á-
búðina og alvöruna, þegar þeir
félagar vom búnir aö senda hvor
öðmm tóninn í tuttugusta og þriöja
skiptiö.
Þeir ýmist geröu tilboð eða
höfnuöu tilboöum, hækkuöu fiskverö
eöa lækkuöu fiskverð, töluðu saman,
eöa töluöu ekki saman. Hápunkti
náöi þessi viöureign, þegar
Steingrímur neitaöi aö ræöa frekar
viö Kristján, nema flotinn sigldi
fyrst úr höfn. Hann sneri upp á sig
eins og maöurinn viö búöarboröiö.
Mikið vildi ég vera svona „import-
ant” einsogKristján, aöfá viötalviö
ráöherra meö því aö stoppa flotann
og mikið vildi ég vera ráöherra sem
talar ekki við hvem sem er meðan
skipineruíhöfn!
Hælsæri eða tannpína
Þeú- eiga mikiö undir sér þessir
karlar, enda skáka þeir hundruöum
milljónum króna á milli sín og
sjóöanna eins og þeir séu í
fimmauraharki. Þaö er eins gott aö
vekjaraklukkan bili ekki á morgnana
hjá jafnmikilvægum mönnum. Hvaö
þá aö þeir séu meö hælsæri eöa
tannpínu!
Ég kann ekkert ráö viö
hrakföllum. Mér finnst hins vegar
kominn tími til aö Þjóðhagsstofnun
hefji rannsóknir á afleiömgum
þeirra a ikaplyndi þjóðarinnar og
blóðþrýstmgi. Skyldi ekki margt
axarskaftiö og þjóöfélagsmeinið eiga
sér skýrmgu í margvíslegum prívat-
vandamálum, sem eru of persónuleg
til aö segja frá þeim, en nógu ergileg
til aö stökkva upp á nef sér út af.
Hver veit nema efnahagsvandinn sé
fólginn í hrakföllunum! ?
Ellert B. Schram.