Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Page 18
18 DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. Í9 HA LIFBIKG HAl Herraann Gunnarsson er löngu landsþekktur. Um árabil var hann átrúnaöargoö alira stráka. Það var í þá tíö, er hann var á skotskónum. Hann geröi mörg mörk og menn létu að því liggja aö töframáttur væri í skónum hans. Hermann komst með annan fótinn í atvinnu- mennskuna úti i heimi en gekk aldrei skrefið til fulls. Hann hætti svo í fótboltanum og fór þess í stað upp í stúku þar sem hann hefur um nokkurt skeið lýst, af miklura tilþrifum fyrir útvarpshlustendum, því sem gerist á vellinum. Og sá kann tökin á því. Þetta er sú hliðin á Hemma Gunn, sem við þekkj- um, en hann hefur margar fleiri. , Var hálfgerð félaga- mella í íþróttum " ,,Ég er úr Reykjavík, pínulítill vesturbæingur, þar sem ég ólst upp í sátt og samlyndi við KR-mafíuna. Þar var ég í tíu ár eöa þar til ég flutti í smáíbúðahverfið eða Víkings- hverfið, svo maður noti íþróttamál- ið. Ég fór svo í Versló. Næstu tíu, tólf árin snerist líf mitt um íþróttir. Eg var valinn í landslið, bæði í hand- bolta og fótbolta, og tók það fram yf- ir frekara nám. Ég hætti til dæmis við að verða stúdent vegna íþrótt- anna. I kjölfarið fylgdu ýmís störf. Það hefur alltaf loðað við mig að vilja reyna eitthvaö nýtt og reyndar hef ég alltaf verið til í hvað sem er. Eg var til dæmis um þriggja ára skeið blaðamaður á Vísi. A þessum árum var ég alltaf að leita aö ein- hverju sem sennilega ekki er tiL Ég lifði, ja, kannski hátt, vann hér og þar, kynntist mörgu fólki og dillaði mér svo í iþróttum í öllum fristund- um. Þetta var óábyrgt tilhugalíf sem ég lifði. 1 dag sé ég þó ekkert eftir þessu. Ég fékk mikla reynslu, bæði góða og slæma. Kynntist mismunandi góðu fólki. Ég svalaði ferðalöngun minni á þessum árum í gegnum íþróttirnar. Þegar ég lít til baka er ég ánægður með mitt líf. Að vísu er það víða þyrnum stráð, eins og gerist og geng- ur. Þvi ég held að e;;ginn maður gangi í gegnum lífið á rósabeði. Ég hef reynt á seinni árum að læra af reynslunni og gengið sæmilega. Annars held ég að ekkert sé til sem heitir fuilkomleiki i mannlegri veröld og ég þekki engan sem lifir fullkomnu lífi.” — En af hverju fórstu í Val, fyrst þú bjóst fyrst í KR-hverfínu og síðan Víkingshverfinu? „Eg var gerður að hálfgerðrí fé- lagamellu í íþróttum. Þegar ég var í vesturbænum lék ég mér með miklu eldrí strákum. Og þá var lagt ansi hart að mér að ganga í KR, því eng- inn mátti búa í vesturbænum nema vera KR-ingur. Pabbi haföi líka spil- að með KR í gamla daga og gaf mér búning. Ég fór á eina æfingu en af því ég fékk ekki að vera með eldrí strákunum fór ég ekki aftur. Svo fluttist ég í Víkingshverfið, fylgdí straumnum og var skráður í Víking í — En þetta væ/ um að öl sé innri maður, er bara píp. Þetta er einfalt: ö/ er annar i maður. tvö, þrjú ár. En æfingaaðstaöan var engin og bara einn þjálfari sem var engan veginn nóg. Svo voru, í minni ætt, straumar bæði til KR og Vals, en enginn Víkingur, það var því þrýst á mig þaðan. Ekki spillti að ég kynntist séra Fríðrik