Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Síða 14
14__________________________________________________________________________________________________________________DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. K«rl lloinz Itiimjivska IVitboltaliotjan Pc. J er ekki tekið út með sældinni að vera frægur og ríkur. Karl Heinz Rummenigge, stjaman úr vestur- þýska landsliðinu í knattspymu, á heimsmeistaramótinu á Spáni í sumar, hefur fengiö að kenna á því. „Athyglin sem ég hef vakið hefur haft mikil áhrif á einkalíf mitt,” segir hann. „Maður veit hreint ekki hvernig maður á að snúa sér, því ef maður segir nei við einhvem segir sá hinn sami að maður sé stór upp á sig.” Tvisvar verið útnefndur besti fótboltamaður Evrópu Það er ekki síst í fótboltaheim- inum sem prímadonnur og stjömur skjótast upp á stjömuhimininn. Sumir þola þá frægð og þann frama sem leiöir af því, aðrir ekki. Margir verða hrokafullir og frægðin stígur þeim til höfuðs. Þetta á ekki við um Karl Heinz Rummenigge. Hann er hetjan í vestur-þýska fótboltanum og tvisvar hefur hann verið útnefndur besti fót- boltamaður Evrópu. Hann er lista- maður í sinni grein og á erfitt með að neita eiginhandaráritunum, blaða- mönnum um viðtal og þar fram eftir götunum. Allir ætlast til að hann standi og sitji sem þeim líki og oft- ast gerir hann það líka. Að vísu er hann fyrirliði Bayern Miinchen og landsliðsins og það leggur honum ýmsar skyldur á herðar, en öllu má samt ofgera .. . Og kannski vegna þessa er Rummenigge eöa Kalli, eins og vinir hans kalla hann, líka sá, sem oftast er sparkaöur niður af and- stæðingum sínum úti á vellinum, en hann heldur þó alltaf sinu jafnaöar- geöi. öll þessi athygli getur þó orðiö of mikil, líka fyrir Kalla Rummenigge. Sérstaklega þegar þaö gengur út yfir konu hans, Martinu, og hinn þriggja ára gamla son þeirra, André. I Vestur-Þýskalandi er Rummenigge orðin slík þjóðsagnapersóna að hann óttast að eitthvað alvarlegt kunni aö koma fyrir hann eða fjölskyldu hans. Meðferð þeirri sem hann oft á tíðum verður fyrir úti á vellinum af því að hann er svo miklu betri en félagar hans hefur hann ekki eins miklar á- hyggjur af. Hann viðurkennir þó að á stundum verði hann alveg skít- hræddur. „Þaö er einn leikmaður,” segir Rummenigge, „ég nefni engin nöfn, sem ég óttast mjög. I hvert skipti. er hann lætur til skarar skríða. hugsa ég: I þetta skipti enda ég á slysa- varöstofunni.” „Ég er alveg týpískur Þjóðverji" Kalli Rummenigge er þjóöhetja meðal Þjóðverja, einkum fótboltaá- hugamanna. En hvers vegna er hann svona vinsæll? Er það vegna þess að hanner týpískur Þjóðverji í útliti? „Já, það held ég bara,” segir Rummenigge. ,,Ég er hár og grannur, ljóshærður og bláeygur og KarI Heinz Rummgnigge. draumur þýskra hef staðið mig vel á vellinum. Ég held ég sé alveg týpískur Þjóðverji. Ég er meira aö segja viss um að allar þýskar mæður vildu mig sem tengdason! Þess vegna held ég að ég njóti svo almennra vinsælda. Auk þess er ég ekki feiminn heldur opinn og glaölegur. Þaö kann fólk aö meta.” Rummenigge hefur fengið mörg tilboð erlendis frá, frá ýmsum fót- boltafélögum. Þótt hann hafi nokkuð velt þeim fýrir sér, einkum eftir heimsmeistarakeppnina í sumar,- virðist allt benda til að hann verði um kyrrt hjá Bayem, að minnsta kosti fyrst um sinn. Og það kann þýska þjóðin að meta. Rummenigge vekur jafnmikla athygli, hvort sem hann leikur á heimavelli eða einhvers staðar erlendis. ,4 rauninni hef ég enga þörf fyrir að leika einhvers staöar erlendis. Ég Rummenigge á brúðkaupsdaginn þegar hann giftist Martinu. Þau eiga þriggja ára gamlan son, André. tengdamæðra?9 „Ég er óska hef allt sem ég þarf hér í Miinchen. Ég á nóg af peningum og hér þrífst ég vel. Ég hef þó nokkrar tekjur utan vallarins. Þess vegna hef ég ráö á því að neita sumum fyrirtækjum um aöauglýsa þau. Ég veit þó að ég gæti þénað betur einhvers staðar annars staðar. En ég vil frekar vinna meira og vera um kyrrt í Vestur-Þýska- landi.” 1 augum Rumenigge er það heiður aö fá að leika meö landsliðinu. ,,Ég er stoltur af aö fá að vera með. Öllum leikmönnum landsliðsins finnst'það líka. 1 rauninni eigum við að fá borg- að fyrir allt sem við gerum í nafni landsliðsins, en við höfum oft verið í feröum meö landsliðinu án þess að fá eyri fyrir þaö. En við gerum það samt meðglöðu geði.” „Ofterfitt en góður skóli" Kalli Rummenigge var engin stjarna þegar hann fyrst kom til Bayem, svo langt frá því. Áður en þangaö kom lék hann með litlu félagi í Westfalen, Borussia Lippstad. Svo var það einhverju sinni að maður einn frá Bayem sá Rummenigge leika og kom aö máli viö hann og spuröi hvort hann vildi ekki reyna fyrir sér hjá Bayem. Rummenigge var átján ára þegar þetta var, óagaður leikmaöur, sem var eins og hvirfilvindur um allan völl. En hann fór til Miinchen til reynslu, þeim leist vel á pilt og buöu honum reynslu- samning. Rummenigge sló til. Kalli fann fljótlega fyrir því að hann var kominn til starfa h já alvöru fótboltafélagi. „Hver og einn er sjálf- um sér næstur. Þú færð litla hjálp. Þú verður að stóla á sjálfan þig.” — En var hann aldrei kominn að því að gefast upp? „Nei, það datt mér aldrei í hug, því fótboltamaður skyldi ég verða og það góður fótboltamaöur. En ég viðurkenni að erfitt var þetta á stundum. Ég minnist þess að einhverju sinni kom ég að máli viö framkvæmdastjórann hjá Bayem og spuröi hann hvort félagið gæti ekki útvegað mér bíltík svo að ég þyrfti ekki alltaf að vera að eltast við strætó. Hann leit kuldalega á mig og svaraði ískaldri röddu: Bíltík? Ef við útvegum þér bil, vinur, er það ekki minna en BMW. Og ég setti mig í samband við einn leikmanna, sem aftur hafði samband við þá hjá BMW ogbílinn fékk ég. En hvað sem öllu líður, og á stundum hafi maður átt erfitt uppdráttar og þurft að taka á öllu sínu tilaðgefastekkiupp, erengum vafa undirorpið að þessi tími með Bayem hefur verið góður skóli.” Rummenigge á átján ára gamlan bróður, Michael, sem nýlega hefur skrifað undir sams konar reynslu- samning og stóri bróðir gerði á sín- um tíma. Og hver veit nema tveir Rummeniggar eigi eftir að leika bæði í liði Bayern Múnchen og vestur-þýska landsliðinu? -KÞþýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.