í Vatnaskógi. Þá var málið einfalt: Valur skyldi það vera. Og Valsari hef ég verið síðan nema eitt ár sem ég var í Austurriki og annað á Akureyri. Ég hef þó alltaf sterkar taugar til Vík- ings.” „Atvinnumennskan er blóðugt stríð milli ieikmanna og félaga" — Þú fórst til Austurríkis og þar varstu kominn með annan fótinn í at- „Þetta var óábyrgt tílhugatff sam égfífð/." vinnumennskuna? Af hverju hætt- irðuviöþað? „Það hafði alltaf verið draumur minn að kynnast atvinnumennsk- unni. Ég var einn þessara stráka sem langaði svo til að komast inn í þetta ævintýri sem ég hélt atvinnu- mennskuna vera. Sem betur fer fékk ég tækifæri til að kynnast atvinnu- mennskunni. Þetta var 1969. Ég lék þama með sæmilegu liðl Ég var ekki á föstum samningi sem var það besta við þetta. Þeir vildu að ég gerði þríggja ára samning en það vildi ég ekki, vegna þess að þá er maður bundinn. Þetta var góð reynsla. Ég kynntist þama góðu og vondu hliðun- um á atvinnumennskunni. Reyndar lífinu eins og það raunverulega er, sá það ekki lengur í hillingum. 1 lok keppnistímabilsins ákvaö ég að fara heim aftur. Eg háíði að vísu upp á vasann tilboð frá félagi sem þá var í efsta sæti fyrstu deildarinnar í Austurríki. En taldi mig fullsaddan af atvinnumennsku — í bíli. Þetta er blóöugt stríð milli leik- manna og félaga. Iþróttaandinn fyr- irfinnstekki. En ég sleppti sem sagt þessu til- boði og réði mig til eins árs hjá Iþróttabandalagi Akureyrar. Ég kunni mjög vel við mig fyrir norðan. Þetta sumar fékk ég svo annað tilboð frá frægu félagi í Vestur-Þýskalandi sem heitir Rot-Weiss Oberhauser. Þetta lið var á þessum tíma í 3. eða 4. sæti i Bundesligunni svokölluöu. Ég hikaði en hætti við. Ég sá eftir þessu í mörg ár en ég hlæ aö þessu núna. Það er erfitt líf í atvinnumennskunni og byggist mikið upp á hörku. Þetta tekur á sálarlif leikmanna og margir þeirra komast ekki óskaddaöir frá þvi. Innst inni held ég líka að ég hafi ekki verið nógu mikill bógur til að standa í þessu. Menn þurfa að vera harðsvíraðir, ákveðnir og frekir og ef þú ert þaö ekki, þýðir ekkert að tala um þetta. Ég vil frekar láta mér líöa vel heldur en að hafa meiri penrnga í vasanum. Við sjáum bara glansmyndina af þessu og fjölmiðlar hérna heima hafa gert þessa stráka að einhverj- um ímyndum. Þessar glansmyndir lýsa aldrei hinu raunverulega lífi at- vinnumannsins. Og raunin er að það er aðeins í örfáum liöum í Vestur- Þýskalandi, þar sem knattspyman er hvað vinsælust og best í Evrópu, sem um einhverjar verulegar fjár- hæðir er að ræða. Og þá aðeins tii handa bestu leikmönnunum, hinir hafa ekki nema rétt sæmileg laun. Hérna heima þarf ekki nema að ein- hver maöur hleypi heimdraganum og gangi í eitthvert sænskt firmafé- lag þá er sá hinn sami orðinn þjóð- hetja!” „Ég var baktafaður, kannski vegna þess að fó/k öfundaði mig" „En þetta er lífið. Það gengur út á það að fólk hafi einhverjar glans- dúkkur til að fara eftir. Eins vill það hafa eitthvað til að smjatta á og einhverja milli tannanna. Við lifum í landi meðalmennskunnar og það er svo sem ágætt. Ef einhver maöur spilar rassinn úr buxunum í þessu . þjóðfélagL þá er gjarnan sagt: aum- ingja hann, þetta er samt besti strákur! Og ef einhver skarar fram- úr er hann baktalaöur. Fólk verður að hafa eitthvað til aö tala um. Það getur ekki og vill ekki tala um sjálft sig. Við Isiendingar erum kaldir og lokaðir, því miður, og þorum ekki að tala um okkur sjálfa. Við komum aldrei hreint til dyranna. Auövitað vil ég ekki dæma fólk. Sjálfsagt líður einhverjum vel en ég veit að mörg- um líður ilia þvi þeir eru alitaf að reyna að leysa vandamál annarra. ” — Finnst þér þú hafa verið milli tannannaáfólki? „Já, ég var svo óheppinn, eða heppinn innan gæsalappa, að ég var sextán ára óharðnaður unglingur, þegar ég var valinn í meistaraflokk í fótbolta í mínu félagL Og heppnin réð því, og kannski einhverjir pínulitlir hæfileikar, að mér gekk sæmilega. Ári síðar komst ég í B-landslið og skömmu síðar í A-landsliö í fótbolta og handbolta. Inn í þetta gekk ég án — Eg er svo /é/egur\ söngvari að ég get\ ekki versnað. ímmmmmmmummmmmuu holira ráða frá öðrum. Ég, eins og margir aðrir í svipuðum sporum, lentiíþvíaöfólktalaðiummig. En ég viðurkenni það að á þessum árum var mér hælt fyrir góða frammistöðu og það kitlaöi hégómagirndina. Þá féllu oft orð, eins og ég væri góður strákur og það þótti mér mikils um vert. En dökku hliöarnar voru fleiri. Ég var baktalaður, kannski vegna þess að þetta sama fólk öfundaði mig. Ég átti að vera marg-giftur og ég átti að eiga börn í tugatali og ég átti að hafá gert hitt og þetta.” „Hefaldrei veriðgiftur" — Þú hefur aldrei veriö giftur? ,,Nei, og það er nú til dæmis ein af þeim ástæðum sem rennt hafa stoð- um undir sögusagnir og blaöur. En ég var hreinlega ekki tilbúinn til þess. Ég lifði þessu íþróttalífi, þvæld- ist um og var ábyrgðarlaus. Var á egótrippi. Ég hafði nákvæmlega ekkert að gefa. Og hvað mörg hjóna- bönd eru ekki byggð á slíkum mis- skilningi? Við erum alltaf í einhverju lífsgæðakapphlaupi og i samanburði við allt og alla. Þetta er ekki endilega spumingin um peninga. Ég væri til dæmis örugglega búinn að eignast margar blokkir ef ég hefði safnað öll- um minum aurum. Annars hef ég á seinni árum fundið að ég er að eignast eitthvað með sjálfummér. Kannskitil aðgefa.” —Ertu í giftingarhugleiöingum? ,,Nei, ekki eins og er.” „Sem betur fer fókk ég tækifæri tfí að kynnast atvinnumennsk- unni." Fjöruga tjúttrispan — Hvenær urðu þessi straumhvörf ílífiþínu? „Sennilega hafa þau verið að ger- ast smám saman. Eg tók fjömga tjúttrispu veturinn ’78 til ’79. Þá var ég hættur öllum íþróttum og stóð uppi sem hver önnur ríkisblók og átti margar fristundir. Mér fannst lífið snúast um það að láta sér líöa vel. Ég hvarf inn í hringiðu skemmtanalifs- ins. Og leið alveg dásamlega. Ég fékk nákvæmlega ekkert út úr því. Ég hafði smakkað vín og þess háttar áður. En þama fannst mér staöurinn og stundin til að skvetta úr klaufun- um og komast í samband við fólk. Ég stimplaði mig inn á skemmtistaðina föstudaga og laugardaga. Þarna var allt fjörið, allt skemmtilega fólkiö. Já, þarna var lífið, að mér fannst. Ég hitti sama fólkið kvöld eftir kvöld, drakk úr sömu glösunum og bara fylgdifjöldanum. En sem betur fer sá ég að mér og fór í meðferð. Þaö var í apríl ’79. Þetta var góður tími og þarna held ég aö ég hafi stigið stærstu sporin í mínu lífi. Ég fór að gera upp mina reikninga og reyna að kynnast sjálf- um mér. Álit mitt á tilverunni breytt- istalveg. I dag er brennivín ekki aðalmálið í mínum augum. Ég veit það vel að heimurinn ferst ekki þó að ég smakki vín. Hins vegar er ekki æskilegt fyrir mig að vera að sulla með það. Það veldur manni ranghugmyndum og maður eignast ímyndaða óvini. Veld- ur þeim, sem þykir vænt um þig, óþægindum og leiðindum og þar fram eftir götunum. Fylgikvillar brennivínsins eru sýndarmennska og gervimennska. En þetta væl um að öl sé innri maður er bara píp. Þetta er einfalt: ölerannarmaður. Ef öðru fólki líöur vel með víni þá óska ég því alls hins besta. Það eina sem ég veit er aö ef ég geri það, er ég sjálfum mér verstur. Ég veit að það er ekkert í heiminum sem ég geri betur fullur en ófullur.” „Þetta á eftir að verða heimsfrægur ieikari!" — En svo við vindum okkar kvæði í kross. Nú ertu farinn að geta þér orð í „skemmtanabransanum”. Mér skilst að það eigi sér langa sögu að baki? „Já, við byrjuöum á þessu, ég og Vilhelm G. Kristinsson, þegar við vorum í Versló. Við byrjuðum að troða upp á skemmtunum í skólan- um. Reyndum að herma eftir fólki og tókst það svona sæmilega, sérstak- lega var Villi góður. Svo vatt þetta upp á sig. Við fórum að þvælast um landið, mest fyrir atbeina Omars Ragnarssonar. Viö sömdum allt efni sjálfir og gerðum það yfirleitt á leiö- inni á skemmtanimar. Ég man að alltaf þegar við vorum að skemmta vorum við svo taugaóstyrkir að við gátum ekki staðið á sviðinu heldur höfðum borð og tvo stóla. Þar sátum við og lásum upp af blöðunum. Þaö var einmitt á slíkri skemmtun, að Gunnar Eyjólfsson og Bessi voru að skemmta á undan okkur. Þá sagði Gunnar viö Bessa: Taktu eftir þess- um manni, þessum hérna Hermanni eða hvað hann heitir. Þetta á eftir að verða heimsfrægur leikari.” Og Hemmi hermir eftir Gunnari. „Af hverju segiröu það?” spyr Bessi. „ Af því að rödd hans liggur svo ná- lægtminni!” „En þetta var skemmtilegur tími,” heldurHemmi áfram. — En af hverju hættuð þið? „Það var eiginlega sjálfhætt. Við ætluðum aldrei að vera lengi í þessu. > Svo skildi leiðir okkar, Villi fór í fréttamennskuna og ég í íþróttirnar en við höfum rætt um það árlega að taka upp þráðinn að nýju. Og hver veit nema við byrjum aftur, þegar við verðum komnir á Grund.’ ’ — Svo fórstu að syngja inn á plöt- ur? „Það var alger tilviljun. Ég var beðinn um að lesa nokkrar línur inn á Rauöhettu, sem reyndist svo vera heilt ævintýri. Mér fannst ægilega gaman að þessu. Það er svo skemmtilegt að kynnast einhverju nýju. Ég las þetta inn á plötuna. Svo kom í ljós að Gylfi Ægisson hafði samið lag sem hann vildi láta mig syngja. Hann haföi aldrei heyrt í mér áður. En „fallerí og fallera” var látið vaða. Og það var mikið f jör. I beinu framhaldi af þessu var ég tekinn á Halastjömuna. Ég er svo lé-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.